NT


NT - 21.01.1985, Síða 9

NT - 21.01.1985, Síða 9
Mánudagur 21. janúar 1984 9 Síðasti söludagur liðinn? ■ Lítur þú alltaf og undan- tekningarlaust á dagsetning- una fyrir síðasta söludag, þeg- ar þú kippir einu bréfi af beikoni eða hangiáleggi niður af snaganaum t' kjörbúðinni og leggur það í innkaupakörfuna? Trúlega ekki - a.m.k. ekki án undantekninga. Við treystum því sennilega flest að um þetta sjái starfsfólkið í versluninni. Tilfellið er þó, að ef þú vilt fá virði peninganna sem þú borgar við kassann, er vissara fyrir þig að líta á dagsetning- una - án undanbragða. Örlítil skyndikönnun sem Neytaendasíðan gerði á föstu- daginn leiddi það í ljós. Við fórum í tíu verslanir og keyptum nokkur bréf af nið- ursneiddu kjötmeti., aðallega ýntiss konar áleggi. Allar dag- setningar voru skoðaðar vand- lega áður en kaupin fóru fram, - munurinn á þessum verslun- arleiðangri og venjulegri inn- kaupaferð var hins vegar sá að við keyptum þau bréf sem orðin voru of gömul, sam- kvæmt dagsetningunni. Nú væri í rauninni of mikið sagt að algengt sé að varan sé orðin of gömul. I flestum tilvikum voru það ekki nema fáein bréf og hvergi fundum við fleiri en eina tegund með liðnum síðasta söludegi. Engu að síður fundust ein- hverjir ágallar í annarri hverri búð að meðatali. Af þeim tíu verslunum sem við heimsótt- um voru aðeins fimm sem við gengum út úr aftur án þess að sjá ástæðu til að kaupa neitt. Nokkur munur virðist vera á verslunum eftir stærð þeirra i þessu sambandi. Pað er reynd- ar skiljanlegt. Stærri verslanir Dalver . . Grímsbær Hagkaup Holtskjör Matvöruhornið Mikligarður Réttarholt SS Háaleitisbraut Teigakjör Vörumarkaðurinn þurfa ekki að kaupa inn meira en svo í einu af þessari vöru, að öruggt sé að hún seljist áður en síðasti söludagur rennur upp. Farið var í þrjá stórmarkaði, Hagkaup í Skeifunni, Mikla- garð og Vörumarkaðinn í Ar- múla. Bæði í Hagkaupum og Miklagarði var allt í lagi með allar dagsetningar sem athug- aðar voru. í Vörumarkaðnum var hins vegar að finna beikon sem hefði átt að seljast í síðasta lagi 12. jan. eða sex dögum áður en við vorum þar á ferð. Stærst þeirra matvöruversl- ana sem við heimsóttum og nú eru ótaldar, er SS, Háaleitis- braut og þar reyndist allt í lagi. Af sex minni verslunum var aðeins hægt að yfirgefa tvær aðfinnslulaust. Pað voru Mat- vöruhornið og Teigakjör. Hin- ar fjórar höfðu á boðstólum niðursneidda kjötvöru í loft- tæmdum umbúðum sem annað hvort var orðin of gömul sam- kvæmt dagsetningu, eða þá að dagsetningar vantaði alveg sem er eiginlega enn verra. Kálfarúllupylsan í Réttarholti var orðin of gömul og sömu- leiðis hangikjötið í Grímsbæ. 1 Dalveri var malakoffpylsa án dagsetninga (að vísu aðeins tvö bréf) og í Holtskjöri virtist allmörgum tegundum hafa ver- ið pakkað inn í lofttæmdar umbúðir á staðnum og á þeim umbúðum var hvorki getið um pökkunardag eða síðasta söludag. Fað er sem sagt vissara, neytandi góður, að skoða sjálf- ur dagsetningarnar á umbúð- unurn. - kaupmaðurinn ger- ir það ekki alltaf fyrir þig. Malakoffpylsa án dagsetninga Hangiálegg of gamalt í lagi Margar tegundir án dagsetninga: líagi 1 lagi Kálfarúllupylsa of gömul I' lagi I lagi Bacon of gamalt Gluggaþvottur á þriðjudögum ■ Alltaf þegar talað er um tiltektir og þrifnaö, kemur mér í hug ein vinkona mín. Hún er ein af þeim, sem sápuþvær desil ítramálið eftir að hafa mælt vatn í því. Eittsinn átti ég leið framhjá heimili hennar og stakk mér inn til að sníkja kaffisopa. „Almáttugur, nú sækirðu að mér. Ég er í gluggaþvotti. Veistu ekki að það er þriðju- dagur í dag? Eg mundi nú ekkert eftir þriðjudagsskipulaginu hennar, fullvissaði hana um að ég myndi bjarga mér sjálf, nældi mér í kaffibolla áður en ég settist niður til að horfa á aðfarirnar. Þvílíkar aðfarir! Full fata af sjóðheitu sápuvatni og nudd- að með mörgum klútum. Síðan önnur fata með tæru vatni til að skola sápuna af og loks rúðuúði úr brúsa og pússað með eldhúsrúllu. Sjálf sleppi ég fyrri atriðunum tveimur og læt mér nægja rúðuúðann. Svo þvæ ég heldur ekki gluggana fyrr en farið er að dimma ískyggi- lega í ibúðinni, hvort sem er þriðjudagureðaekki. Þaðer ekkert varið í að þvo glugga, nema sjá mun á þeim á eftir. Annað sinn horfði ég á hana hamast við að sápuþvo tóma tómatsósuflösku. Svo skrúbbaði hún tappann vel og vandlega, þurrkaði allt rækilega með tandurhreinni diskaþurrku, skrúfaði tapp- ann á og henti flöskunni í ruslið. Þá ofbauð mér og spurði hvers vegna í t ■ Verslanir fylgjast ekki allt- af með síðasta söludegi vör- unnar. Það sanna þessi sýnis- horn sem keypt voru í nokkr- um verslunum á föstudaginn (18. jan.). Minni myndin sýnir elstu dagsetninguna sem við fundum að þessu sinni. Kjarn- fóður- gjald neyt- endum íóhag ■ í ályktun Neytenda- samtakanna frá 15. jan. er nýlegri hækkun kjarnfóð- urgjalds á svína- og fugla- fóður harðlega mótmælt, þar eð hér sé verið að hækka framleiðslukostnað ú mikilvægum neytenda- vörum. í ályktuninni eru ítrek- aðar kröfur samtakanna um að kjarnfóðurgjald verði afnumið. Gjaldið er sagt neytendum í óhag og talið skapa óeðlilegan mismun milli búgreina. Gúmíhetta yfir inn- stunguna ■ Óvarðar rafmagnsinn- stungur í vegg geta verið stór- hættulegar börnum svo sem kunnugt er. Ónotuðum inn- stungum má loka með gúmí- hettu eins og þeirri sem sýnd er á myndinni.Til að ná hett- unni af þarf síðan sérstaka sogskál. ósköpunum hún væri að þvo flösku, sem hún ætlaði hvort eð er að henda. ,.Ég ætla ekki að fá orð á mig hjá öskukörlunum fyrir eitthvaðskítarusl. Þeirskulu sjá, að hér býr þrifið fólk.“ Ég sé nú við þeim leka með því að binda rækilega aftur ruslapokana. Ég hef enga trú á, að önnum kafnir verkamenn hafi tíma til að tékka áöllu rusli til að athuga hvort hér búi þrifið fólk. Hún hengir líka þvottinn upp eftir vissum reglum, sængurföt sér, dúka sér o.s.frv. „Þér dettur þó ekki í hug, Elínóra mín, að hengja dúk við hliðina á sængurveri? Það sjá allir, að það passar ekki.“ „Nei, nei, elskan mín, það geri ég aldrei. Ég læt bæði dúka og sængurver í þvotta- hús..“ Hún varð svo hneyksluð á þessum ómyndarskap, að hún gat ekki kvatt mig, þegar ég fór. Ef þú ætlar að selja eða kaupa fasteign, þá auglýsir þú auðvitað i Fasteignamarkaði NT. Auglýsingasími fasteigna er 62-16-15

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.