NT - 29.01.1985, Qupperneq 2
„Sænskur hugbúnað-
ur á erindi til íslands“,
■ Ólafur á skrifstofunni, sem er til húsa í Síðumúla.
■ Ólafur Ó. Halldórsson er
umboðsaðili fyrir sænska
hugbúnaðarfyrirtækið Hogia
Data AB. Blm. leit við hjá
Ólafi og innti hann cftir því
hvernig fyrirtækið hefði spjar-
að sig.
„Þetta byrjaði með því að
við ieituðum að heppilegum
hugbúnaði fyrir bókhaldsstofu
okkar Tölvubókhald á árinu
1982 og eftir nokkra leit völd-
um við Hogia hugbúnaðinn.
Hogia Data er sænskt hug-
búnaðarfyrirtæki með aðsetur
í Stenungssundi skammt frá
Gautaborg. Fyrirtækið hefur í
þjónustu sinni um fimmtíu
starfsmenn og sérhæfir sig í
bókhaldshugbúnaði. Einnig
eru rekin útibú í Noregi, Finn-
landi og Danmörku. og er
búnaðurinn lagaður að tungu-
máli hvers lands.
Tölvur og stýrikerfi
Hugbúnaðurinn gengur nteö
stýrikerfunum CP/M, MP/M,
MS-DOS PC-DOS og XEN-
IX og er því hægt að afgreiða
á flestar einkatölvur. Við
leggjum áherslu á að við af-
greiðum hvort sem er íyrir
disklingaútgáfu eða fyrir harð-
an disk. Hogia er algjörlega
óháð tölvutegundum og viö
höldum því fram að allartölvur
séu jafngóðar.
Ég hygg að draumur sér-
hvers stjórnanda fyrirtækis sé
að fá að vita hvernig rekstur
fyrirtækisins gengur á hverjum
tíma. Þessum óskum hefur
Hogia mætt og stöðugt er unn-
ið að endurbótum. Fjárhags-
bókhaldið með samtengdu
launa- eða viðskiptamanna-
bókhaldi er mjög gagnlcgt fyrir
hvert einstakt fyrirtæki. Strax
og færsluskráningu er lokið má
fá stöðuna fram á skjá eða
prentara, þ.e. rekstrar- og
efnahagsreikning rneð saman-
burð við fyrra ár eða ætlun.
Auk þess má halda utan um
t.d. viðskiptakröfur. skuld-
heimtumenn og laun sérstak-
lega. Hugbúnaðurinn hefur
reynst gagnlegur fyrir bók-
halds- og endurskoðunarstofur
og eru nú 900 kerfi í notkun á
Norðurlöndum.
Verð og fylgihlutir
Fyrir lítið fyrirtæki sem vill
hafa bókhaldið sitt á einkatölv-
unni, kostar búnaðurinn kr.
28.300 í disklingaútgáfu. Aftur
á móti fyrir bókhalds- eöa
endurskoðunarstofur sern nota
harðdiskaútgáfu er kostnaður-
inn kr. 82.000. Þá fylgir sér-
stakt skráningarforrit fyrir
uppgjörsgerð svo og útskrift
ársreiknings. Þetta kerfi getur
þjónað allt að 500 umbjóðend-
um. Innifalið í þessu verði er
hugbúnaðarábyrgð í eitt ár frá
kaupdegi. Notendurgetasíðan
valið um hvort þeir vilja gerast
áskrifendur að ábyrgð og fá þá
rétt á nýjum og endurbættum
útgáfum. Siík áskrift kostar
fimmtán prósent af uppruna-
lega kaupverðinu árlega. Ef
notandinn skiptir um tölvuteg-
und felst einnig í áskriftinni
yfirfærsla á gögnunum frá
gömlu tölvunni til hinnar nýju,
gegn vægu gjaldi.
Reynsla hér á landi
Eg verð að segja að þetta
hefur komið vel út. Annar
notandi á eftir okkar var
Endurskoðunarstofa Sverris
M. Sverrissonar sem hefur að-
stoðað okkur vel ogdyggilega
með þýðingar og aðlögun fyrir
-segirÓlafurÓ.
Halldórsson
hjá Tölvu-
bókhaldinu
íslenskar aðstæður og kröfur.
Það er vissulega góð tilfinning
að hugbúnaðurinn hefur vetið
í þróun frá árinu 1978 og nú
eru yfir 50.000 fyrirtæki á
Norðurlöndum sem nota hann
í einhverri mynd.
Nýjungar
Við erum að vinna við að
þýða ýmiskonar tengibúnað og
samræma hann íslenskum að-
stæðum. Bráðlega mun liggja
fyrir búnaður fyrir pantanir.
lager, sölunótur og viðskipta-
rnenn sem er samtengdur. Við
erum einnig að ganga frá verk-
bókhaldi svo og kennitölvuút-
reikningum sem er í samræmi
við ritpakka sem Vinnuveit-
endasamband íslands gaf út á
árinu 1972. Hér er um að ræða
mjög öflugan tengibúnað til
þess að meta stöðu fyrirtækja
svo sem sjálfsfjármögnunar-
stig. fjárhagslegt jafnvægi, nýt-
ingu fjármagns og arðsemi.
Þessi búnaður er hentugur fyrir
fyrirtæki og nýtur m.a. mikilla
vinsælda hjá hagdeildum
banka á Norðurlöndum."
PRECISION FLEXIBLE DISKS
NÁKVÆMIMIS DISKLINGAR
♦YFIR200 BESTU HUGBÚNAÐARFRAMLEIÐENDUR HEIMS NOTA XIDEX
•VANDAÐRI UMBÚÐIR ÖFLUGRI VÖRN
*100% VILLULAUSAR
VERIÐ ÖRUGG VELJIÐ XIDEX
Skrefi framar
TT TÆKNI
/ VA L SÍÐUMÚLA 27, 108 REYKJAVlK, SlMI 91-81665, BOX 8294
w
■ Ekki virðast neinar alvarlegar hættur samfara því að vinna við tölvuskjái. NT-mynd: Svemr
Tölvuskjáir:
Engin hættuleg
efni eða geislun
■ Á undanförnum áruni
hafa vaknað um það spurn-
ingar. hvort konum sem
vinna við tölvuskjái sé hætt-
ara við fósturláti en öðrum
og hvort fósturskaðar meðal
barna þeirra séu algengari en
almennt gerist.
í maí í fyrra kom út bækl-
ingur á vegum Vinnueftirlits
ríkisins um vinnu við tölvu-
skjái. í honum segir að ekki
hafi konrið fram rannsóknir
og niðurstöður sem gefa til-
efni til aðgerða eða viðvar-
ana. að mati Vinnueftirlitsins
og að ekki sé kunnugt um
áhrif frá tölvuskjám, sern
líkleg væru til að valda slík-
um skaða. Þar segir einnig
að gert sé ráð fyrir umfangs-
mikium rannsóknum á þessu
sviði í náinni framtíð.
Til þess að forvitnast um
hvort eitthvað nýtt hefði
komið fram í þessu máli
hafði blaðamaður samband
við Vilhjálm Rafnsson yfir-
lækni hjá Vinnueftirlitinu.
Grunsemdir gengið
tilbaka
Vilhjálmur sagði að þessi
ntál hefðu verið í athugun og
að nrenn hefðu ekki getað
fundið eða ímyndað sér nein
hættuleg efni eða geislun sem
kæmi frá tölvuskjám. Grun-
semdir hefðu því helst gengið
til baka og ekki víst að af
nokkrum rannsóknum yrði.
Engin jónandi geislun hefði
mælst frá tölvuskjám og
skoðanir manna væru að fær-
ast í þá átt að mun öruggara
væri að sitja inni fyrir framan
sjónvarp eða tölvuskjá held-
ur en að sitja úti í sólskini.
Þar sem menn verða stöðugt
fyrir geislun úr geimnum.
Vilhjálmur sagði jafnframt
að ekki hefði orðið vart við
nieiri tíðni fósturláta eða
vanskapnaða hjá konum sem
vinna við tölvuskjái en hjá
öðrum konum.