NT - 01.02.1985, Blaðsíða 4
1. febrúar 1985 4
-m—
Kristín S. Kvaran
Bandalagi
jafnaðarmanna
■ „Það er auðvitað út í hött, að
framkvæmdavaldið hrjóti lög á
þennan hátt, og það segir sig
sjálft, að ég kem tii með að vinna
að því, að staðiö vcrði við lögin,"
sagöi Kristín S. Kvaran.
Aöspurð um hvernig hún myndi
standa að því, sagði Kristín, að
eðlilegast væri kannski að byrja á
að leggja fram fyrirspurn um hvers
vegna ekki hafi verið staðið við
iögin, og síðan ef til vill mcð
tillöguflutningi.
Kristín sagði, aðspurð, að það
væri ekki spurning unt hvort nteiri-
hluti væri á Alþingi fyrir slíkri
tillögu. „Þetta eru lög og það
hlýtur að hafa verið meirihlutavilji
á Alþingi að þau skyldu vera
svona. Það er frumskilyrði, að þau
verði Italdin og aö framkvæmda-
valdið sjái sóma sinn í því, að það
verði gert,” sagði Kristín S.
Kvaran.
Albert
Guðmundsson
fjármálaráðherra
■ „Alls ekki. Fjárlög hat’a verið
samþykkt á Alþingi og það hcfur
verið afgreitt hvaö hver sjóður
fær. Kvikmyndasjóöur hefur feng-
ið verulega hækkun frá fyrra ári,“
sagði Albert Guðmundsson.
Fjármálaráöherra sagöi, aö Al-
þingi yrði að ákveða það á hverj-
um tínia Itvaða framlag sjóðirnir
fengju, eftir efnum og ástæöum.
Kvikmyndasjóður fcngi ekki
nteira með hans samþykki.
Gunnar G. Schram
Sjálfstæðisflokki
■ „Eg tel æskilcgt að hækka
framlagiö vcrulega, en ég hef ekki
hugsað ntér að flytja tillögu um
það," sagöi Gunnar G. Schrant.
Ekki sagðist Gunnar vita hvort
meirihluti væri í þinginu fyrir slík-
unt tillöguflutningi, en hann sagð-
ist halda, að menn hefðu mikið álit
á íslenskum kvikmyndagerðar-
ntönnum.
„Þeir hafa unnið afrek, svo
aðdáunarvert er," stigði Gunnar
G. Scltram.
Guðrún
Agnarsdóttir
Kvennalista
■ „Við rtiunum sannarlega
styöja allar hugmyndir í þá átt, að
fáriö verði eftir lögunum, því að
þau voru ekki samþykkt út í
bláinn." sagði Guðrún Agnars-
dóttir.
Hún sagði, að þingmcnn
Kvennalistans het'ðu stutt frum-
varpið að lögunt um Kvikmynda-
sjóðinn á sínunt tíma, ekki síst
vegitii þess, að í stefnuskrá
Kvennalistans væri skýrt kveðiö á
um stuðning við íslenska listsköp-
un sent snaran þátt í að efla
sjálfstæði þjóðarinnar.
- Heldurðu, að þaö sé meirihluti
fyrir auknu frantlagi?
„Lögin voru samþykkt og þá var
meirihluti fyrir þeim, en nú hcfur
forgangsröðinni verið breytt. Það
fer eftír því livort stjórnarþing-
menn eru sammála. en þeir eru í
meirihluta," sagði Guðrún Agn-
arsdóttir.
Kolbrún Jónsdóttir
Bandalagi
jafnaðarmanna
■ „Ég mun styðja, að þetta fram-
lag veröi hækkað, en þaö hefur
verið dregið úr mörgurn öðrum
fjárveitingum vegna fjárskorts, og
þetta er spurning um forgangs-
röð," sagði Kolbrún Jónsdóttir.
Hún sagði, aö ástæða væri að
velta því fyrir sér hvort ákvæði um
ákveðnar fjárhæðir ættu að vera í
lögunum.og hvort ekki væri
skynsamlegra að veita fé, sem væri
nálægt áætlaðri þörf. „Og ég er
sannfærð unt að þörf Kvikmynda-
sjóðs er nteiri en framlagið, sem
hann fékk."
Kolbrún sagöist hafa trú á því,
að meirihluti væri fyrir auknu
framlagi til sjóðsins. „Vilji
menntamálaráðherra er sá, að það
verði aukið og hún hlýtur að hafa
til þess stuðning úr flokki sínum,"
sagðj Kolbrún Jónsdóttir.
Kristín s. Kvaran
Albert Guðmundsson
Gunnar Schram
Jón Baldvin Hannibalsson
NT spyr þingmenn um afstöðu þeirra til Kvikmyndasjóðs
Munt þú beita þér fyrir því
að Kvikmyndasjóður fái lög-
boðið framlag á þessu ári?
■ Kvikmyndasjóður er nú í miklum vanda staddur. Umsóknir um lán og styrki hafa aldrei verið fleiri cn á þessu ári, eða rúmlega 50 talsins.
Heildarkostnaður við gerð þeirra mynda, sem farið er fram á aðsfoð fyrir, er rúmlega 100 milljónir. Sjóðnum er aftur á móti ekki ætlaðar nema
8 niilljónir á fjárlögum, í stað um 32 milljóna, sem honum lier, samkvæmt nýjum lögum, sem samþykkt voru á síöastliðnu vori.
Menntamálaráðherra hel'ur, ásamt stjórn Kvikmyndasjóðs, vcrið að reyna að afla sjóðnum meira fjármagns, en ekki er enn útséð um úrslit
þcss máls.
íslenskir kvikmyndagcröarmcnn hafa unnið þrekvirki á þcim fimm árum, sem þeim hefur verið gert kleift að stunda listgrcin sína. Útnefning
Hrafns Gunnlaugssonar sem leikstjóri ársins i Svíþjóö cr aðeins síðasti vitnisburður þess, að íslenskar kvikmyndir hafa áunniö sér virðingarsess
á erlendri grundu á þessum fáu árum.
Kvikmyndagerö er dýr listgrein, og lcikstjórar okkar hal'a ekki hikað við að leggja allar eigur sínar undir verk sín. Slíkt er ekki hægt til
frambúðar, og því ríður á, að Kvikmyndasjóður sé nægilega öflugur til að styðja við bakið á þessari ungu listgrein. Hið nauma fjárframlag, sem
honum er ætlað á fjárlögum, getur liaft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsskilyrði íslenskra kvikmyndagerðarmanna, og það yrði saga til næsta
hæjur, ef stjórnvöld ætluðu að kæfa ungviöiö áður en það nær fullum þroska.
NT lagöi leið sína á Alþingi í gær til þess að forvitnast um afstöðu þingmanna til Kvikmyndasjóðs, og fara svör þeirra hér á eftir.
■ Geir Gunnarsson
■ Haraldur Olafsson
Geir Gunnarsson
Alþyðubandalagi
■ „Ég vil fá aö líta á lánsfjáráætl-
un sem heild. áður en ég svara
þessu. Það er slæmt að skera
framlagið niöur eins og gert er og
það þarf að cndurskoða." sagði
Geir Gunnarsson.
Hann sagðist voriast til þess. að
Kvikmyndasjóöur yrði tekinn inn
á lánsfjáráætlun, hver svo sem
niðurstaðan yröi.
- Er mcirihluti fyrir þessu?
„Ég vona. að það sé meiiihluti
fyrir því að látta þessa tölu ekki
standa, þó svo að það þurfi auka-
fjárveitingu," sagði GeirGunnars-
son.
■ Guörún Agnarsdóttir
ÓlafurÞ. Þórðarson
Framsóknarflokki
■ „Það eru margir sjóðir, sem fá
ekki lögbundin framlög, t.d.
sjóðir, scm fatlaðir og fleiri hafa
aðgang að. Þannig, að ég geri ekki
ráð fyrir að Kvikmyndasjóður fái
það," sagði Ólufur Þ. Þórðarson.
Aðspurður um hvort hann
myndi styðja tillögu þess efnis að
staðið væri við lögin um Kvik-
myndasjóð, sagði Ólafur, að liann
hefði ekki trú á því að það væri á
dagskrá stjórnarflokkanna að
hrista upp í fjárlögum þannig að
það leiddi til aukinna útgjalda.
„Það er verið að fjalla um
lánsfjáráætlun og það verður met-
ið'hvort hægt verður að veita
einhverju fé þar í gegn, og þá
■ Kolbrún Jónsdóttir
vcrður að mcta endurgreiðslu-
möguleika sjóðsins. En við höfum
minni peninga en við vildum til
ráðstöfunar á mörgum sviðum,"
sagði Ólafur Þ. Þörðarson.
SigríðurDúna
Kristmundsdóttir
Kvennalista
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur
að samþykkja lög í maí og brjóta
þau síðan hálfu ári seinna. Ég
greiddi atkvæði með lögunum,
þegar þau voru samþykkt og ég
mun standa við mín orð og mun
fylgja því eftir, að lögin verði
haldin," sagði Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir.
Sigríður Dúna á sæti í fjárhags-
og viðskiptanefnd efri deildar og
sagðist hún mundu skoða mjög vel
■ Sigríöur Dúna
þennan niðurskurð þegar lánsfjár-
áætlun kæmi fyrir nefndina.
„Ég veit ekki hvað þingmenn
hugsa," sagði Sigríður Dúna. þeg-
ar hún var spurð hvort hún héldi,
að meirihluti þingmanna væri
fylgjandi auknu framlagi til Kvik-
myndasjóðs. „En það erekki hægt
að gera kviktnynd fyrir 20 þúsund
krónur, og annað hvort verðurn
við að hafa sjóðinn myndarlegan,
eða hætta að hugsa um hann,"
sagði Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir.
Árni Johnsen
Sjálfstæðisflokki
■ „Það kom fram við gerð fjár-
laga, að skera varð niður marga
þætti í þjóðarbúskapnum, en ég
tel, að Kvikmyndasjóður hafi orð-
■ Árni Johnsen
ið frekar illa úti í þessum niður-
skurði og því er ástæða til að rétta
það við," sagði Árni Johnsen.
Hann sagði hins vegar, að ekki
væri borðleggjandi að það yrði
gert, en hann vissi til að allmargir
þingmenn hefðu áhuga á þvt.
- Heldurðu að það sé meirihluti
fyrir því á Alþingi, að framlag til
sjóðsinns verði aukið frá þvi, sem
gert er ráð fyrir á fjárlögum?
„Þetta er ekki spurning um
meirihluta, heldur um hvað hægt
er að gera," sagði Árni Johnsen.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Alþýðuflokki
■ „Eg er til í að beita mér fyrir
aimennum framlögum í Kvik-
myndasjóð, því að kvikmynda-
gerð er góður „bissness". Og ég vil
verja fé í arðvæniega hluti," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson.
Aðspurður sagðist Jón Baldvin
ekki hafa kannao það hvort meiri-
hluti væri fyrir því innan þingsins
að veita auknu fé í sjóðinn. Stjórn-
arþingmenn væru í meirihluta og
þeir hefðu aðallega veitt fé í
óarðbæra hluti, svo sem matar-
gjafir til útlendinga, stálbræðslu
og saltverksmiðju.
„Það gæti því þurft að boða til
kosninga og skipta um meirihluta
í þinginu," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
Haraldur Ólafsson
Framsóknarflokki
■ „Ég mun standa að því með
öðrum. Ég held, að það sé sj álfsagt
mál, að staðið verði við lögin um
Kvikmyndasjóð, en ég veit ekki
hvern framgang þetta mál fær,“
sagði Haraldur Ölafsson.
Hann sagðist ekki vita hvort
meirihluti væri á þingi fyrir aukn-
um framlögum, en hann taldi það
ákaflega hættulegt ef Kvikmynda-
sjóður væri skertur þetta mikið.
„Menntamálaráðherra hefur
tekið fast til orða um að beita sér
fyrir því að leysa þetta mál, og ég
tel sjálfsagt að styðja hana í því,“
sagði Haraldur Ólafsson.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Alþýðuflokki
■ „Það var til skammar hvernig
framlög til Kvikmyndasjóðs voru
stórlega skert, og við munum gera
það sem í okkar valdi stendur til
að stutt verði við bakið á honum,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
- Heldurðu, að tillaga um siikt
eigi meirihluta fylgi í þinginu?
„Ég skal ekki segja um það. Ég
á þó frekar von á að nýjustu
atburðir verði til að ýta við mönn-
um og vekja þingmenn til vitundar
um, að kvikmyndagerð á mikla
framtíð fyrir sér á íslandi,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir.
Svavar Gestsson
Alþýðubandalagi
. ■ „Það kemur vel til greina, en
ég bendi á það, að meirihluti
Alþingis felldi tillögu Alþýðu-
bandalagsins um verulega hækk-
un framlags til Kvikmyndasjóðs,"
sagði Svavar Gestsson.
- Heldurðu að meirihluti þing-
manna muni styðja aukin framlög
til sjóðsins?
„Meirihluti þings hefur þegar
talað. En ef einhverjar leiðir eru
færar til að ná ípening, munum við
standa að því. Ég bendi á, að lögin
um Kvikmyndasjóð voru sett fyrir
atbeina og áhuga Ragnars Arnalds
og Guðrúnar Helgadóttur," sagði
Svavar Gestsson.
■ Svavar Gestsson