NT

Ulloq

NT - 01.02.1985, Qupperneq 11

NT - 01.02.1985, Qupperneq 11
Föstudagur 1. febrúar 1985 11 Barneignir í Kína: Slakað á hörðum kröfu um eitt barn á hver hj ■ Eftir tveggja ára hörkulega framfylgd á reglum um barn- eignir, sem leyfa kínverskum hjónuin aöeins aö eignast eitt barn, hafa stjúrnvöld þar í landi slakaö nokkuö á í þeirn efnum. Enn sem fyrr verða Kínverjar þó aö fá leyfi frá hinu opinbera til að eignast barn. Nú hefur t.d. stjórnin í Hunanhéraöi, fæöingarstaö Maos leyft ákveönum hópum hjóna að bæta iiöru barni í fjölskylduna. Þau hjón, sem uppfylla skilyröi stjórnvalda vegna annars barns, eru í.d. hjón í borguin, sem bæöi eru eina barn sinna foreldra, og hvaö viðkemur dreifiivlishjón- um, þá verður annað hvort þeirra að eiga foreldri, sem er einhirni ellegar þá aö hinn væntanlegi faðir veröur að vera einbirni og hafa aöeins feörað dóttur. Þaö er því greinilega ekkert cinfalt mál aö fá leyfi til að eignast sitt annaö barn í Kínaveldi. Meginorsök þessara tilslak- ana á reglunum um barneignir er vaxandi andstaða almenn- ings viö þær. Þessar reglur voru innleiddar í ársbyrjun 1979 og var þeim ætlað að stemma stigu við hinni öru fólksfjölgun og jafnframt að brjóta niöur hina hefðbundnu kínversku stórfjölskyldu. enda fyrirsjáanlegt að auðlindir Kína stæðu ckki undir slíkum fjölda. Markmiðið er að fjöldi kínverskra þegna verði um 700 milljónir cftir 50-60 ár, sem yrði fækkun upp á 300 milljónir og þá um leið einstak- ur árangur í takmörkun fólks- fjölda. Hins vegar mundi íbúa- fjöldi Kína nema einum og hálfum milljarði um miðja næstu öld ef núverandi venja héldist. en hún er sú að kín- versk hjón eiga yfirleitt tvö börn. Þvinganir og myrkraverk í árslok 1979 hafði nær þriðjungur hjóna með eitt barn lofað stjórnvöldum að eignast ekki fleiri afkvæmi og tveimur árum seinna höföu 57% hjóna gefið slíkt loforð. Þau hjón. sem gáfu slíkt lieit var síðan umbunað með peningagreiðsl- um, betra húsnæði og ókeypis læknisþjónustu. A sama tíma fór að korna í Ijós 'að þessi árangur var að töluverðu leyti fenginn með ýmis konar þrýst- ingi og þvingunum, enda voru embættismenn krafðir um góð- an árangur. Alls kyns myrkra- verk voru framin, sumir emb- ættismenn neyddu konur til fóstureyðinga á meðan aörir tóku viö mútum frá hjónum, sem vonuðust eftir að annað barn þeirra yrði karlkyns. Auk þess var þeim, sem brutu heitin refsað í sívaxandi mæli með launalækkunum og sviptingu hvers kyns fríðinda. ■ Kínversk fjölskylda framan við veggspjald, sem á stendur: Pabbi, marnnia og ég. Hungursneyð rauf skarð í mannhafið Það kom einnig í Ijós að aðrar skýringar mátti finna á þessum góða árangri. Til dæm- is var fjöldi kvenna á barneign- araldri mun lægri en venjulega á árunum 1979 til 1981 og var orsök þess að finna í mikilli hungursneyð á árunum 1959- 1961, sem varð vegna mis- heppnaðrar efnahagsstefnu Maos. Talið er að um 20 míllj- ónir Kínverja hafi látist af völdurn þessarar hungursneyð- ar. Þetta mikla mannfall varð síðan til'þess að miklu færri konur komust á barneignaald- ur tuttugu árum síðar. A árinu 1981, þegar áhrifanna hætti að ■ Það er ekki sársaukalaust fyrir Kínverja aö takinarka barneignir svo mjög sem raun ber vitni. En veröi mannfjölguninni ekki haldiö í sketjum veröur ekki hægt aö sjá mergöinni farboröa þegar frá líður. Myndin er frá barnaheimiii í Peking. gæta, fór barnsfæðingum fjölg- andi og að sjálfsögðu óx þá andstaða forcldra við reglurn- ar um aðeins eitt barn á hjón að santa skapi. í júlí s.l. slakaði áætlunar- deild ríkisins enn frekar á regl- unum og þá varðandi konur í sveitum, því þær höfðu tekið upp á því að flýja til fjalla og eiga þar börn sín. A sama tíma var greint frá að einungis fimmtungur mæðra á barn- eignaraldri hefðu haldið í heiðri regluna um eitt barn á fjölskyldu. Þverrandi árangur stefnunnar sýnir að Kínverjar tclja barneignir vera cinkamál fjölskyldunnar, en ekki mál ríkisins, eins og stjórnvöld hafa lýst yl'ir. US Mail með Reykjavíkurstimpli ■ Öll fáum við einhvern póst. þó ekki sé um að ræða nenia opinberar tilkynningar og kannske eitthvað af svo- kölluðum gluggaumslögum. Auk þess að fá minn daglega póst heima. fæ ég einnig nokk- uð af pósti sendan á NT og er það mest opinber póstur frá hinum ýmsu löndum er vilja kynna frímerkjaútgáfu sína. Því hef ég slíkan inngang, að oft geta verið skemmtileg bréf, jafnvel í þessum pósti, sem þó flestir henda kannske beint í ruslakörfuna. Bréf eitt frá bandarísku póststjórninni hefir þannig orðið mér tilefni þessa þáttar. Bréf þetta er sent frá Washing- ton og í því cr tilkynnt ný útgáfa af notkunarmerkinu fyrir almennan innanlands- póst, nteð mynd af fána Bandaríkjanna, en merkiö sjálft ræði égsíðar í þættinum. Umslagið er eitt af þessum venjulegu formumslögum sem notað er fyrir póst þann sem póstmálastofnunin sendir slík- ar tilkynningar í og hefir fyrir- fram greitt burðargjald. Til marks um það er mynd af- erninum og áletrunin U.S. Mail í ramma í efra horni vinstra megin. Auk þess er tekið fram fyrir neðan mynd- ina að 300,00 dala sekt sé við því að misnota umslagið undir einkapóst. Nú er áritun um- slagsins til gamla Tímans, frímerkjaþáttar og í pósthólf það sem Tíminn hafði er hann var í Edduhúsinu. Þessu vill Póststofan í Reykjavík fá breytt í rétt póstfang, límir hún þar af leiðandi bláan miða á umslagið til áréttingar og biður um að svo sé gert. Ekki nægir þetta samt. Merkja þarf umslagið með stimplun, svo að sjá megi hver óskar eftir þess- ari leiðréttingu og hvenær. Bréfið er því sett í stimpilvél- ina á R1 eins og um venjulegt bréf væri að ræða. Því stimpl- ast þarna merki U.S. Mail með Reykjavíkurstimpli og umslag- ið fær á sig venjulegan notkun- arbrag. nema hvað bandaríska merkið er stimplað í Reykja- vík. Útkoman. erlendur stimpill á bandarísku tnerki. Auk þess þarf svo að árita hvert bréfið á að fara. Það er gert með því að póstmaðurinn skrifar R.8. á umslagið undir áritun þess. Þarna cru komin 3 atriði sem gera umslagið skemmtilcgt og þcss virði að safna því, til notkunar livort sem er í íslensku eða banda- rísku safni. Auk þess er svo innihaldið, sem staðfestir hve- nær það var sent frá Bandaríkj- ununi. Bréf póststjórnar Banda- ríkjanna er dagsett 13. des. og er tilkynning um að gefa eigi út ný merki með rnynd þinghúss- ins og fánans snemma á næsta ári. Þar sem burðargjald er að hækka, en ekki er ennþá vitaö hve mikið, og einnig á að stækka rnerkið um helming, er samt send mynd af því, en í stað burðargjaldstölu er aðeins áritað 00 á merkið. Var þctta gert á nokkrutn myndum bandarískra merkja sem ákveðin var útgáfa á á þessu tímabili. Síðan voru sendar myndir af sömu merkjum seinna mcð tölunni 22, cn það var hið nýja almenna burðar- gjald, sem ákveðið var eftir hækkunina, sem nú fyrst er að koma til framkvæmda. Auk þess verður svo merkið gefið út áfram í sömu stærð og áður, þ.e. lítil merki í heftum. Allt þetta geröi það að verk- um að ég fór að athuga þessi merki nánar er ég var í Banda- ríkjunum um jól og fram í janúar. Haföi ég einmitt keypt hefti með litlu merkjunum sem þá voru hið almenna burðar- gjald, eða 20 centa merkjum. Er ég svo ætlaöi að mæla stærð þessara merkja komst ég í ekki svo lítinn vanda. Þau voru misstór. Vinstri röðin í heftinu scm ég var með var samsett af 24 mm breiöum merkjum, en sú hægri af aðeins 20 mm breiðum merkjum. Einhvers- staðar frá hafði ég upplýsingar um að nterkin ættu að vera 22 millimetra breið. Þá var að heimsækja nokkur pósthús og skoða slík hefti. Geröi ég það næstu daga. en fann hvcrgi nein hefti nenia með 22 mm breiðum merkjum. Fullviss- uðu póstmenn mig um annað fyndist ekki. Þá var þaöcndan- legt. Ég hafði keypt hefti með afbrigöum og var því miður búinn aö nota tvö af þcim á jólakort innan Bandaríkjanna. Það sem eftir var af heftinu held ég fast í. Ég á þess von að myndin af safnsíðunni scm hér fylgir með, prentist vel og þá hefi ég sett upp þcssa sögu um bréfiö frá Bandaríkjunum, á svokall- að Lindner T blað, cn þessi blöö eru sérstök að því leyti, að þau eru til í mörgum mis- munandi gerðum, sem hægt er aö velja sér nákvæmlega eftir efni því sem upp á að setja. Eru tvöfaldir vasar fyrir upp- setningu efnisins og liægt er að hafa bakgrunn fyrir plastvas- ana i hverjum þeim lit sem viðkomandi vill. Hér er t.d. notaður svartur bakgrunnur. Á síðunni getur svo að líta bréfið með þeim þrem viðbót- um. sem það fékk eftir að þaö kom til íslands, efst á síðunni. Neðan til við það vinstra megin, eru svo myndirnar tvær af frímerkinu sem nú er að koma út og er 22 ccnta merki, cn neðan þess er svo mynd merkisins meö tölunni 00, meðan burðargjald var ekki ákveöið. Þá eru hægra megin á síðunni neðantil, tvær fjór- blokkir með litla merkinu cins og það var áður, meðan burö- argjaldið var 20 cent. í efri blokkinni eru afbrigðin tvö - 24 og 20 mm breið. En íyrir neðan eru hinsvegar eðlileg nierki 22 mm breið. Aö lokum skal svo tekið fram, að hafi menn áhuga á að kynna sér hvernig selja á frí- merki á uppboöum erlendis, geta þeir sent kr. 25,00 t.d. í ónotuðum frímerkjum til „ís- lensk Frímerki s/f. Pósthólf 161,202 - Kópavogi," og fá þá sent efni á íslensku um það. Lindner T blöðin, sem lýst er hér að ofan, fást hjá Frí- merkjahúsinu, Lækjargötu 6A. 100 Reykjavík. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.