NT - 01.02.1985, Page 6
Föstudagur 1. febrúar 1985 6
Evgení Koserev sendiherra Sovétríkjanna á íslandi:
Erum fylgjandi því að losa Evrópu
algjörlega við kjarnorkuvopn
Avarp flutt á ráðstefnu Framsóknarflokksins um afvopnun
■ Evgení Koserev sendiherra.
■Eins og þið vitiö hófst þann
6. ágúst 1984, þ.e. þegar 39 ár
voru liðin frá því að sprengj-
unni var varpað á Hírósíma,
herferð friðarhreyfinga á
Norðurlöndum, sem hefur
það markmið aö flýta sem
mest fyrir stofnun kjarnorku-
vopnalauss svæðis á þessu
svæði.semaðstæðu Danmörk,
Noregur, Svíþjóð og Finnland.
Þessi herferð stendur til 9.
ágúst 1985, þ.e. til þess dags
þegar liðin verða 40 ár frá þv í
að sprengjunni var varpað í
Nagasaki. Þessi hreyfing hefur
vígorðið „Samning þegar í
stað" og hefur hlotiö það heiti.
Sjálf hugmyndin um kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd er
miklu cldri. Þaö v;ir Uhro K.
Kekkonen. forseti Finnlands,
sem setti hana fyrst fram árið
1963. Síðan þá hefur hreyfingu
fylgismanna kjarnorkuvopna-
lauss norðurs vaxiö fiskur um
hrygg. í dag er þessi hugmynd
Kekkonens helsta vígorð friðar-
hreyfinga í skandinavísku
röndunum og Finnlandi.
Þér hafið áhuga á aö vita
hvernig Sovétríkin líta á þessa
hugmynd.
Afstaða Sovétríkjanna til
hugmyndarinnar um að koma
á kjarnorkuvopnalausu svæði
á Norðurlöndum markast af
afstöðu okkar til kjarnorku-
vopna.
Sovétríkin telja að nauðsyn- j
legt sé að hætta kjarnorkuvíg-1
búnaðarkapphlaupinu og |
bægja kjarnorkuógnuninni
burtu skref fyrri skrcf með því
að takmarka kjarnorkuvopn á
róttækan máta og fækka þeim
allt til algerrar útrýmingar.
Kjarnorkulaus svæði
skref í áttina
Við teljum að kjarnorku-
vopnalaus svæði væru visst
skref í þessa átt, og þess vegna
styðja Sovétríkin ásamt öðrum
sósíalískum löndum tillögur
ríkjanna á Norðurlöndum svo
og á Balkanskaga um að komið
verði á fót kjarnorkuvopna-
lausum svæðum í Norðurlönd-
um og á Balkanskaga. Það
þýðir að allar tegundir kjarn-
orkuvopna skuli fluttar á brott
frá þessum svæðum, að slík
vopn verði ekki flutt til svæðis-
ins og ekki geymd þar. Við
erum fylgjandi því að losa
Evrópu algerlega við
kjarnorkuvopn bæði meðal
dræg og taktísk.
Sovétríkjunum er, eins og
Norðurlöndunum, umhugað
um að þetta svæði sem liggur
beint að norðurhluta þeirra,
verði utan vettvangs alþjóða-
deilna og spcnnu. Kjarnorku-
vopnalaust svæði á þessum
slóðum mundi stuðla að því.
Það er álit sovésku ríkisstjórn-
arinnar, sem kom fram í sept
ember I978, að „kjarnorku
vopnalaust svæði á Norður-
löndum mundi stuðla að stöðug
leika í þessum heimshluta og
efla öryggi allra Evrópuland-
anna. Þcssar ráðstafanir gætu
verið mikilvægar til þess að
leysa þann vanda er lýtur að
því að koma í veg fyrir dreif-
ingu kjarnorkuvopna í Evrópu
og heiminum öllum''. Sovét-
ríkin lýstu yfir með fullri
ábyrgðartilfinningu, að „þau
væru reiðubúin ásamt öðrum
kjarnorkuveldum að taka
ábyrgð i stöðu kjarnorku-
vopnalauss svæðis á Norður-
löndum." En það þýðir að
Sovétríkin eru reiðubúin til að
tryggjavirðingu fyrir kjarnorku
vopnalausu svæði á Norður
löndum og skuldbinda sig til
að beita ekki kjarnorkuvopn-
um gegn þeim löndum sem
verða aðilar að svæöinu. So-
vétríkin eru eínnig reiðubúin
til að ræða um aö koma á fót
kjarnorkuvopnalausu svæði á
Eystrasalti við þá aðila, sem
lilut eiga að máli.
Nokkrir spyrja hvers vegna
þurfi að koma á kjarnorku-
vopnalausu svæði á Norður-
löndum, þar sem ekki séu
kjamorkuvopn í skandinavísku
löndunum og þessi lönd hafi
ekki í hyggju að afla þeirra,
þar sem öll Norðurlöndin hafi
verið aðilar að Sáttmálanum
um að útbreiða ekki
kjarnorkuvopn.
Engin kjarnorkuvopn
á Norðurlöndum
Satt er það, að engin kjarn-
orkuvopn eru nú á Norður-
löndunum. En það er alvarleg
hætta á því að þau verði flutt
þangað ef til svokallaðs „neyð-
arástands” kemur. í blöðum á
Norðurlöndum hefur verið fyr-
ir löngu látinn í ljós grunur um
að kjarnorkuvopn geti verið
fyrir hendi eða birst hvenær
sem er í bandarísku herstöðv-
unum á Grænlandi og íslandi.
Eins og þið vitið hafa nýlegar
umræður á Alþingi Islendinga
staðfest þennan grun. Það er
einnig vitað að kjarnorkuvopn
eru um borð í herskipum og
flugvélum frá aðildarríkjum
NATO meðan verið er að
æfingum í norðri. Þetta þýðir
að þó ekki séu fyrir hendi núna
kjarnorkuvopn á Norðurlönd-
um, er það ekki trygging fyr
ir því að Norðurlönd
standi utan kjarnorkuátaka.
Einhliða skuldbinding Norður-
landa Evrópu er ekki bundin í
alþjóðarétti og ekki tryggð
með samsvarandi skuldbind-
ingu af hálfu kjarnorkuveld-
anna.
Það er ekki hægt annað en
taka tillit til þeirrar staðreynd-
ar að þær skuldbindingar, sem
Norðurlöndin hafa tekið á sig
af fúsum vilja um að afla ekki
kjarnorkuvopna eru með þeim
fyrirvara að þær eru aðeins í
gildi á friðartínium. Og hvern-
ig á að snúa sér þegár til
„neyðarástands" kemur, sem
NATO skilgreinir? Um það er
þagað. Önnur lönd geta ekki
annað en tekið þessa ótryggu
afstöðu með í reikninginn.
Kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd sem bundin væru í ul-
þjóðarétti, lokuðu öllum
möguleikum á því að
kjarnorkuvopn kæmu til
Norðurlanda.
Afstaða Sovétríkjanna
Afstaða Sovétríkjanna er
fólgin í því, að Sáttmáli um
kjarnorkulaust svæði, sem
ekki kæmi í stað Sáttmáluns
um að útbreiða ekki
kjarnorkuvopn, yrði veruleg
viðbót við hann, þar sem í
honum er ekki aðeins gert ráð
fyrir að hafnað verði öflun
kjarnorkuvopna, heldureinnig
að bannað verði að fyrir hendi
sé hvaða form aðkominna
kjarnorkuvopna sem er innan
svæðisins og felur í sér nauð-
synlegar og skýrar skuldbind-
ingar bæði kjarnorkuvopna-
Hér í Evrópu er mesta hættan á að komi til
kjarnorkuátaka. Og satt að segja voru með-
aldrægu eldflaugarnar fluttar til Evrópu með
það meginmarkmið í huga að flytja svar-
höggið frá Bandaríkjunum og færa hernað-
araðgerðirnar til Evrópu. Þess vegna hefur
hreyfingin gegn eldflaugunum orðið svo
sterk í Evrópu. Þessi hreyfing hefur það
markmið að bjarga Evrópu frá atómeyði-
leggingu.
Frábært Alþýðuleikhús
Frábært leikhús
■ Undirritaður sá frábært
leikhús í desember. A vegum
alþýðuleikhússins kom hér
breskur leikhópur, sem saman-
stóð af einum leikara og einum
leikstjóra. Leikarinn, Nigcl
Watson, var einn á sviðinu í
einn og háflan tíma og hélt
athygli manns óskertri, enda
brá hann sér í 40-50 hlutverk.
Að baki þessa frábæra leiks lá
áratuga starf listamanns, ögun
og einbeitni og gott ef ekki var
kynslóðahefð innan fjölskyld-
unnar.
Því er þetta rifjað upp hér í
byrjun þorra, að á vegum ann-
ars Alþýðuleikhúss hefur verið
boðið upp á cinleik frá því í
ofanverðum nóvember með
bærilegum árangri eins og
kemur í Ijós þegar hringt cr í
fólk og það spurt í skoðana-
könnunum. En þrátt fyrir ára-
langa ögun leikarans og kyn-
slóðahefð innan fjölskyldu
hans þá cr næsta víst að Jón
Baldvin heldur ekki athygli
leikhúsgesta endalaust enda á
hann ekki svo gott með að
beita því bragði að skipta um
hlutverk á 3ja mínútna fresti.
Leikhúsgestir geta heldur ekki
hvílt augun á meðleikurum,
því eins og Watson er Jón einn
í leikhópnum, þó að tjaldabaki
standi leikstjóri. Aðrirleikarar
í leikhópi Jóns hvorki vilja né
fá að stíga inn á sviðið. Þeir
hafa dregið sig algerlega í hlé
og bíða eftir sínu tækifæri
þegar ærsl og gleði áhorfenda
breytist í óánægjupúst og
syfju.
Eflaust skynjar þetta enginn
betur en leikarinn sjálfur.
Hann veit að hann þarf kosn-
ingar fyrir sumarfrí og helst
sem fyrst, til þessaðskjalfestar
verði þær miklu vinsældir sem
hann hefur hlotið og hægt
verði að breyta þeim í áþreif-
anleg völd.
Óli þú líka...
En það eru fleiri sem vilja
kosningar. Innan Sjálfstæðis-
flokksins eru menn sem vilja
láta brjóta á efnahagsumræð-
unni innan ríkisstjórnarinar og
knýja fram kosningar sem
fyrst. Nú er öruggt, scgja þeir,
að Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðuflokkur fá nægan efnivið
af holdi og bloöi í nýja við-
reisnarstjórn og það er ekkert
verra að Alþýðuflokkurinn
verði frekar stór í því sam-
starfi. Það veröur bara minni
taugaveiklun í samstarfinu fyr-
ir vikið.
Baldvinsblaðran
Þessir sömu menn segja: Við
verðum að fara út í kosningar
strax því að aldrei er að vita
hvenær Baldvinsblaðran
springur og þá getur komið
upp sú staða í íslenskum
stjórnmálum að engir tveir
flokkar séu nægilega stórir til-
að mynda meirihluta á Al-
þingi. Komi upp sú staða er
alveg eins víst að mynduð
verði fimm flokka stjórn án
þátttöku Sjálfstæðisflokksins,
því þegar öllu er á botninn
hvolft þá cr síst erfiðara að
mynda fimrn flokka stjórn, en
þriggja flokka stjórn.
En vonandi verða nú þessar
bollaleggingar óánægðra sjálf-
stæðismanna ekki til þess að
ríkisstjórnin komi sér ekki
saman um neinar efnahagstil-
lögur af viti.
Tortryggi þá sem
finna stóra sann-
leikann
Það er gömul saga og ný að
þeir sem fundiö hafa hinn eina
rétta sannleika eru hættuleg-
astir manna. Sá sern er endan-
lega viss um að hann hafi rétt
fyrir sér leiðist einfaldlega út í
það að telja öll meðul rétt-
lætanleg tii að ná markmiði
sínu. Skiptir þá engu hvort
þessi fullvissa er félagslegs eða
trúarlegs eðlis. Það er því eng-
in furða þótt Edvvin Fogelman,
prófessor í stjórnmálafræði við
Minnesota háskóla, tortryggi
þá sem fundiö hafa stóra sann-
leikann. Þessi ágæti maður
■ Af skiljanlegum ástæðum
hafa ungir sjálfstæðismenn
ekki haldið neitt á lofti um-
mælum prófessors Edwin Fog-
elman um frjálshyggjuna...
kom hérna- í boði ungra sjálf-
stæðismanna, en þeir hafa af
einhverjum ástæðum engar
bumbur bariö út af málflutn-
ingi hans. Hann tekur nefni-
lega fyrir kenningar Miltons
Friedmans er lúta að algeru
frelsi á sviði efnahagsmála (en
stefna Sjálfstæðisflokksins hef-