NT - 01.02.1985, Blaðsíða 7
■ Frá ráðstefnunni um öryggismál. í ræðustóli er Thomas Hirsfeld, bandarískur sérfræðingur í afvopnunarmálum
lausra ríkja og kjarnorkuvelda
hvað varðar kjarnorkuvopna-
laust svæði.
Þeir sem eru á móti kjarn-
orkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum, halda því fram
að slíkt svæði geti orðið til þess
að breyta því valdajafnvægi,
sem fyrir hendi er, þannig að
skaði hlytist af fyrir Norður-
löndin sem eru aðilar að
NATO. Þetta er ekki rétt þar
sem ákvæðin um slíkt svæði
geta og verða að taka með í
reikninginn sérkenni ástands-
ins á sviði utanríkismála og
öryggishagsntuni þeirra landa,
sem að því standa. Taka verður
tillit til áhyggja ríkjanna á
þessu svæði til öryggismála á
þann hátt. sem þær eru túlkað-
ar af ríkisstjórnum þessara
landa.
Ábyrgð kjarnorkuveld-
anna
Hvað raunhæft form samn-
ingur um að koma á kjarnorku
vopnalausu svæði á Norður
löndum gæti haft. verða beinir
aðilar að finna út - þ.e.
Norðurlöndin. En það verður
líka skilyrðislaust að taka tillit
til skoðunar kjarnorkuveld
anna á þessu, cn þau geta
tryggt samninginn með ábyrgð
sinni. í dag er aðeins eitt
kjarnorkuveldi - Sovétríkin -
sem hefur lýst sig reiðubúið til
að taka þátt í umræðu um viss
málefni varðandi slíkt svæði.
Frá sjónarhóli Sovétríkj-
anna ætti samkomulag um
svæðið að verða til þess að
takmarka betur vígbúnaðar-
kapphlaupið og byggjast á því
að almennt viðurkenndum
reglum alþjóðaréttar sé
framfylgt. Kjarnorkuvopna
laust svæði á Norðurlöndum
mundi ekki aðeins stuðla að
því að koma í veg fyrir kjarn-
orkustyrjöld á Norðurlöndum,
heldur væri það einnig mikil-
vægur stöðugleikaþáttur í ör-
yggi Evrópu í heiid.
Mesta vopnamagnið
er í Evrópu
Ég’verð að segja að hreyf-
ingin fyrir kjarnorkuvopna-
lausu svæði í Evrópu hefur
orðið mjög víðtæk. Skýringin
á því er sú að einmitt í Evrópu
hefur verið safnað saman
mesta magninu af bæði kjarn-
orkuvopnum og hefðbundnum
vopnum. Hér í Evrópu mætast
tvö andstæð hernaðarbanda-
lög, NATO og Varsjárbanda-
lagið. Hér í Evrópu er mesta
hættan 5á að komi til
kjarnorkuátaka. Og satt að
segja voru meðaldrægu eld-
flaugarnar fluttar til Evrópu
með það meginmarkmið í huga
að flytja svarhöggið frá Banda-
ríkjunum og færa hernaðarað-
gerðirnar til Evrópu. Þess
vegna hefur hreyfingin gegn
eldflaugunum orðið svo sterk í
Evrópu. Þessi hreyfing hefur
það markmið að bjarga Ev-
rópu frá atómeyðileggingu. í
dag hafa margar borgir í Ev-
rópu gert einstakar samþykktir
þar sem lýst er yfir að heil
svæði og borgir séu kjarnorku-
vopnalaus svæði, og hafa verið
gerðar samþykktir gegn kjarn-
orku í 281 borg í Belgíu, 81
borg í Noregi, 53 á Ítalíu og 71
í Hollandi. Samskonar sam-
þykktir hafa verið gerðar í 157
borgum í Englandi, 117 á ír-
landi og í öllu Wales. 58 borgir
í Bandaríkjunum hafa lýst yfir
að þær séu kjarnorkuvopna-
lausar og margar borgir í Kan-
ada.
Á þingunt friðarnefnda
Búlgaríu, Júgóslavíu, Rúmen-
íu og Grikklands á árinu 1984
voru þátttakendureinróma um
að kjarnorkuvopnalaust svæði
á Norðurlöndum og á Balkan-
skaga bæri að skoða sem hlekk
í almennri þróun afvopnunar
og sem meginþátt trausts milli
ríkja.
Nú er komin upp hreyfing á
Spáni og í Portúgal fyrir því að
Pýreneaskagi verði gerður að
kjarnorkuvopnalausu svæði.
Allar þessar staðreyndir
sýna að þjóðirnar í Evrópu
standa eindregið á móti því að
komið verði af stað kjarnorku-
styrjöld í Evrópu og sjá kjarn-
orkuvopnalaus svæði sem eitt
skrefið í þá átt.
Sjálf hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd er miklu eldri. Það var Uhro K.
Kekkonen, forseti Finnlands, sem setti
hana fyrst fram árið 1963. Síðan þá hefur
hreyfingu fylgismanna kjarnorkuvopna-
lauss norðurs vaxið fiskur um hrygg. í dag
er þessi hugmynd Kekkonens helsta vígorð
friðarhreyfinga í skandinavísku löndunum
og Finnlandi.
■ Hinn frábæri Nigel Watson kom hér á vegum Alþýðuleikhúss-
ins og var einn á sviðinu í einn og hálfan tíma. Á vegum annars
Alþýðuieikhúss fer nú fram miklu stórkostlegri einleikur...
ur mótast mjög af þeim síðustu
árin) og bendir á að þeir sem
aðhyllist þær gangi út frá því
að frelsið sé einangrað hag-
fræði- og efnahagslegt fyrir-
bæri. „En þegar ríkisstjórn er
annars vegar." segir Fogelm-
an, „verða engar ákvarðanir
teknar á efnahagslegum grunni
eingöngu. Þvíerstefnaþessara
ntanna óraunsæ og fram-
kvæmd hennar ósamræmanleg
raunveruleikanum.“
Flugvélar farast í
fullu frelsi
Fogelman bendir á að algert
frelsi sé ekki lausnin og að peir
sem haldi slíku fram kunni
einfaldlega of lítið í mannkyns-
sögu og þekki þess vegna ekki
vandamálin, sem urðu til þess
að hugmyndin var afskrifuð
fyrir tugum ef ekki hundruðum
ára.
Hannes Hólmsteinn ntyndi
segja að opinbert eftirlit með
flugfélögum væri óþarft. Eina
virka eftirlitið væri aðhald
þeirra sem með flugi ferðist og
þau flugfélög sem ekki héldu
uppi öryggiskröfum fengju ein-
faldlega færri atkvæði en önnur
í formi kcyptra farseðla og
færu þvt á hausinn.
Fogelman tekur öryggismál
flugfélaga sem dæmi um fárán-
leik frelsistalsins og bendir á að
í Bandaríkjunum hafi einmitt
verið slakað á eftirliti með
öryggisráðstöfunum flugfélaga
„með þeim afleiðingum, að
litlu flugfélögin eru farin að
spara á þessu sviði og vélar
þeirra farast æ oftar.“
Það er greinilegt að það
getur víðar verið dýrkeypt en
austan járntjalds, að greiða
örðum en sigurvegaranum at-
kvæði.
Jafnt sem andlegum
Verulega slæm villa slæddist
inn í þenna þátt í gær þar sem
fjallað var um hlutverk stjórn-
málaflokka. Sagt var að hlut-
verk stjórnmálaflokks hlyti að
vera það að vinna að bættum
kjörum fólks í landinu í verald-
legum efnuni. Þarna átti að
sjálfsögðu að vera veraldlegum
efnum jafnt sem andlegum.
Stjórnmálaflokkur á auðvitað
að vera tæki og vettvangur
fólks sem vill móta það þjóðfé-
lag sem það býr í, og vettvang-
ur hans er því miklu víðtækari
en það að hann einskorðist við
veraldleg efni.
Raunar mætti það vera okk-
ur umhugsunarefni að fátt
bendir til þess að jákvæð fylgni
sé milli efnahagslegrar vel-
gengni og lífshamingju, en
endanlegt markmið hlýtur að
vera það að allir séu hamingju-
samir hvers konar ástand sem
það nú er.
Baldur Kristjánsson.
Verð í lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 300 kr.
Málsvari frjálslyndls,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Selning og umbrot: Tæknideild NT.
Prenlun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 300 kr.
Dauðadansinn
verðuraðstöðva
■ Leggja fram meira fé og auka fræðslu, var boðskapur
framkvæmdastjóra Umferðarráðs, þegar hann var spurður
álits á þeirri ógnvekjandi staðreynd, að á síðasta ári varð
þriðjungsaukning á dauðaslysum í umferðinni miðað við
árið áður. í sjónvarpinu kvartaði framkvæmdastjórinn
einnig yfir því að beiðnun ráðsins um meiri framlög væri
ekki sinnt sem skyldi.
Síst ber að lasta að haldið sé uppi öflugri fræðslu,
svokallaðri, um umferðarmál og veitir greinilega ekki af
að efla hana og auka. Hins vegar mætti benda á, að
„fræðslustarfsemin“ undanfarin ár hefur verið fádæma
einhliða. Einstrengingslegur áróður um notlcun bílbelta
hefur keyrt svo ur hófi, að engu er líkara en að.
bílstjóratjóðrin eigi að leysa flestan vanda umferðarinnar
og varna umferðarslysum.
í spjalli um dag og veg í hljóðvarpinu s.l. mánudags-
kvöld, bar umferðaröryggi á góma. Fyrirlesari benti
réttilega á, að hættan af slysum í umferðinni liggur ekki í
því hvort ökumenn eða farþegar séu reirðir í sæti sín í
ökuferðum, heldur einfaldlega í of hröðum akstri. Einnig
var tekið dæmi af því hvernig tryggingafélag lagði sig í
líma við að verja ökuníðing sem valdið hafði miklu tjóni
og slysi og koma sök yfir á þann aðila sem fyrir tjóni og
slysi varð. Ökufanturinn var náttúrlega skjólstæðingur
viðkomandi tryggingafélags.
Þarna cr bryddað upp á athyglisverðu atriði. Tjóna- og
slysavaldur ber ekki áby rgð á gjörðum sínum og trygginga-
félag hans ver liann með kjafti og klóm, þótt öllum vegi
Ijóst vera að hann er sekur slysavaldur. Hins vegar er reynt
að koma sem mestu af sökinni á tjónþolanda, sem ekki á
sök á slysinu. Það er spurning að hve miklu leyti
tryggingafélögin eiga sök á því uggvænlega ástandi að í
umferöinni er eins og enginn þurfi að bera ábyrgð gerða
sinna?
Rekið er á eftir því með offorsi að Alþingi setji lög um
viðurlög vegna brota á lögum um bílbelti og notkun þeirra.
Það væri nær að löggjafarsamkundan athugaði endurskoð-
un á lögum og reglugerðum um mörg önnur atriði
umferðarmála og hvort ekki mætti einfalda málsmeðferð
dómstóla varðandi ágreiningsefni milli einstak linga og
I tryggingafélaga sem upp koma vegna skaðabótakrafna
vegna umferðarslysa. Að því að best verður séð er
núverandi skipan öll tryggingafélögunum í hag og þar með
þeim senr tjóni valda. Þolandinn er settur í varnarstöðu,
og verður að sætta sig við margra ára málaferli ef hann
hyggst sækja rétt sinn að fullu.
En ógnvaldurinn mikli í umferðinni er hraðinn. Slysum
og tjónum fjölgar óðfluga. Fleiri og fleiri íslendingar
hljóta dauða og örkuml vegna níðinga undir stýri meðan
þvargað er um hvort sekta eigi þá sem ekki fara að settum
bílbeltareglum og Umferðarráð er við fræðsluheygarðs-
hornið.
Allir nema umferðarlögreglan sjá stöðug umferðarlaga-
brot fyrir augunum á sér og ekkert er aðhafst.
Það sem gildir er löggæsla og aftur löggæsla. Það verður
að kenna ökumönnum að virða hraðatakmörk með illu ef
ekki góðu. Dauðadansinn á götum og vegum verður að
stöðva þótt einhverju verði að kosta til.