NT - 01.02.1985, Síða 21
(W Föstudagur 1. febrúar 1985 21
Ll Útlönd
■ Jóhannes Páll páfi kemur hér til kirkjunnar La Companía í Quito á miðvikudag. Oryggisgæsla
hefur verið aukin eftir að páfi átti í nokkrum vandræðum vegna mikils mannfjölda sem sótti að
honum á Quito-flugvelli við komuna til Equador. Að undanförnu hefur verið mjög róstusamt í
landinu vegna efnahagsstefnu forsetans, Cordero, og Alþjóðagjaldeyrissjóösins. símamynd polfoto
Páfinn er andvígur
stefnu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
Krefst breytinga á alþjóðaefnahagskerfinu
■ Carrington lávarður, aðal-
ritari NATO, dró í gær í efa
mikilvægi áætlana Reagans um
varnarkerfi gegn eldflaugum í
geimnum.
í fyrirlestri sem hann hélt í
Churchill-háskólanum í Canr-
bridge sagði hann að slík varn-
arkerfi yrði að rannsaka en það
væri ósannað að þau ykj u öryggi
bandalagsríkjanna.
„Það verður mjög erfitt að
þróa kjarnorkuvarnarkerfi sem
eru í samræmi við markmið
hernaðarjafnvægis, sem felur í
■ Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
FAO, hefur lagt fram 126 millj-
óna dollara áætlun um það
hvernig bjarga megi landbúnaði
í Eþíópíu og lífi sjö milljóna
manna þar.
Framkvæmdastjóri FAO,
Adouard Saouma. hefur hvatt
þau ríki, sem hafa lofað aðstoð
við Eþíópíu vegna þurrkanna
þar, til að styðja tillögur FAO
sem fyrst með beinum framlög-
um.
Næstum því engin úrkoma
hefur verið í Eþíópíu á síðustu
þremur árum og margar millj-
sér að hvorugur aðili hafi yfir-
burði og minnki stríðshættuna."
Carrington sagði mögulegt að
ræða samkontulag unt takmörk-
un prófana og staðsetningar á
eldflaugavarnakerfum en ekki
væri hægt að fylgja et'tir sam-
komulagi um takmarkanir á
rannsóknum á slíkum varnar-
kerfunt.
Hann lofaði samkomulag Re-
agans og Thatchers í desember
s.l. um að varnarkerfum í
geimnum yrði ekki komið fyrir,
nema með samkomulagi við So-
vétmenn.
ónir manna hafa neyðst til að
yfirgefa heimili sín og fara á
vergang eftir að hafa selt eigur
sínar. Talsmaður FAO, Richard
Lydiker, segir að það sé nauð-
synlegt að aðstoða Eþíópíu-
menn við að hefja aftur land-
búnað eftir þessar hörmungar.
í áætlun FAO er gert ráð fyrir
95 milljóna dollara neyðarað-
stoð til að kaupa sáðkorn,
áburð, tæki dráttardýr og fóður
auk þess sem nauðsynlegt sé að
byggjaáveiturogvegi. Tillengri
tíma yrði lögð áhersla á land-
búnaðaráætlanir og að fræða
bændur um hvernig bæta megi
akuryrkju og kvikfjárrækt sam-
tímis því sem skógrækt og fisk-
veiðar yrðu efldar.
Framkvæmdastjóri FAO seg-
ir að í lok mars verði kallaður
fundur fulltrúa frá ýmsum ríkj-
um til að ræða leiðir til að
aðstoða tuttugu önnur Afríku-
ríki þar sem þurrkar hafa einnig
valdið hungursneyð.
■ JóhannesPállpáfifordæmdi
í gær gapið sem ríkir milli ríkra
og fátækra þjóða og sagði að
aðeins væri hægt að leysa
skuldakreppu rómönsku Ame-
ríku með breytingum á ríkjandi
alþjóða efnahagskerfi.
Páfinn hélt ræðu á fundi með
verkafólki í Quito í gær, en
hávær mótmæli og óeirðir hafa
verið í Equador í janúarmánuði
vegna sérstakra efnahagsráð-
stafana stjórnar landsins. Efna-
hagsráðstafanir stjórnarinnar
eru runnar undan rifjum Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, og er
ætlað að leysa skuldakreppuna.
Páfi lýsti skuldakreppu róm-
önsku Ameríku en erlendar
skuldir álfunnar eru um 350
milljarðir dollara.
Aukin harka hefur færst í
stjórnmál Equador og andstaða
magnast hröðum skrefum gegn
efnahagsstefnu hins hægrisinn-
aða forseta landsins Leon Fe-
bres Cordero.
„Við getum ekki horft fram
hjá þeim vandamálum sem land
Gleypti
100 smokka
af heróíni
Hclsinki-Reuter.
■ Finnskir tollverðir
handsömuðu í gær konu
sem hafi gleypt 100
smokka fyllta 250 grömm-
um af heróíni. Konan
reyndi að smygla heróín-
inu á Helsinki-flugvelli
snemma í janúar.
Hún var tekin til nánari
skoðunar þegar hún neit-
aði að veita tollvörðum
aðrar upplýsingar um
ferðir sínar, en að hún
væri í millilendingu.
Embættismenn sögðu
að Svíi hafi verið hand-
samaður í nóvember s.l.
og hafi hann ælt 89 smokk-
um fylltum með 230
grömmum af heróíni.
okkar á við að etja," sagði
páfinn, „eins og í öðrum lönd-
um rómönsku Ameríku og fleiri
löndum heims standa erlendar
skuldir ykkur fyrir þrifum og
það gerir einnig veik staða ykk-
ar í hinu alþjóðlega efnahags-
kerfi."
Páfi sagði ennfremur: „Við
verðum að hefjast handa og
eyða því óþolandi gapi sem er
milli hinna fáu vellauðugu og
hins mikla fjölda fólks sem lifir
í sárri fátækt."
Jóhannes Páll páfi lagði
áherslu á að vandamál í einstök-
um löndum þriðja heimsins ættu
rætur sínar að rekja til hins
alþjóðlega efnahagskerfis.
Hann sagði: „Við vitum öil að
orsakir vandamálanna eru
flóknar og raunhæf lausn fæst
ekki öðruvísi en að samtímis sé
hróflað við hinu alþjóðlega
efnahagskerfi."
í bréfi sem páfa barst í gær frá
helstu verkalýðssamtökum
Equador segir að efnahagsráð-
stafanir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins sent forseti landsins
fylgir, kalli fátækt og örbirgð
yfir rómönsku Ameríku.
í bréfinu segir að skilyrði
Alþjóðagjaldcyrissjóðsins fyrir
frekari lánum tii rómönsku
Ameríku sé „dauðadómur" yfir
álfunni.
Stefna Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins er í stuttu máli sú að
skuldalöndin leysi kreppu sína
með stórauknum útflutningi og
strangri aðhaldsstefnu sem m.a.
felur í sér niðurskurð á félags-
þjónustu og umsvifum hins op-
inbera. Verðfall og minnkandi
eftirspurn eftir vörum frá
skuldalöndunum hefurhinsveg-
ar fylgt í kjölfar efnahagskrepp-
unnar á Vesturlöndum. Því telja
margir vinstrisinnar í Mið- og
Suður-Ameríku stefnu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins óraun-
hæfa, jafnframt því sem hún
kemur harðast niður á fá-
tæklingum vegna hækkandi
vöruverðs í skuldalöndununt og
niðurskurði á félagsþjónustu.
Hinu alþjóðlega efnahagskerfi
verður því að breyta. Keutero.n.
Breskir hjúkrun-
arfræðingar:
Vilja banna
allarfóstur-
rannsóknir
London-Reuter.
■ Breskir hjúkrunarfræðingar
kröfðust í gær að lög yrðu sett
sem banna rannsóknir á mann-
legum fóstrum og banna útleigu
móðurkviðs.
Konunglegi hjúkrunarfræðihá-
skólinn hvattiNorman, Fowler,
félagsmálaráðherra Breta, til að
„tryggja rétt fóstursins með
lögum".
Talsnrenn háskólans sögðu að
aðeins væri réttlætanlegt að
leyfa rannsóknir sem tryggðu
fullan þroska fóstursins. „Hug-
ntyndir um fjöldaframleiðslu
fóstra til rannsókna er ógeðfelld
og ótæk,“ hafa samtök hjúkrun-
arfræðinga lýst yfir.
Bresku læknasamtökin,
Læknisfræðirannsóknarráðið
og Konunglegi kvensjúkdóma-
og fæðingalæknaháskólinn telja
að fósturrannsóknir geti dregið
úr líkum á arfgengum meinum.
Afstaða Konunglega hjúkr-
unarfræðiháskólans er hins veg-
ar sú að hann er „ósammála
þeirri skoðun að samfélagið eigi
nauðsynlega að eyða arfgengum
nteinum".
Útleigu móðurkviðs ber að
banna að mati hjúkrunar-
fræðinganna en þeir eru ekki
sammála um hvort banna eigi
útlán móðurkviðs.
Chernenko
stálhraustur
- var í fríi
Washint>ton-Reuter.
■ Aðstoðarmenn forseta So-
vétríkjanna, Konstantins
Chernenko, segja Itann vera í
starfsleyfi en alls ekki alvarlega
veikan.
Chernenko sagði í gær í skrif-
legum svörum við spurningum
frá bandarískum sjónvarps-
fréttamanni, að vígbúnaðarvið-
ræður risaveldanna gætu hafist
nú þegar.
Chernenko sagði að eld-
flaugavarnakerfi Reagans í
geimnum gæti dregið úr líkum á
takmörkun vígbúnaðar. Hann
sagði einnig að með fundi
Gromyko og Shultz í Genf 7. og
8. janúar s.l. hafi forsendur
skapast fyrir „alvarlegum og
frjósömum samningaviðræð-
um".
Viðræðufundur risaveldanna
hefur verið boðaður 12. mars
n.k.
EINNSA
VERKLEGASTI
Willys Jeepster árg. 1967 350 cc. vél, 3ja gíra
beinskiptur schat hásingar, 38 tommu mudder.
0ÍLASAU
Verð kr. 200.000.-
Hyrjarhöfða 2 - Sími 81666
Carrington:
Efast um vígvæðingu
Reagans í geimnum
Cambridge-Reuter
Sovéska eldflaugin
stefndi á Hamborg
■ Breska blaðið Daily Express sagði frá því í gær að sovéska
stýriflaugin, sem rauf norska lofthelgi og „brotlenti“ í
Finnlandi fyrir fimm vikum, hafi vegna mistaka verið á leið
til Hamborgar.
Sovéskum herfiugmönnum hafi hins vegar tekist að granda
flauginni og hafi aðeins munað einni mínútu að það tækist
ekki.
Bandaríkjamönnum hafi verið kunnugt um hvað gerðist en
vegna fundar Gromyko og Shultz í Genf hafi málið verið
þaggað niður. Símamynd: Polfolo.
Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna:
Áætlun um að
bjarga landbún-
aði í Eþíópíu
Róm-Reuter.