NT - 01.02.1985, Blaðsíða 23

NT - 01.02.1985, Blaðsíða 23
Sigurður í heimsliðið sem leikur gegn Dönum 20. apríl ■ Handknattleiksmaðurinn sterki. Sigurður Gunnarsson, licfur verið valinn í heimsliðið í handknattleik sent spila mun við Dani þann 20. apríl í tilefni 50 ára afmælis danska hand- knattleikssambandsins. lJað þarf ekki-að fara ntörg- um orðum um það hversu mik- ,11 heiður þetta er fyrir íslensk- an handknattlcik og Sigurð Gunnarsson. Sigurður, scm nú Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Haukar unnu - 26 stiga sigur á ÍS ■ Haukar unnu stúdenta létt í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í íþróttahúsi Kennarahá- skólans í gærkvöldi. Leiknum lyktaði með 26 stiga sigri Hauka, 94-68. Pað var fyrst og fremst fyrri hálfleikurinn sem réði úrslitum í leiknum. Haukar pressuðu mjög stíft og stúdentar misstu boltann iðulega útaf eða í hend- ur Hauka sem þökkuðu fyrir sig og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Stúdentar voru sem stein- gervingar á vellinum og virtust alveg heillum horfnir. Var allt annar bragur yfir þeim heldur en í síðasta leik er þeir sigruðu ÍR. Haukastrákarnir voru í banastuði og allt gekk upp hjá þeim, sendingargóðarog hittn- in í besta íagi. Svo var vörnin einnig mjög góð og setti stúd- entana alveg út af laginu. Staðan í leikhlé var 53-20,33 stiga munur. Pað var sem nýtt lið hæfi seinni hálfleikinn fyrir ÍS. Þeir höfðu alveg gleymt tauga- spennunni í búningsherberginu og flestir hlutir fóru að ganga ágætlega. Þeir skoruðu mun meira en Haukar framan af seinni hálfleiknum en síðan fór leikurinn að jafnast og var svo til loka. Stúdentarnir unnu seinni hálfleikinn með 7 stiga mun en það dugði að sjálfsögðu ekki. Stigin fyrir Hauka: Pátmar 25, Óli 16, Hálfdán 16, Henning 10, Eyþór 10, Webster 7, Sveinn 6 og Kristinn 4. Fyrir stúdenta: Árni 17, Gudmundur 16, Valdimar 14, Ragnar 6, Helgi 6, Björn 3, Eiríkur 2, Þóriri 2 og Ágúst 2. PeterKovacs . Waszkiewics Vasile Stinga Max Schiir Claes Hellgren Kotrc Schewzovv OlgeGagin Ungverjal. Pólí. Rúmeníu Sviss Svíþjóð Tékkó Sovét Sovét Mile Isakovic Júgósl. Vaselin Vukovic Júgósl. Sigurður Gunnarsson íslandi Eins og fyrr segir er leikurinn 20. apríl og er Sigurður varamaður í hópnum. Belgíska bikarkeppnin: ■ Maria Walliser frá Sviss fagnaði í gær sigri í bruni á heimsmeistaramótinu í alpagreinum skíðaíþrótta semnúferfram í Bormio á Italíu. Blanca Fernandez Ochoa frá Spáni horfir ánægð á. spilar með Tres de Mayo á Spáni, vakti sérlega athygli á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar og var þá á meðal markahæstu leikmanna leikanna. Það eru engir smá leikmenn sem leika með Sigurði í leikn- um gegn danska landsliðinu. Meðal þeirra má nefna Andre- as Thiele frá V-Þýskalandi og landa hans Wunderlich. Þá kemur Kovacs frá Ungverja- landi og Stinga frá Rúmeníu. Verður heimsliðið skipað eftir- töldum leikmönnum: Morten StigChristensen Danm. MogensJeppesen Danm. AndreasThiele V-Þýskal. Arnulf Meffle V-Þýskal. Erhard Wunderlich V-Þýskal. Engin óvænt úrslit Frá Reyni Þ«r Finnb'ogasyni í Hollandi: ■ Fyrri leikir í 16 liða úrslit- um belgísku bikarkeppninnar fóru fram í fyrrakvöld. Ekkert var um óvænt úrslit. Racing Jet-Andcrlecht 1-2 Það var ekki langt liðið á leikinn er Anderlecht tók for- ystuna. Grun og Scifo Iéku boltanum sín á milli og þaðan til Czeryatynski sem skallaði inn. 0-1. Racing Jet tókst þó að jafna. Geebelen skoraði 1-1. Uppúr miðjum fyrri hálfleik fékk Anderlecht víti en.Ver- cauteren skaut í þverslá. Stað- an í hálfleik 1-1. . I seinni hálfleik var svo Ijóst hvort liöið var betra, Ander- lecht stjórnaði leiknum. Þeir áttu nokkur göð tækifæri scm ckki tókst að nýta t'yrr en um miðjan hálfleik er Grun skoraði 1-2.' AA Gent-Club Brugge 1-0 Leikurinn var mjög jafn. Bæði liðin þreifuðu fyrir sér, lítið var um tækifæri. Það var ekki fyrr en á 22. mín. seinni hálfleiks scm Gent tókst uð skora og Martens gerði það. Reyndist þetta vera cina mark leiksins. Standard Lige-Waregem 0-3 í upphafi var jafnræði með liöunum en á 7. mínútu var Desmet felldur inní vítateig Standard og hann skoraði sjálf- ur úr vítinu. Aðeins fimm mín- útum seinna tókst Waregem að skora aftur. Gortz skoraði fallegt mark. Á 16. mín. skor- aði Desmet aftur og staðan í hléi því 0-3. I seinni hálfleik reyndi Standard að jafna cn vantaði allt skipulag í leik sinn. Var sem höfuölaus her. Cercle Brugge tókst nteð naumindum-að vinna sigur á 2. deildar liðinu St. Truden. Finn- inn Ukkonen var hetja Brugge er hann skoraði cina mark leiksins. Föstudagur 1. febrúar 1985 23 Pálmar Sigurðsson kjörinn íþróttamaður Hafnarf jarðar ■ í gær heiðraði bæjarstjórn Hafnarfjarðar 9 hafnfirska íþróttamenn og íþróttafrömuði. Er þetta í annað sinn sem viðurkenningar þessar eru veittar en í fyrra var Kristján Arason kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar. Að þessu sinni var körfuknattleiksmaðurinn Pálmar Sigurðsson fyrir valinu og hlaut glæsilegan bikar til varðveislu í eitt ár. Pálmar hefur verið driffjöðrin í Haukaliðinu í mörg ár þrátt fyrir ungan aldur og leikið 96 leiki með meistaraflokki. Hann á einnig 18 leiki með unglingalandsliðinu og 14 leiki með A-landslðinu. Aðrir sem voru heiðraðir í hófinu í gær voru: Úlfar Jónsson, Keili, fyrir golf, Sigurður P. Sigmundsson. FH, fyrir frjálsar íþróttir. Hulda Ólafsdóttir, Björk. fyrir fimleika. Kristján Arason, FFI fyrir handknattleik, Hans Guðmundsson. FH, fyrir handknattleik, Þorgils Óttar Mathiesen, FH. fyrir handknattleik, Árni Agústsson, FH, fyrir störf að íþróttamálum og Jón Égilsson. Haukum, fyrir störf að íþróttamálum. Á myndinni hér fyrir ofan afliendir Árni Grétar Finnsson forseti bæjarstjórn- ar Pálmari Sigurðssyni bikarinn sem fylgir nafnbótinni „íþróttamaður Hafnar- fjarðar”. NT*mynd Sverrir Ný þjónnsta fyrir bændur SUNBEAM STEWART Clipmaster stórgripaklippur Sami mótor er í Clipmaster og Shearmaster klippunum, og nægir því að eiga einn mótor fyrir báðar gerðirnar. MARKTHM 3 HSW Ferro-matic búfjárklippur með sjálfstæðum mótor. — ástralskir kambar. búfjársprautur með sjálfvirkri skömmtun. — þreplaus stillanleg frá 0,5 — 5,0 ml. — henta fyrir allar algengar gerðir lyfjaglasa. — sérlega hentugar til hópbólusetninga. VERKFÆRAMARKAÐUR Úrval handverkfæra og rafhandverkfæra á mjög hagstæðu verði. Smiðjuvegi E 30, Pósthólf395, 2QOKópavogi, Sími (91)79780 Póstsendum um land allt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.