NT - 09.02.1985, Síða 2
Laugardagur 9. febrúar 1985
„Grunur að „Eiríkur“ sé bakari“, segir FÍI:
Ekki hirt um
inn
heimtu 200 M á ári
- segir Víglundur Þorsteinsson
■ „Það skýtur skukku við aö á sama tima og rætt cr um mjög aukið og
hcrt cftirlit mcð allri skatthcimtu hcfur löghoðinni innhciintu vörugjalds
af framleiðsluvörum bakara ckki verið sinnt í mörg ár, þrátt fvrir ótvíræð
ákvæði í lögum frá 1978. Hcr cru vcrulegar fjárhæðir í húfi - líklega um
150-200 millj. á ári, eða um einn milljarður frá árinu 1978 á núverandi
verögildi,“ sagði Víglundur Þorstcinsson, form. Félags ísl. iðnrekcnda í
gær.
Það sem nú hafi gcrt þróunina
óþolandi mcð öllu, sc hin sí-
aukna framleiðsla bakaranna á
ivermg verour aru) Djá hník
Hann
rðurörugglc
sviösljósinu
sælgæti, sem keppi viö framleiðslu
sælgætisvcrksmiöjanna í landinu.
Munurinn sc sá að á sælgætið frá
verksmiðjunum sé lagt samtals
31 % vörugjald og síðan 24% sölu-
skattur í vcrslunum á mcðan engin
gjöld séu greidd af sælgæti bakar-
anna, þótt allt sé jafn gjaldskylt
samkvæmt lögum.
Það er óbolandi að bessi mis-
muni skuli látin viðgangast árum
saman. Jafnframt sýnist það furðu-
legt af fjármálaráðuneytinu að
vera að auglýsa eftir pcningum en
hirða svo ekki um þcssar milljónir
sem þeir eiga mcð réttu," sagði
Víglundur.
I framangrcindum tölum - 150-
200 millj. króna á ári - miðar Fll
viö óinnheimt vörugjald af brauð-
um og kökum sem lögum sam-
kvæmt eigi að bera 30% vörugjald.
Ótalinn sé síðan söluskatturinn af
sælgætinu sem bakarar framleiði
nú í síauknum mæli.
Borgarstjórnarfundur stóð til 9 í gærmorgun:
Leiðinlegur og
lítt alvarlegur
- að sögn Sigurjóns Péturssonar
fulltrúa Alþýðubandalagsins
■ „Þetta var með leiðin-
legri fundum, sem ég hef
setið á, og voru fulltrúar
meirihlutans hver með sinn
heimaskrifaða stíl um sína
málafiokka þannig að lítil
alvöruumræða átti sér stað
um einstaka málaflokka,“
sagði Sigurjón Pétursson,
borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, um afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar.
Sagði Sigurjón að engar af
tillögum minnihlutans hefðu
náð fram að ganga, eins og
reyndar var búist við, þó
hefði fengist hækkað framlag
til Félags einstæðra foreldra
úr 320 þúsundum í 500
þúsund. Að öðru leyti var
frumvarp meirihlutans með
breytingartillögum sam-
þykkt á fundi sem stóð fram
til kl. 9 í gærmorgun.
Frétt iðnrekenda
röng í aðalatriðum
- segir Landssamband iðnaðarmanna
■ Fjármálaráðuneytið hefur
verið að biðja um hjálp við að
hafaupp á „Kiríki“ — við tcljum
okkur hafa fundið „Eirík“ -
grunar að hann sé bakari,
sagði Víglundur Þorsteinsson.
Kókosbollan lengst til hægri á
myndinni er framleidd af sæl-
gætisgerð og keypt í sjoppu
fyrir 16 krónur hvar af 5 krónur
hafa farið til ríkisins í skatta.
Hinar tvær eru keyptar í bakarí-
um fyrir 25 kr. og 22 kr. sem
bakarinn heldur öllum sjálfur
að sögn FÍI-manna.
■ „Frétt“ Fll er röng í öllum veigamiklum atriðuin, en villandi í öðrum,
Skýringin hlýtur að vcra sú, að ekki hefur verið liirt um að afia sannra
upplýsinga um málið. Hið sanna er, að bakaríin greiða nú af þeim
framlciðsluvörum, scm jafnað verður til framlciðslu sælgætisgerða, öll
hin sömu gjöld og sælgætisgerðirnar, bæði vörugjöld og söluskatt," segir
í frétt frá Landssamhandi iðnaðarmanna í gær, vegna Iréttamannafundar
FII fyrr umhelgina.
Að mati Ll eru vinnubrögð FÍI
mcð endemum. Fyrirsvarsmönn-
um fyrirtækja í stórri atvinnugrein
sc brigslað um stórfcllt skatt-
undanskot í formi „fréttár" sem
sérstkalega hafi veriö tilrcidd fyrir
fjölmiðla, jafnframt því'sem mál-
svarar FÍÍ hafi gengið á fund
ráðherraog alþingismanna vegna
þessa máls. „Hver sé tilgangurinn
með öllu þcssu brambrolti FÍI,
verður hins vegar trauðla ráðið,"
segir LI.
„Þeir scgjast „nú" greiða... Það
er orðaleikur í þessu máli," sagði
Víglundur Þorsteinsson, er fram-
ansagt var borið undir hann. Hjá
yfirmanni söluskattsdeildar skatt-
stjórans í Reykjavík sagði Víg-
lundur þær upplýsingar hafa feng-
ist að skýrslur vegna vörugjalda og
söluskatts - hafi verið sendar til
bankanna í des. s.l. Hann hafi hins
vegar ekki viljað staðfesta að sú
innheimta væri farin að skila
árangri. Þessi framleiðsla hafi
enda staðið yfir í áraraðir.
Landssamband iðnaðarmanna
segir mega ráða af lögum að
innheimta beri 30% vörugjald af
brauði. Það hafi á hinn bóginn
ekki verið gert, sem stjórnvöldum
sé fullkunnugt um, og sé sjálfsagt
pólitísk ákvörðun.
. ■ Jóhannes Nordal virðir fyrir sér eina af verðlaunatillögunum
ásamt einum vinningshafanna í hugmyndasamkeppninni. NT-mynd: ah
„Bæjarhóll höfuðborgarinnar“
■ Sex tillögur hlutu verðlaun á
fyrra þrepi í hugmyndasamkeppni
Reykjavíkurborgar og Seðlabank-
ans um hlutverk og mótun Arnar-
hóls og umhverfis hans og eiga því
þátttökurétt á síðara þrepi. Verð-
launaupphæðin fyrir hverja tillögu
var 150 þúsund.
Vonir standa til að útfærslu
hugmyndanna sex verði lokið í vor
og þá verður ein þeirra valin til
endanlegrar úrvinnslu. Standa
vonir til að fyrsti áfangi verði
tilbúinn fyrir afmæli Reykjavíkur-
borgar 1. ágúst 1986, að sögn
Jóhannesar Nordal seðlabanka-
stjóra.semásæti ídómnefndinni.
Fjallið flutt
til Múhameðs
■ Félagið Skeifan á Selfossi
hefur nokkuð sérstök félags-
lög, og meðal annars segir í
lögunum, að komi upp deilur
milli félagsmanna, skuli deil-
an leyst við Apavatn. Mikið
virðist vera um misklíð milli
félagsmanna, þar sem þeim
leiddust eilífar ferðir til Apa-
vatns.
Á gamlársdag síðastliðinn
tóku nokkrir framtakssamir
félagar Skeifunnar sig til og
ákváðu að bæta úr þessu
slæma ástandi. Gerður var út
leiðangur til Apavatns, og
vatnið sett á nokkrar flöskur,
með tilheyrandi merkingum.
Nú er vatnið í höfuðstöðvum
þeirra félaga sem er Gjáin á
Selfossi.
Það er vonandi að auð-
veldara verði fyrir þá Skeifu-
menn að leysa sínar deilur í
framtíðinni þegar búið er að
færa hluta af sáttavatninu
Apavatni til Selfoss.
Hvort Apavatn hefur yfir
einhverjum duldum yfirnátt-
úrulegum kröftum að ráða er
ekki vitað, en sú trú virðist
vera meðal þeirra Skeifu-
manna.
Verður heilsað
aðsið
Hildibranda
■ Hildibrandarnir í Vest-
mannaeyjum sem síðast
komust í fréttirnar vegna
hæstaréttardóms um rassa-
sýningar hafa nú komið nafn-
inu sínu í sjálfan Lögbirting.
Þar segir frá því framtaki
þeirra félaga að kaupa spila-
tækjasalinn Mexikanann og
ætla væntanlcga að snúa sér
að arðbærari atvinnuveg en
málavafstri. Eins og kunnugt
er voru þeir félagar kærðir
fyrir að sýna á sér óæðri
endann út um bílrúðuglugga
á götu í Vestmannaeyjabæ.
Þeir höfnuðu allri
dómsátt, voru dæmdir í fé-
sektir í héraði og keyrðu þá
málið upp í hæstarétti. Þar
fór málið á sama veg og eru
málalokin talin áfall fyrir
kveðjusiði Hildibranda.
En nú vaknar spurningin
hvort gestum spilavítis þeirra
félaga í Eyjum verður heils-
að að sið Hildibranda þegar
þeir líta þar inn. Og enn-
fremur hvort slík kveðja sé í
bága við lög á nieðan þeir
iðki sýningar sínar inni í
eigin sal. Forvitnirdropatelj-
arar bíða spenntir eftir svör-
um við þessum spurningum.
Engir grænir
fingur í Hafnar-
fjarðarbæ!
■ Vill enginn fara grænum
fingrum um opinbera reiti
Hafnarfjarðarbæjar? Sú
spurning læðist að manni
þegar gluggað er í fundar-
gerðir bæjarráðs.
Hafnarfjarðarbær hefur
fyrir nokkru auglýst stöðu
garðyrkjumanns en enginn
hefur enn sótt um starfið,
svo vitað sé.
Hver ástæðan er fyrir því
þorir dropateljari lítið að tjá
sig um en þó læðist sá grunur
óneitanlega manni að hér
spili hinir „heimsfrægu"
Hafnarfjarðarbrandarar inn
í. Eða sagt á annan hátt. Það
er varla nokkurn grænan
blett að sjá svo heitið geti í
þessu bæjarfélagi í hrauninu
og því þykir eflaust garð-
yrkjumönnum lítt fýsilegt að
binda sig þar við störf. enda
„grasið miklu grænna í ná-
lægum bæjarfélögum..."
Ég vona bara að þeir viti um leyfið okkar Lucy.