NT - 09.02.1985, Blaðsíða 8
Laugardagur 9. febrúar 1985 8
tidur haffj
Markverð spor á réttri braut
■ Síður þær í dagblöðunum,
hvar birt eru bréf frá lesend-
uni, eru trúi ég mikið lesnar,
og hinn nauðsynlegasti vett-
vangur til þess að fólk fái
viðrað skoðanir sínar og fengið
útrás fyrir eitt og annað, scm
því liggur á hjarta, - komið á
framfæri þökkum fyrir góða
hluti, ábendingum ýmiskonar
og áminningum og aðfinnslum
fyrir sitthvað, sem aflaga fer.
Því miður virðist hið síð-
astnefnda oftast vera í meiri-
hluta.
En í margslungnum þáttum
lífsins er þetta samt að sjálf-
sögðu samofið í síbreytilegu
mynstri daganna.
Þar sem mun ánægjulegra er
að bera fram þökk og viður-
kenningu fyrir það sem jákvætt
er og uppbyggjandi, heldur en
reiöa upp hönd til hirtingar
fyrir ýmis neikvæð tiltæki og
misfellur, vil ég byrja á að geta
um þaö sem fágætt er að gildi,
- fyrirmyndar framtak ein-
staklings, sem hlýtur að vekja
virðingu og þökk allra, sem
láta sig samfélagið einhverju
skipta.
A ég hér við það er ekkja ein
í Árnesþingi, Ingibjörg Jó-
hannsdóttir húsfreyja á Blesa-
stöðum lll á Skeiðum, hefur
eftir sölu þessarar eignarjarðar
sinnar, reist þar af eigin ramm-
leik þjónustuheimili fyrircldra
fólk, sem er í brýnni þörf fyrir
slíkt athvarf. Mun Ingibjörg
reka heimili þetta á eigin
ábyrgð, fyrir eigin reikning að
undirstöðu, stýra því og helga
því starfskrafta sína. Hefur
margur hlotið heiðursmerki
fyrir minna. Þetta er aðdáan-
lcgt átak í þágu lífsins, borið
uppi af skilningi hjartans - og
þeirri fórnarlund, sem er næsta
fátíð nú á tímum. Orðiö fórn
er nú sern bannorð í málinu,
orðið nýtni einnig. En væri
ekki margt með öðrum og
betri hætti hjá þessari þjóð ef
lifaö væri í einhverju samræmi
við merkingú þeirra? Spyrji
hver sjálfan sig.
I’ví má bæta hcr við, sem
nýskeð var skýrt frá í fréttum
fjölmiðla, að einn ágætur borg-
ari í Reykjavík. Asgeir Egg-
crtsson hefur fyrir eigið fé
komið á fót gisti- og þjónustu-
heimili, sem ber hið velvalda
heiti „Virkið'* og á að vera
„athvarf fyrir allslausa“. Er
það stórlega þakkarvert fram-
tak og fagurt vitni um hjarta-
hlýju og þjónustulund við „úti-
gangsfólk", sem einhvcrra or-
saka vegna getur ekki veriö í
„takt" við samfélagið, er ein-
angrað og bjargarsnautt og í
ríkri þörf fyrir skilning,
stuðning, hlýju og aöhlynn-
ingu.
Þetta er í samsvörun við
það, sem getið er í upphafi
þessara lína. Hvorttveggja er
mótandi og markvert spor á
réttri braut og ætti að njóta
viðurkenningar og stuönings
og verða til eftirbreytni. Til
samræmis við þetta er rétt að
skjóta því hér inn, að stofnun
Kvennaathvarfs í Reykjavík
og á Akureyri er af hinu góða
og hefur sannað ljóslega að
brýn þörf er fyrir slíkt. Á það
framtak skilið þökk og
stuöning.
Eigi vil ég skiljast svo við
þennan pistil, sem er undir-
strikun við sumt sem hrósa
ber, að ég ckki þakki fyrir tvö
ágæt erindi „um daginn og
veginn“. Var annað flutt á sl.
ári, þann 19. nóvember af
Katrínu Árnadóttur í Hlíð í
Gnúpverjahrcppi, en hitt af
Bcrgþóru Gísladóttur sér-
kennara þann 7. janúar sl.
Þess skal geta, sem vel er gjört.
Og þá er ég komin að út-
varpinu. Á því hef ég, frá því
að ég heyrði í því fyrst tíu ára
telpuhnokki, haft hinar mestu
mætur, og átt með því ótelj-
andi stundir, sem veitt hafa
ánægju og fræðslu, svo ógleym-
anlegt er, og seint verður full-
þakkað. Og því hlýt ég að
koma að hér, að þulir Ríkisút-
varpsins, sem verið hafa í starfi
árum saman, ýmsir í hópi
fréttamanna og aðrir þeir, sem
oftast og lengst hafa komið
fram með efni í tali eða tónum,
eru orðnir heimilisvinir manns
í gegnum tíðina. Þeireru með
vissum hætti inni í stofu hjá
manni og virka sem mjög
kunnugir, þótt cigi hafi þeir
verið augum litnir. Öllum þeim
skal fyllstu þakkir tjá. - Álloft
hef ég, í ræðu og riti minnst á
Ríkisútvarpið og málefni þess,
og fyrir þrskömmu tekið til
umræðu Útvarpslögin, sem nú
liggja fyrir í Alþingi til af-
greiðslu. Við það mun ég litlu
bæta hér, en undirstrika að í
„upphafi skyldi endirinn
skoða". Það hefur alltaf verið
auðveldara að koma einhverju
á heldur en af. Það sannast
m.a. á Frökkum í sambandi
við útvarpsmál. Þeir hafa eigi
fyrir löngu afnumið einkarétt
síns Ríkisútvarps. Og hverjar
uröu afleiðingarnar? í mjög
greinargóðum pistli, sem
fréttaritari Ríkisútvarps okkar
flutti frá París skömmu fyrir
síðustu jól, kom fram, að við
þessa breytingu, að gefa allt
frjálst í útvarpsrekstri, hefðu
útvarpsstöðvar stærri og
smærri sprottið upp eins og
gorkúlur, og ylli hið þéttriðna
net miklum truflunum varð-
andi hlustunarskilyrði, gripi
hvað inn í annað, ogglundroð-
inn sem af því leiddi væri
orðinn slíkur að stjórnvöld
teldu öhjákvæmilegt að af-
nema leyfin til einkarekstrar
útvarpsstöðva og færa útvarps-
málin í hið upphaflega horf.
En höfuöverkur mikill yrði að
koma slíku í kring. Sem dæmi
um það ófremdarástand, sem í
þessum efnum ríkti nú í Frakk-
landi, væri, að fyrir skömmu
(áður en nefndur fréttapistill
var fluttur) hefði erigu munað
að yrði flugslys mikiö, þegar
t'lugstjóri í stórri yfirfullri far-
þegafíugvél sem ætlaði að fara
að lenda henni á viökomandi
flugvelli, heyrði allt í einu
ekkert hvað flugvallarstjórinn
var að segja honum, þar sem í
eyrum hans glumdi hávær
rokkmúsík frá einni af hinum
mörgu útvarpsstöðvum, sem
senda út á öllum tímum sólar-
hringsins. Sönn mildi var, að
ekki varö þarna stórslys. Og
þetta varð sá dropi, sem fyllti
bikar hinnar beisku reynslu af
öllu frelsinu og kom vitinu
fyrir stjórnvöld.
Mætti þetta ekki verða raun-
verulegt íhugunarefni fyrir þá,
sem sækja með ofurkappi að
því marki að þessi þjóð fái
öðlast slíkt frelsi, og sjá við
það alla kosti, en enga galla? -
Frumvarp það, sem þingmenn
Kvennalista hafa lagt fram á
Alþingi varðandi Útvarpslögin
er vandlega unnið og yfirleitt
rnæta gott, og á skilið að fá
jákvæða umfjöllun hjá þing-
heimi og eftirtekt og fylgi al-
mennings. Á Kvennalistinn.
og sérstaklega flutningsmaður
frumvarpsins, Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir, þakkir
skildar fyrir sitt menningarlega
frainlag til þessa viðamikla og
viðkvæma máls, sem alla þjóð-
ina varðar verulega um.
Um verkföliin á sl. hausti
hef ég áður rætt og ritað og
vísast varla rétt að fjalla um
þau frekar. En með því að þau
fyrirbæri og afleiðingar þeirra
eru sífellt ofarlega í huga, set
ég hér tvær vísur, sem segja
sitt, þótt aðeins séu þær 8
línur. Við upphaf þeirra varð
þessi baga til:
Virðist fjandinn vera laus
í verkfallskverkatökum.
Hamast þjóðin hömlulaus,
hafnar sönnum rökum.
Og þegar verkföllum lauk
og upp var staðið frá samninga-
borðum skaut eftirfarandi upp
í vitundina:
Flest, sem var til vinnings
reynt
í votan sand er runnið.
Ýmsir hafa, - ekki leynt,
illa þætti spunnið.
Eitt hið fáránlegasta, sem
hcyrst hefur um þessar
mundir, þótt margur óburður-
inn skjóti upp kolli, er sú
ákvöröun að byggð skuli „reið-
höll“ í Reykjavík, sem kosta
mun tugi milljóna. Þá virðast
nægirpeningartil, þegarhenda
skal þeim í einhverja vit-
leysuna, og þá mcstir þegar
framkvæmdin er forkastanieg-
ust. Hingað til hafa Islendingar
nú getað liðkað hcsta sína,-já
tcygt gæðingana undir berum
himni! Óumdeilanleg er sú
hollusta, sem hestamennskan
veitir, sé hún, eins og vera ber
og tíðkast hefur til þessa, iök-
uð úti viö. En hvað um hana,
ef þetta sport á innan tíðar að
fara öðru jöfnu fram innan
fjögurra veggja með asklok
yfir haus í staðinn fyrir himin?
Þessi reiðhallarhugmynd er
fíflaskapur og flottræfilshátt-
ur.
27.jan. 1985
Með þökk fyrir birtinguna
Jórunn Ólafsdóttir
frá Surlastöðuin
Frá sýningu Sveins Björnssonar á Kjarvalsstöðum.
Miklir boðberar
■ Dagana 2rl7. febrúarsýnir
Sveinn Björnsson málverk í
Vestursal Kjarvalsstaða.
Eftir að liafa lcsið nokkrar
fréttir um þessa sýningu, þar á
meðal að nú væri það afstrakt.
bjóst ég satt að segja við allt
öðru en því sent við augum
blasti, er á sýninguna var
komið. Sveinn hefir alltaf verið
nokkuð afstrakt, ef það hugtak
er skilið á þann hátt að túlkun-
in sé ekki aðeins myndræn.
Svo hér var kannske ekki eins
mikið nýtt á ferð og sjáandinn
gat búist við. En Sveinn er svo
sannarlega hann sjálfur á þess-
ari sem öðrum sýningum
sínunt, svo er almættinu fyrir
aö þakka. Við skoðun þessarar
sýningar kemur enn betur
fram en áður. hve lagið Sveini
er að tjá mikið með fáum
grófurn strikum. Vil ég til
marks um það ncfna myndröð-
ina nr. 7-10, eða andlitin mín.
Fyrir þá sem ekki þekkja til er
rióg að skoða sjálfsmyndina
nr. 9 og hina sjálfsmynd hans
á sýningunni, skoða síðan
manninn sjálfan og þá fær
sennilega hver maöur skilið
hvað ég er að fara. En þó þetta
sé sláandi dæmi, þá ætti hver
og einn að skoða einnig aðrar
myndir Sveins út frá því. En
látum nú þessa skólakennslu
um skoðun málverka Sveins
nægja.
Eitt er það þema, sem vakti
sérstaka athygli mína á sýning-
unni. Það eru myndirnar; 25,
Friður á jörð - 30, Friöþæging
- 55, Friðarvon. Þarna er
Sveinn í essinu sínu. Sé grannt
skoðað eru þessar myndir ein-
faldlega miklir boðberar, ekki
síður en Móðurminning hans,
sem er í Hvammstangakirkju.
Það er sagt um frímerkja-
safnara, að þeir fari aftur og
aftur að skoða sömu sýning-
una. Núgetalistunnendurmeð
góðri samvisku hagað sér eins.
Siguröur H. Þorsteinsson.
■ Málflutningur Sigríðar
Dúnu hugþekkastur.
■ Ragnhildur Helgadóttir: ■ Eiður Guðnason: Mestur
Orðprúð og sanngjörn en fræðimaðurinn.
stcndur kannski of laust á
hremsunni?
„Frjálst útvarp“
mikill kostnaðarauki
- segir Kristján frá Snorrastöðum
■ Ég hlustaði rrieð athygli á
umræðuna í sjónvarpi um
„frjálst útvarp" undir stjórn
Ingva Hrafns Jónssonar og mér
er ánægja að lýsa því yfir að
hann fór ágætlega fram í fullri
meiningu sagt. Hugþekkastur
var mér samt málflutningur
Sigríðar Dúnu.
Mig angrar það stórlega að
svo er komið að allt sem ég
heyri dettur úr mér eins og
hrat úr hrafni, þótt ég vilji
rnuna. Mér þýðir því ekkert að
reyna að skrifa ítarlega um
þessar umræður. Eitt situr þó
nokkuð trútt í mér, cn það eru
ummæli frú Ragnhildar Helga-
dóttur, menntamálaráðherra,
þess efnis að ævinlega væri til
fólk sem óttaðist allt nýtt og
reyndi gjarnan að koma í veg
fyrir framkvæmd þess, - standa
á bremsunni, eins og hún orð-
aði það. Hún tók fram að hún
áfellist ekki þetta fólk. var
orðprúð og sanngjörn.
Mér kom þá óumflýjanlega
í hug, hvort ekki hafi verið
staðiö aðeins of létt á brems-
unni undanfarandi ár og ára-
tugi. jafnvel allar götur frá
lokum síðari heimsstyrjaldar,
- og því sé svo komið, að
íslendingar eru næst heims-
metinu í erlendum skuldum og
lántökum á árinu. boriðsaman
við mannfjölda.
Viðvíkjandi byltingunni á
útvarpi og sjónvarpi vil ég
segja það að ég get ómögulega
losað mig við þann ótta, að
hún verði kostnaðarauki fyrir
þjóðina og hann mikill, - og
menningarspjöll ekki minni.
Eiður Guðnason var greini-
lega fræðimaðurinn mestur á
þessu sviði og varkár. Hann
vildi, skildist mér, gera breyt-
ingartilraun um visst árabil og
svo stöðva ef illa fer, eða
lagfæra.
Ég spyr: Er nauðsynlegt að
gera tilraun í ákveðinn tíma ef
hún er svo varasöm að slá þurfi
varnagla við henni? Getur ekki
skeð að sú tilraun til breytinga
hafi gert allmikið ógagn þegar
stöðvunarstundin er runnin
Pyntingar
á Islandi
■ Ég var að frétta að íslend-
ingar hefðu skrifað undir al-
þjóðasáttmála Sameinuðu
þjóðanna gegn pyntingum
ásamt 19 öðrum ríkjum. í sátt-
málanum eru pyntingar meðal
annars skilgreindar sem „sér-
hver athöfn sem veldur ein-
staklingi þjáningu. líkamlegri
eða andlegir, til áð ná frá
honum upplýsingum eða játn-
ingu; til að refsa, hræða eða
þvinga..."
Ég sé ekki betur en að
íslensk stjórnvöld verði að af-
leggja skattheimtu á einstakl-
ingum samkvæmt þettu. Að
minnsta kosti er ég sjálfur ekki
í nokkrum vafa um að skatt-
heimta er athöfn sem veldur
mér „andlegri þjáningu og
þvingar" mig til að láta af
hendi fjármuni sem ég má ekki
verða af eigi ég að geta lifað
sómasamlegu lífi.
Ég vona að samþykkt ís-
lenskra stjórnvalda á alþjóða-
sáttmálanum gegn pyntingum
verði til þess að þau láti af
skattheimtupyntingum sínum
í náinni framtíð.
Skattpíndur borgari
upp'
Kristján frá Snorrastöðum
Skrifið til:
... eða hringið í
síma 686300
milli kl. 13 og 14
Lesendasíðan
Síðumúla 15
108 Reykjavík