NT - 09.02.1985, Page 10

NT - 09.02.1985, Page 10
IU' Laugardagur 9. febrúar 1985 10 Skák Kasparov með unna biðskák: Er sagan f rá Baguio að endurtaka sig? Helgi Olafsson skrifar um skák ■ Kasparov stendur til vinnings í 48. skákinni í heimsmeistaraein- víginu en skákin fór í bið í gærkvöldi og er Kasparov peði yfír í hróksendatafli. Askorandinn ungi, sem svo mjög hefur sótt sig í veðrið með því að vinna tvær skákir án þess að Karpov næði að svara fyrir sig, tefldi af geysimiklum krafti í gær og er nú allur að færast í aukana. Hið sama verður því miður ekki sagt um heimsmeistarann. Taflmennska hans er þróttlaus og fálmandi og má mikil breyting verða á takist honum að verja titil sinn sem hann hefur haldið í nálega 10 ár. 1978 í litlu þorpi á Filippseyjum, Baguio, var Anatoly Karpov með yfirburðaforskot gegn andstæðingi sínum Viktor Kortsnoj. Einvígið hafði staðið í þrjá mánuði og staðan var 5:2 og virtist aðeins tímaspursmál hvenær Karpov ynni sjöttu skákina. En öllum á óvart tók Kortsnoj að saxa á forskot heimsmeistarans. Hann byrjaði á því að vinna tvær skákir í röð, síðan kom jafntefli og aftur vann Kortsnoj. Staðan var þá orðin 5:5. Sögulok eru öllum kunn. Karpov vann glæsilega í 32. skák einvígisins og hélt heim til Sovétríkj- anna þjóðhetja. Hann er í svipuðum sporum nú, munurinn sá að úthaldið er brostið, taugaorka hans uppurin fyrir löngu. Kasparov leikur hinsveg- ar á alls oddi. Glöggur maður benti hinsvegar á að möguleikar Karpovs á Mjólkurbú*Bændur«Frystihús*Fiskvinnslur Sparið fjármuni og fyrirhöfn með Polyethylene geymum Nýir möguleikar: Polyethylene geymarnir taka 870 lítra. Þú notar þá hvort sem er undir matvæli, hráefni, vinnslu- vökva eða sterk fljótandi efni. Þeir leysa af hólmi fjölmargar aðrar pakkningar sem eru ýmist of veikburða, einhæfar eða dýrar. Augljós sparnaður: Þegar þú kaupir vökva í litlum pakkningum, t.d. 10-20 lítra, greiðirðu 4 til 6 krónur pr. lítra fyrir umbúðir sem þú f mörgunrtilfellum fleygir. En um 870 lítra geymi úr grimmsterku plastefni, með traustum á- og aftöppunarbúnaði gegnir öðru máli. Þú notar hann aftur og aftur til áfyllingar innanlands og utan. Hann þolir langan flutning og mikið álag. Hann borgar sig upp með tveim áfyllingum og þá átt þú eftir að nota hann hundrað sinnum ef þvf er að skipta! Fjölbreytt nýting: Mjólkurbúið: Fyrir rjómann, mysuna, sódann eða sýruna. Bóndinn: Fyrir matvæli, sýrur, meltu o.fl. o.fl. Frystihúsið og fiskvinnslan: Fyrir klór, jafnt til áfyllingar og fyrir fast kerfi hússins og undir sýrur til vinnslu og geymslu, t.d. á lifur. Við framleiðum fleira fyrir matvælaiðnaðinn: Ker - 580 og 760 lítra Brúsar - 20 og 25 lítra Vörubretti-80x120smog 100x120 sm. Tunna - 100 lítra. Veitum vidgerðaþjónustu á allar okkar vörur! MEMBER BORGARPLASTl HF VESTURVÖR 27 - KÓPAVOGI SÍMI: (91) 46966. að vinna sína sjöttu skák lægju helst í þeirra orrahríð sem væri framundan. Þegar hann stendur í sömu sporum og Karpov og þarf að vinna sína sjöttu skák þá er aldrei að vita hvernig fer 49. skákin verður væntanlega tefld á mánudaginn. Þá hefst um leið sjötti mánuður einvígisins. Þeir hófu bar- dagann 10. september síðastliðinn. 48. einvígisskák: Hvítf: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Petroffs - vörn 1. e4 (Kóngspeðsleikurinn Kasparovs allan.) 1... e5 2. RO Rf6 hug (Hann snýr sér aftur að Petroffs - vörninni sem í Sovétríkjunum er kölluð rússneskt tafl. „Spænska ein- vígið“ hefur verið Kasparov afar hagstætt.) 3. Rxe5 d6 6. Bd3 Be7 4. RD Rxe4 7. 0-0 Rc6 5. d4 d5 8. c4! (Kasparov beitti Petroffs-vörninni með svörtu í 41. skák einvígisins í því augnantiði að narra út úr Karpov hvaða framhald hann óttaðist mest. Þessi stórhættulega sálfræðilega til- raun mistókst næstum. Karpov var nálægt því að vinna sína sjöttu skák og Ijúka þar með einvíginu en í miklu tímahraki sást honum yfir rakinn vinning. Nú þarf hann að berjast gegn eigin vopnum!) 8. .. Rfó (Kasparov lék 8. - Rb4 í áður- nefndri skák.) 9. Rc3 0-0 10. h3 (Mikilvægur leikur sem hindrar - Bg4) 10... dxc4 15. Bf4 Dd7 11. Bxc4 Ra5 16. Re5 Rxe5 12. Bd3 Be6 17. dxe5 Rd5 13. Hel Rc6 18. Rxd5 Bxd5 14. a3 a6 19. Dc2! (Sá sem þessar línur ritar treystir sér ekki til að fullyrða um hvað hefur farið úrskeiðis hjá svörtum. Stað- reyndin er sú að hvítur hefur náð öflugu frumkvæði og uppskipti hafa ekki bætt stöðu svarts. E.t.v. er Petroffsvörnin svona slæm byrjun.) 19. .. g6 (Engu betra er 19. - h6 20. Hadl og svartur á í miklurn erfiðleikum.) 20. Hadl c6(?) (Ónákvæmur leikur. Betra var 20. - Hfd8. Karpov virðist hafa sést yfir 22. leikur hvíts.) 21. Bh6 111(18 I-! Mli !»■ Mllli illllllli i - lli.101 111 s? 111 ( sfi milill IPHWjl ioll 22. e6! (Geysiöflugur leikur, sem splundr- ar kóngsstöðu svarts.) 22... fxe6 (Hann á engan betri leik. 22. - Bxe6 strandar vitaskuld á 22. Bxg6! o.s.frv.) 23. Bxg6! Bf8 (Aftur eini leikurinn. Biskupinn á g6 var að sjálfsögðu friðhelgur vegna máts í tveimur leikjum.) 24. Bxf8 Hxf8 26. He3 Hg7 25. Be4 Hf7 27. Hdd3 (Hvítur hefur að sjálfsögðu mikla stöðuyfirburði en það krefst mark- vissrar taflmennsku að færa sér það í nyt. Á það skortir ekki hjá Kaspar- ov.) 27. .. Hf8 29. Dc3 Hfí7 28. Hg3 Kh8 30. Hde3! (Kasparov finnur strax hvar skó- inn kreppir að. Hann veit sem er að e - línan mun opnast eða hálfopnast og þar þurfa menn hans að vera til taks.) 30. .. Kg8 31. De5! (Með hótuninni 32. Hxg7t Hxg7 33. Db8t! Kf7 35. Hf3t o.s.frv.) 31. .. Dc7 (Betri leikur er varla til. Nú vinnur Kasparov peð.) 32. Hxg7t Hxg7 33. Bxd5! Dxe5 (Ekki 33. -exd5 34. De8 mát!) 34. Bxeót! Dxe6 35. Hxe6 Hd7 (Hróksendataflið sem upp er kom- ið.þar sem Kasparov hefur öflugan peðameirihluta á kóngsvængf á að vinnast auðveldlega.) 36. b4 Kf7 39. g4 b5 37. He3 Hdlt 40 f4 c5 38. Kh2 Hcl Að sjálfsögðu gerir Karpov sem mest úr möguleikum sínum á drottn- ingarvæng þar sem hann hefur peða- meirihluta. Skákin fór hér í bið og þarfnast lokin varla annars en tækni- legrar úrvinnslu af hálfu Kasparovs. Hann tefldi þessa skák af fítonskrafti og virðist til alls líklegur i þeim bardaga sem framundan er. Staðan er enn 5:2, Karpov í vil, en á morgun verður hún væntanlega 5:3. Hvað næsta vika ber í skauti sér er ómögulegt um að spá, en þá ráðast væntanlega örlög heimsmeistarans í þessu einvígi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.