NT - 14.02.1985, Side 6

NT - 14.02.1985, Side 6
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 6 Guðmundur Stefánsson: Stefnumörkun í landbúnaðarmálum - stefnumótun og stefnubreyting Verðlagning og markaðsfærsla búvara Verölagning húvara hefur í meginatriðum haldist óbreytt undanfarin 40 ár þó ýmsar minniháttar breytingar hafi átt sér staö. Ég hygg að þessi háttur á verðlagningunni hafi gefist vel að mörgu leyti og hentað við þær aðstæöur sem ríktu og þær kröfur sem gerðar voru á markaðnum. Nú á síðari árum hafa aö- stæður breyst að ýmsu leyti. Kröfur um frjálsræði hafa auk- ist til muna, neytendur hafa mun meiri sjálfsvitund en þeir höfðu, samkeppni hefur aukist og verslunarhættir eru aðrir en voru. Áður fyrr var það fyrst og frcmst sjálf varan sem neyt- endur sóttust eftir, en nú gera þeir auk vörugæða kröfu um aukna þjónustu og eru reiðu- búnir til að greiða fyrir liana. Þessi viðhorf gera það m.a. að verkum, að verölagning Sexmannanefndar hefur oft verkað stíf og erfitt aó laga hana að breyttum verslunar- háttum. En þó Sexmanna- nefndin liggi oft undir mikilli gagnrýni þá hefur hún án efa haldið búvöruverði stöðugu og í mörgum tilfellum lægra en annars hafði verið. Ilins vegar hefur lág álagn- ing á landbúnaðarvörur og stíf- ar veröreglur gert það að verkum, að búvörur hafa ekki orðið spennandi verslunarvara og liðið fyrir það í markaðs- færslunni almennt. Kaupmenn hafa t.d. talið aðfyrir þá álagn- ingu sem þeim hefur verið ætlað geti þeir ekki „gert rnikið" fyrir t.d. osta og kinda- kjöt. Þetta er líklega rétt hjá kaupmönnum eða segjum heldur þeir liafa haft nokkuð til síns máls. Nú hefur Sex- mannanefnd slakað nokkuð á í verðlagningu sinni og m.a. gefið á síðasta ári smá- söluálagningu á kindakjöti frjálsa. Sú ákvörðun nefndar- innar leiddi að vísu til nokkurr- ar verðhækkunar á kindakjöti. en hefur í staðinn vonandi liaft örvandi áhrif á sölustarfsemina í verslunum. Þá er því ekki að neita, að ekkert „nýtt“ hefur gerst í markaðsfærslu t.d. kinda- og nautakjöts. Á' meðan svokall- aðir kjúklingabitastaðir þjóta upp og stórauka neyslu kjúkl- inga, þá hafa engar umtals- verðar nýjungar komið fram í markaðsfærslu gömlu kjötteg- undanna. Ég held að flestir séu að koniast á þá skoðun að ekkert „selur sig sjálft", ekki einu sinni mjólk og kindakjöt. Það er því Ijóst að gera verður átak, eða öllu heldur þaö verð- ur að veröa hugarfarsbreyting, í markaðsmálum og öll sölu- starfsemi verður að vera lcit- andi, það verður að ná í kúnn- ann fyrst hann ckki kemur sjálfur. Ég held að gera þurfi verð- lagningu á búvörum „liprari" þannig að auðveldara sé að aðlaga hana þörfum og ein- kennum markaðarins hverju sinni. Nú stendur yfir endur- skoðun á lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og það er vonandi að vel takist til í þeirri endurskoðun. Ilver niðurstaöan verðurerekki vit- að á þessari stundu, en margar mjög athyglisverðar hugmynd- ir hafa verið settar fram í þeirri undirbúningsvinnu sem fram hefur t’arið og vonandi að a.m.k. einhverjar þeirra verði að veruleika. Lánamál í umræðum um framleiðslu- stjórnun í landbúnaði hafa ýmsar mismunandi stjórnunar- leiðir verið nefndar og þ.á.rn. stjórnun fjárfestinga gegnum lánakerfið. Slík stjórnun fram- leiðslunar leysir að vísu ekki eða a.m.k. illa vandamál líð- andi stundar, en hún getur hins vegar haft veruleg áhrif sé til lengri tíma litið. Flér á landi eru það einkum Stofnlánadeild landbúnaðarins og Lífeyrissjóður bænda sem lána sérstaklega til fjárfestiriga í landbúnaði, Stofnlánadeildin þó að langmestum hluta. Engin sérstök samþykkt hef- ur verið gerð í þá átt að lánveitingar Stofnlánadeildar miöist sérstaklega viö þá stöðu sem nú er í íslenskum landbún- aöi og allra síst hafa stjórnvöld séð ástæðu til að gera Stofn- lánadeildina þannig í stakk búna að hún geti í raun og veru tekist á viö ný og brýn verk- efni. Á töflunni hérfyrir neðan er yfirlit yfir lánveitingar Stofn- lánadeildar til landbúnaðar nokkur ár, en það skal tekið fram, að hér eru ekki tekin með lán til nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði. heldur aðeins lán sem tengjast beint búrekstrinum ef svo má að orði komast. Allar upphæð- ir eru á verðlagi skv. bygginga- vísitölu í júlí Í9S4. Hefðb. búgr. Vinnslust. o.fl Loðdýrarækt Veiðimál Aðrarbúgr. 1975 219,4 (75,3) 46,3 (15,9) 2,7 (0,9) 6,4 (2,2) 16,7 (5,7) að nauðsynleg endurnýjun og viss uppbygging eigi sér stað í heíðbundnum landbúnaði. Það sem er liins vegar mikið áhyggjuefni, er að ekki sé meira fjármagn til að láta í nýbúgreinar og stuðla þannig að þeirri uppbyggingu sem er nauðsynleg eigi sveitirnar að haldast í byggð og fólk að geta bæði búið og lifað af eignuni sínum. Að vísu hefur orðið veruleg aukning á lánveiting- Seinni grein þeim eru ætluð á viðunandi hátt. Þá held ég að það sé hæpin vinnubrögð hjá Stofn- lánadeild að neita nýbúgrein- um urn lán á þeim grundvelli að þær hafi ekki greitt til deildarinnar. Eðlilegra væri að nýjar búgreinar nytu strax íullra réttinda og lief'ðu jafnvel ■ Þaðererfittaðskiljahversvegna reynt er að stuðla að aukinni græn- fóðurræktun, hvers vegna er verið að styðja nýrækt og framræslu þegar allt þettastuðlarað framleiðslu vara sem ekki er markaður fyrir og off ram- leiðsla er á. 1979 108,8 (60,1) 57,7 (31,9) 6,5 (3,6) 0,0 (0,0) 8,0 (4,4) 1981 98,8 (56,2) 49.4 (28,1) 5,8 (3,3) 5.2 (3.0) 16.5 (9,4) 1984 97,0 (61,6) 26,0 (16,5) 21.6 (13.7) 0,4 (0,2) 12.6 (8.0) 140.7 (62.4) 32,0 (14:2) 38,2 (17.0) 1,6 (0,7) 13.0 (5.8) Eins og hér kemur fram, þá cru lán til hefðbundinnu bú- greina lang fyrirferðamest og slíkt er auðvitað að ýmsu leyti eölilegt. Framlögtil hefðbund- inna búgreina hafa haldist að raungildi nokkuð jöfn undan- farin ár þar til á síðast liðnu ári. að þau tóku kipp upp á við og námu þá rúmuni 62% af lánveitingum Stofnlánadeild- ar. Það er auðvitað mikilvægt um til loðdýraræktar og árið 1984 nárnu þær 38.2 milljónum eða 17% af heildarlánveiting- um. Ég held að flestir séu sam- mála um að rnun betur þurfi að gera. Ríkissjóður þarf að standa að íullu við skuldbind- ingar sínar. Stofnlánadeildina og aðra fjárfestingasjóði land- búnaðarins,þarf að efla svo þeir geti sinnt þeini verkefnum sem vissan aðlögunartíma t.d. 5-10 ár þar til gjaldskylda þeirra tæki gildi að fullu. Það er ljóst að ef landbúnað- inum er alvara með að telja t.d. fiskeldi áfram til landbún- aðar þá verður hann að vera tilbúinn til að berjast fyrir framgangi þessarar nýju at- vinnugreinar og taka fullan þátt í uppbyggingu hennar. Annað dæmi er ferðaþjónusta í sveitum, en ferðaþjónustu bænda hefur verið synjað um fyrirgreiðslu í Stofnlánadeild á þeim forsendum að ferðaþjón- usta hafi ekki greitt til deildar- innar. Þetta er að mínu mati alröng stefna - jafnvel þó litlir peningar séu til. Leiðbeiningaþjónustan Hlutverk leiðbeiningaþjón- ustunnar í framkvæmd landbún- aðarstefnu hvers tíma er stórt. Leiðbeiningaþjónustan er tengiliður milli þeirra er stefn- una marka og þeirra er eiga að fara eftir henni. Mjög hefur mætt á ráðunautaþjónustunni undanfarin ár og hlutverk hennar hefur ekki verið öfunds- vert. Fjöldi bænda og fjestir ráðunautar eru aldir upp og menntaðir við önnur skilyrði og aðrar aðstæður en nú eru. „Framleiðslustefnan" þar sem meiri ræktun, stærri byggingar, meiri afurðasemi og aukin framleiðsla voru lykilorðin ’hefur ráðið ríkjum og þar við bætist svo að efnahagsástand hér á landi undanfarna áratugi hefur verið með þeim hætti, að ekki þurfti að gera mjög strang- ar kröfur um arðsemi til fjár- festinga, hvorki í landbúnaði ■ Merkilcgasta yfirlýsingin sem kom fram í sjónvarpsþætti þeirra Alberts og Steingríms í fyrrakvöld var cflaust sú að afnema bæri vísitölubindingu af húsnæðislánum. Vonandi gengur þetta eftir því að það fyrirkomulag sem verið hefur síðan 1979 er með öllu ófært að skuldir vaxi hraöaren kaup. Gunnar G. Schram alþingis- maður tekur dærni um þetta í DV í fyrradag og segir: „Lán að upphæð kr. 120 þúsund, sem tekið var í upphafi verð- tryggingar árið 1979, var orðiö kr. 796 þúsund á gjaldaga 1984 eftir að af því hafði verið greitt það ár og öll árin áður. í upphafi jafngilti árleg atlrorg- un af þessu láni 3 mánaðar- launum verkamanns en jafn- gilti 6,6 mánaðarlaunum 1984". Og formaður BHM heldur áfram: „Ef miðað er viö taxta verslunarmanna kemur í ljós að verðtryggt lán tekið í árslok 1979 hjá Lífeyrissjóði vcrslun- armanna hefur rúmlega átt- faldast, en laun liafa aðeins rúmlega fimmfaldast. Sá sem slíkt lán fékk er því 50% lengur nú aö vinna fyrir afborg- unum eo þegar hann tók lánið. Þetta kemur heim og saman við þá staðreynd að frá 1979 hefur lánskjaravísitalan hækkað um 906%. en kaupgjaldsvísi- talan aðeins um 606%. Munur- inn er300%. Þettaerskýringin á skuldafeni íbúöarbyggjenda í dag." Ekki orðin tóm Svo mörg voru þau orð al- þingismannsins og vonandi láta þeir Gunnar og Albert ekki sitja við orðin tóm heldur beita sér fyrir málinu á þingleg- um vettvangi. Eina rökrétta og skynsamlega er að lán séu aldrci bundin hærri vísitölu en kaupgjald. Skuldir færast til Annað leiðir nefnilega til vítahrings sern heiðarlegir launamenn komast ekki út úr. Því að eina svarið sem menn eiga þegar skuldir vaxa hraðar en kaupið er að vinna meira. Það verður til þess að útsvar manna ogskattar hækka. Þann- ig að í raun og veru geta menn ekki greitt skuldir sínar niður heldur flytja þær aðeins yfir til ríkis og sveitarfélaga. Breyta skuldum sínum í skatta. Að mæna til hafs Það hefur áður verið rakið hér í þessum dálkum að nú þýðir ekki lengur fyrir okkur Islendinga að ntæna til hafs í von urn nteiri afla. Aflahá- marki náðum við sennilega 1981 og getuni ekki reiknað með að afli vaxi frá því sem þá var næstu áratugina a.m.k. Það er því ljóst að við þurfuni að leita nýrra leiða til þess að auka tekjur okkar ef við ætlum *að ná okkur varanlega upp úr þeim öldudal sem við höjfum verið í undanfarin tvö til þrjú ár. Litið til vísinda Sú hin eina leið sem við eigurn er að líta til vísinda og tækni og reyna með aðstoð þeirra systra að fitja upp á nýjum framleiðslugreinum. Einbeita okkur að rafeindaiðn-, aði, tölvum og hugbúnaði hverskonar því að það hefur sýnt sig merkilegt nokk að þó við íslendingar séum upp til hópa grófir og ruddalegir þá liggja ótrúlegustu hátæknipæl- ingar vel við okkur. Til að sanna þetta þarf ekki að benda á annað en það hvað við erum góðir í skák og þjóð sem getur framleitt skákmenn á færibandi hýtur líka að geta framleitt tölvur og þess háttar. Við eig- um sem sagt í farmtíðinni að þrífast í vaxandi mæli á hæfi- leikum litla heilans sem er eins og kunnugt er mjög fíngerður og getur fengist viö hárfína og llókna hluti. Aðallega Steingrímur Þetta hefur ríkisstjórnin séð, þó aðallega Steingrimur, sem er verkfræðingur, og ætlar sér næstu árin að verja 500 mill- jónum í að efla hvers kyns nýsköpun. eins og það er orðað. Um þetta er allt gott að segja, en gefur þó tilefni til einnar lítillar ábendingar. Slagsíða á raungreinum Þróunin í kennslumálum hérlendis hefur orðið sú að sífellt gengur verr og verr að fá hæft fólk til kennslustarfa, einkum þó til að kenna raun- greinar. Framhaldsskólakenn- arar hafa vakið athygli á þess- um vanda undanfarið og m.a. bent á það að á tilteknum sviðum raunvísinda sé útilokað að fá vel menntáð fólk til starfa. En vandinn byrjar fyrr. Þeir sern þekkja til í grunnskólanum vita að það fólk er vandfundið þar sem hefur meira en gripsvit í stærðfræði, efna- og eðlis- fræði. Þeir sem það hafa eyða bara ekki lífinu í það að hanga yfir kolvitlausum krökkum fyr- ir 20 þúsund krónur á mánuði. Afleiðingin af þessu er sú að örvunin í skólakerfinu er ekki hagstæð þessum greinum alveg frá upphafi. Til kennslu á tölv- ur eru víða t.d. notaðir greind- ir íslenskufræðingar eða sagn- fræðingar og undirritaður þekkir eitt dæmi þess að aðal stærðfræðikennari í stórum grunnskóla í Reykjavík hefur langt nám að baki í íslensku. Ekki er ég aö lasta íslensku- menn síður en svo og raunar er mér meiniila við stærðfræði- idjóta, en vonandi sjá allir þá hættu sem í því felst að hæfir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.