NT - 14.02.1985, Síða 9
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 9
■ Hversu mikiö af hinum
sameiginlegu útgjöldum
okkar. skyldi lenda á þínum
hreiðu (eða mjóslegnu, eftir
atvikum) herðunt í ár? Eins og
þú kannski veist, erum við
með fjöldann allan af fólki í
vinnu við að kenna börnununt
okkar og hjúkra okkur,
og taka úr okkur botnlangann
stinga okkur í steininn, ef
við skyldum brjóta rúðu fyrir
nágrannanum eða gera okkur
sek að þcim óskunda að pissa
á almannafæri.
Svo erum við líka að byggja
okkur nýja flugstöð og við
ætlum að bæta nokkrum kíló-
mctrum af varanlegu slitlagi á
vegina okkar í sumar og sitt-
hvað fleira ætlum við að fram-
kvæma, enda erunt við stór-
huga þjóð, (slendingar,
Sennilega erum við yfirleitt
flest sammála unt að þetta
þurfi nú allt saman að gera, en
þegar farið er að spyrja Itver
eigi að borga, þá vandast málið
og við látum sem allra minnst
á okkur bera.
En jaínvel þótt við fclum
okkur úti í horni, þá lánast
„stóra bróður" undantekning-
arlítið að koma auga á okkur
og þá er ekki um annað að gera
en að draga upp pyngju sína og
reyta fram aurana í hinn sam-
eiginlega sjóö og spyrja titr-
andi röddu: „Hvað skyldi
þetta vera mikið?"
Hvað skuldar þú?
baö er nú reyndar einmitt
spurningin sem við ætlum að
reyna að gefa einhver svör við
í dag. Til að afla upplýsinga
um það hvernig skatturinn er
rciknaður var leitað til Skatt-
stofu Reykjavíkur og rætt þar
við Jón Óskar Guömundsson
og B jörn Jósefsson og er það
sem he;r fer á eftir aö mestu
byggt á þeim upplýsingum sem
þeir létu góðfúslega í té.
Skattar og gjöld eru reiknuð
eftir nokkuð flóknum reglum
og niðurstaðan getur ráðist af
Þrjú dæmi
um skatt-
lagningu
1. Einstaklingur með
280.000 kr. tekjur.
2. Einstæð móðir með
210.000 kr. tekjur og 1 sex
ára barn.
3. Hjón með samtals
470.000 kr. tekjur og þrjú
börn, þar af eitt innan sjö
ára aldurs.
Hér er til hægðarauka gert
ráð fyrir sömu tekjum til
útsvars og tekjuskatts, en
það er auðvitað langt frá því
að vera algilt. í þessu dæmi
er ekki reiknað með neinum
eignarskatti, en tiltölulega
auðvelt er að reikna hann út,
ef einhver er.
Öftustu dálkana getið þið
fyllt í sjálf.
ýmsum utriðum. Hér verður
þó einvörðungu miðað við fólk
með venjulegar launatekjur.
7 tegundir gjalda
Flestir launþegar greiða 7
tegundir gjalda til hins opin-
bera. Hæst ber náttúrlega
útsvar, tekjuskatt og svo
eignaskatt en ekki má heldur
gleyma sjúkratryggingagjaldi,
kirkjugarðsgjaldi, sóknar-
gjaldi og gjaldi í framkvæmda-
sjóð aldraðra, en tvö síðast
töldu gjöldin eru nefskattur.
Upphæð sóknargjaldsins í ár
hefurennekki veriðákveðinn.
Eignaskattur
Eignaskatturinn er 0,95% af
nettó eign að frádregnum
975.000 kr. Á bakhlið fram-
talsins er reitur sem merktur er
Eignarskaftsstofn og þú leggur
þá tölu sem þú hefur skráð þar
til grundvallar. Ef þú hefur
t.d. talið fram nettó eign upp á
eina og hálfa milljón, byrjarðu
á því að draga 975.000 frá
þeirri tölu. Þá standa eftir
525.000 kr. og 0,95% af þeim
eru kr. 4.987.50, eða rétt innan
við fimm þúsund kr.
Tekjuskattur
Affyrstu200þús. krónunum
greiðast 20% í tekjuskatt en
síðan 31% af því sem umfram
er, upp að 400 þús. kr. Fari
tekjurnar yfir 400 þúsund
greiðast 40% af því scm um-
fram er.
Sé tekjuskattsstofn annars
makans lægri en 200 þús. kr.
skal þó hækka 20% tekjumark-
ið hjá hinum makanum scm
því svarar. þó ekki meira en
100 þús. kr. Þessi regla er ný af
nálinni og ætluð til hagsbóta
hjónum sem hafa mjög mis-
jafnar tekjur.
Þegar tekjuskatturinn hefur
veriö reiknaður út frá þeim
forsenduni sem hér hafa verið
■ Tölur þær sem hin ýmsu gjöld eru reiknuð út frá, er að finna í merktu reitunum á
framtalseyðublaðinu. Athugið þó að i vissum tilvikum getur útsvarsstofninn verið lægri en
þessi reitur segir til um.
gefnar, er svo persónuafslátt-
urinn dreginn frá tekjuskattin-
um og það sem þá stendur eftir
ber þér að borga í tekjuskatt.
Ef þú skyldir vera svo heppinn
að persónuafslátturinn geri
betur en að duga til aö koma
tekjuskattinum niður í núll,
lækka önnur gjöld um sam-
svarandi upphæö.
Útsvar
Upphæð útsvarsprósentunn-
ar er misjöfn eftir sveitarfélög-
un en mun að undanförnu
víðast hvar liafa verið um 11%
og hér veröur reiknað með
þeirri lölu.
Útsvarsstofn er ekki merkt-
ur sérstaklega á framtalseyðu-
blaðinu, en í línu sem merkt er
T5 er að finna tölu (ef þú hefur
útfyllt eyðublaðið sam-
viskusamlega), sem gtmgti má
út frá. Frá þessari tölu má þó
draga helming greiddra með-
laga, námskostnað og skatt-
frjálsa happdrættisvinninga
áöur en útsvarið er reiknaö.
Frá útsvarinu er svo dreginn
persónufrádráttur, kr. 2.250
en auk þess 450 kr. fyrir hvert
harn á framfæri. Þetta gildir
um fyrstu þrjú börnin en eig-
irðu fleiri hækkar þessi tala
upp í 900 kr. fyrir fjórða barn
og þau sem þar eru umfram.
Skattar barna og
barnabætur
Börn fá ekki persónuafslátt
af tekjuskatti né persónu-
frádrátt frá útsvari. Þau skulu
greiða 5% af nettótekjum í
tekjuskatt og 3% af útsvars-
stofni í útsvar.
Barnabætur eru nú 7.500
með fyrsta barni en 11.250 á
barn ef börnin eru 2 eöa fleiri.
Auk þess er greidd sérstök
ábót vegna barna sem voru
yngri en sjö ára í lok sl. árs.
Þessi ábót er kr. 7.500.
Einstæðir forcldrar fá 15.000
kr. á barn í barnabætur. Þessu
til viðbótar fá nijög tekjulágir
foreldrar sérstakan barnabóta-
auka, sem skeröist cftir því
sem tekjurnar hækka.
Barnabæturnar eru dregnar
frá opinberum gjöldum scm
kunnugt er, en scu þær hærri
en öll opinber gjöld er af-
gangurinn greiddur út.
Önnur gjöld
Gjald í framkvæmdasjóð
aldraðra er greitt af þeini sem
eru á aldrinum 16-75 ára og
hafa haft a.m.k. 115 þús kr.
tekjur á árinu 1984. Þetta gjald ■
er 580 kr.
Sjúkratryggingagjald er 2%
af útsvarsstofni umfram
296.000 kr. og kirkjugarðs-
gjald er 2,1% af útsvarinu.
Þær upplýsingar sem hér
hafa komið fram ættu. ásamt
þeim dæmum sem tekin eru
hér á síöunni, að nægja þér til
að rcikna nokkuð nákvæmlega
livað þér ber að greiða í hinn
sítóma ríkiskassa okkar Is-
lendinga á þessu ári. Eftir það
ættirðu að geta dregið andann
léttar - eða farið aö leita þér
að aukavinnu. Lifi ríkiskass-
inn!
«• —1 j | T S 3! »IJ» mi WTef J>MMri MmtSC »»fn léétén Irédrélt (þó »6 légmorVI 1 OOO kr. h«é »lnfil»yptngl »n .1 250 kr. h(* »ln»t»6u loveldrt). Fartat 1 r»i#é
T 6 A6nr A-t»k|ur Oroi6anði og tagund gr»i6»lu / ... "" 1 -
*W«r»- og •liMdtgpwv logw .rytklr .f'vgg- m04/1. gr*.Mu> tn n*r unð*. r*l»'«f»^h«pt.- n/cvA'.+zii'jiuÆmm
r ► *
T 7 Annar Qakattlr^Uirhtpp-l ðrMtitvinn o II. Q Hclmlngur rnaðiag* • am fr*mt»ljanði njsjðmannafréðréttur [JJ Fl»klmann»fr»d-étlur 3 Giftingarlrédréttur
Ofl Nitn *>6U Ménuðlf »H» m Némifrédréltur H fftlr.töðvar n»m»lr*dréttar
frédr. C ► -
T 6 Natn ltf*yrt**|66» E3 I69|«ld 1 IUoyrtM|6ó 1 Útlyllitt pðrt vallnn »a lutur Irádráttur Natn (tértarléMg* Siétt»rf*i»g»gi»id Pmh délkur tyllisl ut al reiknað ar m»6 Iré* -d
Fré- .J toatum trédratti 5tlj Faétur Irédi ’értur atr
dréttur Naln ItftVyQjinQataag* og »klrt«inl.njmar Dj I6g|»id »f 1 UUéOyrgö 1 _
I J _
T 9 klinum r.&ur t»».l *»nul. bTTFIÍ hvoru þ»la. •Ignat»k|ur o. n. ImmI. »bf. 116 T 17 é bt» 4
F»n«t h|« I T 10 Flutt af lið T 17 é bla. 4: Elgnatekjur o. fl. ?sl E
pvl h|6na Fr- ■ 5£j Vavtagiðld. akv Ulaia'lr m m»nnlng»rm, | »kv m»6l kvlttunum [Zj H»lm gr hút»l»lgu »kv gr»ið»lumiö»
t«k|ur *kv 1.6 T 9 Frédréttur E r ► ■
T 12
B-tokJur Hreinar tek|ur at atvinnurekatrt eoa a|airataaori atarfaeml akv. maðfylgjandl rekatrarreiknlngl C3 ^
T 13 3— co TekluskjJU**/ L
Fonrjln moftlóri — - groldd moftlog
jsf
rcr~ U’s.«-**l
li
r0"-' . -Irtll
1 2 3 Þið
Hún Hann Hún Hann
Tekjur 280.000 210.000 180.000 290.000
Tekjuskattur 52.400 43.100 36.000 65.700
-persónuafsláttur 35.000 35.000 35.000 35.000
Tekjuskattureftirafsl. 17.400 8*100 1.000 30.700
Útsvar 30.800 23.100 19.800 31.900
-persónufrádráttur 2.250 2.700 2.925 2.925
Útsvar eftir frádrátt 28.550 20.400 16.875 28.975
Sjúkratryggingaqjald 0 0 0 0
Kirkjugarðsgjald 600 428 354 608
Gj. til framkv.sj. aldraðra 580 580 580 580
Gjöidalls: 47.130 29,508 19.807 60.863
-Barnabætur 0 15.000 16.875 16.875
-barnabótaauki 0 13.200 0 0
- ábót á barnab. (innan 7 ára) 0 7.500 3.750 3.750
Til greiðslu 47.700 -6.192 - 1.818 40.238
Hver verða gjöldin
hjá |>ér á þessu ári?
~NT/i/á/par
berað
reiknahvað
Þú átt að
borga í skatt