NT - 14.02.1985, Side 10

NT - 14.02.1985, Side 10
Fimmtudagur 14. febrúar 1985 10 Haraldur Eyjólfsson bóndi á Heiðarbrún Fæddur 18. mars 1901 Dáinn 15. september 1983 i Fyrir 160 árum flutti að Guttormshaga í Holtum, Sigurður prestur (1787-1846) Sigurðsson prests á Heiði í Mýrdal (1748-86) Jónssonar prests á Mýrum í Álftaveri (1697-1768) Jónssonar bónda á Núpsstað, Jónssonar. Sigurðurprestur í Guttormshaga missti ófæddur föður sinn -ogólst upp hjá föðurbróðursínum Jóni eldri presti í Holti undir Eyjafjöll- unt, (1740-1813) Jónssyni prests á Mýrum, sem gaf honum auk uppfósturs- ins Sigríði litlu yngstu dóttursína (1782- 1860) og líklega góðan arfahlut með henni. Einn af þremur sonum þeirra Sigurðar í Guttormshaga, var Sigurður lengi bóndi í Saurbæ (1823-93). Fyrst 13 ár með móður sinni, sem talin var þá fyrir búi. Síðan sjálfur 24 vetur - Lengst af laglegu búi. Hann átti Kristínu Magnús- dóttur, Jónssonar bónda á Kirkjubæjar- klaustri, Magnússonar bónda á Áuðnum í Öxnadal, Magnússonar. Þrjú voru börn þeirra Saurbæjarhjóna: Sigurgeirf. 1855 laginn barnakennari - undarlcgur ókvæntur og barnlaus. Sigríður (1862- 1945) átti Lýð Árnason bónda í Hjalla- nesi og 12 börn, sem öll komust upp. Helga (1863-1952). Hún þótti sncmma myndarstúlka og cinn mcð bestu kven- kostum þar í sveit. Fyrir réttum 1(M) árunt flutti Sigurður frá Saurbæ í þríbýli út að Haga - og bjó þar síðan við lítil cfni til 1890. Harða vorið svokallaða 1882, lék þá marga hart í Upp-Holtunum - og þar á meðal Sigurð gamla í Saurbæ. Þá missti hann meira en helft af búi sínu - og bar aldrei sitt barr upp frá því. II Þá bjó á Galtalæk í Landsveit roskin ekkja með þremur sonum sínum. Hún hét Guðríður (1829-1912) Eyjólfsdóttir' bónda á Minnivöllum (17991864) launsonar Jóns halta í Glámu í Fljótshlíð (1888-1815) Gíslasonar. Mér sýnist faöerni Eyjólfs athyglivert. Jón halti átti hann einan barna - og arfleiddi hann þó ckki að búi sínu. Því var skipt milli tveggja systkina hans. Oddbjörg móðir Eyjólfs á Minnivöll- um var Jónsdóttir bónda í Húsagarði Oddssonar bónda í Fellsmúla 1756, Eyjólfssonar spaka lögréttumanns í Ey- vindarmúla, Guömundssonar. Hún var vinnukona í Fljótshlíð, þegar Eyjólfur fæddist en hefur fljótlega verið send á sveit sína út á Land. Manntal var tekið um allt land árið 1801. Þá bjó í Fellsmúla uppgjafarprest- ur Jón yngri Jónsson (1746-1806), föður- bróðir séra Sigurðar í Guttormshaga, vandræðamaöur, drykkfelldur og „ó- stiiltur" - og „heimilislífið mjög bágbor- ið“, scgir í æviskrám. Þar var Öddbjörg þá vinnukona og Eyjólfur litli sonur hennar skráður fósturbarn. Hún giftist 6. cða 7 árum síðar Þórði á Hellnum Stefánssyni bónda á Bjalla Filippussonar prests í Kálfholti, Gunnarssonar. Einn af mörgum sonum þeirra var Guðlaugur bóndi á Hellnum, faðir Filippusar bónda á Hellnum, Þórðar bónda í Fellsmúla og Þórunnar konu Árna í Látalæti, Jóns- sonar í Skarði, Árnasonar á Galtalæk, Finnbogasonar. En synir Látalætis- hjóna, voru Guðmundur í Múla, Jón á Botnum, Ingvar á Bjalla og Guðni í Matardeild. Guðríður Eyjólfsdóttir á Galtalæk hcfur líklega verið kjarnakona. Hún átti Finnboga bónda á Galtalæk, Árnason bónda þar, Finnbogasonar bónda á Rcynifelli, Þorgilssonar bónda þar, Þorgilssonar á Efra Hvoli, Jónssonar á Skeiði Þorgilssonar. Það er beinhart búntannakyn, maður fram af manni. Guðríður fæddi bónda sínurn 16 börn á I6árum. En ein 5 af þeimsystkinahópi komust upp til fullorðinsára. Hin dóu barnung, flestöll á 1. ári. Finnbogi bóndi dó hálfsextugur eftir 22ja ára búskap. En Guðríður bjó með sonum sínum önnur 22 ár. Börn hennar sem eftir lifðu voru þessi: 1. Eyjólfur eldri, vinnumaður á Galta- læk (1856-1923) heyrnar- og mállaus maður. 2. Eyjólfur yngri bóndi á Bjalla og víðar (1865-1935). 3. Finnbogi bóndi á Galtalæk (1870- 1908) 4. Margrét f. 1868, átti Guðmund kennara Vernharðsson. Var síðar lengi bústýra hjá Sigurði bónda Magnússyni í Leirubakka-hól. 5. Guðríður f. 1858, kona Kristófers bónda Vjndási á Landi, Jónssonar og Karenar ísaksdóttur sýslum. Bonnesen. Eitt af 16 börnum þeirra var Finnbogi Kristófersson lengi bóndi á Galtalæk. III Helga Sigurðardóttir í Saurbæ hét eftir Helgu Steingrímsdóttur langömmu sinni, prestkonu í Holti. Hún þótti fljótt gott búkonuefni, dugleg, sinnug, nær- gætin og natin við allar skepnur. Og auk þess glæsileg, greind og lærdómsfús. Enda fékk hún 18 ára, að vera einn vetur við nám í Kvennaskóla. Heimkomin fór hún milli slátta um Holt og Land - vann við fatasaum. Eitt sinn eða oftar, sat hún við sauma hjá Guðríði á Galtalæk. Eyjólfur yngri var þar heima, tveimur árum yngri en Helga, snotur piltur, kvikur og hafði búvit. Ljúfmenni í lund og sívinnandi, en lítill bókvitsmaður. Hann varð ástfanginn af Helgu, bað hennar og fékk. Holtamönnum brá í brún - og þótti það gjaforð vera með ólíkindum. Sú saga fékk vængi og lifði lengi, að Eyjólfur hefði tekið Helgu upp í skuld föður hennar, sem hann hefði hótað að innheimta annars með harðri hendi. Það var ómur af almannarómi, þegar ég heyrði móður mína aumka Helgu fyrir að færa þá fórn fyrir föður sinn. Líklega þótti mönnum ekki mikið til Eyjólfs koma. Sagt var að þau hefðu veriö heitbund- in, Helga og Ólafur ísleifsson síðar læknir í Þjórsártúni. Hann var þá félaus vinnumaður, upp alinn á Holtasveit. Hann fór 28 ára gamall til Vesturheims, að leita sér fjár og frama. Hann kom aftur, að 6 árum liðnum, með nokkurt fé og orðinn allgóður læknir. Þá var Helga gift og sest að búi. Sumir héldu að hann hcfði séð nokkuð eftir henni. Enda festi hann sér eigi konu fyrr en 5 árum síðar - nærri fertugur. Vera má að þau Helga hafi bæði borið ástarharm í hljóði, þótt engan orðróm þekki ég um það. Helga var engan veginn illa gift. Eyjólfur var henni eftirlátur - natinn bóndi, eljusamur og sleit sér út með öllu. Helga mun hafa ráðið því sem hún vildi fyrir honum, ef hún var þá ekki bæði bóndi og húsfreyja í reynd. Þau byrjuðu búskap á Bjalla í Landsveit 1892. Þar bjuggu þau 22 ár, síðan 6 ár í Flagveltu á Landi, og að lokum 16 ár í Litlutungu í Holtum. Þar dó Eyjólfur sjötugur að aldri. . Upp komust þessi 5 börn Eyjólfs og Helgu: 1. Kristjana f. 1892 bjó í Reykjavík. Átti son ogdóttur með Jóni Jóhannssyni, norskum lifrarbræðslumanni. 2. Guðríður f. 1894. Átti Þórð Einars- son sjómann í Reykjavík og eina dóttur. Þær mæðgur giftust síðar báðar til Noregs. 3. Finnbogi f. 1898 - bifreiðastjóri í Reykjavík. Kvæntur Rannveigu Péturs- dóttur bónda í Þormóðsdal, Ólafssonar. Þau hjón áttu tvo syni og tvær dætur. 4. Sigurður f. 1901 - fisksali í Reykja- vík. Átti launson með Kristbjörgu Kristjánsdóttur. Sigurður stytti sér aldur. 5. Guðmundur Haraldur f. 1901 - tvíburi. Sjá síðar. Þessi systkin þóttu snemnta glaðvær og vinnufús. Til dæmis um það sagði kona, sem sá oft til þeirra á unglings- aldri, að þau hefðu hlaupið syngjandi út á engjar margan dag. Það vitnar betur en löng lofræða um bæjarbrag á Bjallan- um hjá þeim foreldrum þeirra. IV Guðmundur Haraldur Eyjólfsson. Þau systkin uxu upp og hurfu að heiman, fóru suður til Reykjavíkur og ílentust þar öll nema Haraldur. Hann var oftast heima við - og annaðist bústörfin með foreldrum sínum. Var þeim ljúfur og eftirlátur og elskur að móður sinni. Enda skildu þau ekki meðan hún lifði. Hún dó hjá honum á Heiðarbrún 88 ára gömul. Hann tók við búi í Litlutungu þegar faðir hans dó - og bjó þar réttan áratug - þá flutti hann að Heiðarbrún - nýbýli Brúnós Vebers. Það stendur við Ytri-Rangá neðst á Árbæjarlandi. Þar bjó Haraldur 36 ár - og sleit upp til agna kröftum sínum. Hann bjó alla tíð snotru búi og eigi stærra en hann réði við, þar til fáein síðustu æfiárin. Hann hirti vel um túnið sitt - og var lengstum gróinn á góðum heyjum. Fór mjög vel með allar skepnur sínar. Var þeint nærgæt- SÉRSTÖK LÁN VEGIMA GREIÐSLUERFIÐLEIKA Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að settur verði á stofn nýr lánaflokkur með það markmið, að veita húsbyggjendum og fbúðarkaupendum lán vegna greiðsluerfiðleika. í framhaldi af þvi er Húsnæðisstofnun rfkisins að láta útbúa sérstök umsóknareyðublöð, sem verða til afhendingar frá og með 19. febrúar 1985 í stofnuninni og verða þá jafnframt póstlögð til lánastofnana og sveitarstjórnarskrifstofa til afhendingar þar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. júní 1985. Þeir einir eru iánshæfir sem fengið hafa lán úr Byggingarsjóði ríkisins á tfmabilinu frá i.janúar 1980 til 31. desember / 984 til að byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Tímamörkskulu miðuð við lánveitingu en ekki hvenær lán er hafið. RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Jafnhliða stofnun þessa lánaflokks hefur verið ákveðið, að setja á fót ráðgjafaþjónustu við þá húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og mun hún hefja störf 19. febrúar næstkomandi." Sfmaþjónusta þessarar ráðgjafaþjónustu verður í síma 28500 á milli kl. 8.00 og 10.00 f.h. alla virka daga. Að öðru leyti vfsast til fréttatilkynningar Húsnæðis- stofnunarinnar, sem send hefur verið fjölmiðlum. HúsnæÖisstofnun ríkisins ■ Haraldur Eyjólfsson inn og góður vinur. Þegar þær komu heim að húsum á haustin eða snemma vetrar, áður en aðrir fóru að gefa, gaf hann þeim nægju sína af góðu heyi. Svo fóru þær og komu ekki aftur fyrr en eftir nokkra daga, þegar þær svengdi á ný - og fengu þá aftur fylli sína. Og þannig koll af kolli í góðri tíð. Svona hélt hann með hægu móti sínu fé í haustholdum, meðan ann- arra manna kindur lögðu af. Með hross sín fór hann einnig manna best - og sparaði ekki hús né hey við þau. Honum var ljóst hver illmennska er, að láta hrossin hrökklast úti nótt sem dag, oft svöng og þyrst í öllum illskuveðrum vondra vetra. Þær þrautir lagði hann ekki á skepnur sínar. Ég trúi að auk góðrar samvisku sinnar hafi og muni honum og niðjum hans launast það margfaldlega. Haraldur kvæntist hálffertugur 1936, Jóhönnu Bjarnrós (1907-43) Bjarnadóttur í Frakkanesi á Skarðsströnd, Stefánssonar að Á á Skarðsströnd, Sveinssonar á Stóra- Kambi í Breiðuvík, Jónssonará Þver- brekku í Öxnadal, Sveinssonar á Þverá, Eiríkssonar á Sörlatungu Hall- grímssonar. Þau Jóhanna áttu tvo syni saman: Eyjólf f. 1937, fiskiræktarstarfsmann í Noregi, kvæntan norskri konu og á nokkur börn með henni - og Gunnar Bjarna kennara á Hellu f. 1940 - Ókvæntur, á einn son. Jóhanna góð- leg fróðleikskona, dó langt um aldur fram. Eftir fimm ára sambúð þeirra veiktist hún og varð að fara að heiman. Haraldur tók því eins og hetja - og bjó mörg næstu ár með móður sinni. Mikill hörgull var þá á sveitakon- um. Margt kvenfólk var í „ástand- inu“, en annað undi við góða vinnu og glaum í kaupstöðunum. Margir bændur bjuggu þá konulausir. Loks kom þó upp í hendur Haraldi, norsk stúlka norðan af Hálogalandi: Ing- veldur Olsen f. 1918, og varð seinni kona hans. Tvö börn fæddust þeim: Helga fjörmikill dugnaðarforkur, bjó fyrst með Kristjáni bónda í Klofa, en nú á Uppsölum í Hvolhrepp, með Þorsteini dóttursyni Þorsteins bónda síðast í Selsundi, Björnssyni, Ey- steinssonar - og Sigurður bílvirki á Hellu. Bæði eiga þau börn. Haraldur var lipurmenni, léttlynd- ur, snotur og glaðvær. Búsýslumaður í besta lagi og hafði yndi af umgengni við skepnur. Greindari maður en í meðallagi. Laglega hagmæltur líkt og móðir hans. Orti sér til hugarhægðar, lausavísur og smákviðlinga, einkum um miðbik æfi. Á efstu árum leitaði á hann löngun, að skrifa blaðagreinar en til þess fékk hann lítið næði fyrir konu sinni. Mér er í minni greinarstúfur frá honum í Morgunblaði fyrir fjórum árum - meðmæli með konunni í framboði til forsetakjörs, sem þá var undirbúið. Máttugri og hugnæmari, en flest annað, sem ritað var þar um þá. Mér þykir hæfa að enda þessar minningar með vísukorni, sem Har- aldur kvað til móður sinnar: „Þegar loks mín lokast brá, lífsins neisti dvínar: Ó að mér fái að fylgja þá fyrirbænir þínar“. Ritað í september 1984. Helgi Hanncsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.