NT - 14.02.1985, Page 19

NT - 14.02.1985, Page 19
tilkynningar Jörð óskast Góð jörð óskast til leigu. Skipti á 3 herb. íbúð í Kópavogi kemur til greina. Tilboð sendist á auglýsinqadeild NT merkt Y-356. flokksstarf Hafnfirðingar Almennur félagsfundur veröur haldinn í Framsóknarhúsinu, Hverfisgötu 25, mánudaginn 18. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Hafnarfjaröar 1985. 2. Önnur mál. Framsóknarfélögin. Miðstjórnarfundur S.U.F. Miðstjórnarfundur S.U.F.veröur haldinn laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Aöalmál fundarins: Fjölskyldu- pólitík. Formannafundur F.U.F. félaga veröur sunnudaginn 3. mars í Reykjavík. Nánar auglýst síöar. Stjórn S.Ú.F. Endurskinsmerki |^ggna umferðinni. Dokkklæddur vegfarandi sóst ekki fyrr en í 20 — 30 m. fjarlægö en með endurskinsmerki sést frá lágljósum bifreiöar. hann í 120—130 m. fjarlægö. t Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug viö fráfall Gests Jónssonar, Villingaholti. Sérstakar þakkir færum viö læknum og öllu starfsfólki á Sjúkrahúsi Suöurlands. Systkinabörn og aörir aðstandendur. Útför mannsins míns Baldurs Gunnarssonar fyrrum garðyrkjubónda í Hveragerði, Engihjalla 1, Kópavogi veröur gerð frá Hverageröiskirkju laugardaginn 16. febrúar n.k. kl. 14.00. Sigríður Ellertsdóttir. Ástkær eiginmaöur minn - faðir okkar, sonur, bróöir, mágur og tengdasonur, Böðvar Pálsson, matreiðslumeistari, Hvanneyri, Borgarfirði, sem andaðist 10. febrúar, veröur jarösunginn frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 14. Minningarathöfn fer fram frá Hvanneyrarkirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast látiö Hjartavernd njóta þess. Rósa Marinósdóttir, Oddný Eva Böðvarsdóttir, Sæmunda Þorvaldsdóttir, Áslaug K. Pálsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Ásgerður A. Pálsdóttir, SigrúnFinnsdóttir, og aðrir Særún Ósk Böðvarsdóttir, Páll Oddsson, ÓlafurGústafsson, Þorbergur Bæringsson, ÞorvaldurÁ. Pálsson, MarinóTryggvason, vandamenn. Fimmtudagur 14. febrúar 1985 19 ýtlönd Eiturlyfjasalar flytjast frá Amsterdam til annarra borga Frá Reyni Þór Finnbogasyni frcttaritara !\T í Hollandi: ■ Harðar aðgerðir lögregluyf- irvalda í Amsterdam gegn eitur- lyfjasölum og neytendum virðist draga þann dilk á eftir sér að eiturlyfjasalar og neytendur hafa fært sig til. Nokkur hluti heröínverslunarinnar hefur t.d. flust til Haarlem og Beverwijk í nágrenni Amsterdam. Hópur eiturlyfjaneytenda þar hefur stækkað og hefur það ýntis vandamál í för með sér. í Haar- lem hefur skráðum eiturlyfja- neytendum fjölgað unt helming á einu ári, upp í 450. Stór hluti þeirra neytenda. sem handtekn- ir hafa verið fyrir innbrot.er frá Amsterdani. Blaðafulltrúi lögreglunnar í Haarlent, W. Jansen, sagði að rnargir eiturlyfjasalanna reyndu að selja vöru sína í Haarlem þar sem þeim er gert þaö mjög erfitt í Amsterdam. „Við höfum ekki enn lent í stórerfiðleikum vegna þessa en því er ekki að neita að þetta er mikið áhyggjuefni hjá okkur." Lögreglan í Haarlem reynir nú að auka eftirlit með þeim hverfum þar sent grunur leikur á að eiturlyfjaneytendur dvelji. Hún reynir líka að koma í veg fyrir verulega alvarlegt ástand nreð því að elta uppi stórsalana en ekki neytendurna sem eru aðeins með örlítið á sér. í Beverwijk erenginn heróín- neytandi á skrá en Ijóst er að eiturlyfjasala og neysla þar hef- ur aukist mikið. Sem dæmi má nefna að glæpum fjölgaði um 30% á síðasta ári. „Hér áður fyrr fór fólk héðan til Amster- dam til að kaupa eiturlyf, enda stutt að fara, en nú hafa málin snúist við," sagði J.A. Schoen yfirmaður lögreglunnar í Bever- wijk. Eins og í Haarlem hefur lögreglan í Beverwijk hert að- gerðir sínar verulega. Þessi þróun vekur litla undr- un lögreglunnar í Amsterdam. Átti forsvarsmaður hennar von á að eiturlyfjamarkaðurinn myndi aftur færast til ef lög- regluyfirvöld í Haarlcnt og Beverwijk tækju söniu stefnu og gert var í Amsterdam. Ljós lækna þung* lyndi New York-Reuler. ■ Bandarískir vísindamenn við Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að björt Ijós geti læknað skammdegisþung- lyndi. Dr. Norman Rosenthal og samstarfsmenn hans hjá Geð- heilbrigðisstofnuninni hafa komist að því að fólki, sem þjáðist af þunglyndi yfir vetrar- mánuðina, leið yfirleitt betur ef það var látið vera í björtum ijósum daglega í allt að. sex klukkustundir. Efþessumgervi- sólskinsstundum var hætt, varð fólkið aftur þunglynt nokkrum dögum síðar. Rosenthal segir að í skamnr- deginu þjáist sumir einstakling- ar af þunglyndi sem leiði til þess að þeir sofa of mikið, borða of mikið og hægja á allri líkams- starfseminni. En á sumrin hverf- ur þetta þunglyndi þeirra yfirleit aftur. í grein sem birtist í banda- ríska læknatímaritinu „Americ- an Journal of Psychiatry" veltir Rosenthal því fyrir sér hvort íjósameðferðin hafi ekki dregið úr framleiðslu á melatonin sem er eitt margra hormóna sem tengjast þunglyndi. kjör fyrir háskólaborgara Kína: Betri ■ Nú í janúar komu aftur upp veggblöð í Pekingháskóla. Yfirskrift veggblaðsins sem þessi nemandi er að lesa er „Hvenær kemur vorregnið?“ simmnvnd: Poiroto. ■ Menntamálaráðherra Kín- verja, He Dongchang, hefur viðurkennt að kröfur háskóla- nemenda um bættan aðbúnað séu réttmætar. Hann hefur lofað því að komið verði til móts við kröfur þeirra þótt mótmælaað- gerðir stúdenta að undanförnu hafi strangt tekið ekki verið löglegar. Allt frá því að kínverskir leiðtogar sögðu skilið við ofur- róttækni menningarbyltingar- innar í lok síðasta áratugar hafa þeir öðru hverju gefið út yfirlýs- ingar um mikilvægi menntunar og menntamanna. í raun og veru hafa kjör menntamanna samt batnað mun hægar en kjör bænda og verkamanna að undanförnu. Menntamenn eru margir mjög óánægður yfir því að fá ekki efnalega umbun í samræmi við allt lofið sem ráðamenn landsins og fjölmiðlar hafa látið frá sér fara um menntun. Há- skólaborgarar hafa verið sér- staklega harðorðir í gagnrýni sinni á slæman aðbúnað í kín- verskum menntastofnunum. Þeir hafa meira að segja gripið til ólöglegra mótmælaaðgerða eins og veggblaðaskrifa og farið í mótmælagöngur til að leggja áherslu á kröfur sínar. Upp úr sauð fyrir nokkru í Pekingháskóla þegar ákveðið var að taka rafmagn af skólan- um seint á kvöldin til þess að spara rafmagn. Þetta varð til þess að öll óánægja nemenda og margra kennara við skólann braust fram í veggblaðaskrifum og mótmælagöngum. Nemend- ur kvörtuðu yfir lélegu fæði í mötuneyti skólans sem færi stöðugt versnandi á sama tíma og verðið á því hækkaði. Þeir kvörtuðu einnig yfir lélegri kennslu í mörgum greinum og kröfðust meira valfrelsis við námið. Margir kennarar tóku líka und- ir kröfur nemenda um bætta náms- og rannsóknaraðstöðu; bæði kennarar og nemendur sögðust margoft hafa kvartað yfir þessum atriðum eftir venju- legum leiðum en seinagangur í stjórnkerfinu væri svo mikill að þeir hefðu séð sig nauðbeygða til að grípa til opinberra mót- mælaaðgerða til að vekja athygli yfir\'alda á því ófremdarástandi sem ríkti í niálefnum háskólans. Pekingháskóli er einn stærsti og virtasti háskóli Kínverja og líta margir á hann sem fyrir- mynd annarra skóla. Kröfur nemenda þar eru taldar eiga sér hljómgrun meðal nemenda í öðrum menntastofnunum út um allt Kína. Kínadagblaðið skýrði frá því í seinustu viku að á ráðstefnu skólastjóra æðri menntastofn- ana Kína hefði menntamála- ráðherra Kínverja He Dongc-' hang m.a. sagt að það sé nauð- synlegt að taka tillit til krafna ncmenda um betri mat í mötu- neytunum, meira valfrelsi við nám og bætta kennslu. En hann sagði að jafnframt því sem tekið yrði tillit til þessara krafna yrði að auka uppfræðslu meðal nem- cnda til að leiðrétta rangar og einhliða hugmyndir þeirra.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.