NT - 01.03.1985, Page 7
Föstudagur 1. mars 1985 7 Blðð II
■ Tekið verður á móti gestum með lúðrablæstri og fordrykk.
■ Skemmtistaðurinn Holly- klukkan níu, og verður tekið á
wood á afmæli í dag og verður móti gestum með lúðrablæstri.
ýmislegt gert til hátíðabrigða. Þegar inn fyrir þröskuldinn er
Húsið opnar stundvíslega komið, verðu'r gestum boðið
Húllumhæ í
Hollywood
- sjö ára afmæli í dag
uppá fordrykk, konfekt og Skemmtiatriði verða fjöl-
fleira góðgæti. Stúlkur fá blóm breytt, og einkennast af
í barminn. Aðgangur verður skemmtikröftum sem hafa
ókeypis fram til klukkan 11. skemmt í gegnum tíðina í
„Lífsspursmál að hafa
fleiri en einn sal“
Tveir nýir sýningarsalir teknir í notkun eftir 5 vikur
■ Laugarásbíó ætlar að taka
í notkun tvo nýja sýningarsali
um páskana. Salirnir verða
fyrir 120 manns sá stærri, og 82
sæti verða í þeim minni. Til
viðmiðunar er salurinn sem er
í notkun í dag ætlaður fyrir 429
manns.
Það nýmæli verður við bygg-
ingu saiarins að mun rýmra
verður í salnum, en kvik-
myndahúsgestir eiga að venj-
ast hérlendis. Bilið milli sæta
verður 95 sm í stað 85 sm sem
er algengt hjá kvikmyndahús-
um í dag. Þá verður salurinn
brattari en algengt er. 30 sm
hækkun verður á milli bekkja,
þannig að jafnvel körfuknatt-
leiksmenn geta nú farið í kvik-
myndahús, án þess að verða
fyrir gremju áhorfenda sem
sitja fyrir aftan.
Sjónlína í íslenskum kvik-
myndahúsum hefur vanalega
verið miðuð við miðju
tjaldsins. Að sögn forráða-
manna Laugarásbíós verður
sjónlína í hinum nýju sýningar-
sölum ekki miðuð við miðju
tjaldsins, heldur í texta hæð.
í samtali við einn af foráða-
mönnum Laugarásbíós kom í
ljós að framkvæmdir hafa
gengið vonum framar, og allir
aðilar sem komu nálægt verk-
inu stóðu við sína samninga
með sóma.
Grétar Hjartarson forstjóri
sagði í samtalinu við NT að
eins og þróunin hefði verið
síðustu ár, þá væri það orðið
lífsspursmál fyrir kvikmynda-
hús á íslandi að geta boðið upp
á fleiri en einn sal, og jafnvel
fleiri en tvo.
Vel getur farið svo að
Laugarásbíó frumsýni fleiri en
eina stórmynd um páskana, en
of snemmt er að segja um það
á þessu stigi málsins hvernig
staðið verður að þeim málum,
fyrr en nær dregur páskum
sagði Grétar að lokum.
Hollywood. Sem dæmi má
nefna að Halli og Laddi líta
inn, Baldur Brjánsson
skemmtir, Dansstúdíó Sóleyj-
ar sínir listir sínar og Módel 79
sem hafa verið oft í Hollywood
verðuruneð uppákomu. Guð-
rnundur Guðmundsson eftir-
herma kemur og hermir eftir
fyrir gesti.
Á ntorgún verða gestir
Hollywood heiðraðir með nær-
veru Evrópumeistarans í húð-
flúrun. Kappinn ber nafnið
Miky Sharp, og verður hann
aðeins þessa einu kvöldstund.
Miky ntun taka sjálfboðaliða
og sýna íslenskum áhorfendum
hvernig húðflúrun er
framkvæmd.
Leikdeild Skallagríms:
Höfudborgarbúum
gefinn kostur
á leikhúsreisum
á leikrit Trausta Jónssonar veðurfræðings
■ Leikdeild Skallagríms
frumsýndi um síðastliðna helgi
leikritið Ingiríður Óskarsdótt-
ir. Hótel Borgarnes hefur á
kveðið að gefa höfuðborgarbú-
um kost á því að sjá þetta
leikrit Trausta Jónssonar
veðurfræðings, og er boðið
upp á leikhúsreisur á vegum
hótelsins og leikdeildar Skalla-
gríms. Það er Ferðaskrifstofa
ríkisins sem skipuleggur ferð-
ina, og innifalið í leikhúspakk-
anum er rútuferð frarn og til
baka, kvöldverður, morgun-
matur og gisting á Hótel Borg-
arnesi, að ógleymdum miða á
leikritið. Verðið er krónur 17(X)
fyrir ferðina.
Að sögn Theodórs K. Þórð-
arsonar formanns leikdeildar
Skallagríms hefur aðsókn á
þær sýningar sem yfirstaðnar
eru verið mjög góð, og fyllsta
ástæða til bjartsýni. „Viö horf-
um aðallega til starfsmanna-
hópa í Reykjavík þegar við
erum að auglýsa leikhúsferð-
irnar fyrir höfuðborgarbúa."
Einnig korn fram hjá Theodór
að þó nokkuð hefði verið um
fólk utan Borgarness sem
mætti á frumsýninguna síðustu ,
helgi.
Leikhúsferðirnar verða
farnar með áætlunarferðum frá
BSÍ, en komi til að stórir
hópar leggi leið sína til Borg-
arness, verða einnig á boð-
stólum hópferðir, og verður þá
hægt að ákveða farar- og
komutíma í samráði við Hótel
Borgarnes.
■ Úr gamanleikritinu Ingiríður Óskarsdóttir. Höfundur Trausli
Jónsson.