NT - 01.03.1985, Page 10
ÁBÓT
Þorgeir Ástvaldsson ■ Vignir Sveinsson ■ Kristín Björg Þorsteins-
dóttir
Rás 2 næturútvarp:
Næturvinnufólkið á Rás 2
■ OkkurhéráNTIangaðiað
heyra í fólkinu á Rás 2, sem
hressir upp á landsmcnn með
léttri músík að næturlagi um
helgar og litum því í dagskrá
„Rásarinnar" og sáum ,að þar
var um að ræða sjálfan Þorgeir
Ástvaldsson, forstööumann
Rásar 2, og Vigni Sveinsson-
en þeir byrja næturútvarp kl.
23.15 á föstudagskvöldið, sem
sagt í kvöld. Síöan cr þaö
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
sem sér utn næturútvarpið ann-
að kvöld.
Fyrst hcyrðum við í Þorgeiri
Ástvaldssyni ogspuröum hvort
þeir Vignir og hann hefðu
ákveðið prógrammið fyrir
nóttina. Hann kvað þetta vera
svolítið laust í reipunum hjá
þeim, og bætti síðan við:
Föstudags-næturútvarpið er
þannig þáttur, að lögð er
áhersla á að vera í sern bestu
sambandi við hlustendur og
reyna að verða við óskum
þeirra. Það er eiginlega of lítið
um slíka þætti og við viljum
bæta úr því.
Sjálfum þykir mér ágætt og
skemmtilegt að vinna við næt-
urútvarpið, sagði Þorgeir.
Vignir Sveinsson var ekki
við, svo við gátum ekki fengið
frásögn hans af næturvaktinni
í þetta sinn.
„Þetta er besti tíminn,“
sagði Kristín Björg
„Þetta er besti tíminn til að
vinna,“ sagði Kristín Bjorg
Þorsteinsdóttir, „alveg stórfínt
að vinna á nóttunni!"
- Ég er hálfsmánaðarlega á
laugardagsvaktinni í vetur, en
var á hverju laugardagskvöldi
fyrst. Annars vinn ég hjá Sjón-
varpinu.
Fyrir utan það, að hafa séð
nafn Kristínar Bjargar á
skerminum í kynningum á
ýmsum þáttum sjónvarpsins
minntist blm. þess að hafa séð
hana sjálfa þar líka með
Hamrahlíðarkórnum.
- Jú, það er satt, ég hef
sungið með Hamrahlíðarkórn-
um. Það er mitt „hobbf', sagði
hún. - Ég var í tónlistarnámi
hér áður og mér finnst mjög
gaman að starfa með kórnum,
'n það er bara svo mikið að
gera hjá mér.
- Hvernig ætlar þú svo að
hafa næturútvarpið á laugardag-
inn?
- Þetta verður svona með
„nætursniði" eða hvað maður
á að kalla það. Eitthvað fyrir
alla: Þá sem eru að skemmta
sér og hina sem sitja í róleg-
heitum. Ég tek nú fyrir 4
vinsælustu lögin frá árunum
1966-68 og þar koma fram
hljómsveitirnar Hollies,
Troggs og Small Faces, en sú
hljómsveit spilar uppáhaldslag
mitt „All Or Nothing". Svo
verð ég auðvitað með róman-
tísk lög síðasta hálftímann eða
svo, og enda svo á kveðjulag-
inu mínu „Wonderful To
Night" með Eric Clapton,
sagði Kristín Björg og hló.
Það verður því rómantísk
næturvakt á laugardagskvöld-
ið.
Útvarp föstudag kl. 20.40:
Til hvers voru rennurnar á Stóru-Borg?
Mjöll Snæsdóttir spjallar um forn mannvirki þar
■ Á kvöldvökunni í kvöld
kl. 20.40 er liður, sem nefnist
„Frá safnamönnum". Þessi
þáttur hcfur öðru hverju verið
á dagskrá kvöldvökunnar á
föstudögum í vetur, og hefur
þá einn safnmaður hverju sinni
sagt frá einhverju ákveðnu við-
fangsefni. í þetta sinn sjáum
við í dagskránni, að safnmað-
urinn er Mjöll Snæsdóttir,
safnvörður við Árbæjarsafn.'
Mjöll sagði okkur af sínu við-
fangsefni, sem hún ætlar að
segja hlustendum frá í kvöld:
„Ég ætla að segja aðeins af
mannvirkjum nokkrum, sent
hafa komið í ljós við fornleifa-
uppgröft á Stóru-Borg undir
Eyjafjöllum. Þetta eru rennur,
sem að því er mér virðist, hafa
veriö hafðar til að leiöa raka úr
húsum. Þessar rennur hafa
fundist þarna út og suður um
rústirnar. Ég ætla að spjalla
um þær og lýsa þeirn," sagði
Mjöll Snæsdóttir, en hún hefur
sem kunnugt er unnið mörg
sumur við fornleifauppgröft á
Stóru-Borg.
Stóra-Borg er undir Austur-
Eyjafjöllum, niður á strönd-
inni austan Bakkakotsár og
var stórbýli og kirkjusetur á
miðöldum. Þar bjó áfyrri hluta
16. aldar Anna, dóttir Vigfúsar
Erlendssonar hirðstjóra. Um
ástarsamband hennar og
Hjalta Magnússonar samdi
skáldið Jón Trausti kunna
skáldsögu: Önnu á Stóru-
Borg.
Sjór hefur gengið mjög á
land þarna, og um 1840 var
bærinn fluttur austar og ofar í
landið, segir í bókinni Landið
þitt.
Mjöll Snæsdóttir var spurð
hvort rústirnar væru í bráðri
hættu af ágangi sjávar.
„Sjórinn kemur til með að
eyða þessum hól, en vonandi
verður það ekki á þessu ári -
eða því næsta. Ég held að það
muni einhver ár líða áður, en
það gæti auðvitað gerst snögg-
lega, en þó held ég að meiri
líkur séu á að það dragist
■ Mjöll Snæsdóttir forn-
leifafræðingur.
eitthvað," sagði Mjöll Snæs-
dóttir, fornleifafræðingur og
safnvörður í Árbæjarsafni.
Föstudagur 1. mars 1985 10 Blað II
Sjónvarp föstudag kl. 21.45:
■ Hvernig er að verða fyrir eldingu? Það er kannað með því að
hleypa einnar milljón volta rafstraumi í bifreiðina, sem John Lees
situr í.
Veðurofsi og áhrif hans
■ Vályndveðurnefnistbresk
heimildarmynd um veðurofsa,
sem sýnd verður í sjónvarpi í
kvöld. föstudag kl. 21.45. Þar
verða sýndar raunverulegar
fréttamyndir frá atvikum þegar
veðurofsi gengur yfir og áhrif
hans.
Áhorfendur sjá 30 metra
háan öldugang, lítinn læk, sem
skyndilega verður að stóru
straummiklu vatnsfalli, ofsa-
rokið sem fellir tré eins og strá,
stóra vörubíla og fólk, sem
hefur orðið fyrir eldingu.
Glæframaðurinn John Lees,
sem leikur hættuhlutverk sem
staðgengill frægra leikara, tekur
að sér að kanna að hvaða
marki menn standast þessa gíf-
urlegu krafta náttúrunnar í
myndinni. Vindorka í storm-
göngum er aukin þangað til
John er hreinlega feykt út úr
þeim. Þá er hann látinn standa
við op á göngum sem liggja að
uppistöðulóni. Allar lokurnar
eru síðan opnaðar til að líkja
eftir áhrifum þess, ef stífla
brysti, og fylgst með því hvað
gerist og hvenær kemur að því
að hann stenst ekki vatnsþrýst-
inginn.
Að síðustu sjá áhorfendur
glæfralegasta óg hættulegasta
athæfi hans, þegar hann situr
inni í bíl, sem á er hleypt
einnar milljón volta raf-
straumi, til að kanna hvað
gerist, þegar eldingu lýstur
niður.
Tvær skólastúlkur greina frá
þeirri reynslu sem þær urðu
fyrir, þegar þær leituðu skjóls
gegn rigningu undir tré og
eldingu laust óvænt niður í
þær. Það er guðs mildi að þær
skuli vera til frásagnar um
þann atburð.
Þýðandi er Jón O. Edwald.
Föstudagur
1. mars
7.00 Veðuríregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Sig-
urðar G. Tómassonar frá kvöldinu
áður,
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Sigurbjörn
Sveinsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Pfpuhattur galdrakarlsins" eft-
ir Tove Jansson Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir les þýðingu Stein-
unnar Briem(12).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Það er svo margt að minnast
á" Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot Bryndís Viglunds-
dóttir les þýöingu sína (17).
14.30 Á léttu nótunum Tónlist úr
ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar: Tónlist
eftir Georg Friedrich Hándel a.
Konsert fyrir tvær lútur og strengja-
sveit. Julina Bream leikur með
Monteverdi-hljómsveitinni; John
Eliot Gerdiner stjórnar. b. Fiðlu-
konsert i B-dúr. Yehudi Menuhin
leikur með og stjórnar Hátíöar-
hljómsveit sinni. c. Konsert í B-dúr.
Maurice André leikur á trompet
með Kammersveitinni i Heil-
bronn.Jörg Faerber stjórnar. d.
Konsert nr. 3 i F-dúr. Enska kamm-
ersveitin leikur; Karl Richter
stjórnar.
17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál Valdimar Gunn-
arsson flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönn-
um Mjöll Snæsdóttir segir frá. b.
Mannhvörf og morðgrunur Úlfar
K. Þorsteinsson les annan þátt. c.
Kórsöngur Karlakórinn Vísir
syngur. Stjórnandi: Geirharöur
Valtýsson. d. Sfðasta sjóferð
Emmu Árni Helgason les sjóferða-
þátt eftir Ágúst Lárusson. Úmsjón:
Helga Ágústsdóttir.
21.30 Kvöldtónleikar „Silete Vente",
kantata fyrir sópran, óbó og
strengjasveit eftir Georg Friedrich
Hándel. Halina Lukomska syngur
með „Collegium aureum“-kamm-
ersveitinni.
22.00 Lestur Passíusálma (23)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Úr blöndukútnum - Sverrir
Páll Erlendsson (RÚVAK)
23.15 Á sveitalínunni: Umsjón:
Hilda Torfadóttir. (RÚVAK).
24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Nætur-
útvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00
Laugardagur
2. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Ástríöur Haraldsdóttir talar.
8.15 Veðurfregnír.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnarssonar frá
kvöldinu áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.) Óskalög
sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.40 fþróttaþáttur Umsjón: Her-
mann Gunnarsson.
14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku-
lokin.
15.15 Listapopp - Gunnar Salvars-
son
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Islenskt mál Ásgeir Blöndal
Magnússon flytur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður
P. Njarðvik.
17.10 Georg Friedrich Hándel - 300
ára minning 3. hluti: Kammerverk
og kórtónlist. Sigurður Einarsson
sér um þáttinn.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Á hvað trúir hamingjusam-
asta þjóð i heimi? Umsjón: Valdis
Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs-
dóttir.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn hans“
eftir Jules Verne Ragnheiður Arn-
ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs-
sonar (6).
20.20 Harmonikuþáttur Umsjón:
Bjarni Marteinsson
20.50 Sögustaðir á Norðurlandi
Hólar i Hjaltadal. Umsjón: Hrafn-
hildur Jónsdóttir. (RÚVAK)
21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr sí-
gildum tónverkum.
22.00 Lestur Passfusálma (24)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Uglan hennar Mínervu Arthúr
Björgvin Bollason ræðir við dr.
Gunnar Harðarson um heimspeki-
ástundun íslendinga fyrr á öldum.
23.15 Óperettutónlist
24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón:
Jón Örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
3. mars
8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar
Jónsson flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Boston Pops-
hljómsveitin leikur; Arthur Fiedler
stjórnar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar a. „Úr djúp-
inu ákalla ég þig", kantata nr. 131
eftir Johann Sebastian Bach. Alan
Bergins, Stefan Rams, Kurt Equi-
luz og Max van Egmond syngja
með Tölzer-drengjakórnum og
Concentus musicus-kammersveit-
inni i Vín; Nikolaus Harnoncourt
stjórnar. b. Flautukonsert i D-dúr
eftir Luigi Boccherini, Camillo Wan-
ansek og Pro Musica-hljómsveitin
í Vín leika; Charles Adler
stjórnar.c. Sinfónía nr. 4 í G-dúr
eftir Carl Philipp Emanuel Bach.
Enska kammersveitin leikur; Ray-
mond Leppard stjórnar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein-
ar Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00 Messa í Bústaðakirkju
Prestur: Séra Agnes Sigurðardótt-
ir. Organleikari: Guðni Þ. Guð-
mundsson. Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Kalevala Samfelld dagskrá um
finnska þjóðkvæðabálkinn Kale-
vala.
14.30 Frá Mozart-hátiðinni í Frank-
furt á liðnu ári.
15.10 Pétur Á. Jónsson óperu-
söngvari - Aldarminning Guð-
mundur Jónsson minnist Péturs
og hljómplötum með sönglögum
hans verður brugðið á fóninn.
(Áður útvarpað 21. des. sl.).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Um vísindi og fræði Stéttabar-
átta og þjóðernishyggja. Hug-
myndafræði islenskra jafnaðar-
manna. Svanur Kristjánsson próf-
essor flytur sunnudagserindi.
17.00 Georg Friedrich Hándel-300
ára minning 4. hluti:
18.00 Vetrardagar Jónas Guð-
mundsson rithöfundur spjallar við
hlustendur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og
umræðuþáttur um fréttamennsku
og fjölmiölastörf. Umsjón: Hall-
grímur Thorsteinson.
20.50 Um okkur Jón Gústafsson
stjórnar blönduðum þætti fyrir
unglinga.
20.50 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.30 Útvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Galdrar og galdramenn
Umsjón: Haraldur I. Haraldsson.
(RÚVAK)
23.05 Djassþáttur - Tómas Einars-
son.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
i