NT - 05.03.1985, Side 2

NT - 05.03.1985, Side 2
Þriðjudagur 5. mars 1985 2 Fellaskóli: Vinnueftirlitið lokar tveimur handavinnustofum - úrbóta yfirvalda beðið ■ Sigurbjörn Kristinssan listmálari. Málverkasýning: NT-mynd: Árni Bjarna Gamli bærinn og hraunið málað ■ Sigurbjörn Kristinsson, list- málari, opnaði á laugardag mál- verkasýningu í sýningarsalnum í Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnarfirði. Á sýningunni eru 31 mynd, unnar í akríl og olíu. Myndirnar sem Sigurbjörn sýnir, eru allar málaðar á síð- ustu tveimur árum, og sækir Sigurbjörn viðfangsefni sín í gamla bæinn í Hafnarfirði og hraunið í kring, og einnig alla leið norður á Strandir. Sigurbjörn hefur áður haldið fjölda einkasýninga, auk þess að taka þátt í samsýningum. Sýningin er opin 14.00-19.00 alla daga til 17. mars. Eiður Guðnason um baráttu gegn hval- og selveiðum: „Efnahagur terrorismi“ gégn ■ Vinnueftirlit ríkisins lokaði tveimur handavinnustofum í Fellaskóla þann 8. febrúar síðastliðinn, þar sem þær upp- fylla ekki skilyrði um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Hefur Vinnueftirlitið óskað eft- ir skriflegri og tímasettri áætlun um úrbætur, og er nú beðið eftir að menntamálaráðuneytið sendi hana frá sér. Á meðan fær um helmingur nemenda enga handavinnukennslu. Arnfinnur Jónsson skóla- stjóri Fellaskóla sagði í samtali við NT, að athugasemdir Vinnueftirlitsins vörðuðu að- stöðu til lökkunar með lífrænum leysiefnum og aðstöðu til með- ferðar á opnum eldi. Pá gerði Vinnueftirlitið athugasemd við frágang á gólfi. Arnfinnur vildi taka það skýrt fram, að í vetur hefði hvorki verið lakkað með lífrænum leysiefnum, né notað- ur opinn eldur í stofunum. Kröfurnar væru fyrst og fremst til að knýja á um, að aðstaða fáist til þess. Þegar áætlun um endurbætur hefur verið lögð fram, verður hægt að hefja á ný kennslu í stofunum. Pegar Fellaskóli var byggður fyrir 13 árum, voru viðkomandi stofur útbúnar samkvæmt staðli, sem þá var í gildi. Pessi staðall hefur síðan breyst og kröfur um endurbætur voru fyrst settar fram síðastliðið vor. Lokunin nú var því eina ráðið til þess að ýta á eftir svari yfirvalda. Tillaga á Norðurlandaráðsþingi: Samnorrænt átak í viður- eigninni við vímugjafa ■ Áformað er á vegum Norðurlandanna að samstilla ráðstafanir sem torvelda mönn- um að afla sér eiturlyfja og dragi jafnframt úr ásókn í þau. Er talað um að gera þetta meðal annars með því að efla sem allra nánast samstarf lög- reglu- og tollyfirvalda og endur- bæta upplýsingamiðlun. Eiga þjóðirnar að kosta þetta verk- efni hver hjá sér eftir að sameig- inlegu undirbúningsstarfi er lokið. Varnir ■ Efnahagslegur „terrorismi" var orðalagið, sem Eiður Guðnason notaði til að lýsa afskiptum umhverfisverndar- hópa vegna hval-og selveiða í Norðurhöfum. Orð hans vöktu hvöss viðbrögð danska þing- fulltrúans Margerte Auken. Eiður sagði hval-og selveiðar lífsspursmál fyrir fólk á norður- slóðum. Bann við slíkum veið- um hefðu mjög alvarleg áhrif á atvinnulíf þar. „Undir yfirskyni náttúru- verndar er komið á atvinnuleysi á svæðum hjá okkur í norðri. Hinn góði málstaður umhverfis- verndar hefur verið misnotaður herfilega. Þetta höfum við horft á gerast án þess að segja orð. Pað er kominn tími til að Norðmenn, Færeyingar, íslend- ingar og Grænlendingar samein- ist um að hrinda árásum öfga- mannanna,“ sgði Eiður. vimu ■ Hópur Slíugamanna boðar til fundar á Hótel Hofi miðviku- daginn 6. mars með stofnun félags í huga til að styðja við bakið á ungmennum sem hafa farið í meðferð eða eiga það eftir vegna neyslu vímuefna. Hefst fundurinn kl. 20.30 og eru foreldrar og áhugafólk kvatt til að mæta og takast á við þennan vanda sem lagt hefur svo margt ungmennið að velli. mioi’AU A öldum Ijósvakans ■ Útvarpslagafrumvarpið hefur verið til umræðu á Al- þingi og gera bjartsýnustu menn sér vonir um að það verði samþykkt fyrir þingslit í vor meðan stjórnarand- stöðuþíngmenn efast stórlega um að það nái fram að ganga á þessu þingi. En það eru ekki allir sem hafa þolinmæði til að bíða og hafa hætt sér inn á öldur Ijós- vakans í trássi við gildandi lög. Að fráskildum útvarpsstöðv- unum „frjálsu" sem sendu í verkfalli BSRB í haust hefur þetta niest megnis verið fikt og náð til mjög takmarkaðs svæðis. Enginn vandi er að koma sér upp útvarpssendi. Hægt er að kaupa í raftækjaverslun pakka sem kallast „rostikit h-65“ og er einskonar mælitæki. Með smávægilegum breytingum á þessu tæki, magnara og loftneti er kominn sendibúnaður og þá er bara að finna sér pláss á FM-bandinu! En sendingar af þessu tagi munu hafa miklar truflanir í för með sér og ná yfirleitt um takmarkað svæði og þar að auki eru starfsmenn Pósts og síma vel á verði þannig að það er hætt við að fiktið geti endað með hárri fjársekt. Og þá er fiktið e.t.v. of dýru verði keypt. Laust sæti? ■ Ratsjárstöðvamálið er mjög í brennidepli um þessar mundir og hefur reyndar verið um nokkra hríð. Steingrímur Sigfússon hefur ásamt fleirum lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að Alþingi taki afstöðu gegn upsetningu rat- sjárstöðvanna. Sú tillaga hefur fram að þessu ekki notið mikils fylgis sjálfstæðismanna á þingi, en hver veit nema það sé nú að breytast. Geir Hallgrímsson mun nefnilega hafa lýst því yfir á fundi á Pórshöfn fyrir helgina að hann mundi sennilega segja af sér ráðherradómi ef tillagan næði fram að ganga. Nú velta menn því fyrir sér hvort þessi yfirlýsing Geirs kynni að ríða baggamuninn og verða til þess að tillagan verði samþykkt. Það virðist að minnsta kosti ekki fráleitt að Þorsteinn Páls- son muni endurskoða afstöðu sína. Verið þið nú stilltir rétt á meðan NT gerir vaxtarmælingu á okkur. ■ Jónas H. Haralz, formaður ritnefndar, afhendir Klemens Tryggvasyni eintak af Klemens- arbók. Klemensarbók komin út ■ Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur gefið út Klemensarbók, afmælisrit til Klemensar Tryggvasonar, fyrr- verandi Hagstofustjóra, sjötugs. í bókinni eru tuttugu og þrjár áður óbirtar greinar eftir ís- lenska og erlenda hagfræðinga. Greinarnar eru um ýmis hag- fræðileg efni, eins og hag- skýrslugerð, hagþróun, vexti og gengi, verðmyndun og verðlags- ákvæði, hagsveiflur og gengis- mál, fiskihagfræði og markaðs- sósíalisma. Er óvíst að gildari bók um hagfræðileg efni hafi áður komið út á íslensku. Klemens Tryggvason hafði orð á því þegar bók hans var kynnt hvað fjöldi og áhrif hag- fræðinga hefði stóraukist á starfsævi sinni. Þannig hefðu frá 1941 til 1951 verið útskrifaðir samtals 45 viðskiptafræðingar hér á landi. En frá 1970 til 1980 var fjöldi útskrifaðra viðskipta- fræðinga kominn í 940 manns. Ritstjóri Klemensarbókar er Sigurður Snævarr, hagfræðing- ur.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.