NT - 05.03.1985, Síða 5

NT - 05.03.1985, Síða 5
 ÍTF Þriðjudagur 5. mars 1985 5 LlL i> Fréttir Steindórsmenn: Leigubílstjórar í ólög- legum pakkaflutningum Keyrum farþega í sendibílum á meðan svo er ■ „Á meðan leigubíl- stjórar telja eðliiegt að flytja pakka án leyfis, munum við halda áfram að flytja farþega. Við viljum, að það gildi hið sama um þá og okkur. Það er miklu alvarlegra, að 600 manna hagsmunafélag geri árás á okkur, sem erum miklu minni, heldur en að bílar frá okkur stelist til að taka einn og einn farþega." Þetta sagði Guðmundur Ásmundsson stöðvarfor- maður á Steindórsstöðinni í samtali við NT í gær, vegna aðgerða leigubíl- stjóra gegn sendibílstjór- um Steindórs um helgina, þar sem þeir voru króaðir af á meðan kallað var á lögregluna. Steindórs- menn kærðu hins vegar flesta leigubílstjórana, sem stóðu í aðgerðunum, og í einu tilvilki mun far- þegi hafa kært. „Mennirnir þurfa að lifa. Hvað eiga þeir að gera, þegar þeir eru ólög- lega rændir markaðin- um?“ sagði Guðmundur. þegar hann var spurður hvers vegna sendibílstjór- arnir ættu líka að stunda ólöglega flutninga. „Ann- ars er það ekki ljóst að farþegaflutningar með sendibílum séu ólöglegir," bætti hann við. Guðmundur sagði, að sendibílstjórarnir væru ekki hvattir til að stunda Þórshöfn: farþegaflutningana, en ekki væri skipt sér af því ef einhver kæmi inn á stöð- ina og pantaði sér bíl og ef bílstjórinn vildi flytja við- komandi. „Þetta eru bara kjána- læti,“ sagði Guðmundur um aðgerðir leigubílstjór- anna. Fundur Geirs málefnalegur og hann ánægður með móttökurnar Frá Úlfari Þórdarsyni, fréttaritara NT á Langanesi: ■ Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra hélt al- mennan fund á Þórshöfn ásamt fulltrúum varnar- máladeildar og ratsjár- nefndar um fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á Langa- nesi. Fund þennan sóttu fast að 200 manns. Ellefu fundargestir tóku til máls og báru fram fjölda fyrirspurna sem ráð- herra og fylgdarmenn hans svöruðu. Fundurinn var málefna- legur og hafa heimamenn nú fengið skýringu á því sem þarna er fyrirhugað að gera. Það kom einnig fram í máli ráðherra að hvorki framkvæmd né staðsetn- ing stöðvanna er ákveðin. I stuttu spjalli sem undirritaður átti við ráð- herra eftir fundinn kom fram að hann var ánægður með fundarsókn og við- tökur heimamanna á allan hátt. Framhaldsskólanemar einhuga að baki kennurum ■ Fulltrúaþing Lands- sambands öldungadeilda- nema, sem haldið var í Menntaskólanum við Hamrahlíð s.l. laugardag, hefur sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er sú staða sem upp er komin í kennslumálum framhalds- skólanna. í ályktuninni er lýst yfir eindregnum stuðningi við kennara og sú krafa gerð á hendur stjórnvöldum að menntun sé metin að verðleikum. Undir þetta skrifa öld- unglingadeildanemar á Akureyri, ísafirði, Sel- fossi, Suðurnesjum, Egils- stöðum, í Hensborg, Breið- holti og Hamrahlíð. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 24260. Creiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerö nr. 436/1984) (Geymið auglýsinguna) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 75 kr. - Fyrir viötal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 45 kr. - Fyrir símaviötal viö lækni og/eða endurnýjun lyfseöils. (Sé þessi þjónusta innt af hendi eftir kl. 18.00 eöa á laugardögum og helgidögum má læknir taka allt aö 75 kr. fyrir). 140 kr.- Fyrirvitjun læknistil sjúklings. Ofangreindar greiöslur eru hámarksfjárhæðlr, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbóta rgjald, nema vegna lyfja eöa umbúða, sem sjúklingur kynni aö þurfa að fara með burt meö sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 270 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræöings. 100 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér aö neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá + Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 75 270 Dæmi 2 75 195 Dæmi 3 75 270 270 Dæmi4 75 270 0 Dæmi 5 75 270 0 270 Dæmi 6 75 270 0 270 0 270 Skýringar: Taflan lesistfrá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 75 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræðings, og þar greiðir sjúklingur 270 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræðilæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 120 kr. - Fyrir lyf í lyfjaveröskrá I og innlent sérlyf. 240 kr. - Fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. 50 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá I og innlent sérlyf. 100 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaverðskrá II. Eitt gjald greiöist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eöa brot úr honum. Cegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf, viö tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann aö vera fyrir hendi. aTRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.