NT - 05.03.1985, Side 7

NT - 05.03.1985, Side 7
Þriðjudagur 5. mars 1985 7 Áfengisvarnaráð: Nokkur minnisatriði ■ Þessi minnisatriði afhenti Áfengisvarnaráð allsherjar- nefnd N.d. ásamt öðrum gögnum. 1. Undanfarin missiri hefur rnjög gætt áróðurs þeirra, sem ábata hafa af áfengissölu, fyrir auknu frjálsræði í dreifingu áfengis og aukinni neyslu. 2. Á sama tíma og talið er rétt og skylt að lögbjóða notk- un bílbelta af öryggisástæðum og takmarka tóbaksreykingar af heilsufarslegum ástæðum láta æ fleiri sefjast af andróðri hagsmunaafla gegn takmörkun þar sem vímuefnið áfengi á í hlut. 3. Þó látast a.m.k. þrefalt fleiri af völdum áfengisneyslu en i umferðarslysum. 4. Aðeins fjórðungur þeirra sem látast vegna drykkju eru úr hópi þeirra er teljast of- drykkjumenn. - Samt er sífellt reynt að kenna þeim um allt tjón sem áfengið veldur. 5. Áfengisvarnaráði, sem reynir að gæta skyldu sinnar sem hlutlaus ríkisstofnun, hef- ur ekki tekist að finna neitt land í hciminum þar sem neysla áfengs öls hefur orðið til að draga úr drykkju og tjóni af hennar völdunt. 6. Þó að kaupgeta færi þverr- andi á árinu 1984 og áfengisút- sölur væru þá um tíma lokaðar vegna verkfalls opinberra starfsmanna dró ekki úr drykkju. Þvert á móti óx heild- arneysla vínanda á hvert mannsbarn. Líkleg orsök er fjölgun vínveitingahúsa. 7. Marktækar kannanir á viðhorfum til áfengismála eru vandasamar og ekki á færi annarra en hlutlausra kunn- áttumanna er beita vísindaleg- um aðferðum af ýtrustu ná- kvæmni. Barnalegt er áð gera ráð fyrir því að í könnun HP komi fram óvéfengjanleg sann-' indi um raunverulega afstöðu þjóðarinnar til áfengismála. 8. Um 70% barna í 7. bekk grunnskóla í Reykjavík neyta ekki áfengis. Hlutfallið kann að vera svipað í grunnskólum annars staðar. Hætt er við að hlutfallið yrði óhagstæðara ef áfengt öl yrði iögleyft. 9. í þeim nágrannalöndum vorum þar sem bjórdrykkja er mikil, svo sem Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og ír- landi, er neysla annarra vímuefna en áfengis mjög mik- ið og vaxandi vandamál. 10. Það er lögrnál vímuefna- misnotkunar að vímuefnaneyt- andinn byrjar yfirleitt á veik- um vímuefnum en fer yfir í sterkari og hann byrjar á smá- um skömmtum og fer yfir í stærri skammta. Áfengur bjór inniheldur vímuefnið vínanda og áhrif þess eru jafn skaðleg fyrir flesta vefi líkamans hvort heldur það kemur inn í hann blandað miklu eða litlu vatni. 11. Próf. Sigurður Líndal álítur að innflutningur áfengs öls sé ólöglegur. Lögfræðing- arnir, Finnur Torfi Stefánsson og Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri, komust að sömu niðurstöðu er þeir rann- sökuðu lögmæti innflutnings áfengs öls að tilhlutan fyrrver- andi dómsmálaráðherra. 12. Fjölgun vínveitingahúsa er ekki náttúrulögmál. Ráð- herra veitir leyfin og hefur heimild til að afturkalla þau eða takmarka, bæöi hvað snertir veitingatíma og hvaða tegundir má veita. Borgar- stjórn Reykjavíkur, bæjar- stjórnir og sýslunefndir geta synjað ráðherra um heimildir til að gefa út vínveitingaleyfi. 13. Gera má ráðfyrir, miðað við erlendar rannsóknir, að kostnaður hins opinbera vegna áfengisneyslu sé a.m.k. þre- faldar tekjurnar og er ekki nema hluti þess kostnaðar vegna meðferðar og endurhæf- ingar drykkjusjúkra. 14. Þótt menn greini á um vægi margra orsakaþátta áfengissýki dylst samt engum, sem það vill sjá, að þar er hlutur áfengisins ótvíræðastur og stærstur. Skiptir litlu rnáli litur þess, ilntan eða bragð ef magnið er nægilegt. Afengisvarnaráð. Öl og skorpulifur í British Journal of Addieti- ons birtist nýlega grein eftir þrjá þekkta franska vísinda- menn, Albert Tuyns, J. Esteve og G. Pequignot. Greinin fjall- ar um tengsl drykkju og skorpulifrar. Vísindamennirn- ir rannsökuðu 208 menn, sem þjáðust af þessum kvilla, og báru þá saman við 923 heil- brigða úr sama landshluta. - Lengi hefur verið vitað að drykkja veldur skorpulilur en það sem kemur ef til vill mest á óvart í þessari rannsókn er að öldrykkjumenn virðast í meiri hættu en þeir sem neyta víns eða sterkra drykkja. (Áfengisvarnaráð) Ný náttúruminjaskrá ■ Náttúruminjaskráer komin út í fjórða sinn og eru fyrri útgáfur þar með fallnar úr gildi. Skránni er skipt í A og B hluta. { A-hlutanum er yfirlit yfir þau svæði og staði sem friðlýst hafa verið samkvæmt náttúrverndar- lögum og öðrUm lögum. Ennig er greint frá plöntum og stein- um, sem friðlýst hafa verið. Hjálögð er náttúruminjaskrá sem nú kemur út í fjórða sinn og falla þar með úr gildi fyrri útgáfur. Eins og fram kemur í formála skrárinnar er henni skipt eins og fyrri útgáfum í A og B-hluta. í A-hluta er yfirlit yfir þau svæði og staði sem friðlýstir hafa verið samkvæmt náttúruverndarlögum og öðrum lögum. Þá er þar nú einnig greint frá plöntum og steinum, sem friðlýst hafa verið. í B-hluta er hin eiginlega náttúruminjaskrá, en hún er nú tvískipt þ.e. í 1. hluta og 2. hluta. í 1. hluta eru svæði sem stefnt er að því að friðlýsa svo fljótt sem unnt er og geta legið til þess ýmsar ástæður, svo sem að um sérlega mikil eða vel þekkt náttúruverðmæti sé að ræða, eða að viðkomandi svæði sé í sérstakri hættu. í 2. hluta eru taldar upp ýmsar merkar náttúruminjar, sem talið er rétt að friðlýstar verði fyrr eða síðar en í þessum hluta er undirbún- ingur að friðlýsingu styttra á veg kominn en í 1. hluta. Þess skal getið að við endur- ' skoðun skrárinnar var lagt kapp á að skilgreina betur mörk svæða en áður hefur verið gert og eru strandsvæði, eyjar og vatns- og árbakkar skilgreind sérstaklega. Þá er að finna í formála skrárinnar skýringar á mismunandi gerðum friðlýstra svæða. Náttúruminjaskrá er fyrst og fremst yfirlit yfir það, hvar verð- mætar náttúruminjar og útivist- arlönd er að finna, sem æskilegt er að sem minnst verði raskað. Eru það því vinsamleg tilmæli Náttúruverndarráðs, að hand- hafar skrárinnar kynni sér inni- hald hennar og taki tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram, þegar verið er að leggja á ráðin um ný mannvirki eða breytingar á landi. Ennfremur eru allar upplýsingar um mörk svæða eða önnur atriði sem betur mættu fara, vel þegnar. flokkspólitískum sjónarmið- um því að á vissan hátt er það eðlilegt að ráða skoðanabróð- ur í lykilstöður og vinna þannig að því að þær hugmyndir sem þú trúir á rótfestist í stjórnkerf- inu. Síðarnefndi hópurinn er þó miklu víðsýnni í þessum efnum en hinn, og myndi t.d. alls ekki láta flokkspólitíska afstöðu ráða vali á fram- kvæmdastjórastöðu ríkisút- varps. Einkaútvarp í viðtali nú heggur Ævar að hinum skyndilega áhuga sem hefur blossað upp á einkaút- varpsstöðvum og bendir rétti- lega á það að að baki liggur auðvitað ekki neirin hugsjóna- eldur um að auka frelsi Islend- inga heldur einfaldlega „simpil" gróðasjónarmið. „Eg held að þessi mikli og skyndi- legi áhugi á því að kýla frum- varpið (útvarpslagafrumvarpið - innskot BK) í gegn byggist fyrst og fremst á því að menn geti farið að stunda arðvænleg- an atvinnurekstur þ.e. að selja auglýsingar í stórum stíl.“ Ög síðar: „Það hljóntar kannski eins og slitinn kommafarsi þegar ég fullyrði að það fjöl- miðlafrelsi sem rætt er um sé fyrst og fremst frelsi fjármagns- ins. Það frelsi er að mínu viti andstætt frelsi einstaklingsins.“ Það er sérstaklega gaman að skoða þessi mál í Ijósi þess að sjálfstæðismenn eru nú að berjast fyrir því í þinginu að auglýsingafrelsi í einkastöðv- unum verði algert og segja hverjum sem heyra vill að frumvarpið sé einskis virði með þeim auglýsingahömlum sem fyrst og fremst byggist á eftirliti með auglýsingaverði og banni við auglýsingum í kapal- stöðvum sem í því eru nú. Frelsiðsýnirsigsemsagt frelsi til að maka krókinn. Aukin skattheima Og það má líta á þessi aug- lýsingamál frá öðru sjónar- horni. Einkastöðvarnar sem flestar ná aðeins til aðal þétt- býlisins, taka að sjálfsögðu auglýsingar frá ríkisútvarpinu sem hefur þá skyldu að flytja öllum landsmönnum dagskrá. Þessi tekjuskerðing þýðir auð- vitað á aukin fjárframlög ríkis- ins til útvarpsins sem þýðir ekkert annað en það að skatt- borgarar úti á landi eru að greiða niöur útvarps- og sjón- varpsstöðvar handa Reykvík- ingum. Á þettæ bendir Ævar og segir jafnframt: „Ég hef ekki nokkra trú á því að fjár- magnseigendur komi til með að leggja sig í líma við að þjóna fólki á einhverjum krummaskuðum úti á landi. Það liggur jú í hlutarins eðli að markaðurinn fer alltaf auð- veldustu leiðina." Dallas og Dynasty Við skulum Ijúka þessum tíma og ótíma með því að endurprenta lokin á viðtalinu við Ævar, þar sem hann fjallar um einkastöðvar: „Ég er hræddur um að einkastöðvar geti engan veginn sinnt þessu almannaþjónustu- hlutverki og mér finnst líka sennilegt að þær hafi lítinn áhuga á því. Ég held að yfirleitt muni viðskiptasjónarmiðin sitja í fyrirrúmi, fréttir sem ekki styggja, mikið af auglýs- ingum, erlent músíkefni í út- varpi og endalausar sápuóper- ur í Dallas- og Dynastystíl í sjónvarpi. Slíkur rekstur hefur að leiðarljósi staðlaða hug- mynd um hinn sjálfumglaða neytanda sem á pening í vasan- um, neytandann sem getur val- ið um fjölmiðla eins og hann sé að velia sér spólu á vídeóleig- unni. I rauninni er þessi neyt- andi ekkert annað en þolandi, hann er algjörlega passívur og hefur enga möguleika á því að komast inná gafl með sínar skoðanir, enda er ekki verið að þjóna honum nema að því marki sem hann er væntanleg- ur kaupandi einhverrar vöru eða þjónustu sem auglýst er með djöfulgangi. Það er ekki verið að færa hann nær öðru fólki eða því sem er á seyði í þjóðfélaginu - sem hins vegar ætti að vera keppikefli Ríkisút- varpsins..." Baldur Kristjánsson rl Verð í lausasölu 30 kr. Ofl 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm), Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöfdsimar: 686387 og 686306 Falsspámenn ■ Samkvæmt skoðanakönnun NT er að koma upp svipuð staða í stjórnmálum og vorið 1978. Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, urðu þá fyrir fylgishruni. Ef kosið yrði í dag yrði hrun þeirra svipað. Munurinn er sá að 1978 skiptist óánægjufylgið milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Nú fer það allt til Alþýðuflokksins. í kjölfar kosningasigursins 1978 mynduðu A flokkarnir ríkisstjórn ásamt Framsóknarflokknum. Þeir reyndust alls ófærir að takast á við þau vandamál sem þá blöstu við og Alþýðuflokksmenn rufu stjórnarsamstarfið á hádegisfundi á Hótel Loftleið- um ári síðar. Hver trúir því að betur myndi takast nú? Það er alveg ljóst að straumurinn liggur nú að miðju í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag tapa báðir fylgi, enda hefur öfgaöflum vaxið ásmegin innan beggja flokkanna á undanförnum misserum. Fólk hafnar öfgum jafnt til hægri og vinstri. Það vill samvinnu og félagshyggju. Það vill nýta það besta úr þeim þjóðfélagskenningum sem mestan svip hafa sett á stjórnmálaumræðu aldarinnar, marxisma og frjálshyggju. Það vill standa traustan vörð um velferðarsamfé- lagið án þess að hugvit og framtak einstaklinganna sé drepið í dróma. En fólk vill halda í vonina um betri framtíð og þess vegna flykkist það að stjórnmálamönnum sem með uppörvandi yfirbragði gefa fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Slíkir menn þola oft ekki að skyggnst sé bak við yfirborð þeirra. Jón Baldvin stefnir t.d. leynt og ljóst að nýrri viðreisnarstjórn, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. íslendingar muna enn of vel ástandið hér á síðustu árum sjöunda áratugarins til þess að vilja slíka stjórn aftur. Atvinnuleysi var um landsbyggð alla. Fólk streymdi umvörpum til höfuðborgarsvæðisins. Draumsýn Baldurs Hermannssonar var að verða að veruleika. í þokkabót flúðu þúsundir land. Jón Baldvin þykist vera vinstra megin við miðju. Samt eru öll hans úrræði í efnahagsmálum sótt beint í kjarna frjálshyggjunnar. Formaður Alþýðuflokksins þykist vera vinstra megin við miðju. Engu að síður þekkir hann ekkert varðberg í öryggis og varnarmálum og gengur svo langt fram í skefjalausu ofstæki sínu að leggjast gegn því að flokksbróðir hans Anker Jörgensen flytji ræðu á Hótel Borg um kjarnorkulaus Norðurlönd. Þá hefur komið á daginn að Jón Baldvin er ekki lagið að velja sér samstarfsmenn. Það er sérstakur eiginleiki að geta gefið fólki von um betri framtíð. Þann eiginleika hafa margir lýðskrumarar mannkynssögunnar haft í ríkum mæli. En það getur verið dýrkeypt að elta slíka menn því oftar en ekki hafa þeir litla hæfileika til að stjórna. Á erfiðleikatímum spretta þeir upp mannkyns- frelsararnir. Vandi þjóðar er að skynja hvenær falsspámenn eru á ferð.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.