NT - 05.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 05.03.1985, Blaðsíða 10
 Þriðjudagur 5. mars 1985 10 Hið opinbera tekur að sér að verja hagsmuni ólögráða: Og veldur fjölskyldu hinna ólög- ráða nærri því milljón króna tjóni Tók kerfið tvö ár að afgreiða formsatriði ■ Ekkja og þrír ólögráða synir hennar ákveða að selja eign sína, þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Lögum sam- kvæmt verða yfirfjárráðandi Reykjavíkurborgar og dóms- málaráðuneyti að samþykkja söluna til þess að tryggt sé að réttur hinna ungu sona sé ekki fyrir borð borinn. Afgreiðsla þess opinbera verður svo til þess að fjölskyldan tapar um helmingi af heildarsöluverðmæti íbúðarinnar, eða um 800 þús- und krónum á núgildandi verð- lagi. Skaðabótamál ekkjunnar Svövu Þórðardóttur gegn hinu opinbera hafa engan árangur borið þar sem hæstiréttur telur að hér sé á ferðinni „lögmæt stjórnarathöfn", og ríkið því ekki bótaskylt. f stuttu máli þá tafði dómsmálaráðuneytið sölu íbúðarinnar í nær tvö ár. Ellefu mánuðum eftir að kaupsamningurinn var sendur inn synjaði ráðuneytið um sölu en samþykkti hana svo enn 9 mánuðum síðar og þá í and- stöðu við vilja seljenda en fyrir bónarstað og atbeina þeirra sem hugðust kaupa. Lauslega var skýrt frá þessu máli í NTföstudaginn 25. janú- ar og þá vitnað í ummæli dr. Gunnlaugs Pórðarsonar hrl. þar sem hann sagði um niður- stöðu hæstaréttar í skaðabóta- málinu: „Maður hefur stund- um á tilfinningunni að æðsti dómstóll landsins sé hallur und- ir opinbera aðila þegar þeir eiga í hlut.“ NT mun hér skýra frá gangi þessa máls sem er merkileg saga fjölskyldu í stríði við báknið. Annar hvor hlaut að tapa Árið 1972 situr Svava í óskiptu búi sínu og sona sinna. Þau mæðginin hyggjast selja fyrrnefnda íbúð sína og kaupa aðra fimm herbergja sem þau gátu þá fengið á svipuðu verði og þeirra eigin gat selst á. Svava og væntanlegir kaup- endur að íbúð hennar gerðu því drög að kaupsamningi sem var sendur til yfirfjárráðand- ans í Reykjavík. Því embætti gegndi þá og gegnir enn Þorsteinn Thorar- ensen borgarfógeti. Hann sendi málið athugasemdalaust til dómsmálaráðuneytisins. í samtali við NT sagði Þorsteinn að það gerði hann alltaf svo fremi að ekki væri sýnt að útilokað væri að samþykkja söluna. Sagði Þorsteinn að svo hefði ekki verið í þessu máli. Fljótlega eftir að dómsmála- ráðuneytið fékk málið undir- rituðu Svava og kaupendurnir kaupsamning með fyrirvara um samþykki ráðuneytis, - sem báðir aðilar töldu nánast formsatriði. Nú líður og bíður. Loks 11 mánuðum síðar eða 23. maí 1973 sendir ráðuneytið málið frá sér til yfirfjárráðanda og synjar erindinu vegna ó- nógra upplýsinga og óvenju lágrar útborgunar. Væntanlegir kaupendur höfðu þegar við undirritun kaupsamnings greitt umsamda útborgun og greiðslur frá þeim tíma. Til þess tíma að sam- þykki ráðuneytis fengist var brugðið á það ráð að geyma peningana inná bundnum bankareikningi. Hálfu ári eftir að kaupsamningurinn var gerður fór að gjósa í Vest- ■mannaeyjum sem með öðrum þáttum olli stórfelldri hækkun fasteigna á höfuðborgarsvæð- inu. Fimm herbergja íbúðin sem Svava hugðist kaupa stóð henni heldur ekki lengur til boða þegar komið var fram á árið 1973. Það var því vegna þess hvað málið hafði tafist í meðferð ráðuneytisins mjög brýnt fyrir Svövu að fá ráðuneytið til þess að staðfesta að synjun á sölu íbúðarinnar væri endanleg af- greiðsla. Sú staðfesting fékkst alls ekki. Þegar hér var komið sögu hlaut annar hvor aðilinn að tapa stórum hluta sinna eigna. Væri sala eignarinnar sem að nokkru var komin til fram- kvæmda látin ná að fullu fram að ganga hlaut Svava að tapa stórum hluta sinna eigna því engin sambærileg eign fékkst nú fyrir þá upphæð sem um hafði verið samið. Eðlilega hafði Svava ekki getað ráðist í húsakaup fyrir það fé sem kaupendur hennar höfðu gold- ið því allt eins gat sala t'búðar- innar gengið til baka og hún þá orðið að skila fénu. Hefði sú leið aftur á móti verið farin að synja erindinu alfarið þá er víst að ungu hjónin sem keyptu af Svövu hefðu tapað stórfé. Þau höfðu ráðist í íbúðarkaup á hagstæðum tíma rétt áður en íbúðarverð hækkaði. Borgað síðan umsamdar greiðslur skilvíslega sem síðan lágu að mestu inni á bankareikningi uppi í gini verðbólgudraugsins. Ef ráðuneytið hefði endanlega synjað kaupsamningnum þá hefðu þessi hjón orðið af því tækifæri sem þau annars höfðu til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Kaupendur höfðu betur Eins og fyrr segir voru helstu rök ráðuneytisins fyrir synjun á kaupunum að ónógar upplýs- ingar væru um kaupin og að útborgun væri óeðlilega lág. Það er rétt að útborgun var lægri en almennt gerist við fasteignakaup en fyrir því eru sérstakar ástæður. Kaupsamn- ingurinn var að öðru leyti selj- anda mjög hagstæður og telur lögfræðingur kaupenda (ungu hjónanna) að þessi sala hafi verið seljanda mun hagstæðari en sala á annarri samskonar íbúð í sama húsi sem hann . sjálfur annaðist, mánuði eftir að kaupsamningur Svövu var undirritaður. Ástæðan fyrir hinni lágu útborgun var fyrst og fremst að fimm herbergja íbúðin sem Svava og synir hennar hugðust kaupa var seld úr dánarbúi og því með all sérstæðum greiðslukjörum. Salan tók mið af þeim kaupum. Það er svo í apríl mánuði 1974 að lögmaður kaupenda skákar rökum ráðuneytisins um of lága útborgun með því að bjóðast til þess að borga að fullu út við afsal hlut hinna ólögráða í íbúðinni. Synir Svövu áttu sameiginlega fjórð- ung íbúðarinnar og var hér um að ræða 200 þúsund króna hækkun á útborgun en heildar- verð íbúðarinnar var 2,2 mill- jónir gamalla króna auk vaxta. Nú samþykkti ráðuneytið söluna og ber Svava við réttar- höld að það hafi verið gert án þess aö haft væri samband við sig. íbúðin var því allt í einu seld. Undirskrifaður kaup- samningur gekk í gildi og með dómi var Svövu og hennar sonum gert að efna sinn hluta samningsins með útgáfu afsals. Þorsteinn Thorarensen yfir- fjárráðandi segir við vitna- leiðslu í Bæjarþingi að það sé „algjörlega einstakt að svo langur tími líði þar til svar við erindi berst og síðan svo langur tími uns endanleg afgreiðsla liggi fyrir eins og hér.“ Þá sagði Þorsteinn að dómsmála- ráðuneytið samþykki langflest- ar sölur á fasteignum ólögráða. Fyrir komi að yfirlögráðandi sé beðinn um frekari skýringar en sjaldgæft að slíkum erind- um sé synjað. í því sambandi er athygl- isvert að yfirfjárráðandinn er aldrei beðinn um neinar frek- ari skýringar. Aftur á móti ber starfsmaður ráðuneytis við réttarrannsókn þessa máls að honum hafi verið falið að afla frekari upplýsinga hjá lög- manni seljenda en ómögulegt reynst að ná til hans eða selj- enda vegna þess máls og engar upplýsingar fengist. Svava seg- ir sjálf að um þá eftirgrennslan hafi henni verið ókunnugt og stendur þar fullyrðing á móti fullyrðingu því umræddur lög- maður var látinn þegar þessi vitnisburður ráðuneytisstarfs- mannsins kom fram. Dómarar deila Undirréttur dæmdi þeim mæðginum í vil að sölunni skyldi rift og þeim því ekki gert að efna samninginn. Aftur á móti dæmdi hæstiréttur að hér væri um „lögmæta stjórn- arathöfn“ að ræða og því skyldu kaupin standa og Svövu gert að standa við samninginn. Einn af dómurum hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi stað- festa héraðsdóminn. Dómur hæstaréttar féll í árs- ■ Greýstoke - þjóðsagan um Tarzan apabróður (Greystoke - The Legend of Tarzan, Lord of the Apes). Bandaríkin 1984. Handrit: P.H. Vazak og Mic- hael Austin, eftir skáldsögu Ed- gars Rice Burroughs. Leikend- ur: Christophe Lainbert, Sir Ralph Richardson, Ian Holm, Andie MacDowell, James Fox. Leikstjóri: Hugh Hudson. Langt er síðan bíógestir hafa fengið að sjá Tarzanmynd ef undanskilinn er bastarðurinn, sem Bo Derek þröngvaði upp á okkur ekki alls fyrir löngu. ■ Christophe Lambert í hlut- verki Tarzans, sem hér er kom- inn í fínu fötin. Sú sæla stendur þó ekki lengi. Heima er best Tarzan apa- bróðir afneitar siðmenningunnt Mynd Hudsons, sem nú . er sýnd í Austurbæjarbíói er öðru- vísi en flestir ef ekki allir fyrir- rennararsínir. Hérerekki verið að velta sér upp úr hreysti og hugprýði apamannsins í hat- rammri baráttu við villimenn og villidýr, heldur er reynt að skyggnast á bak við goðsögnina um þessa skáldsagnapersónu. kynna okkur manninn. Hudson skiptir frásögn sinni í þrjá þætti. I hinum fyrsta fáum við að sjá í svipmyndum aðdrag- andann að því, að ungabarnið, sonarsonur jarlsins af Grey- stoke, lendir í hönsum apanna og uppvexti hans meðal þeirra. í öðrum þætti kynnumst við lífi apafóstrans sem fullorðins manns meðal frumskógardýr- anna, baráttu hans um foringja- titilinn og kynnum hans, þeim fyrstu, af hvíta manninum og „siðmenningunni11. í þriðja þætti kynnist Tarzan lífi for- feðra sinna í fallegum kastala í enskri sveit og reynir að aðlaga sig siðum og venjum aristó- krata. Loks er svo smá eftirmáli, þar sem kappinn hverfur aftur á vit hins sanna lífs, meðal ap- anna. Margt gott má segja um þessa mynd. Hún er fyrst og fremst veisla fyrir augað, og sama hvort kvikmyndað er í hitabeltis- frumskógum eða friðsælli og fallegri enskri sveit. Þá eru oft skemmtilegir og skondnir kaflar, þar sem Tarzan er í apaleikjum, bæði meðal apanna og meðal fágaðra og oft hund- leiðinlegra Englendinga. Stund- um tekst henni að hræra í til- finningunum, sérstaklega þegar við fáum-að sjá viöbrögð Tarz- ans við dauða apaforeldra sinna. Loks er leikurinn hreint afbragð og valinn maður í hverju rúmi. Allir þessir góðu þættir nægja þó ekki til að halda athygli áhorfandans glaðvakandi. Myndin er nefnilega allt of löng, og þar af leiðandi er mikið um óþarfa endurtekningar. Hugh Hudson klúðraði verulega góðri mynd og eftir stendur aðeins miðlungur, sem fljótt mun fyrnast yfir sem heild. Eftir munu aðeins standa einstaka augnablik. Ogþaðerekki nóg. Guðlaugur Bergmundsson. ■ Fiskeldisstöðvum hefur fjölgað ört seinustu misseri. Eru nú um 50 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar á landinu. Þær eru flestar á Reykjanesi og í Reykjavík eða 13 talsins, á Vesturlandi 5, á Vestfjörðum eru þær 9, á Suðurlandi sömu- leiðis 9 talsins og á Norður- landi eru 12 stöðvar, þar af 4 á vestanverðu Norðurlandi. Að þessu sinni er ætlunin að gera að umtalsefni fiskeldi á Norðurlandi vestra og stöðu þessara mála á Austurlandi. Þá verður fjallað nokkuð um fiskeldi í Reykjavík og á Reykjanesi. Á Norðurlandi vestra er víða jarðhiti og á árunum 1966 og 1970 var gerð á vegum Veiðimálastofnunar könnun á möguleikum til fiskeidis í tengslum við jarðhitasvæði í þessum landshluta. Klak- og eldisstóðin á Sauðárkróki Elsta fiskeldisstöðin á Norðurlandi vestra er á Sauð- árkróki. Hún er jafnframt ein elsta stöð á landinu því hún var reist árið 1966. Það var Stang- veiðifélag Sauðárkróks, sem stóð fyrir þessari framkvæmd. Fyrir daga 100 fermetra eldis- húss, sem reis 1966, höfðu stangveiðimenn á Sauðárkróki verið með klak- og eldið á laxi í bráðabirgðahúsnæði í þrjú ár þar í bæ. Stöðin nýtir lindar- vatn og heitt vatn frá Hitaveit- unni. I stöðinni eru alin upp laxaseiði, sem sleppt hefur ver- ið í vatnasvæði, sem stang- veiðifélagið hefur haft á Ieigu. Þá hafa seiði verið seld til annarra. Hólalax h.f. Næsta í röð fiskeldisfram- kvæmdar í landshlutanum var bygging stórrar laxeldisstöðv- ar, 1.200 fermetrar að flatar- máli, að Hólum í Hjaltadal árið 1980. Sú stöð er í eigu veiðifélaga á Norðurlandi vestra, einstaklinga og ríkisins, sem á 40% í stöðinni. Hóla- stöðin nýtir lindarvatn og heitt vatn frá Hitaveitu Hólastaðar, en borað var eftir heita vatn- inu. Hólalax hefur alið upp laxaseiði sem notuð hafa verið til fiskræktar, hafbeitar og áframhaldandi eldis. Stöðin stendur m.a. sjálf fyrir haf- beitartilraun á vatnasvæðí Kolku, á heimaveili stöðvar- innar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.