NT - 05.03.1985, Qupperneq 12
Þriðjudagur 5. mars 1985 12
íslenska hljómsveitin i
Laugardalshöll á öskudag
Kötturinn sleginn úr tunnunni - botninn
féll úr tónleikunum
■ Sverrir GuAjónsson syngur
lag án orða.
sveiflunnar og blæbrigði
kammerhliómsveitar.
Laugardalshöllin er lítt að-
laðandi staður fyrir tónleika af
þcssu tagi og strax og komið
var inn í þennan geym var sem
áheyrendur týndust, þrátt fyrir
að verulega margir væru mætt-.
ir til að fylgjast með þessari
athyglisveröu tilraun.
Siðameistari og kynnir var
Jón Múli Árnason og var eins
og hann næði sér ekki almenni-
lega á strik, frekar en hljóm-
sveitin í fyrri hluta dagskrár-
innar, og rásaði hann út og
suður í kynningunni til að byrja
með en var munbeinskeyttari í
seinni hálfleik, eins og sagt er
í boitanum.
íslenska hljómsveitin hóf
leikinn undirstjórn Guðmund-
ar Emilssonar á Partitettu Li-
verpool sem Ríkharður Örn
Pálsson hefur sett saman úr
lögum þeirra bítla Lennons og
McCartneys í barokkstíl 18.
aldar. Síðan venti sveitin sínu
kvæði í kross í orðsins fyllstu
merkingu og lék bjórstofulög
frá Vínarborg og þaðan sveifl-
aði hún sér yfir í ragtime
músík eftir Scott Joplin. A eftir
ragginu fylgdi lög eftir
Gershwin og Keisler vel flutt
af Einari Grétari Sveinbjörns-
syni og Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur. Endahnúturinn
á fyrri hálfleik var rekinn með
syrpu af þekktum dægurlögum
úr Broadway söngleikjum í
útsetningu Ólafs Gauks. Sann-
arlega miklar sveiflur í efnis-
vali.
Seinni hálfleikur hófst á
Karnivalsforleik, tónsmíð eftir
Stefán S. Stefánsson og nú fór
landið að rísa. Latneskir
ryþmar fylltu tómið í Laugar-
dalshöllinni og smástund var
umhverfið ekki alveg eins
kuldalegt. Þórir Baldursson
átti næst lag, Ljóð án orða
sungið af Sverri Guðjónssyni.
Fallegt lag en heldur í lengra
lagi. Lokaþátturinn var siðan
tónverk eftir Vilhjálm Guð-
jónsson sem hann nefndi
Konsert fyrir tvo rafmagnsgít-
ara og kammerhljómsveit.
Með Vilhjálmi annaðist flutn-
inginn Björn Thoroddsen og
komst hann skemmtilega frá
sínu en ekki var þessi sam-
tvinnun alveg sannfærandi.
Hvað um það, í lokin
streymdu börn úr austur og
vesturbæ inn í salinn íklædd
plastpokum og máluð í framan
og settu þann ærslasvip á sam-
kunduna sem hefði mátt
bregða fyrir miklu fyrr hjá
hljómlistarmönnunum. En
samt var þetta ágætis skemmt-
un og vonandi tekst enn betur
til næst!
„Kötturinn“ kominn úr tunnunni og eins gott að ná í sinn skerf.
„Litli trommuleikarinn“
Ásgeir Steingrímsson trompetleikari í sólói í Karnivalsforleik Stefáns S. Stefánssonar.
Þriðjudagur 5. mars 1985 13
herm þ»
■ Margrét Klara Jóhannsdóttir tekur á móti blómum frá
sýningafólkinu og öðrum aðstandendum sýningarinnar.
■ ...sést hér vel á þessari
mynd. Þetla cr kölluð „Svo-
lítið pönkuð daggreiðsla“,.
■ Tverir herrar (jú, jú, þeir eru báðir
karlkyns!) málaðir og greiddir af meistarahönd-
um.
NT-myndir: In^a Císia.
■ Hér sjáum við hvar hárgreiðslukonan er að
vanda sig við hina sérstöku vangagreiðslu, sem.
Hár • og tískusýning
í Vestmannaeyjum
■ Nýlega var háskerá- og
hárgreiðslusýning og tískusýn-
ing haldin í Vestmannaeyjum.
FEDRA-flokkurinn sýndi
tískufötin og einnig kom fram
jazzballet-flokkur undir stjórn
Ingveldar Gyðu, en hún hefur
í vetur kennt í Eyjum jazz-
ballett og leikfimi. „Mjög
skemmtileg leikfimi, og varla
aö nokkur sleppi úr tíma. Hún
mælir okkur og vigtar og gefur
góð ráð um mataræði, - og
árangurinn er alveg undra-
verður", sagði Inga Gísladótt-
ir, fréttaritari NT í Vest-
mannaeyjum, en hún tók með-
fylgjandi myndir.
Hársnyrtistofur í Eyjum og
verslanirnar Eyjabær og Apex-
búðin stóðu að sýningunni,
Margre't Klara Jóhannsdóttir í
Eyjabæ stjórnaði henni. Mar-
grét Klara hefur verið með
FEDRA-sýningarflokkinn, og
hún hefur stjórnað flestöllum
slíkum sýningum í Eyjum, að
sögn fréttaritara NT.
■ Ung samkvæmisklædd dama sýnir kvöld- ■ FEDRA-flokkurinn á fullu.
greiðslu.
■ Ungt fólk sýnir tískuföt frá Eyjabæ og Apex-búðinni, en sú verslun er nieð tískuvörur
frá „Flónni“.