NT - 05.03.1985, Page 19

NT - 05.03.1985, Page 19
Þriðjudagur 5. mars 1985 19 atvinna - atvinna Mosfellshreppur - forstöðumaður vinnuskóla Mosfellshreppur óskar eftir að ráða forstöðu- mann vinnuskóla. Starfstími frá miðjum maí, fram í miðjan ágúst. Leitað er eftir duglegum og áhugasömum aðila, sem getur unnið sjálfstætt. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu hvað varðarstarfsemivinnuskóla(unglingavinnu). Umsóknum sé skilað á skrifstofu Mosfells- hrepps, Hlégarði, í síðasta lagi þriðjudaginn 12. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Mos- fellshrepps í síma 666218. Sveitarstjóri þjónusta Húseigendurathugið Við steypum og/eða helluleggjum gangstétt- ir, bílaplön og innkeyrslur. Endurbyggjum og gerum við tröppur, leggjum snjóbræðslu- lagnir með KOPRA plaströrum sem eru lögð og tengd af fagmönnum. Gerum föst verðtil- boð. Látið fagmenn vinna verkið. Upplýsing- ar í síma 91-77591 til sölu Til sölu URSUS 385 dráttarvél árg. 1981 URSUS 385 dráttarvél árg. 1982 Upplýsingar gefur rá Járnháls2 110 Reykjavík Sími83266 t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Jens Hólmgeirsson Kleppsvegi 10 lést 1. mars Olga Valdimarsdóttir Anna Jensdóttir og barnabörn Sigurður Jónsson UMFERÐARMENNING STEFNUUÓS skal jafna gefa í tæka tíð. yu^EROAR Á mölinni mætumst með bros á vör — j ef bensíngjöfin ertempruð. ■ Zia ul-Haq ávarpar kosningafund skömmu fyrir kosningarnar í seinasta mánuði. Bæði stjórnvöld og stjórnarandstæðingar lýsa úrslitum kosninganna sem sigri. Stjórnvöld benda á að kosningaþátttaka var mun meiri en búist hafði verið við þrátt fyrir hvatningu stjórnarandstæðinga til almennings um að taka ekki þátt í kosningunum. Stjórnarandstæðingar benda hins vegar á slæma útreið þeirra frambjóðenda sem stjórnin studdi. Pakistan: Zia hershöfðingi vill hætta hermennskunni - en tryggir samt áframhaldandi einræði sitt New York-Islamabud-Kcuter ■ Zia ul-Haq hefur aukið mjög völd forsetaembættisins, sem hann fer sjálfur með, og bannað alla gagnrýni á herlög í Pakistan samtímis því sem hann hefur sagst ætla að hætta her- mennsku áður en hann tekur formlega við embætti forseta á nýju kjörtímabili. Herlög hafa verið í gildi í Pakistan allt frá því í júlí 1977 þegar Zia ul-Haq steypti borg- aralegri ríkisstjórn með aðstoð hersins. Zia sagði á fundi með fréttamönnum í seinustu viku að hann myndi afnema herlögin og endurbætt stjórnarskrá myndi taka gildi nokkrum mán- uðum eftir að hann hefur nýtt kjörtímabil sitt 23. mars. Hann sagði að ekki væri hægt að afnema herlögin strax þar sem Pakistanir væru nú að gera til- raunir með nýtt stjórnarform, flokkalaust kerfi. Mörg ný and- lit væru nú á þinginu. Þau yrðu að sanna stöðugleika sinn áður en hann ákveddi að afnema herlögin. Stjórnarandstæðingar segja, að stjórnarskráin sem eigi að taka gildi eftir að herlögum verður aflétt, sé lítið frábrugðin herlögunum. Samkvæmt stjórn- arskrárbreytingunum, sem Zia ul-Haq hefur tilkynnt, verður forsetaembættið, sem hann sjálfur fer með, langvaldamesta embættið í landinu. Hlutverk ríkisstjórnarinnar og forsætis- ráðherrans á samkvæmt stjórn- arskránni að vera „að aðstoða og ráðleggja forsetanum í fram- kvæmd embættisstarfa sinna“. Zia sagði erlendum frétta- mönnum í seinustu viku að eftir afnám herlaga yrði hann og aðrir yfirmenn hersins ábyrgir gagnvart dómstólum fyrir at- hafnir sínar undanfarin ár. Þing- ið myndi ekki samþykkja ncin lög til að vernda hann fyrir ákæru um að hafa afnumið stjórnarskrána. En síðan hefur Zia gefið út tilskipun um að öll herlög og reglugerðir sem settar hafi verið eftir 5. júlí 1977 hafi verið löglegar og þær megi ekki véfengja fyrir dómstólum undir nokkrum kringumstæðum. Síldar- hrota hjá Sovét- mönnum Moskva-Reuter: ■ Stórar torfur af sjald- gæfri síldartegund hafa komið aftur í sovéska flóa við Beringshaf eftir 17 ára fjarveru að sögn sovésku fréttastofunnar Tass. Fréttastofan segir að Korf-Karaginski-síldin, sem hafi horfið úr Berings- hafi í maí 1968, sé nú komin aftur í þykkum torfum til að hrygna. Fiskifræðingar töldu þá hættu á að þessi síldarteg- und væri að deyja út og allar veiðar á henni voru bannaðar. „Galdramenn" barðir til dauða og brenndir manns í öðru suður-afrísku þorpi dæmdir í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir að brenna til dauða tvo menn sem þeir sögðu að hefðu notað galdra til að drepa barn með eldingu. Angóla: Skæruliðar granda farþegaþotu LLssabon-Reuter: ■ Skæruliðar í Angóla segjast hafa grandað Boeing- farþegaþotu frá angólska flugfélaginu TAAG 27. febrú ar s.l. Talsmenn skæruliða sögðu um helgina að allir um borð hafi farist er þotan fórst í flugtaki í borginni Lu- bango. Skæruliðahreyfingin UNITA hefur lýst sig ábyrga fyrir árásinni og sögðu tals- menn hennar að farþegar þotunnar hafi verið em- bættismenn og herforingjar úr angóiska hernum. Þeir voru á leið til Luanda. Skæruliðar gáfu ekki upp hversu margir hafi farist í árásinni. Hin hægrisinnuðu samtök UNITA hafa barist gegn stjórn Angóla síðan 1975 er landið fékk sjálfstæði frá Protúgölum. Vísindamenn vara við skógar eyðingu á Amazonsvæðinu - spá breytingum á veðurfari í heiminum Nelspruit, Suöur-Afríku-Keuter ■ Fjórir mcnn voru barðir til dauða og lík þeirra brennd á báli á sveitabæ í Suður-Afríku vegna ótta þorpsbúa við að þeir væru galdramenn. Samkvæmt frásögn í suður- afrísku blaði gerðist þetta nú á laugardaginn eftir jarðarför manns sem lést í umferðarslysi. Bróðir hins látna hélt því fram að hann væri fórnarlamb galdra. í síðasta mánuði voru 19 Ástralía: Hákarl ríf- ur konu í tvennt Adeluidc, Ástralíu-Reuter ■ Risavaxinn hvítur hákarl klippti 33 ára konu í tvennt á sunnudaginn s.l. en fjórar dætur hennar horfðu á þennan hörmu- lega atburð frá ströndinni við Adelaide. Að sögn lögreglunnar leita veiðimenn nú hákarlsins en konan var á sundi aðeins nokkra metra frá ströndinni ásamt manni sínum og vini. Sjónar- vottar segja að hákarlinn hafi verið að minnsta kosti sex metra langur. Sao Jose Do Carapos, Brasilíu-Kcuter ■ Vísindamenn vara við stór- felldum breytingum á veðurfari í heiminum nema skógareyðing á Amazonsvæðinu verði stöðvuð. Vísindamenn frá ýmsum löndum tóku þátt í einnar viku ráðstefnu nú í seinustu viku um áhrif skógareyðingar á Amaz- onsvæðinu en þar eru stærstu regnskógar heims. Vísinda- mennirnir sögðu nauðsynlegt að stórauka rannsóknir á áhrifum þess að stór svæði í Amazon hafa verið rudd skógi. Engar opinberar tölur hafa verið birtar um skógareyðingu frá árinu 1978 þegar 450.000 ferkílómetra skóglendi hafði verið rutt, þ.e. 1,55% af um 5 milljón ferkílómetrum skóga í Amazon. Vísindamennirnir halda því fram að skógareyðing- in hafi aukist síðan og að allt að 450.000 ferkílómetrum af skóg- lendi hafi verið eytt til þess að reisa stíflur, námufyrirtæki og vegna landbúnaðarfram- kvæmda.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.