NT - 05.03.1985, Side 21

NT - 05.03.1985, Side 21
 Þriðjudagur 5. piars 1985 21 Útlönd Genscher í Moskvu: Biður um betri samskipti austur- og vesturveldanna Moskva-Reuler ■ Hans-Dietrich Genscher, sem var í skyndiheimsókn í Moskvu í gær, iagði mikla áherslu á, að nú væri kominn tími tií að bæta samskipti aust- ur-og vesturveldanna. Genscher ræddi í meira en fjórar klukkustundir við utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko. Eftirfundinn sagði hann m.a. við blaðamenn að Evrópuríkin ættu ekki að láta sér nægja að standa hjá í umræðum stórveldanna heldur ættu þau að gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja já- kvæða þróun samskipta austurs og vesturs. Sovéskir fjölmiðlar létu sér samt fátt um finnast um vin- samlegar yfirlýsingar Genschers. Tass-fréttastofan sovéska sagði að Genscher hefði varið uppsetningu nýrra banda- rískra kjarnavopna í Vestur- Þýskalandi og hann hefði gefið bjagaða og villandi mynd af „stjörnustríðs“-rannsóknum Bandaríkjamanna. Vestur-þýskir embættismenn segja að Genscher hafi farið svona skyndilega til Sovétríkj- anna m.a. vegna ótta við auknar árásir sovéskra fjölmiðla á Þýskalandi nú þegar 40 ára af- mæli ósigurs nasista í seinni heimsstyrjöldinni nálgast. Eftir heimsóknina til Moskvu fór Genscher til Finnlands en þaðan fer hann til Póllands á morgun. Varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, Kornienko, tók á móti Hans-Dietrich Genscher þegar hann kom í skyndiheimsókn til Moskvu. Símamynd-POLFOTO Belgía: Blaðamanni sleppt vegna mótmælaöldu Antweqien-Reuter ■ Belgíski blaðamaðurinn Martin Cönen, var látinn laus úr fangelsi nú um helg- ina eftir að Alþjóðasamtök blaðamanna, sem 105.000 blaðamenn innan sinna vé- banda, mótmæltu handtöku hans. Cönen var dæmdur í gæslu- varðhald miðvikudag í sein- ustu viku fyrir að neita að skýra frá heimildum fyrir frétt sem hann hafði skrifað í flæmska tímaritið Humo. Dómarinn taldi að Cönen hefði sýnt með frétt sinni að hann hefði annað hvort stolið réttarskjali eða væri meðsek- ur um slíkan þjófnað. í yfirlýsingu um handtöku Cönens frá Alþjóðasamtök- um blaðamanna, sem hafa aðsetur í Brussel, segir m.a. að með handtöku hans „sé brotið gegn einum af grund- vallarréttindum lýðræðislegs þjóðfélags, frelsi fjölmiðla og rétti almennings til frjálsra upplýsinga“. Yfirlýs- ingin var send til forsætisráð- herra Belga, Wilfried Martens. í henni kom einnig fram að verndun heimilda væri grundvallarréttur blaða- mannastéttarinnar. Verkföll og mótmæla aðgerðir í Danmörku Kaupmannahöfn-Reutcr ■ Mörg þúsund Danir tóku þátt í mótmælaaðgerðum og verkföllum í gær til að krefjast styttingar vinnuvikunnar og hærri launa. Mótmælaaðgerðirnar trufl- uðu fólksflutninga og umferð í helstu borgum Danmerkur, skólastarf lagðist niður sums staðar og sumar skipasmíða- stöðvar og nokkur iðnfyrirtæki stöðvuðust. Dönsk verkalýðsfélög hafa hótað umfangsmiklum verk- fallsaðgerðum í næsta mánuði ef ekki verður gengið að kröfum þeirra um hærri laun fyrir lág- launafólk. Verkalýðsfélögin Atvinnurekendur hafa aðeins krefjast líka styttingu vinnuvik- boðið tveggja prósenta iauna- unnar niður í 35 stundir. hækkanir enn sem komið er. írakar ráðast á kjarn- orkuver Teheran-Reuter ■ íranir segja að orustu- flugvélar frá írak hafi í gær gert árásir á kjarn- orkuver, sem franir hafa í smíðum, og stáliðjuver. Að sögn írönsku frétta- stofunnar IRANA létust 11 manns í árásunum og þrjátíu særðust. Flugvél- arnar notuðu Exocet-flug- skeyti við árásirnar. Nýja-Kaledónía: Kanakar brenna franskaskóla Noumca, Nýju-kaledóníu-Reuter ■ Baráttusinnaðir Kanakar, sem tilheyra frumbyggjum Nýju-Kaledóníu, kveiktu í barnaskóla á einni eyju Nýju- iKaledóníu um helgina. Að sögn lögreglunnar eyði- lögðust tvær skólastofur, og einnig íbúðarhús skólastjórans og ein önnur bygging. Atburð- urinn gerðist á eyjunni Ouvea. Aðgerðin var augljóslega gerð til að styðja bann hinnar sósíal- ísku þjóðfrelsisfylkingar Kan- aka á skólanum sagði talsmaður lögreglunnar. Hin sósíalíska þjóðfrelsis- hreytfing Kanaka (FLNKS) berst fyrir tafarlausu sjálfstæði eyjanna undan stjórn Frakka. í óstaðfestum fréttum segir að annað skólahús hafi einnig verið brennt um helgina. Á sunnudag voru einnig tvö hús brennd í borginni Thio en þar hefur sósíalíska þjóðfrelsis- fylkingin mikið fylgi. El Salvador: Attatíu og sex féllu í átökum San Salvador-Reuter ■ Erkibiskup San Salvador, Arturo Rivera Y Damas, sagði um helgina að í síðustu viku hafi 86 manns fallið í pólitískum átökum í E1 Salvador. Erkibiskupinn sagði að hinar illræmdu, hægrisinnuðu „dauða- sveitir“ hafi myrt átta óbreytta borgara í vikunni sem leið. Talsmenn kirkjunnarsegjaað aukið ofbeldi í landinu að undanförnu sé í tengslum við sveitastjórnarkosningar sem fara fram 31. mars n.k. VIB HÖFOM TRVSGT OKKUR SIMANUMERIÐ 621110 HEFURÞÖLAGri’AÐAMINNIÐ? TRTGGDIG HP ssr

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.