NT - 05.03.1985, Síða 22

NT - 05.03.1985, Síða 22
Þriðjudagur 5. mars 1985 22 Bandaríska bikarmótið í fimleikum: Mary Lou sigursæl Hörkukeppni hjá körlunum ■ Mary Lou Retton og Tim Dagget sigruðu í einstaklings- keppninni á bandaríska bikar- mótinu í fímleikum og Banda- ríkjamenn unnu bikarinn í sjötta skipti í röð um helgina. Retton sem varð hlutskörp- ust í fimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Los Angel- es í sumar, er fyrsta konan sem sigrar þrjú ár í röð í einstakl- ingskeppni á móti þessu. Tim Dagget, meðlimur í bandaríska gullliðinu á ÓL, marði sigur á kínverjanum Yang Yueshan í síðustu grein- inni, keppni á svifrá og þar með vann hann samanlagt með 5/100 úr stigi. Þeir Daggot og Yueshan voru jafnir eftir 5 af 6 keppnis- greinum með 47,650 stig. í síðustu greininni hóf Kínverj- inn keppni þriðji í röðinni og fékk hann einkunnina 9,65. Daggot var næst síðastur, eða sjöundi í röðinni og þurfti að gera betur en Yueshan. 13 dómarar frá jafnmörgum lönd- um gáfu Dagget 9,70 og þar með hafði hann sigrað nieð 5/100. Hjá konunum var Retton alltaf öruggur sigurvegari í greinunum fjórum, gólfæfing- um, stökki, jafnvægisslá og tvíslá. Karlarnir kepptu í 6 greinum eins og áður sagði, gólfæfing- um, á hesti, í hringjum, stökki á svifrá og tvíslá. Úrslit í einstaklingskeppn- inni: KARLAR: stig Tim Dagget Bandarikjunum .... 57,350 Yang Yueshan Kina........ 57,300 * Koji Sotomura Japan...... 56,850 Laurent Barbieri Frakklandi ... 56,500 KONUR: ,tiB Mary Lou Retton Bandaríkj .... 39,350 Yu Feng Kína............... 38,650 Daniela Silivas Rúraeníu .. 38,325 Marie Rövthlisberger USA... 38.050 Miho Shinoda JKapan........ 37.800 Huang Qun Kína ............ 37,700 Aðeins Mary Lou og fyrrum heimsmeistari karla, Kurt Thomas USA, hafa sigrað þrisvar í röð í bandarísku bikarkeppninni í fimleikum. Mary Lou síðustu þrjú árin en Thomas sigraði á árunum 1978-1980. Portúgal: Ódýrt mark hjá Gomes Portó efst - Csemai púaður út NBA-boltinn ■ Urslit í bandaríska körfu- knattleiknum á laugardaginn: Denver-Milwaukeo 123-122 L.A. Lakers-Dallas 125-106 1 Seattle-Indiana 106- 92 San Antonio-Atlanta 105- 92 Bullets-NY Knicks 109- 97 Phoenix-Kansas City 114-111 GS. Warrriors-L.A. Clippers 108-102 ■ Markahæsti leikmaður í Evrópu, Fernando Gomes, skoraði ódýrt mark í leik Porto og Guimaraes sem leiddi til sigurs Porto og heldur þeim í efsta sætinu í portúgölsku knattspyrnunni. Gomes, sem gert hefur 27 mörk í vetur, stjakaði boltanum í markið eft- ir að varnarmaður hafði sent hann í átt að markinu, framhjá eigin markverði - hefði örugg- lega orðið sjálfsmark. Er sex mínútur voru eftir af leiknum þá bætti Magalhaes við ntarki og tryggði sigurinn endanlega. Porto er nú 4 stigum á undan Sporting í keppninni um meist- aratitilinn. Sporting, undirstjórn fyrrum Liverpool-leikmannsins og framkvæmdastjóra Swansea, John Toshack, sigraði á úti- velli í Varzim með mörkum Saucedo og Litos. Benfica fjarðlægðist enn meir sigur í deildinni er liðið gerði jafntefli 0-0 við Boavista. Leikmenn liðsins og þjálfarinn Pal Csernai voru púaðir af leikvelli eftir leikinn. ■ Mary Lou Retton fímleikakonan snjalla sést hér í keppni á ÓL í fyrra. Strange sigraði Skíöi: Ganga og stökk á Ólafsfirði Urslit: varzim-'sporting : : : : o 2 - á atviiiiiumannamóti í golfi Academica-Braga.........2-1 _ . .. . - ^ ■ Bandarikjamaðunnn Curt- is Strange bar sigurorð af landa sínum Peter Jacobsen í sér- stakri úrslitakeppni eftir að þeir höfðu orðið jafnir á atvinnu- mannamóti í golfi á Flórída á sunnudaginn. Strange hlaut 90.000 dollara í verðlaun en Jacobsen 54.000 dollara. Farense-Vizela...................1-0 Setubal-Rio Ave..................1-0 Penafiel-Portimonense............1-1 Salgueiros-Belenenses ...........1-2 Guimaraes-Porto .................0-2 Stada efstu liða: Porto ........... 20 18 1 1 55 7 37 Sporting ........ 20 14 5 1 52 17 33 Benfica ......... 20 12 4 4 41 20 28 Portimonense ... 20 11 4 5 38 27 26 Boavista ........ 20 7 9 4 26 19 23 Strange og Jacobsen léku á 275 höggum, þriðji varð Willie, Wood á 278 högguni. Kappar eins og Seve Balla- steros frá Spáni sem lék á 283 höggum og Nick Faldo frá Bretlandi á '285 höggum urðu aftarlega á merinni. Einar Olafsson ósigrandi Frá Emi 1‘órarinssyni fréltarilara NT í Skagafirði: ■ Bikarkeppni SKÍ var fram- haldið um helgina og var keppt í göngu og stökki í öllum flokk- um á Ólafsfirði. Heimamenn þurftu að grípa til óvenjulegra aðgerða vegna keppninnar í göngu svo hún gæti farið fram á eðlilegum mótstað þar sent byggð hefur verið aðstaða til tímatöku og mótstjórnar. Vegna mikillar hláku síðustu daga þá þurfti að moka tölu- verðum snjó í göngubrautina svo keppnin gæti hafist. Snjó- mokstur þessi hófst nokkrum dögum fyrir mótið en keppt var í göngu á laugardag og stökkiö var á sunnudag. Óvenjulcga snjólítið var á Ölafsfirði og er útlit fyrir að ekki verði hægt að starfrækja skíðalyftuna nema eitthvað snjói á næstunni. Úrslit: Ganga 30 KM 20 ÁRA OG ELDRI: Einar Ólafsson, í ....... 90,57 mín Gottliob Konráð.Ó............ 93,45 mín Haukur Eiríksson.A........... 96,32 mín 15KM 17-19 ÁRA: Bjarni Gunnarsson.í ..... 48,49 mín Ólafur Valsson.S ........ 50,52 mín Baldvin Kárason.S............ 52,30 mín 7,5 KM 15-16 ÁRA: Friðrik Einarsson.Ó...........25,01 mín Ingvi Óskarsson.Ó............ 25,37 mín Baldur Hermannsson.S..... 25,40 min 5KM 13-14ÁRA: Magnús Erlingsson, S..... 20,35 mín Sölvi Sölvason, S.............21,13 min Óskar Einarsson, S ...... 22,03 min 7,5 KM 20 ÁRA OG ELDRI, KONUR: Guðrún Pálsdóttir, S..... 32,30 mín Körfuknattleikslandsliðið: 5 KM 16-18 ÁRA: Stella Hjaltadóttir, í 2,5 13-15 ÁRA: Ósk Ebenezard., í Auður Ebenezard., í Magnea Guðbjörnsd., Ó .. .. 11,23 mín Stökk 20 ÁRA OG ELDRI: Þorvaldur Jónsson, Ó .... Haukur Hilmarsson, Ó ... ... 41,5 mín Holgi Hannesson, S .. . 37,5 min 17-19 ÁRA: Ólafur Björnsson, Ó Randver Sigurðsson, Ó ... ... 32,0 min 13-14 ÁRA: Grótar Björnsson, Ó Óskar Einarsson, S ... 17,5 mín Magnús Erlingsson, S .... Verður Pétur með? Einar: Ósigrandi. ■ Á blaðamannafundi á fostudaginn kom fram hjá Ein- ari Bollasyni landsliðsþjálfara í körfuknattleik að línur cru farnar að skýrast varðandi landsleikina fram að C-riðli Evrópukeppninnar sem haldin verður hér á landi í apríl 1986. Þar er fyrst til að taka að Norðurlandamótið verður haldið í Finnlandi í vor og hefst 17. apríl. Strax á eftir eða þelgina 20,- 21. apríl koma Lúxemborgarar hingað og leika tvo landsleiki en helgina þar á eftir stóð til að leika gegn Hollendingum. Ekki verður af því fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og í staðinn er unnið að því að fá Ira í heimsókn um mánaðamótin apríl-maí. Á Norðurlandamótinu verð- ur rætt við Norðmenn um að koma hingað í haust og í kring- um jól er fyrirhuguð mikil reisa vestur um haf til Bandaríkj- anna. Það er ljóst að leikmenn okkar sem eru erlendis munu ekki geta komið og tekið þátt í Norðurlandamótinu. Flosi Sig- urðsson, Axel Nikulásson og Páll Kolbeinsson eru þar á meðal en Matthías Matthías- son fyrrum leikmaður með yngri flokkum Vals getur hugs- anlega komið. Sjálfsagt muna fáir íslenskir körfuknattleiks- unnendur eftir honum þar sem hann hefur verið úti í mörg ár. Hann er nú orðinn 21 árs, 2,02 metrar á hæð og nokkuð sterk- ur að sögn Einars. í tengslum við Norðurlanda- mótið verður haldin ráðstefna og þar munu íslendingar taka upp mál Péturs Guðmundsson- ar sem hefur verið útilokaður frá landsliðinu í nokkur ár vegna þess að liann skrifaði undir atvinnusamning við Port- land Trail Blazers á sínum tíma. Pétur fékk hinsvegar áhuga- mannaskírteini sitt aftur og hef- ur verið áhugamaður frá því. Það er súrt í broti að Pétur má. ekki leika með landsliðinu en hann fór samt að leika með áhugafélagsliðum. Forráðamenn landsliðsins eru nokkuð vongóðir um að hann fái aftur heimild hjá FIBA, alþjóðakröfuknattleiks- sambandinu, til að leika með íslenska landsliðinu þar sem reglurnar varðandi áhuga- mennsku og atvinnumennsku voru rýmkaðar mjög á ÓL í Los Angeles í sumar. Þeir telja að komið sé fordæmi fyrir þess- ari heimild og munu gera allt sent hægt er til að fá hinar Norðurlandaþjóðirnar til að ganga í lið með okkur á næsta þingi FIBA. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um styrkleika ís- lenska landsliðsins ef Pétur léki með því á nýjan leik. Þá ætti liðið tvo stóra miðherja og væri til alls víst. Frá KSÍ: Lárus ráðinn þjálfari hjá ungiinga- og drengjalandsliðum - Evrópukeppni framundan ■ Knattspyrnusamband íslands hefur gert þjálf- unarsamning við Lárus Loftsson um þjálfun á unglinga- og drengja- landsliðum íslands á ár- inu 1985. Lárus hóf störf strax eftir áramót og verður með liðin í gangi fram í miðjan nóvem- bermánuð. Fyrsta verkefnið er að undirbúa drengjalands liðið fyrir úrslitakeppn UEFA sem fram fer Ungverjalandi í maí. í þessari keppni leika ís- lendingar í riðli með Skotum, annað hvort Grikkjum eða Kýpurbú- um og sigurvegara úr riðii Frakka, Hollendinga og Belga, en þessar þjóðir eiga enn eftir að ieika saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lárus fer með lið í úrslit í Evr- ópukeppninni því hann hefur þrívegis leitt ung- lingalandsliðið í úrslit. Strax eftir Ungverja- landsferðina þá verður hafíst handa við að undir- búa nýtt drengjalandslið fyrir þátttöku á NM sem verður í Noregi um mán- aðamótin júlí-ágúst. Síð- an verður spilað í Evrópu- keppninni í haust en enn er ekki vitað hverjir verða mótherjar okkar þá. Um miðjan júlí koma Færeyingar í heimsókn. Unglingalandsliðið mun spila tvo leiki við Færeyinga í Færeyjum í ágúst og þrjá leiki í UEFA keppninni í haust gegn Englendingum, Irum og Skotum. Þcir tveir síðartölu koma hingað til lands í maí og júní og leika við unglinga- landsliðið, einnig í UEFA keppninni. Unglinganefnd KSÍ er skipuð þeim Helga Þor- valdssyni sem er formað- ur, Sveini Sveinssyni og Steini Halldórssyni. Pétur: Verður hann með? V-Þýskaland: Þjálfaraskipti Janus ekki með Frá Guðmundi kartssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Alexander Ristic þjálfari Eintracht Braunschweig í vest- ur-þýsku Búndeslígunni í knattspyrnu hefur gert samning við FC Kaiserslautern og mun hann taka við af Manferd Kraft 1. júlí næstkomandi... Janus: Fyrst hundsbit og svo lungnabólga ...Janus Guðlaugsson lék ekki með Fortuna Köln í 2. deildar- keppni í V-Þýskalandi um síð- ustu helgi. Ástæðan er sú að Janus er hrjáður af lungna- bólgu en mun vera á góðum batavegi nú. Þess má geta að Janus gat ekki leikið með hina helgina vegna þess að hundur beit hann í leik fyrir þrem vikum... Það var nú Ijóta hundsbitið fyrir Fortuna Köln...

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.