NT - 05.03.1985, Side 24

NT - 05.03.1985, Side 24
Þriðjudagur 5. mars 1985. HRINGDU ÞÁ í SÉMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvcldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Heiðar Guðbrandsson samninganefndarmaður matsveina skýrir fyrir sínum mönnum hvernig útgerðarmenn tóku í kröfugerð þá sem matsveinar settu fram í deildunni á fundi sem félagið hélt á Gauk á Stöng í gær. NT-mvnd: Árni Bjarna Kröfum matsveina var þverneitað Þingfulltrúar minntust látinna þingmanna við upphaf Norðurlandaráðsþings og sést Anker Jörgenscn fyrir miðri mynd. NT-myndir: Svcmr. ■ Matsveinafélag íslands hélt í gær fund, þar sem samninga- nefndarmaður félagsins út- skýrði fyrir félagsmönnum hvers vegna matsveinar undirrituðu ekki samkomulag það sem sjó- menn og útvegsmenn gerðu með sér í gær. Heiðar Guðbrandsson samn- inganefndarmaður matsveina sagði í samtali við NT í gær eftir fundinn, að matsveinar hefðu 33. þing Norður- landaráðs settí Þjóðleik- húsinu: 6. þingið sem haldið er hérna á íslandi ■ Norðurlandaráðsþing, hið 33. í röðinni, var sett í Þjóðleikhúsinu í gær en þetta er í 6. skipti sem þingið er haldið hérna á íslandi. Páll Pétursson var kjörinn forseti Norðurlandaráðs til næstu tveggja ára, en Karin Söder frá Svíþjóð, fráfarandi formaður Norðurlandaráðs setti þingið og lýsti yflr ánægju sinni með að vera stödd aftur á sögueynni sem væri þekkt fyrir bókmenntir sínar og góðar móttökur. þessu þingi en einnig gæfist tími til að rækta félagsskap og kynni. Reifaði hann hugmyndir um að leggja upp norrænt samstarf í lífefnaiðnaði hér á landi og Minntist Söder sex þing- manna sem fallnir eru í valinn frá síðasta þingi, þeirra K.B. Andesen, Egon Jensen, Inge F. Múller, Ólafs Jóhannessonar, Karl E. Fagerholm og Tryggve Bratteli sem allir hefðu verið með í starfsemi Norðurlanda- ráðs um langan tíma, jafnvel allt frá byrjun. Taldi Söder að þetta þing hefði alla möguleika á að verða eitt hið mikilvægasta í sögu Norðurlandaráðs og rakti lauslega þau mál sem fyrir þing- inu lægju. Þar næst fór fram nafnakall og síðan tók Páll Pét- ursson við forsæti og ávarpaði samkomuna. Kvaðst hann vona að mikil- vægar ákvarðanir yrðu teknar á taldi að hér væri á ferðinni framtíðaratvinnuvegur. Einnig kom hann inn á niðurgreiðslur sjávarafurða án þess að nefna Noreg á nafn og taldi að það þyrfti að taka meira tillit til nágranna í svona málum. Þá kom Páll inná norrænt samstarf í fjölmiðlun og kvaðst orðinn langeygur eftir árangri á því sviði. Páll drap á ýmis fleiri málefni sem eru á döfinni hjá ekki talið sér fært að undirrita samning þann sem gerður er við frystitogara á þeim forsemdum, að í 5. grein samningsins eru ákvæði sem fela í sér fækkun matsveina á frystitogurum, og einnig er þess getið í sömu grein að aðstoðarmenn matsveina skuli hafa föst laun á mánuði, sem greiðist af útgerð skipsins, en um leið eru þau laun óháð hlutaskiptum annarra skip- verja. Heiðar sagði ennfremur að fundurinn hefði ákveðið að vísa frekari samningsákvæðum félagsins til stjórnar og trúnað- arráðs matsveinafélagsins. Fundurinn lýsti stuðningi við ákvörðun Heiðars, að undirrita ekki samninginn. Páll Péturs- son kjörinn forseti Norður- landaráðs Norðurlandaráðsþingi en að loknu ávarpi hans afhenti Karin Söder honum fundarhamarinn, tákn samstarfsins milli Norður- landanna. Steingrímur fagnar sjóðstofnun ■ Steingrímur Hermannsson fjallaði um hinn nýja sjóð sem lagt er til að stofna til að lána til verkefna á íslandi, Græn- landi og Færeyjum. Steingrímur fagnaði hugmyndinni. Hann benti sérstaklega á þörf Græn- • lendinga fyrir lán til grundvall- arfjárfestinga og sagði það skoðun sína að þeir þyrftu fremur styrki en lán. Þá fjallaði Steingrímur m.a. um vöxt og viðgang ýmissa nýrra iðngreina í Japan og Bandaríkjunum og sagði mikil- vægt fyrir Norðurlöndin að fylgjast sem best með á þessum sviðum. Góð lífskjör á Norður- löndunum hefðu átt rætur að rekja til hefðbundinna iðn- greina, og framþróun væri nauðsynleg ef þau ættu að haldast, hann sagði skilyrði fyrir hátækni- og upplýsingaiðnað væru góð á Norðurlöndunum, þar sem almenningur væri vel menntaður og tækniþekking á háu stigi. Sandinisti í heimsókn ■ Gladys Baez, einn af þekktari leiðtogum Sandinista í byltingarstarfinu gegn ógnar- stjórn Somoza í Nicaragua, kemur hingað til lands sem fulltrúi kvennasamtaka Nicar- agua og nýkjörins þjóðþings. Gladys mun m.a. flytja ávörp á fundum á ísafirði 5. mars og Húsavík 7. mars, en hún mun ávarpa kvennafund- inn í Félagsstofnun stúdénta á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Baez kemur hingað í boði 11 verkalýðsfélaga, Samtaka kvenna á vinnumarkaði, Al- þýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins, Bandalags jafnað- armanna og E1 Salvador-nefnd- arinnar. Viðtal við Gladys Baez verð- ur birt í NT á morgun.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.