NT - 08.03.1985, Blaðsíða 1

NT - 08.03.1985, Blaðsíða 1
Kaupmannahöfn Fóstudagur 8. mars 1985 - 65. tbl. 69. árg. ■ Um helgina verður SV kaldi eða stinningskaldi um allt land. Það verður skýjað og éljagangur um sunnan- og vestan- vert landið en bjart fyrir norðan og á Austur - landi.Vægt frost á Norðurlandi og um eða O 4 - 2 ■ Helgi Ólafsson tapaði fyrir sænska stórmeistaranum Lars Karlsson í 5. umferð alþjóða skákmótsins í Kaupmannahöfn, en skák Jóhanns Hjartarsonar fór í bið. Skák Helga og Larsens úr 4. umferð fór aftur í bið og er Helgi nú peði yfir, en vinnings- möguleikarhanseru ekki miklir. Staðan í mótinu er nú þannig, að Pinter er í efsta sæti með 3]A vinning og biðskák, Smyslov er í öðru sæti með 3 vinninga og biðskák, Plasket er með 3 vinn- inga og þá kemur Jóhann með 2Vi vinning og biðskák. Helgi er með 2 vinninga og biðskák. Kollafjörð? Álafoss: Fylgst var með skipverj- um þegar þeir færðu það um borð í Álafoss erlendis ■ Trúverðugar heimildir, sem NT bárust, segja að smyglvarningi þeim sem lollverðir leituðu ákaft að tim borð í Álafossi hafi verið kastað fyrir borð í Kollafiröi þegar skipið með tvo tollverði innanborðs leitaði þangað vegna hvass- viöris aðfaranótt miðviku- dags. Kristinn Ólafsson, tollgæslustjóri, sagði í sam- tali við NT að það geti vel verið möguleiki. Benti Kristinn á sögu þessari til stuðnings að hólf þau sem væntanlega hafa verið smíðuð utan um varninginn fundust ekki fyrr en eftir umrædda nótt og voru þá ekki á því svæði sem tollverðirnir tveir lögðu mesta áherslu á að vakta. Hægðarleik- ur hafi svo vcriö að koma varn- ingnum úr hólfunum í sjóinn. Þá staðfesti Kristinn að fylgst heföi vcrið meö því þegar um- ræddum varningi var skipað um borð í Álafoss og að sá varning- ur heföi vel getað rúmast í leynihólfum þcini sem fundust aftast í skipinu. Sagöi Kristinn að leit í Ála- fossi hefði verið hætt eftir að ekki lá lcngur fyrir full vissa um að umræddur varningur væri um borð. Möguleikar eru þó að að svo hafi verið og hefur skipið þá siglt út með allt saman í fyrrinótt. Tollverðir leituðu í allan gær- dag í gámum skipsins og er áætlað að sú leit taki nokkra daga. Ekki er áætjað að leita í sjó og sagði Kristinn að í þeim efnum væri um allt of stórt svæði að ræða þar eð skipið. hefði fært sig til á meðan leit stóð yfir. ■ Getur verið að góssið sé á bílpallinum þarna; liggur það í Kollafírðinuin; fór Álafoss með það út aftur og smygla þeir því þá inn í næstu löndun hér heima? Nú, eða er þessu varið eins og skipverjar sem NT ræddi við í fyrrakvöld sögðu ; ekkert smygl og hefur aldrei verið. NT-mynd: Árni Bjarna Sjómannasamning- ar samþykktir víða ■ Samningar tókust milli sjómanna og útgerðarmanna í gærdag. I viðbótarsamkomulagi við fyrri samning er ákveðið að kostnaðarhlutdeild, sem tekin er fram hjá beinum skiptum lækki um tvö prósent, og tekur það ákvæði strax gildi. Kostnað- arhlutdeild sem tekin er fram hjá beinum skiptum við löndun erlendis lækkar sömuleiðis um tvö prósent, og verður sjö pró- sent í stað níu áður. Fatapeningar sjómanna eru 1500 krónur á mánuði, en í viðbótarsamkomulaginu er gert ráð fyrir aukinni greiðslu til skipverja, ef hann nær lilut. Þá hækkar fastakaup háseta á stóru togurunum um 210 krónur um- fram það sem var í fyrra sam- komulaginu. Sáttafundur hafði verið boð- aður í deilunni klukkan 16 í gær, en Guðlaugur Þorvalds- son, sáttasemjari, ákvað aðflýta fundi, og hófst sáttafundur í_ gærmorgun klukkan tíu. Að sögn Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, barst ríkisstjórninni beiðni þess efnis að loforð ríkisstjórnarinn- ar varðandi kostnaðarhlutdeild- ina kæmi til framkvæmda strax. Bréfið var undirritað af for- mönnum samninganefndanna þriggja, og var það vilji þeirra allra að loforðið yrði endur- skoðað. Steingrímur sagði enn- fremur að hann lýsti ánægju sinni með að samningar skyldu hafa tekist. og benti á að afskipti ríkisstjórnarinnar af deilunni hefðu komið á réttum tíma og samráðið um lausn deilunnar tekist vel. Nú þegar er ljóst að allar líkur benda til þess að samn- ingarnir verða samþykktir yfir landið, og þar sem atkvæða- greiðsla hefur farið fram, hafa samningarnir verið samþykktir. Á þeim stöðum þar sem samn- ingarnir hafa verið samþykktir hefur verkfalli verið aflýst, og bátar eru tilbúnir til veiða. NT-mynd: Ami Bjama ■ Lögregla á suðvestur- horni landsins var víða með viðbúnað vegna fregna af djúpri lægð sem ætlað var að færi norðan við vestan- vert landið í nótt. Hvasst var þegar orðið síðdegis á höfuðborgar- svæðinu, og fauk vinnupall- ur við hús bandarísku menningarstofnunarinnar við Neshaga síðdegis í gær, og lenti á bifreið sem iagt hafði verið við húsið. Þá fauk vélarhlíf af bif- reið í Breiðholti og olli skemmdum á nærstöddum bíl. Víða var hætt við flóðum í sjávarplássum á Suðvesturlandi með morg- unflóðinu, og eins og mynd- in ber með sér var þegar farið að hvessa við höfnina í Reykjavík síðdegis í gær.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.