NT - 08.03.1985, Blaðsíða 22

NT - 08.03.1985, Blaðsíða 22
„Kæri mig ekki um að verða fórnarlamb reiðra áhorfenda“ - segir Eric Gerets sem gert hefur samning við MVV í Hollandi ■ Eric Gerets, fyrruin fyrirliði belgíska landsliðsins, er að byrja á ný eftir langt bann vegna mútuhneykslis. 8. mars 1985 22 Pað orðspor sem ég var búinn að byggja upp á 10 árum, hrundi saman á nokkrum klukkutím- um. Þetta mál hafði líka áhrif á fleiri en mig, fjölskyldan varð öll fyrir áfalli. Faðir minn var mikill fótboltaáhugamaður og var alltaf stoð mín og stytta. Ég var í hans augum draumasonur- inn en við mútuhneykslið hrundi veröld hans saman. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti sínum á fótboltavöll aftur. Hann treystir sér ekki til að mæta fólki sem fer að ræða um hneykslið. Konan mín hefur orðið fyrir aðkasti út af þessu máli og það er kominn tími til að snúa blaðinu við.“ Belgíska landsliðið á í erfið- leikum um þessar mundir og hafa miklar umræður verið um það hvort menn eins og Gerets, Walter Meeuws og fleiri sem dæmdir voru í bann út af mútu- málinu, séu ekki einu bjarg- vættirnir sem hægt væri að fá þar sem þeir voru stoðir liðsins hér áður fyrr. Það er hins vegar hæpið að þetta verði meira en hugmyndir. Vitað er að lands- liðsþjálfarinn, Guy Thijs, vildi gjarnan fá þá Gerets og Meeuws í liðið en fyrir skömmu tók belgíska knattspyrnusambandið þá ákvörðun að útiloka þá Walter Mecuws og Jos Daerden frá þáttw töku í landsliðinu æfilangt. og setur það strik í reikninginn. En hvað með Gerets? Gerets: „Ég verð að viður- kenna það jafnvel þó vinir mínir Jos og Walter hafi verið útilok- aðir frá landsliðinu, þá myndi ég gjarnan vilja leika með því. En áður en að því kæmi yrði samt að setjast niður og ræða málin vandlega til að hreinsa andrúmsloftið. Fyrr get ég ekki tekið sæti í liðinu. Samband mitt við Guy Thijs var mjög gott meðan ég var fyrirliði landsliðs- ins en hann hefur ekki haft samband við mig síðan upp um mútuhneykslið komst. Mér sárnar það að sjálfsögðu en ég gleymi ekki góðum minningum þrátt fyrir sársaukann.“ Gerets æfir nú af fullum krafti með MVV en næstu mánuðina leikur hann ekki með. Leon Melchior, framkvæmdastjóri MVV‘ ætlar að reyna að fá dóm Gerets styttan svo hann geti lei kið með frá 1. mars en ef það tekst ekki mun hlutverk hans næstu 4 mánuðina vera að leiðbeina unglingsliðum MVV, aðstoða þjálfara MVV Barry Hughes og að aðlagast liðinu. Að þessum 3 Vi ári loknu, mun hann væntanlega halda áfram sem leiðbeinandi yngri liða MVV. Sjálfur lítur hann fram- tíðina björtum augum. „Vonandi verður tími minn hjá MVV til að hreinsa nafn mitt eitthvað, en örið verður samt æfilangt.“ Heiniildir: Nokkur tímarit og dagbl. Sulser kominn á fulla ferð á ný - eftir 18 mánaða fjarveru vegna meiðsla ■ Eftir 18 mánaða fjarveru vegna meiðsla er einn mark- sæknasti leikmaðurinn í Sviss, Claudio Sulsér, kominn í eldlín- una á nýi Sulser meiddist í október 1983 og síðan hefur hann geng- ist undir fjórar skurðaðgerðir á hné. En hann sýndi að hann hefur engu gleymt í leik núver- andi meistara í Sviss, Grass- hoppers frá Zúrich og gestanna frá Lausanne í gær. Sulser sem var aðalmarka- skorari svissneska landsliðsins, setti upp fyrra markið og skor- aði það seinna í jafnteflisleik félaganna, 2-2. Landsliðsþjálfari Sviss, Paul Wolfisberg, sagði: „Sulser átti skínandi leik. Það var unun að horfa á hvernig hann rakti boltann. í góðri æfingu er Sulser einmitt maðurinn sem við þörfnumst hjá landsliðinu". Svisslendingar hafa unnið báða leiki sína í 6. riðli undan- keppni HM og eru jafnir Dön- um að stigum en Danir hafa leikið einum leik meira. En sóknarleikmenn hafa ekki skorað eitt einasta af þeim 9 mörkum sem liðið hefur gert í síðustu 7 landsleikjum. Sviss er í erfiðum riðli, með Dönum, Norðmönnum, Sovét- mönnum og írlandi. Næsti leik- ur þess í riölinum er heima gegn Sovétríkjunum 17. apríl. Sovét- menn eru neðstir í riðlinum og leikurinn er því mjög mikilvæg- ur fyrir bæði liðin. Gerets hefur ekki talað við fjölmiðla á síðasta ári en þögn hans var rofin með samningúm við MVV. Liðið fór fram á það að hann talaði við fjölmiðla til að kynna samningsgerðina og að sjálfsögðu í auglýsingaskyni fyrir liðið. Reyndar hefur hann varla rætt mútumálið við nokk- urn mann, að eiginkonu hans meðtalinni, skapgerð hans er ekki þannig að hann beri tilfinn- ingar sínar á torg. Frá Reyni l»ór Finnbogasyni, frétta- manni NT í Hollandi: ■ Um miðjan febrúar skrifaöi Eric Gerets undir samning til m árs hjá hollenska liöinu MVV. Gerets er enn í leikbanni eftir þátttöku sína í inútu- hneyksli Standard Liege og Waterschei og gildir bannið til 1. júlí. Hann fékk þyngstu refs- inguna af þeim sem áttu hlut að máli þar sem hann gegndi hlut- verki milligöngumanns. Það vakti forvitni að MVV skyldi verða fyrir valinu þar sem fleiri lið gerðu Gercts tilboð. Gerets: „Það liggja ýmsar ástæður að baki. Maastricht (heimabær MVV) er aðeins 15 km frá heimili mínu í Belgíu. Ég vildi ekki byrja aftur í Bclgíu, ég kæri mig ekki um að verða fórnarlamb reiðra áhorf- enda. Ég er búinn að líða nógu lengi. í Hollandi á ég góða von um að verða einn af heildinni. Ég held að það sé betra fyrir mig að byrja hjá liði sem er ekki alveg á toppnum, hinu fylgir mikið álag. Ég verð að byrja upp á nýtt og áætlanir MVV henta mér vel. Liðið stefnir upp á við og áætlanir eru um að kaupa nokkra góða menn, ekki skortir féð! Á þessu ári eiga að hefjast framkvæmdir við nýjan völl MVV. Hann verður mikið mannvirki, alveg yfirbyggður og með gervigrasi. Ég vona að ég geti átt þátt í að koma liðinu ofar.“ Gerets: „Þegar ég tala um þetta mál opnast öll sárin aftur. I hvert sinn lifi ég á ný það sem liðið er og það forðast ég. Þetta ■ Gerets með þjálfara MVV, Barry Hughes, á æfingu. er búið og gert og það er tími til korninn að þetta verði liðin tíð. Vissulega á ég einhverja sök og ég neita því ekki að það var réttmætt að refsa mér. Hitt er annað mál að refsingin sem ég hlaut er mun þyngri cn ég vann fyrir. Égbarþessa 30.000 franka (rúmlega 19.000 ísl. kr.l!) á milli en ég átti ekki margra kosta völ. Mér voru settir afar- kostir, ef ég gerði þetta ekki þá ætluðu þeir að stöðva þá samn- inga sem voru í undirbúningi milli mfn og Inter Milanó. Sökin er því mest hjá Raymond Goethals, fyrrum þjálfara Standard Liege og mér sárnaði mikið að hann skyldi ekki taka hana á sig. En ég er glaður fyrir hönd þeirra sem sluppu með skrekkinn, sérstaklega þó að útlendingarnir skyldu sleppa. Framkoma Inter Milanó var líka mjög særandi. Þeir voru að reyna að skipta á mér við annað ítalskt lið því ég átti við meiðsli að stríða. Þeir voru því fljótir að grípa tækifærið til að losa sig við mig. Körfubolti: Tvö frá UMFN á ferðinni í kvöld ■ I kvöld kl. 20.30 hefst annar leikur úrslitakeppn- innar um íslandsmeistara- titilinn í körfuknattleik í Njarðvíkum. Úrvalsdeildarmeistarar UMFN taka á móti KR- ingum í „Ijónagryfjunni" og verður ábyggilega um hörkuviðureign að ræða. KR hefur ekki tekist að leggja Njarðvíkinga í vetur en nú er að duga eða drepast. Á undan þessum topp- eik veröur seinni undan- úrslitaleikurinn í bikar- keppni kvenna cn þar mæt- ast UMFN og ÍS. UMFN hefur ekki enn unnið leik í vetur svo þáð má búast við að ÍS mæti ÍR sem sigraði Hauka, í úr- slitaleik keppninnar þann 28. mars í Laugardalshöll. En enginn er afskrifaður fyrirfram í íþróttum svo það kemur í ljós í kvöld hvernig fer. Kvennaleikur- inn hefst kl. kl. 18.00 í Njarðvík. Enski bikarinn: ■ í Fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þurfti að leika tvo leiki á ný vegna jafntefla og fóru þeir fram í fyrrakvöld. West Ham rótburstaði 2. deild- arliðið Wimbledon, 5-1. Tony Cottee skoraði þrennu og Paul Allen og Alan Dickens bættu tveimur mörkum við fyrir West Ham. Luton Town og Wat- ford skildu jöfn, 2-2, og verða því að eigast við í þriðja sinn á morgun. Les Taylor og Steve Terry skoruðu fyrir Wat- ford áður en Luton komst á blað. Emeka Nwajiobi og Ricky Hill skoruðu mörk Luton á fjögurra mínútna kafla seint í seinni hálfleik. Iran útilokað fráHM ■ Alþjóðaknattspyrnu- sambandið (FIFA) hefur ákveðið að útiloka íran frá þátttöku í undan- keppni HM sem nú fer fram. íran átti að spila við Bahrain og S-Jemen en neitaði að spila á hlut- lausum velli og var því rekið úr riðlinum. Ástæð- an fyrir því að íran, ásamt írak og Líbanon, áttu að spila á hlutlausum velli er sú aö nú geisar stríð á milli íraks og íran og er því ekki áhættulaust að spila í þessum ríkjum. Sama gildir um Líbanon. Enska knattspyrnan: Chelsea sektað ■ Enska knattspyrnu- sambandið hefur ákveðið að sekta Chelsea eftir ólæt- in sem brutust út á leik liðsins gegn Sunderland í undanúrslitum ensku bik- arkeppninnar (FA-bikar- inn). Sunderland vann leikinn 3-2 og leikur því á Wem- bley gegn Norwich 24. mars næstkomandi. Yfir 100 áhangendur Chelsea voru handteknir á leiknum og 23 lögreglu- þjónar meiddust. Tveir af þeim þurftu að fara á sjúkrahús vegna alvarlegra höfuðmeiðsla sem þeir hlutu. Rannsóknarnefnd hefur verið sett í málið og mun hún kanna máliö á vett- vangi, leikvangi Chelsea... ... Nokkir leikir fóru fram i neðri deildunum i Englandi i fyrradag. í 2. deild léku Brighton og Blackburn leik sem frestad var 16. febrúar og sigraði Brighton 3-1. í þriðju deild voru þrír leikir: Bradford- Preston 3-0, Derby-Wals- all 2-0, Lincoln-Millwall 0-1 Iþróttir Norwich á Wembley - lagði Ipswich í undanúrslitum enska deildabikarsins ■ Það verður Norwich sem mætir Sunderland á Wembley í úrslitaleik deildabikarkeppninnar 24. mars næstkomandi. Miðherji Norwich, Steve Bruce, skoraði sigurmark liðsins í undanúrslitaleikn- um gegn Ipwich í fyrradag. Ipswich vann fyrri leikinn 1- 0 en Bruce tryggði Norwich 2-0 sigur í seinni leiknum aðcins 3 mínútum fyrir leikslok og þar með 2- 1 samanlagðan sigur. Leikurinn í fvrrakvöld var harður og nokkur taugaspenna ríkti. Hinir reyndu framherjar Norwich, Asa Hartford og Mick Channon setti upp fyrra markið sem John Deehan skoraði af 15 metra færi í fyrri hálfleik. Ipswich rcyndi allt hvað af tók að skora og ná þar með forystunni samanlagt, en sá draumur varð aldrei að veruleika og Bruce skor- aði dauðafrír með þrumu- skalla eftir hornspyrnu Mark Braham. kennó

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.