NT - 08.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 08.03.1985, Blaðsíða 5
 Föstudagur 8. mars 1985 Hjónin róaí verk* fallinu: Tóku skipverjann í sam- eignarfélag um útgerðina - til að útgerðin stöðvist ekki ■ „Þetta er tóm della, þeir þeir hafi áhuga á því og hafi geta ekkert stoppað okkur þó meira að segja reynt að ná af mér undanþágunni,“ sagði Emma Baldvinsdóttir, vélstjóri Nemendur Hóteh og veitingaskólans: Reyna við heimsmet ípönnuköku- bakstri ■ Nemendur þriðja bekkjar Hótel-og veitinga- skóla íslands ætla að reyna að setja heimsmet í pönnukökubakstri á laug- ardag í tengslum við árlega sýningu nemenda skólans sem haldin er um helgina að Hótel Esju. Þar mun „íslandsmeistarinn“ í pönnukökubakstri, Krist- ín Kristjánsdóttir, standa í átta tíma við pönnuna og baka. Sýning nemendanna hefst kl. 17 á föstudag í húsakynnum skólans í Hótel Esju, og verður þar sýnt og kynnt ýmislegt sem viðkemur matvæla- og framleiðsluiðnaði. Einnig verður happdrætti, sýni- kennsla o.fl. auk þess sem margvíslegar veitingar verða seldar á staðnum. Sýningin verður opin kl. 19 til 22 á föstudag, 14 til 22 á laugardag og 14 til 21 á sunnudag. Gunnar Örn á Vesturgötu ■ Gunnar Örn Gunnarsson, myndlistarmaður opnar sýningu á teikningum, monotypum og höggmyndum í Gallerí íslensk list að Vesturgötu 17 á laugardaginn kl. 14. Þetta er 16. einkasýning Gunnars Arnar, en hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og heiman. Sýningin að Vesturgötu 17 er opin alla virka daga kl. 9-17 og kl. 14-18 á laugardögum og sunnudögum. Sýningunni lýkur 24. mars. Steinar hf. fá alþjóðlega viðurkenningu: Náð miklum árangri með Mezzoforte ■ Steinar h f. hafa hlotið verðlaun sem kallast „Int- ernational Trophy of Qua- lity“ og verða þau afhent þann 11. mars n.k. við há- tíðlega athöfn í Madrid að viðstöddu fjölmenni. Stein- ar Berg ísleifsson mun fara til Spánar og taka við verð- laununum fyrir hönd fyrir- tækisins. Verðlaun þessi eru veitt Steinum h f. vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur við að koma tónlist Mezzoforte á fram- færi erlendis en tónlist þeirra er nú fáanleg á hljómplötum í allri Vestur-Evrópu, Kanada, Ástralíu, ísrael, Japan, Singa- pore, Hong Kong, Thailandi, Filipseyjum og víðar. Hefur tónlist þeirra hvarvetna hlotið lofsamlega dóma og verið spiluð mikið í útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Samtökin Trade Leaders Club standa að þessari verð- launaveitingu og er þetta í 13. sinn sem þeim er úthlutað. Trade Leaders Club er alþjóð- leg samtök leiðandi manna og fyrirtækja úr viðskiptaheimin- um og hafa aðsetur á Spáni. Eru verðlaun þeirra hugsuð til þess að vekja enn frekari athygli á þeim fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr á sínu sviði á alþjóðlegum vettvangi. á 20 tonna bát sem hún og maður hennar, Stefán Einars- son, gera út við þriðja mann frá bænum Reyðará skammt frá Siglufirði. Báturinn heitir Emma og hef- ur ekkert stöðvast í verkfallinu en til þess að geta haldið róðrum áfram tóku þau hjónin skip- verja, sem skráður er í sjó- mannadeild verkalýðsfélagsíns Vöku inn í sameignarfélag um útgerðina. Staðfesti Emrna að það hefði verið gert til þess að útgerðin stöðvaðist ekki. „Að mínu áliti stenst það alls ekki og er skýlaust verkfalls- brot. Annað hvort látum við slík brot líða yfir lönd og hól eða við einfaldlegá stöðvum þau", sagði Kolbeinn Friðbjarn- arson hjá Vöku í samtali við NT. Sagði hann að eitthvað hefði verið rætt við útgerðar- manninn í fyrrakvöld og væri afleiðingin af því meðal annars sú að hann réri ekki í gær. Aðspurð hvort þau væru hætt róðrum sagði Emma það vera af og frá. „Stebbi var bara orðinn þreyttur á að hlusta á surgið í þeim og þurfti líka daginn til að sinna sínum málum," sagði Emma og kvaðst ætla að þau hjón réru áfram næstu daga. Sjálf er Emma með undan- þágu til vélstjórnarréttinda og hefur undanfarin ár gegnt því starfi í forföllum vélstjóra báts- ins sem líka vinnur á undan- þágu. Sá er núna í verkfalli. Auk þeirra hjóna og „með- eigandans" í útgerðinni hcfur veriö þeim til hjálpar undanfar- ið vélsmiður úr Reykjavík sern meðal annars hefur unnið að viðhaldi á bátnum. „Hann er bara í leyfi og kemur hérna til þess að leika sér - hefur oft róið með Stebba þegar hann er í fríi“, sagði Emma aðspurð um þann þátt þessa máls. Þau hjón gera út frá Reyðará, flytja afla sinn í land þar á bænum og verka hann sjálf í saltfisk. Aðspurð hvort henni . þyki ekki kalsasamt starf að vera á sjó að vetri til kvaðst Emma ekki finna fyrir því. „Það sem háir mér er að ég verð sjóveik og hef heldur reynt að komast hjá því að róa á vetrar- vertíðum vegna þess,“ sagði Emma Baldvinsdóttir húsfreyja og vélstjóri á Reyðará við Siglu- fjörð. Hljóðfæri í óskilum ■ Rannsóknarlögregla ríkisins lýsir nú eftir eig- endum að þessum hljóð- færum sem hún hefur í vörslu sinni. Eru eigendur eða aðrir, sem einhverjar upplýsingar geta gefið um uppruna gripanna, beðnir að hafa samband við Helga Daníelsson yfirlög- regluþjón RLR, Auð- brekku 6 Kópavogi í síma 44000. Þá er í óskilum hjá sömu aðilum hæðarsjónauki sem eigendur mega vitja. Kennarafélag Reykjavíkur: Skorar á Albert að sýna ábyrgð ■ Fundur trúnaðarmanna Kennarafélags Reykja- víkur hefur skoraö á fjármálaráðherra, Albert Guömundsson, að ganga nú þegar að kröfum kcnnara í Hinu íslenska kennarafélagi. í ályktun frá fundinum segir, að eftir að mennta- málaráðherra hafi beitt sér fyrir mikilvægu endurmati á störfum kennara, verði stjórnvöld að sýna þá ábyrgð að bæta úr „því ófremdar- ástandi sem nú ríkir í fram- haldsskólum landsins“. Þá hefur Félag bókasafns- fræðinga samþykkt einróma stuðning við kenpara innan Hins íslenska kennarafélags í kjarabaráttu þeirra, á al- mennum félagsfundi um kjaramál sem haldinn var fyrir skömmu. ■ Þau Guðrún Alfreðsdóttir og Ólafur Öm Thoroddsen í hlutverkum sínum. Kláusarnir í Austurbæjarbíó ■ Reykvískir aðdáendur litla Kláusar og stóra Kláusar þurfa nú ekki lengur að leggja leið sína suður í Hafnarfjörð til að sjá þá félaga þar því Revíuleikhúsið hefur nú ákveðið að færa þá á fjalirnar í Austurbæjarbíói í Reykjavík. Fyrsta sýningin verður í Austurbæjarbíói n.k. laugardag. 9. mars kl. 14.(10. TIL SOLU 15 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðað árið 1979 9 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðað árið 1978 9 rúmlesta fiskiskip úr furu og eik, smíðað árið 1981 og 7 rúmlesta fiskiskip úr furu og eik, smíðað árið 1975. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands í síma 28055 og hjá Valdimar Einarsyni í síma 33954. Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði íslands fyrir 21. mars. n.k. Fiskveiðasjóður íslands

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.