NT

Ulloq

NT - 08.03.1985, Qupperneq 7

NT - 08.03.1985, Qupperneq 7
„Nei!, ég hef ekki trú á því að það verði gert nema í samráði við mig og ég mun ekki leggja það til. Málið á sér fleiri hliðar, sem ég á eftir að athuga og ekki verða ræddar í fjöl- miðlum, heldur skoðaðar í víðara samhengi. Ég tel ekki að neinn hafi brotið lög í þessu máii vísvitandi. í einu tilfelli, þ.e.a.s. í sambandi við myndina Class of 84 (frá Bíóhöll- inni) á það sér aftur á móti stað að þá mynd leyfir Kvikmyndaeftirlitið ti! sýningar en ákveður síðan að endur- meta þá mynd, (það hefur heimild til þess sbr. 1. gr. í lögunum nr. 33/ 1983). Eftir að hafa horft á þessa mynd aftur er ákveðið að dæma hana ósýningarhæfa (þ.e. ólöglega). Þetta er reyndar eina dæmið sem komið hefur upp í sambandi við endurskoð- un á mynd en auðvitað mjög alvarlegt dæmi. Sumir spyrja hvort Kvikmynda- eftirlitið dæmi bara eftir eigin geð- þótta í það og það skiptið og enn aðrir spyrja hverjir eigi að bera kostnaðinn myndaeftirlitið birti bannlistann. Rétthafar munu svo eflaust reyna að fá skaðabætur frá ríkinu vegna þess tjóns sem þeir verða vissulega fyrir. Það skal tekið skýrt fram til að fyrirbyggja allan misskilning að sam- starf myndbandaleiga og rétthafa hef- ur farið fram í rólegheitum í þessu máli, menn eru sumir hverjir ekki alveg búnir að átta sig á hlutunum. Það var auðvitað aldrei ætlun rétthafa að flytja inn efni sem yrði bannað (gallað), enda kemur það líka í ljós að flest allar myndir frá rétthöfunum, sem eru á bannlistanum, koma hér á markaðinn áður en lögin voru sett (21.12.83). Rétthafar höfðu þannig ekki hug- ntynd um að þeir væru að setja á markaðinn myndir er síðar yrðu bannaðar af Kvikmyndaeftirlitinu því áður en þesi lög voru sett var ekki hægt að banna að sýna mynd eins og áður hefur komið fram. af að þessar myndir eru gerðar upp- tækar.“ - Níels, er það komið á hreint hverjir munu bera skaðann vegna þess að myndirnar eru bannaðar? „Nei!, ég geri mér það ekki ljóst á þessari stundu.“ Á hverjum mun skaðinn bitna? Níels Árni segist ekki gera sér grein fyrir því hver þennan skaða hlýtur en hér er um að ræða 600 spólur. Þar af voru um 300 teknar á 56 leigum í Reykjavík. Ótextuðu myndirnar eru nú þegar glataðar og leigurnar munu bera þann skaða, en af þessum 600 spólum, sem voru teknar, má gera ráð fyrir því að ca. 400 séu frá rétthöfum hér á íslandi. Myndbandaleigurnar munu örugg- lega neita að bera skaðann vegna þeirra mynda, vegna þess að gölluð vara er svikin vara. Lítum nánar á þetta veigamikla atriði. Þegar rétthafi selur leigunum myndbandsspólur, er leigunum sagt að þær séu með góða vöru, leyfilega til útleigu og merkta af Kvikmyndaeftirlitinu. En frá og með 18. febrúar eftir að listinn yfir ólöglegar ofbeldismyndir birtist, þá er komin upp sú staða að leigurnar missa fjölmargar myndir, textaðar, sem þær hafa keypt af rétthöfum í góðri trú en nú reynast ólöglegar. Þessar spólur hljóta því að teljast gallaðar og því mætti ætla að rétthafar viðkomandi mynda verði að greiða leigunum til baka eða semja við þær á einhvern hátt um lausn þessa vandamáls sem skapast er Kvik- Við hverju má búast í framtíðinni? - Níels, hvaða skyldum hafið þið að gegna gagnvart innflytjendum kvikmyndaefnis? „Okkar skylda er að meta efnið og merkja.“ - Nú hafa eigendur sumra mynd- bandaleiga kvartað undan því hvernig staðið var að þessari rassíu og að ekki hafi verið hægt að sjá leynilistann (bannlistann) hjá ykkur. Hvað viltu segja um þessa gagnrýni? „Ég hef ekki heyrt um þessar kvartanir, heldur þveröfugt. Eflaust má finna galla á öllum framkvæmd- um, og kerfið okkar er enn í mótun. í Englandi var t.d. gert ráð fyrir því í lagasetningu um ofbeldismyndir að fyrsta árið væri aðlögunartímabik" Hvað er svo á döfinni hjá Kvik- myndaeftirlitinu á næstunni? „Við erum að reyna að komast í betra húsnæði, fá betri tæki, hugsan- lega meiri mannskap og reyna að koma upp einhverskonar kerfi til að koma upplýsingum á framfæri til þeirra sem málið varðar. Við munum senda út lista yfir bannmyndir með reglulegu millibili og gefa leigunum þannig kost á að fjarlægja ólöglegt efni.“ Að lokum vildi Níels að það kæmi fram að myndbandaleigur hafi verið mjög fúsar til samstarfs við Kvik- myndaeftirlitið í þessu og ekki talið sig missa neitt, svo fremi sem myndir af þessu tæi væru fjarlægðar úr öllum myndbandaleigum hérlendis. J.Þór. Skákskólinn: Margeir Pétursson með fyrirlestur ■ Fyrirlestur og um- ræður verða um afmælis- mót Skáksambands íslands, sem nýlega lauk á Hótel Loftlciðum. Það er Skákskólinn sem gengst fyrir untræðun- um, sem haldnar verða í ráðstefnusal Hótels Loft- lciða í kvöld, og hefjast umræðurnar klukkan 20. Margeir Pétursson mun flytja fyrirlesturinn, og er vonast til að margir af þekktustu skákmönnum landsins, og aðrir þeir sem fylgdust með mótinu leggi leið sína í ráð- stefnusalinn í kvöld, og hlýði á fyrirlestur Mar- geirs, og gagnrýni tafl- mennsku hans og ann- ara þátttakenda í afmælis- móti skáksambandsins. Fyrirlestur á borð við þann sem haldinn verður í kvöld, er nýjung í starf- semi Skákskólans, og er markmiðið með honum að nemendur skólans og aðrir geti dregið sem mestan lærdóm af mót- inu, um leið og menn fá svör við þeim fjölmörgu spurningum sem vökn- uðu þegar mótið stóö yfir. Heiðursgestir Skákskól- ans í kvöld verða þeir Albert Guðmundsson skákáhugamaður, Frið- rik Ólafsson stórmeist- ari, skákjöfurinn Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri tímaritsins Skákar og forseti skáksambandsins Þorsteinn Þorsteinsson. Aðgangur er ókeypis fyrir klúbbfélaga Skák- skólans, en 100 krónur fyrir aðra. ■ Margeir Pétursson flytur fyrirlestur um afmælisskákmót skáksambandsins í kvöld, og eftir á gefst mönnum kostur á aö gagnrýna og leita svara viö spurningum. N’l'-mynd: Kóbcrl LAUGARDAGSKVOLD . Grínarar hringsviösins tóku spaugiö með trompi í fyrra og slógu ■ • ■ í gegn um allt sem fyrir varö. Én nú er komið að söguspaugi '85 - léttgeggjaðri og hættulega fyndinni stórsýningu þeirra félaga Ladda, Jörundar, Pálma og Arnar. Þeir hafa aldrei verið betri - enda með ósvikið stólpagrin I hverju pokahorni. Mætið - sjáið - hlæið - hlæið - og hlæið. Leikstjóri: Gfsli Rúnar Jónsson. Lýsing og hljóðstjóm: Gisli Sveinn Loftsson. Kabaretthljómsveit Vilhjálms Guðjónssonar annast undirleik. Sérstakur Kabarettmatseðill í tileíni sýningarinnar: Glæsileg þríréttuð máltið + Söguspaug og dansleikur með hinni sprellfjörugu Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og söngvurunum Ellen Kristjánsdóttur og Jóhanni Helgasyni fyrir aðeins kr. 1.100. Borðapantanir í sima 20221 eftir kl. 16.00. Eftir kl. 23.30 - þegar Söguspaugi er lokið - kostar kr. 190 inn i húsið. GILDIHF

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.