NT - 08.03.1985, Page 13

NT - 08.03.1985, Page 13
Föstudagur 8. mars 1985 13 — Blflð II Jóhanna Marín Jónsdóttir Kvennaskólanum í Reykjavík: Já, ég myndi segja það. Ég er búin að missa 40 tíma af 42 á viku. Kannski má segja að þetta sé ágætt að sumu leyti, maður notar tímann á meðan í ólesið efni og ritgerðir sem maður hefur trassað. Ég vona sem styst en ég styð kennara fyllilega, þeir eru nú heldur ekki að gera þetta til að hefna sín á okkur heldur til að reyna að leiðrétta sin kjör sem eru til háborinnar skammar eins og hjá fleirum. Elísabet Rolandsdóttir Kvennaskólanum I Reykjavík: Já, það gerir það. Það er enginn skóli hjá mér og þetta á eftir að standa lengi enn. Kennarar gefa sig ekki og ríkið gerir ekkert. Það trúir þessu ekki. Já, fullkomlega, þetta er hámenntað fólk sem hefur ekki efni á hugsjónum. Helga Bryndís Jónsdóttir Menntaskólanum I Reykjavík: Já. Ég er búin að missa fjögur fög af tíu og það er ansi hart. Ég veit ekki hvað þetta stendur lengi, vona bara sem styst. Já, að vissu leyti Menntaskólinn við Hamrahlíd: Jóhannesarvaka byrjar í dag ■ NemenduríMenntaskólanumvið Hamrahlíð halda vökudaga á vor- misseri nú á næstu dögum, og hefst dagskráin sem er fjölbreytt, í dag klukkan 15. Viðstaddir setningarat- höfnina verða Davíð Odsson borgar- stjóri og Þórarinn Eldjárn ásamt þeim nemendum sem sjá sér fært að niæta. í dagskrárkynningu Jóhannesarvöku segir að nú sé aftur vakinn upp gamall siður, að halda vökudaga á vormiss- eri. Einnig segir að nafnið sé til komið vegna húsvarðar sem starfaði við skólann, og bar þetta sama nafn. í niðurlagi kynningarinnar segir að nemendur séu hvattir til þess að mæta, og hjálpast að við að gera þessa Jóhannesarvöku sem eftirminnilegasta. „Pað getunr við með sameiginlegu átaki, sania hvað kennaradeilum líður." Það verður margt fróðiegt sem nemendur taka sér fyrir hendur dag- ana 8.-13. mars á rneðan Jóhannesar- vakan stendur. Sem dæmi má nefna útvarp M.H. sem starfrækt verður frá klukkan 13-18 á daginn, og útsend- ingar hefjast síðan urn kvöldið klukk- an 20 og standa eitthvað fram eftir nóttu. Veitingahús verður starfrækt í Norðurkjallara, og verður boðið uppá pizzur og „léttar" veitingar. Til mót- vægis við veitingahúsið verður testofa fyrir gesti í Búlagaríu, sem er einn af húsakostum skólans. Tölvuvædd hjónabandsmiðlun verður rekin eins og í fyrra, en hún fékk nijög góðan hljómgrunn meðal nemenda, hver svo sem niðurstaðan var, í makavali. Ncmendur ljúka síðan vökudögun- um með hressilegri gleði í Broadway miðvikudagskvöldið 13. mars, og verður það urn leið árshátíð M.H. Dagskráin er mjög fjölbreytt. í viðtali við nokkra af þeini nemend- um, sent starfa í undirbúningsnefnd Jóhannesarvöku, kom fram að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nefndu krakkarnir leikrit, vídeósýningar, djassleik, umræður um þjóðmál og ýmislegt annað for- vitnilegt, scm enn er ekki tímabært að skýra frá. ■ Jóhannesarvaka hefst í dag í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og lýkur síðan á miðvikudag með árshátíð nemenda. NT-mynd: Ari. ftarandi Vesturgötu 4, sími 17445 Á þessum tíma fyllast tónlistarhallir Vínarborgar af perlum listasögunnar. Óperur á borð við Boris Godunow, Aida og Cavalleria Rusticana, margir ballettar, þ.á m. Rómeó og Júlfa og stórhljómsveitir undir stjórn frægra hljómsveitarstjóra. Nccr hálfnuð er saga ... Þú getur gengið um sögusvið miðalda í þessari töfrandi borg, sótt fjölda leiksýninga, notið veitinga- og kaffihúsa heimsborgarinnar, teygað eðalvín með vínbændum Grinzing, trallað með jassgeggjurum og verslað fyrir verð sem kemur þér þægilega á óvart. Spennandi skoðunarferðir um Austurríki, Ungverjaland og Tékkóslóvakíu Frá Vínarborg gefstþér tækifæritil aðheimsækja og skoða fjölda heillandi staða. Litið er inn í hús meistara Haydn í dagsferð til Burgenland og Rohrau. Siglt á Dóná í dagsferð til Wachau. í 2ja daga ferðum gefst tækifæri til að sjá hinar einstæðu borgir Budapest og Prag. Komið við í Zell am See og Salzburg Síðustu fimm dagana njóta gestirnir lífsins í hinum fræga ferðamannabæ í Ölpunum, Zell am See, og í Salzburg, sem sannarlega erein fallegasta borg álfunnar. Ekið er til staðanna í mjög þægiiegum langferðabíl. Heim erflogiðþ. 12. júní frá Salzburg.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.