NT - 21.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 21.03.1985, Blaðsíða 2
ÁBÓT ■ Topplúgan úr gleri er orðið einskonar einkennismerki Honda. Fimmtudagur 21. mars 1985 2-Blad II Forstjórabíll? Svo sannarlega ■ Forstjóri Honda umboðsins á íslandi á auðvitað Hondu sjálfur, þessa silfurgrau hér. En hvað með forstjóra almennt, er þeim boðlegur svona bfll í stað BMW eða Audi? Já. Honda Accord EXR vantar ekkcrt til að standa undir þeim kröfum sem forstjórar gera til bíla sinna nema ferinetrafjöldann í stæði. Eorstjórabíllinn okkar var hlaðinn útbúnaði eins og dýrasta útgáfa Benz með aukabúnaði, öllu til þægindaauka. Vökvastýri, læsingarfríar bremsur(!), fjögurra hátalara stereogræjur, skott- og bensínloksopnari innanfrá, rafdrifnar rúður, rafdrifin topplúga, rafstýrðar læsingar (miðstýrðar fra bílstjórahurð) og miðstöðvarkerfi, og til að kóróna, hraðahaldari (cruise control). Og þetta er ekki allt. ■ Val hannað mælaborð og hlaðið tökkum. A stýrishjólinu hægra megin við miðju eru takkar tveir fyrir hraðahaldarann. Stereogræjurnar eru nægilega kraftmiklar til að æra flesta. Stillingar á miðstöðinni eru framkvæmdar með rafmagnstökkum. Fleira þarf í dansinn en fína skó, útbúnaði er hægt að hlaða í hvaða bíl sem er án þcss að hann batni við það. Eins og þeir vita sem lesa erlend bílabJöð hcfur Honda Accord það sem við á að éta til þess að forstjórinn skipti ekki snarlega aftur í BMW, aksturseiginleika, fjöðrunarhlutfallið er mjög sennilega það besta frá Japan hingað til, 12 ventla vélin er hljóðlát og vinnusöm. Eftir því sem á leið þann tíma sem ég hafði Accordinn ótti mér verra að þurfa aö skila onum svo gaman þótti mér að aka honum. l’að hef ég ekki getað sagt um marga framhjóladrifna bíla hing- að til. í Honda Accord er rnaður laus við þá tilfinningu sem loðir við svo marga framdrifsbíla að framendinn sé tonn á þyngd og vilji alltaf fara beint þótt maður vilji sjálfur beygja. Þar hjálpast aö minnsta kosti þrennt að, skott- Accordinn er miðað við framdrifsbíla tiltölulega afturþungur, stýrið er sett upp með miklum spindilhalla (castor) eins og BMW eru þekktir fyrir, og til að vega upp á móti þyngdinni sem það skapar er vökvaaðstoð, mismun- andi eftir hraða, mest þegar harkað er í og úr stæði, minnst þegar ekið er á fullri ferð. Það sýndi sig í praxís að aldrei þarf meira en aðra hendi á stýri, það er hágírað (3 snúningar í borði) og nákvæmt, en frekar létt og gefur manni furðu góða tilfinningu fyrir veginum og því sem er að gerast undir framhjólunum, án þess að vera „taugaveiklað", óstöðugt eða ofur- kvikt. í 1980 árgerð af Accord sem ég ók nokkuð, gaf stýrið sömu góðu tilfinningu en var of þungt og næmt fyrir togi frá vélinni þegar gefið var í eða slegið af í beygju svo oft þurfti báðar hendur og gott tak á stýrishjól- inu. Vökvastýrið gerir gæfumuninn í þessu tilfelli þótt í sumum bílum sé það hreinn óþarfi. Á stýrishjólinu hægra megin við miðju eru tveir stjórntakkar fyrir hraðahaldarann. Kveikt er á kertun- um með takka í mælaborðinu, ekið upp í þann hraða sem maður vill halda og ýtt á takkann í stýrinu merktan „Set“. Þá má sleppa bensín- gjöfinni og bíllinn heldur stöðugum hraða, upp og niður brekkur hvert á land sem er. Með því að tipla á bremsuna hættir sjalfvirknin, en ef stutt er á „Accel-Resume" hraðar bíllinn sér sjálfkrafa upp að áður gefnum hraða. „Meiriháttar". Annar sjaldgæfur útbúnaður eru læsingarfríu bremsurnar. Þær eru hvorki frá Bosch eins og í Benz og ■ Fjögur framljós sameinuð í tvær luktir sem falla að línum framendans. Ný tækni gerir kleift að hafa þau reyklituð eins og stöðuljósin án þess að tapa Ijósmagni. BMW, ekki heldur Teves eins og væntalegt er í Ford heldur hannað af Hondamönnum sjálfum. Bremsur þessa Accords reyndust raunar ekki læsingarfríar, þær læstu augnablik áður en kerfið tók við sér, og bankaði undir bremsufótarilina um leið og þrýsingurinn til bremsudælanna í hjólunum rís og fellur. Þegar kerfið greip inn í var það eftir smá spöl sem hjólin (framhjólin, hlutfallið er hátt á framhjólin) snerust ekki. Fjöðrun japanskra bíla hefur aldrei verið þeirra sterkasta hlið fram að þessu en einum farþega mínum varð að orði: „Er vegurinn allur í holum eða sýnist hann bara vera það?" þegar Accordinn fjaðraði átakalaust yfir svo sitjandanum virtist vegurinn vera sléttur. Á svo góðri útkomu átti ég satt að segja ekki von, en sjón er sögu ríkari. Stóran þátt í þessu á afbragðsgóð hljóðdeyfing, hvorki veghljóð né vél- arhljóð gera vart við sig að neinu marki, þótt vélin sé ekki sérlega þýðgeng eða yfir sig hrifin af að snúast hratt. Hvort tveggja má rekja til slaglengdarinnar en það er kostur þegar sóst er eftir orku á lágsnúningi og sparneytni. í álheddinu eru 12 ventlar, einn pústventill en tveir sog- ventlar á hvern strokk sem stjórnast af einum reimdrifnum yfirliggjandi knastási. Honda voru fyrstir til að útbreiða 12 ventla lausnina í brúksbíl- um, allar vélar þeirra eru nú svo ■ 4ra dyra Accord er áberandi langur fyrir aftan afturhjól því skottið var grætt á eftirá, en það er iíka geysilega stórt. ■ Menn reka ekki upp stór augu við að sjá Honda Accord en hann er afar snyrtilega teiknaður, sléttur og felldur. ■ Álfelgur með breiðum dekkjum fylgja en þær viku fyrir vetrardekkjum á venjulegum felgum á þessum bíl.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.