NT - 21.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 21.03.1985, Blaðsíða 6
 ff¥7 Fimmtudagur 21. mars 1985 6 - Blað II ui ÁBÓT Bílamarkaður Beöið eftir að allt verði klárt. ■ Ýtt í gang. „Svona kveiktu nú, tíkin þín, það eru allir að fara framúr.“ Heimsmeistarakeppnin í Superkart: Að nálgast þriðja hundraðið með tærnar upp úr plasthlífinni. Formúla 1 fátæka mannsins ■ Þegár blaðamuður BNT kom síðast við á kappaksturs- brautinni í Le Mans í Frakk- landi var þar nóg að gerast: Kartmenn héldu heimsmeist- aramót í rigningunni. Hvað er Kart? Þessi oggo- litlu apparöt eru upprunnin í Bandaríkjunum um 1962 og áttu sitt blómaskcið á þeim áratug. Kart er í rauninni eins lítið og hægt er að komast af með en halda samt einkennum bíls, eins og fjögur hjól, stýri, bremsur, vél og sæti fyrir full- vaxinn mann. Óþarfa eins og fjöðrun og yfirbyggingu er sleppt. Sumir lesendur NT hafa prófað svona tæki á sólar- ströndum Suður-Evrópu, aðrir séð þetta annarsstaðar. Þeir sem á annað borð hafa nokkuð gaman af akstri eða léku sér með leikfangabíla þegar þeir voru litlir/litlar hafa eins og ég fengið bakteríu sem ekkert fær úr því drepið. Þetta er hrein- asta form akstursánægju, „beint í æð." En þróun á sér stað í ein- földu deildinni eins og annars staðar. Flest-öll tilbrigði við grunnstefið hafa verið reynd og hér sést toppurinn í dag: Superkart. í Superkart er keppt í tveimur flokkum, 125 og 250 rúmsentimetra véla. Þér kann að þykja þetta litlar vélar, en hvað segirðu þá um að ná 230 kílómetra hraða með rassinn 5 sentimetra yfir jörðu? Já, þótt hestöflum vél- anna sé haldið í skefjum með því að banna Yamaha Power Vale og slíkt gefa tveggja strokka Rotax tvígengiskrílin (margar fleiri tegundireru not- aðar en Rotaxinn er algengast- ur) 65 til 70 hestöfl þegar allt passar saman. Dekkin eru með slitbana úrsvo mjúkuog klístr- ugu gúmmíi að það er hægt að hnoða milli fingra sér en samt horfði maður upp á þá spóla út annan og áfram í þriðja af 6 gírum! Þegar byrjaði að rigna var svo hægt að spóla að vild. Tveir af fremstu keppendun- um snerust og runnu samtímis eins og í æfðum dansi í dans- skóla út af beygju og skullu afturábak inn í hálmbaggana sem af forsjálni og reynslu hafði hafði verið komið þar fyrir. Keppnin var ein sú allra mest spennandi og ekta sem ég hef séð, hreinn og ómengaður kappakstur, eða eins og Steve Styrin, einn fremsti kartari heims orðaði það á sinni kok- andi ensku: „The cheapest and purest form of Racing, mon. that’s why I’m still in it.“ „Ódýrasta og tærasta form kappaksturs, m’ar, þess vegna er ég ennþá í þessu.“ Styrin tókst þó ekki að ná heims- meistaratitlinum að þessu sinni, fór útaf í úrslitunum, það hnoss hreppti Svíinn Lennart Bohlin á Zip Kart með Rotax. Keppendur í þessu spenn- andi móti voru frá mörgum löndum, öllum Vestur-Evr- ópulöndum og Bandaríkjun- um, en mest frá Frakklandi og Bretlandi. Kart hefur í gegn um tíðina verið fyrsta skref verðandi Ein-formúlunga í stiganum og mannaskipti eru ör. Sumir halda þó tryggð við Kartið þótt völ sé á að klifra „hærra,“ því þeim finnst ekki bjóðast neitt betra þótt meiri peningar rúlli annarsstaðar. Þannig er til dæmis um Lennart Bohlin sem ók gamla innrétt- aða rútubílnum sínum með tvo hjólasleða, vélar og vara- hluti með kunningjum sínum sem önnuðust viðhald heiman frá sér til Vestur-Frakklands. Ég horfði upp á úrbræddar vélar rifnar í frumeindir úti í rigningunni, skipt um steiktar legur og rifna sveifarása, allt sett saman og skellt í á mínút- um. Aðrir höfðu tjald, forhengi eða annað slíkt til að vinna í en andinn var allsstaðar léttur og góður, allir virtust reiðubúnir til að að aðstoða hver annan. Hvílík hátíð miðað við stressað, grimmt andrúmsloft- ið í kring um Formúlu 1 keppn- ir sem eru þegar allt kemur til alls ekkert skemmtilegri. Kart braut geta íslendingar komið sér upp fyrir lítið fé, og innkaup og rekstur Kart er ekki meiri en svo að hér gæti Fichtel & Sachs verksmiðjurn- ar vestur-þýsku eru leiðandi framleiðendur á gas- og olíufyllt- um höggdeyfum í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra bifreiða. Hjá Fichtel & Sachs sitja gæðin í fyrirrúmi, enda nota Mercedes Benz, BMW, SAAB, Volvo og nær 40 aðrir vandfýsnir bifreiða- framleiðendur Sachs höggdeyfa í bifreiðar sínar. Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa í algengustu gerðir evrópskra og japanskra fólksbíla. ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA ALLA FÁANLEGA HÖGGDEYFA í FÓLKS-, VÖRU- OG LANGFERÐABIFREIÐAR. ■w-NTJ EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI © ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA F Alki n n FYRIR SACHS HÖGGDEYFA SACHS SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 ■ Þeir hjá Mitsubishi eru að vonum stoltir yfir að hafa framleitt fyrsta al-japanska fólksbílinn - Model A árgerð 1917. ■ Þessari greinaröð er ætlað að sýna að japanskar bílaverksmiðjur eiga sér engu ómerkari sögu en aðrar, og bakgrunnur þeirra er þess virði að kynna sér. í stafrófsröð, hér er sú fjórða: Mitsubishi. Mitsubishi getur rakið ættir sínar allt aftur til 1870 þegar Ytaro Iwasaki stofnaði lítið útgerðarfyrirtæki, Tsuk- uma Shokai. Mjór er mikil vísir, því í dag er Mitsubishi stærsta fyrirtækja- samstæða Japans og teygir anga sína inn á nær öll svið mannlegrar starf- semi. Bíladeildin er tólfta stærsta fyrirtæki heims á sviði fólksbílafram- leiðslu, ofar ef vöru- og fólksflutningabílar eru taldir með. Á þeim uppgangstímum sem fylgdi í kjölfar Meiji endurskipulagningar- innar 1863 var megináhersla lögð á iðnvæðingu og aðrar framfarir í liinu vanþróaða Nihon. Yamanouchi fjöl- skyldan volduga lagði fé í Iitlu skipa- útgerðina hans Iwasaki árið 1873 og breyttist nafniö þá úrTsukumo Shok- ai í Mitsubishi Shokai. Mitsubishi þýðir þrír demantar og er dregið af merki félagsins sem sett er saman úr fjölskyldumerkjum Yamaouhi og Iwasaki ættanna. Mitsubishi þandist út og varð fljótt að einu að hinum fáu stóru „zaibatsu” sem ekki á sér alveg hliðstæðu á Vesturlöndum. „Za- ibatsu” var lausbundin keðja fyrir- tækja sem spönnuðu allt hugsanlegt sem starfa mátti við. Kjarni Zaibatsu- anna var banki og lánastofnun sem vakti yfir öngunum og hlúði að vexti þeirra. Með í hringnum voru verslun- arfyrirtæki sem sáu um að selja þann varning sem framleiðslufyrirtæki za- ibatsuins framleiddu og með þessari samtryggingu var hægt að taka þátt í hverju því sem peninga mátti græða á. Eitt af því töldu ráðamenn Mits- ubishi vera bílaframleiðsla. Árið 1917 hófst fyrsta fjöldaframleiðsla (á þeirra tíma mælikvarða) á japönskum bíl, Mitsubishi Model A. Það ævintýri endaði að vísu fljótlega og fólksbíla- framleiðslan lagðist niður til 1960. Flutningabílar voru auðveldari við- fangs og brýnni þörf fyrir þá. Vörubíl- ar Mitsubishi (undir nafninu Fuso) áttu þegar árið 1925 hlut í að endur- reisa Tokyo eftir Kanto jarðskjálft- ann mikla sem lagði borgina í rúst. Fyrsti vörubíll Japans með díselvél var líka Fuso ‘35 módel og á þessari reynslu byggir Mitsubishi Motors flutningabílaframleiðslu sína í dag. í Japan eiga þeir stóra sneið markaðar- ins og sækja á á útflutningsmörkuð- um.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.