NT - 21.03.1985, Blaðsíða 1

NT - 21.03.1985, Blaðsíða 1
markaður Reynsluakstur: Honda Accord • Superkart • Saga japönsku bílaverksmiðjanna: Mitsubishi • Mengunarvarnir 11. tölublað 2. árgangur Fimmtudagur 21.mars1985 Umsjón: Ari Arnórsson ■ Ekki verður af Fiero skafíð að hann lítur fallega út. ■ MR2 stendur fyrir Mid engine Runabout 2 seater, eða 2 sæta miðjumótors uinhlaupari í beinni snörun. Heimildir NT kveða hann vera sannan sportbíl í akstri. Sportbílar á hvers manns disk ■ Þaðvantarekkifjölbreytn- ina þegar úrval nýrra bíla er skoðað. Þó virðist endalaust vera hægt að finna nýjar glufur og gloppur og hanna nýja bíla sem fylla skörð í markaðnum. Háþekjubílar, fjórhjóladrifs- bílar, kraftabílar, ofurbílar, hvað næst? Ódýrir sportbílar. Það tók forráðamenn hönnunardeildar Pontiac mörg erfið ár að sannfæra GM vindilpúara á efstu hæðum að áætlanir þeirra um lítinn tveggja manna bíl eins og Fiat X '/> væru raunhæfar og seljan- legar. Á endanum hófst fram- leiðslan undir því yfirskyni að Fiero væri ekki sportbíll heldur „personal commuter", eigum við að segja „einstaklings snattbíll", og eftirspurnin varð margfalt fram yfir áætlanir. Vélin er þverstæð fyrir aftan ökumann og farþega, í ramma sem tekinn er óbreyttur með fjöðrun og öllu saman úr framdrifnu „X" bílum GM, Chevrolet Citation o.fl., bara þarf að skrúfa stýrisarmana fasta. f þennan litla bíl er 2,5 lítra vélarrúmtak yfirdrifið nóg ef vélin væri önnur en gamli „Járngreifinn", Kanar kalla hana „Iron Duke". Rúmtakið deilist niður á fjóra strokka í gamaldags hæggengri pott- járnsvél og þungur þreyttur puðarinn á illa heima í sportbíl þó hann standist allar mengun- arkröfur. Tvennt gerðist nú á sama tíma: Fiero fékk vél (2,8 lítra Chevrolet V6 með innspýt- ingu) sem betur hæfir: 140 hö. snúa nú afturhjólum 1211 kílóa þungs bílsins í stað 92. Með fylgja breytingar á fjöðrun til að færa aksturseiginleikana nær því senr ætlast er til af sportbíl með vélina í miðjunni. Annað: Fiero fékk keppi- naut sem fer nú um allan heim, bíl ársins í Japan. Frá öðrum stærsta bílaframleiðanda heims, Toyota sem meiri áherslu hefur lagt á algjört bilanaleysi en algjöra aksturs- eiginleika kemur MR2 eldaður eftir sömu uppskrift og Fiero og Fiat X 'A. Fyrir 3 vikum var í BNT sagt frá framdrifinni Corolla GT með 1600 rúmsm. vélina þverstæða fram í, um leið hönnuðu Toyotamenn annan með sama kramið knýr afturhjól MR2. Ameríkanar fengu hann á undan Evrópubú- um og segir Motor Trend áður en það blað valdi MR2 besta innflutta bílinn ’85: Hinn full- komni æfingabíll fyrir verð- andi kappaksturshetjur og fleira í þeim dúr. Evrópubúar taka MR2 með meiri stillingu, gaman verður að sjá hvar hann lendir í kosningunni um bíl ársins í Evrópu, hafandi tekið bæði heimalandið og Banda- ríkin. Betra býðst ekki sönnum ökumönnum fyrir um 700.000 kr. sem bíllinn myndi kosta hér. Af Fiat X'/v, forföður allra hinna er það að frétta að hann veröur endurreistur á næstunni sem Bertone X lA, losaður við klumbustuðarana sem lýttu hann svo mjög og gefinn gler- kúpull yfir afturendann. Það sem helst þurfti var meiri kraft- ur og lægra verð en hvorugt rætist. Ekki eru því horfur á aö Bertone X1/; veiti MR2 harða keppni nema á heimamarkaði þar sem japanskir bílar eru bannaðir. Hörð kcppni kentur fyrst þegar Mazda og Nissan senda út sínar útgáfur af framdrifs- kram-fært-afturí sporturum, það kostar ekki mikið þegar allt er til staðar í hillunum og aðeins þarf að hanna nýja boddýskel. Erfiðast verður að selja og framleiða nógu marga til að ævintýrið borgi sig, Fiat gafst upp á X'/) og konr honum á Bertone, hafði þá tapað stór- um summum. Toyota notar litla ótölvu- vædda verksmiðju til fram- leiðslu á MR2 og takmarkast framleiðslan við 60.000 eintök á ári. Ef Ameríkönum líkar útlitið verður það allt of lítið eins og Pontiac konrst að þegar 100.000 btla ársframleiðslan af Fiero seldist upp fyrir mitt árið í fyrra. Því miður er gengi dalsins svo óhagstætt að verðið hér yrði svinrandi hátt, og hefur umboðið, Bílvangur, því ckkert hugleitt innflutning P. Samúelsson, Toyota umboðið sér heldur ekki stóran markað fyrir sinn, en reynist nægur áhugi er hægt að flytja nokkra inn. Fiat umboðiö getur boðiö Bertone X 'A seinna á árinu en þar er hætt við að sama verði upp á teningnum, of fáir sem vilja leggja fé sitt í tveggja sæta miðjumótorssportbíla án al- mennilegs farangursrýmis. Það að þeir eru nú fram- leiddir er þó úppörvun, og áskorun til njótenda góðra bíla. AA WMGIobusn Lágmúla 5, Keykjavik, síini 81555. © © (X Bílasala Garðars Borgartúni 1 sími: 19615 © Mercedes-Benz RÆSIR HF Skúlagötu 59. Simi 19550 bilcS © BILA-OG VELASALAN HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 2-48-60 © M BILASALA HINRÍKS SÍMI93-1143 AKRANESI © JOFUR HF NYBYLAVEGI2 KOPAVOGI SIMI 42600 © © BHVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 © BÍLASALA SELF0SS © BILABORG HR Smiðshöfða 23 sími 812 99 Arnbergi Sími 99-1416.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.