NT - 21.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 21.03.1985, Blaðsíða 7
■ Svona á að nota útileguborð - til þess að geyma á bíla inni í tveggjamanna tjaldi. Takið eftir felgunuin - þær eru úr plasti... þetta blómgast. Ekki bara á sumrin. Norðurlandabúar keppa enn meira á veturna og þá á ísilögðum vötnum með ísgadda. Þar er eitthvað fyrir áhorfendur. AA Myndir og texti: Ari Arnórsson Fimmtudagur 21. mars 1985 7-Blaðll ■ Kart keppandi tyllir scr í plast skelina sem heldur honum á pínulitlum hjóiasleðanum. Að skondra hringinn í kring um ósle'tta Circuit Bugatti brautina í Le Mans á allt yfir 200 kílómetra hraðaí ausandi rigningu... er nokkuð skemmtilegra til, ha? ■ Ef rignir fær maður sér bara regnhlíf til að skýla bílnum sínum. Saga japönsku bílaverksmiðjanna: Mitsubishi Seinna stríðið varð afdrifaríkt fyrir „zaibatsuin" Mitsubishi, Mitsui, Sumit- omo og fleiri. Hernámslið Amerík- ana braut þau upp í smátt og bannaði með lögum í krafti einokunarlaga. Svo stórar og voldugar samsteypur gátu haft allt of mikil áhrif töldu Ameríkanar. Þegar þeir slepptu hendi sinni af Japan leið ekki á löngu þar til Mitsubishi Aircraft, Mitsubishi Shipbuilding og Mitsubishi Heavy Industries sameinuðust í eitt undir nafni þess síðastnefnda. Út frá því bákni var bíladeildin klofin 1970 og Mitsubishi Motors Co. stofnað. Um leið byrjaði útflutningur fyrir alvöru með fyrsta Galantinum. Fólksbílaframleiðslan hafði hafist áratug fyrr (ef frá er talinn Model A) Með Mitsubishi 500, skrípilegum rassmótor smábíl í anda áætlana ríkis- ins um bíla handa almenningi. Minica með vél fram í fylgdi 1962, Colt 1000 tók við af Colt 600 1963, 1964 var Debonair hannaður fyrir flutning á fyrirfólki og embættismönnum. 1973 kom svo bílinrf sem setti Mitsubishi meðal hinna stóru, Lancer. Tveim árum áður keypti Chrysler Corp. hlut í MMC og útflutningur til Bandaríkj- anna hófst. Chrysler á nú 15% hluta- fjár í MMC (MMC á hlut í Chrysler á móti) og bílar Mitsubishi voru seldir sem Dodge og Plymouth. Ákveðið hefur verið að hætta þeirri iðju, og MMC byjaði að koma sér upp eigin söluneti í Bandaríkjunum 1981, en enn má t.d. fá Mitsubishi Starion sem Plymouth Conquest ef menn vilja frekar kaupa ameríska bíla en jap- anska þótt enginn munur sé á jDeim tveim nema nafnið. Mitsubishi Motors er eins og Su- baru deild í risastórum hring og hefur það auðvitað áhrif á starfsemina. Allar meiriháttar ákvarðanir þurfa að fara upp í gegn um valdapýramída og framkvæmdin aftur niður eftir honum öfugt við t.d. Honda sem vegna ■ Mizushiina 1946. Þríhjól svipuð þessu unnu mikið starf við endurreisn Japans eftir seinna stríðið. „lárétts“ stjórnkerfis síns getur tekið ákvarðanir fljótar en risafyrirtæki. Á móti kemur að fjárráð og styrkur er nær óþrjótandi og flýtir fyrir þegar ráðast þarf í stórræði að hafa beinan aðgang að fjármagni í gegn um Mits- ubishi Bank (sem meðal annars hefur lánað íslenska ríkinu stórar summur í gegnum tíðina). Það má segja að „zaibatsu" kerfið hafi verið endurvakið enn voldugra en áður, og stefnan er alltaf.sú sama: stækkun, útþensla. Hingað til hefur Mitsubishi hringnum tekist það vel, og enn meira áberandi verður að vegna hinnar óvenjulegu stefnu að nota sama nafnið á allt frá blýöntum til risaolíuflutningaskipa, geimflauga og vatnsaflsvirkjana (sbr. Kröflu). Vesturheimskir aðhringir eru yfirleitt í miklum feluleik með starfsemi sína og eru skipulagðir þannig að miðfyr- irtækiðsem á að raka saman fé í vasa einstaklings eða einstaklinga á dótt- urfyrirtæki sem eiga dótturfyrirtæki o.s.frv. Mitsubishi, Mitsui, Fuji. Sumitomo og fleiri eru skipulögð röð eða hringur og fer arðurinn jafnóðum út í starfsemina í stað þess að safnast á einhvern einn Howard Hughes eða Rockefeller til kaupa á spönskum miðaldaköstulum og fiskivötnum í Skotlandi. Þess vegna er andstaða almcnnings ekki merkjanleg við þessi nýmóðins Zaibatsu, þau hugsa líka vel um sína. Mitsubishi er í rauninni lítið félag ■ Gamli seigi Lancerinn opnaði leiðina inn á útflutningsmarkaðinn. innan þjóðfélags með sína eigin skóla, heilbrigðisþjónustu, bað- strendur og annað sem tilheyrir til afnota fyrir starfsfólk sitt. Bílarnir hafa verið einir sterkustu og bilanafríustu af níu bílategundum Japans, enda einfaldir. Enginn Mits- ubishi sem nú er boðið upp á er þó eldri en frá 1982. Mitsubishi vill fá á sig orð fyrir framþróaða tækni og beitir þar helst fyrir sig afgasforþjöppunni. Mark- miðið er að allir Mitsubishi bílar fáist með forþjöppu að vild og munar má segja engu að það standist í dag, meira að segja 550 rúmsentimetra krílið fæst útbíaður í Turbo merkjum fyrir þá Japani sem vilja skera sig úr öllum hinum skattspörurunum. Með nýjabruminu hefur skærasti glansinn nuddast af tískuorðinu Turbo en það verður tryggur förunautur MMC inn í framtt'ðina, á þessu ári er von á forþjöppum með keramik spöðum (auðvitað framleitt af einu Mitsubishi fyrirtækjanna) og fleira nýtt er í bígerð innan þessa stóra hrings. Þótt salan á heimamarkaði gangi illa núna sem (kennt er um að aðalbílarnir Tredia og Cordia séu ekki nógu spennandi fyrir japanskan almenn- ing, er framtíðin ekki annað en trygg. Umboðið á íslandi hefur Hekla hf. ásamt VW-Audi og Austin-Rover. AA Fyrsta díselvélhjólið ■ Indverjar eru sér á parti í farartækjaframleiðslu. Þar í landi er komið á markað mótorhjói með einsstrokks loftkældri 350 rúmsentimetra - díselvél. 7 hestöfl telst þessi einstaka vél framleiða með viðeigandi látum, en á móti kemur að eyðslan nemur um einum lítra af hráolíu á 100 kílómetra. Tankurinn tekur 15 lítra, svo möguleiki á að vera að komast 1.500 kílómetra á tankinum. Það er sko heimsmet... SCANIA 815 1977 Finnskt Delta Plan hús. Svefn- sæti fyrir 41. M.BENZ 1319 1980 Yfirbyggður hjá Þingvallaleið. 41 manns. SCANIA 110 1973 Sindra pallur 5.85. Góð dekk. VOLVO N10 1977 Upptekin vél. Nópa pallur 5.20 Gæti verið með nýjum palli. M. BENZ 1419 1974 M.BENZ 113 1974 360 vel. Ný dekk. 54 manna. 352 vél. Sterkt hús. 32 manna. MITSUBISHI ROSA 1980 Ekinn 74 þús. km. Ný dekk. 20 manna. STEYPUDÆLUBÍLL M.Benz 808 1972. 14-15.5 m. Bóma- Wibo 1114 dæla VOLVO F10 1978 Nýupptekin vél. Pallur 5.30. rúmmetra steyputunna. VOLVO F610 1982 Ekinn 60 þús. km. Ný dekk. Borgarneskassi 6 m. BILA-OG VELASALAN HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 2-48-60

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.