NT - 21.03.1985, Blaðsíða 3

NT - 21.03.1985, Blaðsíða 3
ABÓT ■ Ventlalokið er fallegt fyrir augað með upphleyptum stöfum: Honda 12 Valve. Eins og vant er í japönskum bilum er rúmt um vélina og gott að komast að. Fimmtudagur 21. mars 1985 3-Blaðll Mengunarvarnir í íslenska bíla? ■ Mengunarvarnir er eitt aðal umræðuefnið í Evrópu þessar vikurnar. Bílum er kennt um hið súra regn sent brennir skóga Evrópu niður hægt og bítandi. Allir kcpp- ast við að setja bíla sína á ntarkað með „mengunar- kút“, kút sem með hita og eðalmálma sent hvata breyta skaðlegum efnunt í afgasittu í ó-eða lítt skaðlega. Kútur- inn hækkar verð bílanna, vélarorka minnkar í flestum tilfellum og eyðsla eykst, en eitthvað verður að gera. Þjóðverjar ætla að ganga á undan löndunum allt í kring og skylda notkun mengunarkúta frá 1986, get'a þeim skattaafslátt sent útbúa eldri bíla sína nteð mengun- argræjunt og fleira. Ekkert blý má vera í bensíni „Kat" - bílanna sem Þjóðverjar nefna svo (stytting úr Katal- ysator) því þá stíflast og eyðilcggjast kútarnir, en nteinið er að blýlaust bensín er illfáanlegt í Evrópu. Suntir draga upp dökka mynda af hinni hefðbundnu Ítalíuferð þýskrar fjölskyldu, þannig að við landamærin þurfi að leggja nýja bílnunt og labba niður að strönd þar sem ekki fæst rétt bensín á Ítalíu. En hvað um okkur íslend- inga, kemur ntengunarvarn- arlöggjöf á bílana eins og reykingafólk, og þurfunt við að fara að kaupa og hirða mengunargræjur? Svcinn Ingvarsson hjá Bifreiðaeftirliti Ríkisins sagði enga hreyfingu í þá átt. Enginn hefði lýst áhuga á þessu, enda er ntengun frá bílum ekki vandamál sé hún ekki verri en nú. Fylgst er með þróuninni enda fara evrópskir bílar bráðum að koma svona útbúnir. Vinir vorir Tékkar þutfa að hugsa sig betur um, hjá þeint er skógardauði ekki minna vandamál sumsstaðar en annarsstaðar í Evrópu. Fyrstu hreinsikútaútbúnu Skodarnir koma frá þeint í ár og skref fyrir skref munu tékkneskir bílar verða þannig, ekki þó fyrr en 1990 í fyrsta lagi. Sovétmenn eru í sömu stöðu að útflutnings- markaðirnir krefjast meng- unarvarna en þar standa þeir betur að vígi vegna þess að þeir hafa flutt Lödurnar sínar á Kanadamarkað mcð meng- urnarhreinsikútum. „Alljr eru að gera það, allir eru að gera það,“ nenta við og megum prísa okkur sæla fyrir það. A.A. búnar og ekki út í bláinn. Það sannast af því að fleiri fylgja dæmi þeirra. Toyota og Mitsubishi nú þegar og fleiri á næstunni. Accordinn hóf göngu sína árið 1976 að mig minnÍBsem „meðallítill" bíll, og þrátt fyrir ýmsar breytingar, skott aftan, nýtískulegan framenda, betri innréttingu, meiri útbúnað, stærri vél o.s.frv. er bíllinn jafn stór og áður. Fyrir ökumann og framsætis- farþega er ekki yfir neinu að kvarta, sætin eru líka mikið stillanleg en svo dýr og vel útbúinn bíll og Accord EXR er á maður von á að bjóði betra rými fyrir þá sem aftur í sitja. For- stjórinn ekur Accord sjálfur, frekar en að sitja afturí. Úr þessu verður bætt seinna á árinu þegar Honda HX (um nafnið er ekki vitað ennþá) kemur á markaðinn. HX verður mun stærri en Accord og loksins þá verður hægt að fá hina frægu V6 vél sem byggð er á Formúlu kappasktursvél- inni. Samstarf við hönnunarvinnuna hefur verið náið við Austin-Rover ríkisverksmiðjurnar i Bretlandi og sjá þær um framleiðslu fyrir EBE löndin í stað núverandi Rover 3500. Fyrir Honda verður HX hrein viðbót og teygir arminn inn á veiðilendur Mercedes-Benz 260E, BMW 528i og Audi 200. Þangað til heldur Accord- inn áfram að narta neðan í þann markað, en eiginlega er hann á sínum skika, fremur lítill og sparneytinn en útbúinn og hagar sér eins og stærri bíll. Fyrir þær 723.000 krónur sem prufubíllinn okkar kostaði fást ýmsir bílar en engir alveg sambærilegir. Verðið háir Hondum í sölu hér á íslandi, en það á eftir að lagast. Víst er um það að fyrir peningana fær maður þann japanska bílinn sem líkastur er evrópskum í hönnun, Civic línan, nýjasta útspilið, er eitt besta dæmi um frumleika í bílahönn- un. Þrátt fyrir nýjar hugmyndir og nýtískulegt útlit leggja Hondamenn gífurlega áherslu á að bílar þeirra líti ekki bara út fyrir að vera vandaðir, það hefur unnið þeim ófáa kaupend- ur, heldur verði þeir að vera vandað- ir. Gæðaeftirlit er strangt og frá- gangurinn er fyrsta flokks. Sama má segja um skiptingu 5 gíra kassans, stöngin flýgur milli gíra án fyrirstöðu eða hljóðs. Auðvitað er fáanleg sjálf- skipting ef menn vilja, en heldur vildi ég halda gírskiptingunni mér til ánægju. Já, það er ekki bara verðið sem er við hæfi forstjóra, sumir kalla Hondu japanska Bensinn þótt það sé langt gengið. Vilji menn minnka við sig án þess að missa þægindabúnað er Acord EXR sá rétti. AA. Ford Fiesta er vandaour og rúmgóður bíll með nýtískulegt útlit. Hann er framdrifinn og býður upp á góða aksturseiginleika. Góð þjónusta og lítill rekstrarkostnaður hafa haldið Ford Fiesta í hærra endursöluverði en þekkist um sambærilega bíla hér á landi. Nú bjóðum við hinn sívinsæla Ford Fiesta á verði sem erfitt er að líta framhjá. Aðeins kr. 289.000.- SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.