NT

Ulloq

NT - 23.03.1985, Qupperneq 2

NT - 23.03.1985, Qupperneq 2
Lútur, lakk eða málning Rætt við Þórhall Jónsson verslunareiganda um meðferð á panel ■ Umárabilhefurþaðverið tíska að klæða veggi og loft húsa hér á landi með panel. Fólk hefur sóst eftir að hafa hreinan við í híbýlum sínum, það hefur skapað hlýjan og notalegan blæ. Því eru það margir sem hafa farið út í að lakka panelinn í þerri trú að einungis á þann hátt sé hægt að halda sérstæðum blæ hans og að öll þrif verði auðveld- ari. Þetta hefur orðið sérís- lenskt fyrirbæri. Þórhallur Jónsson eigandi verslunarinnar Hústré hefur aðrar hugmyndir um hvernig á að meðhöndla panel. Blað- ið snéri sér til hans og fékk að heyra skoðanir hans á þessu máli. Lúturinn „Ég er undrandi á öllu þessu lakkstandi hér á landi eftir að hafa séð hvað nágrannaþjóðir okkar gera við panelinn. Ég var staddur á stórri byggingar- vörusýningu í Danmörku. Þar voru margir framleiðendur með panel til sýnis. Það var ekki einn einasti sem sýndi vöru sína lakkaða. Ég var undrandi á þessu og spurði hvers vegna ekkert væri lakkað. Þá ráku menn upp stór augu og spurðu hver annan hvaðan þessi maður væri eigin- lega. Stór hluti af panelnum á sýningunni var, eins og Danir segja „lutbehandlet". Það þýð- ir að borinn var á hann sápulút- ur.hann er gerður á einfaldan hátt. í einn lítra af vatni eru sett 100 grömm af grænsápu og ein matskeið af glusseríni. Það á að nota fasta grænsápu ekki fljótandi sápu, því þá verða hlutfölin önnur. Þessa aðferð hafa nágrannaþjóðir okkar notað í langan tíma. Hver einasta kerling þekkti aðferð- ina, þetta var bara eins og að setja sápuvatn í skúringarföt- una. Það sem sápulúturinn gerir fyrir viðinn er að draga úr litbreytingum í honum. Hann verður eins og vaxborinn,1 mattur og hlýr. Ég hef kómið í nærri tvö hundruð ára gamalt hús í Holmenkollen í Noregi þar sem allir veggir voru sápu- þvegnir. Ég spurði.getur þetta verið gamalt? Þetta er allt svo hreint og þó ólakkað. Veggirn- ir höfðu verið sápuþvegnir í öll þessi ár. Glusserínið er galdra- efni fyrir viðinn og það er keypt í apótekinu um leið og asprínið. öfgar hér á landi Öfgarnar eru miklar hér á landi. Ef viðurinn er ekki lakk- aður er bara ekkert gert fyrir hann. Ég segi oft við fólk, það versta sem þú gerir er að gera ekkert. Þurrt tré er eins og þerriblað, það dregur allan skít í sig. Og ef menn ætla að þrífa það eftir einhvern tíma, þá þýðir það að hefla tréð niður og það er vonlaust. Þá er nú árans lakkið betra. En ef veggurinn er lakkaður í upp- hafi getur maður ekkert breytt honum. Viðurinnhelduráfram að roðna þótt búið sé að lakka hann. Það verkar eins og glerplata sé sett yfir viðinn, hann heldur áfram að roðna fyrir það. Þegar sápulúturinn með glusseríninu er notaður er eins og viðurinn taki á sig endan- lega mynd. Það verkar þannig að það eins og flýtir fyrir að viðurinn eldist, flýtir því að nýjabrumið fari af viðnum. Lútur með kalki Á markaðnum er til sápulút- ur með kalki eða krít í. Þegar hann er settur á við kemur fram eins konar hvít slikja. En það eru ekki allir sem óska eftir því að panelinn verði aðeins hvítur í upphafi. Og því spyr ég: Getið þið ekki bara gert þetta sjálf með sápulút. Að fá hvíta blæinn á er þá hægt Ný málningarvöruverslun: Litahúsið ■ Um mánaðamótin jan/febr. opnaði ný málningarvöruverslun að Hringbraut 119 í Reykjavík við hliðina á JL matvörumark- aði. Hin nýja verslun sérhæfir sig í sölu á málningarefnum frá málningarverksmiðjunum Int- ernational paint í Svíþjóð. í fréttatilkynningu frá Daníel Þorsteinsson & Co. h/f sem er eigandi verslunarinnar segir meðal annars: Framleiðslulína verksmiðjunnar spannar yfir öll svið málningar, frá flóknustu kerfum til varnar gróðri og ryði á botnsúð skipa til áferðarfalleg- ustu innanhússmálningar. Með- al nýjunga má nefna plastmáln- ingu, sem hefur innbyggðan herði í ákveðnum styrkleika sem gerir blöndun auka herðis í lokaumferð óþarfi. Markmið verslunarinnar er að bjóða viðskiptavinum sínum fyrsta flokks vöru á lægsta mögulega verði. Þessu hyggjast forráðamenn verslunarinnar ná með hagkvæmum innkaupum og milliliðalausum innflutningi. Þess má geta að á undanförn- um árum hafa yfir 200 skip og bátar frá trillum til togara fengið meðhöndlun í skipasmíðastöðv- um landsins með International BWA vinil botnmálningu, sem útgerðarmenn þekkja sem gráu botnmálninguna. Verslunarstjóri hinnar nýju verslunar er Friðrik Wendel og nafn verslunarinnar er Lijahús- ið. Hún mun nú yfirtaka póst- kröfuþjónustu í International málningu, og getur því fólk á landsbyggðinni sett sig beint í samband við Litahúsið í síma 91-16550 og fengið senda þá málningu sem pöntuð er sam- dægurs og ókeypis á flutninga- miðstöð í Reykjavík. Litahúsið er opið daglega frá 9-6, föstudaga 9-7 og laugardaga 9-4. VERSLANIR - KAUPFÉLÖG Yinnusvuntur fyrir húsasmiði og aðra iðnaðarmenn LEÐURVINNUSTOFAN V0GALANDI6 simi 83140 Má benda þér á góðan kost? Ef þú vilt taka á leigu eða kaupa álvinnupall á hjólum, komduþáeða hringdu í okkur. Barnapeysa úr Marino Stærð: 104-110 cm. Efni: 3 hnotur Zareska Marino lit nr. 57, dekkra turkís, 2 hnotur Zareska Marino iit nr. 56, Ijósara turkís og 2 hnotur Zareska Marino litur nr. 30, hvítt. Prjónar: 1 hringprjónn nr. m og 1 hringprjónn nr. 4. Bak: Fitjið upp 62L. með dekkra turkís á prjóna nr. 3ió. Prjónið 5 cm 1L. slétt og 1L. brugðin. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 og aukið um leið út um 6L. Þá verða á prjónin- um 68L. Prjónið nú slétt prjón. Til að skifta stykkinu niður í mynsturliti er fyrsti prjónninn prjónaður þannig: P rjónið 10L. í ljósara turkis cn 58L. í dekkra turkís. Mynstrið er síðan þannig að Ijósari turkísliturinn er auk- inn út urn 1L. í annarri hverri unrferð þangað til jafnmarg- ar L. eru af hvorum lit á prjóninum. Þá er byrjað á hvíta litnum og eru. fyrst prjónaðar 2L. af honum og aukið út um 1L. báðum meg- in í annarri hverri umferð. Því er haldið áfram stykkið út. Nú er prjónað í mynstri 24 cm en þá er fellt af báðum megin fyrir handveg 3L. Prjónið síðan þangað til stykkið mælist 40 cm. Fellið laust af. Framstykki: Það ui- að eins og bakið j <' til búið er að fella íyrir handveg. Þá eru prji . )ir 8 crn og síðan felldar al : íL. í miðju fyrir hálsmáli. Prjónað upp sitt hvoru megin þangað til stykkið mælist 40 cm. Fellt laust af. Ermi: Vinstri ermin er prjónuð í dekkra turkís og hvítu en sú hægri er prjónuð í Ijósara turkis og hvítu. Fitjið upp með prjónum nr. 31/2 í turkís 36L. Prjónið 4 cm. 1L. slétta og 1L. brugðna. Skiftið yfir á prjóna nr. 4 og aukið út um 8L. Þá eru á prjóninum 44L. Prjón- ið síðan slétt en aukið út um 1L. báðum megin í 6. hverri umferð þangað til 66L. eru á prjóninum. Þegar ermin mælist 18 cm er byrjað á mynstrinu. Þá eru 2L. á miðj- um prjóni prjónaðar í hvítu og hvíti liturinn aukinn út um 1L. sitt hvoru megin í annarri hvorri umferð erm- ina út. Prjónið þangað til ermin mælist 36 cm. Fellið laust af. Prjónið hina ermina eins en í hinni litasamsetn- ingunni. Frágangur: Saumið saman axlasaumana. Takið nú upp meðfram báðum hliðum í hálsmálinu og í bakinu eins margar L. og hægt er. Prjón- ið 1L. brugna og 1L. slétta í um það bil 10 cm. Fellið frekar þétt af. Saumið n iður kragann á misvíxl og gætið þess að strekkja ekki of mik- ið á. Saumið nú ermarnar í og síðan hliðarsaumana. Þvoið nú peysuna upp úr \olgu vatni og leggið á st> kki.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.