NT

Ulloq

NT - 23.03.1985, Qupperneq 4

NT - 23.03.1985, Qupperneq 4
n 7. tbl. mars 1985 4 — Blað II ÁBÓT Mataruppskriflir fyrir hrútsmerkið 21.mars-20. apríl ■ Hrúturinn er fyrsta merkið í stjörnumerkjahringnum. Þeir sem fæddir eru undir hrúts- merkinu þjást oft af höfuð- verk, andleysi og taugakrampa í höfði. Þeir geta líka haft maga- og nýrnavandamál. En að öllu jöfnu eru þeir heil- brigðir og kraftmiklir einstakl- ingar en geta samt verið fljótir að skipta skapi. Fæðingasalt hrútsins er fos- fór og þurfa þeir að huga að vöntun á því. Vöntun á fosfór getur leitt til þess að sá sem þjáist af henni geti orðið upp- stökkur og andlaus. Matur sem er ríkur af fosfór er fyrst og fremst tómatar, rauðrófur, selleri, grapeávöxt- ur og epli. Hrútarnir kunna venjulega best við einfaldan mat. Öðru hverju hafa þeir þörf fyrir að narta í mat allan daginn og til þcss að reyna að hamla gegn þessu þurfa þeir góðan morg- unmat og hitaeiningasnautt mataræði. Aspargus, blómkál, hvítkál, gulrætur og jarðarber eru mjög góðar matartegundir fyrir hrútinn og mjög vinsælar af þeim. Eins og að ofan er skráð er auðséð að hrútar ættu ekki að fá fitandi mat þar sem þeir eiga á hættu að fitna. Nokkrir hrút- ar eru þó þekktir fyrir að vera öfgafullir í líkamsþjálfun og halda sér í mjög ströngum matarkúr. Maðurinn í þessu merki get- ur verið mjög ákveðinn í sam- bandi við mat, til dæmis vill hann venjulegasafaríkar steik- ur. Menn og konur í þessu merki vilja blóðsteikt kjöt og helst grillað ef hægt er. Hrútasalat 1 epli 1 selleri 1 tómatur Vt hvítkálshöfuð 3 msk sólblómaolía 1 msk eplaedik -safi úr Vi sítrónu salt og pipar Blandið olíu, ediki, sítrónu- safa og kryddi vel saman í salatskálinni. Rífið hvítkálið gróft,skerið selleríið í þunnar sneiðar, skerið eplið í litla teninga og blandið þessu öllu vel saman. Skreytið með tó- matbátum og persillu ef hún er til. Rækjur og aspargus í hvítri sósu 120 gr. rækjur 1 lítil dós aspargus ögn af múskati, salt, pipar 60. gr. smjör 4 dl. mjólk 2 msk. rjómi paprika Látið renna af rækjunum og aspargusnum og leggiö í lög í ofnfast mót og þekið með ál- pappír og látið í meðalheitan ofn. Bræðið smjörið í litlum potti, bætið út í hveiti, sjóðið í 2 mínútur, hrærið vel í á meðan. Látið pottinn aftur á hitann, hrærið stöðugt í, látið suðuna koma upp og sjóðið í 4-5 mínútur. Bætið út í rjómanum og kryddið. Takið rækjurnar og aspagusinn út úr ofninum hellið sósunni yfir og straíð yfir með papriku. Berið fram heitt. Það má nota safann af aspargusnum út í sósuna ef vill. Grænmetissúpa 2 msk sólblómaolía 1 meðal gulrót 1 msk kurluð bygggrjón (eða hrísgrjón) 1 selleri 1 meðalrófa 1 stór tómatur vöndur með kryddjurtum (timian, persillukvistur og lár- viðarlauf) 1 laukur 1 líter kjötsoð salt, pipar rifinn ostur Saxið laukinn frekar gróft og brúnið í fáeinar mínútur í súpupotti við meðalhita. Sker- ið niður gulrætur, selleri, tó- mat og blandið saman við lauk- inn. Bætið útí soði, kryddvendi og byggi. Látið suðuna koma upp og látið malla í % klst. Fjarlægið kryddvöndulinn, kryddið eftir smekk og berið fram með rifnum osti. Grilluð steik á steiktu brauði 4 sneiðar nauakjöt 5 cm, þykk- ar 250 gr gulrætur 250 gr sveppir 120 gr smjör 4 tómatar. 4 kringlóttar brauðsneiðar 2 cm, þykkar Snyrtið til kjötsneiðarnar ef með þarf og penslið. með olíu áður en þið grillið. Skrapið og skerið gulræturnar langsum og sjóðið í söltuðu vatni. Þvoið og þurrkið sveppina en afhýðið þá ekki, skerið aðeins af það neðsta af stilkunum. Steikið þá síðan í smjöri þangað til þeir eru mevrir. kryddið þá eftir smekk. Gerið kross með litlum hníf neðan í hvern tómat. Leggið þá uiulir grillið 5 mínútum áður en bvrjað er að grilla kjötið. Látið aðeins brætt smjör á hvcrn tómat. Grillið tómatana þangað til þcir eru meyrir. Grillið kjöt- sneiðarnar í 6 mínútur á hvorri Marengs-ánægja 9 marengskökur 250 gr frosin hindber eða jarð- arber 1 lítil dós ananashringir V* I rjómi safí úr Vi sítrónu appelsínuhlaup úr ‘AI af safa 1 msk matarlímsduft Skerið 5 marengskökur í litla bita. Látið til hliðar 4 góð ber til að skreyta með, skerið ananasinn í smábita, þeytið rjómann. Látiðlagaf hindberj- um í glerskál eða falleg vínglös og hellið yfir aðeins sítrónu- safa. Látið síðan lag af mar- engs og að síðustu lag af anan- as, ýrið sítrónusafa yfir hvert lag. Bræðið matarlímsduftið í dálitlu heitu vatni við lítinn hita þangað til það er alveg gagnsætt, bætið þá út í appels- ínusafanum. Látið standa í ísskáp þangað til hlaupið er alveg stíft. Sprautið þeyttum rjóma yfir og skreytið með afganginum af marengskökun- um sem eru skornar í tvennt og hindberjunum. hlið. Steikið brauðið á báðum hliðum í smjöri þangað til það er vel brúnað og stökkt, setjið það síðan á heita diska með kjötinu ofan á. Skreytið með tómötunum, sveppunum og gulrótunum, stráið yfir með saxaðri persillu. Berið strax fram vel heitt. í 6 klukkutíma. Fleytið ofan af ef froða myndast. Bleytið stykki í köldu vatni og vindið það. Síið soðið í gegnum stykkið í annan stóran pott. Látið út í eggjahvíturnar og mulda eggjaskurnið, þeytið rösklega þangað til soðið er farið að sjóða. Hættið að þeyta, minnkið hitann og látið malla í 30 mínútur eða svo þangað til eggjahvíturnar mynda lag efst á soðinu. Hreyf- ið alls ekki við þessu lagi. Vindið hreint stykki í köldu vatni og leggið stykkið yfir sigti. Haldið aftur eggjahvítu- laginu með sleif á meðan soð- inu er hellt yfir sigtið. Reynið um það bil 1 matskeið af soði eða svo í eggjabikar og látið í ísskáp í dálítin tíma til þess að sjá hvort soðið hlaupi. Ef það hleypur ekki þarf að sjóða það meira niður til þess að það hlaupi. Að öðru leyti er farið eftir uppskriftinni hér að ofan. Aðalréttur Fyrir nautasteikur eru keyptar tvær sneiðar af innan- lærisvöðva um það bil 5 cm þykkar. Þurrkið kjötið vel með röku stykki og snyrtið til ef með þarf. Kryddið eftir smekk og grillið kjötið í 5-6 mínútur á hvorri hlið. Hitið 2 msk. af koníaki í mjög litlum potti, fjarlægið kjötið af grillinu og leggið á mjög heitan disk. Hellið heitu koníakinu yfir kjötið og kveikið í því með eld- spýtu þegar það er borið fram Búið til grænt salat á venjulegan hátt með olíu, ediki og salti og pipar eftir smekk. Afhýðið 1 kgafgóðum kartöflum, látið í pott með frekar litlu vatni ásamt 1-2 tsk af sítrónusafa, 1 mola af mola- sykri og smávegis piparmintu. Sjóðið þar til þær eru meyrar. Eftirréttir Jarðarberin eru útbúin þannig að ef notuð eru frosin jarðarber eru þau afþídd og þau þurrkuð varlega með votu stykki. Ef notuð eru niðursoð- in ber er safinn sigtaður frá og þau þurrkuð. Leggið jarðar- berin á glerdisk, stráið yfir 1 msk af flórsykri og hellið þar yfir 1 litlu glasi af rauðvíni. Látið standa í ísskáp í um það bil 1 klukkustund. Afmælismatseðill hrúta Hleypt kjötsoð með ístening- um Logandi nautasteik með grænu salati Jarðarber í rauðvíni Vin: Chateau Canternerle Forréttur Ódýrasta og fljótlegasta að- ferðin til að búa til hleypt kjötsoð með stuttum fyrirvara er að kaupa dós af kjötsoði af góðu vörumerki, hita það og láta það standa í ísskápnum í 12 tíma til að láta það hlaupa. leggið ísteninga í súpuskál, látið hleypta kjötsoðið ofan á og berið strax fram. En svo kemur hér uppskrift af góðu soði sem hægt er að hleypa. 1 kg nautakjöt skorið í bita, 1 kg nautabein söguð í litla bita, 2 grísafætur, 2 lítrar vatn, 2 stórir laukar skornir í tvennt, afhýðið þá ekki, 3 gulrætur skornar í tvennt, 3 selleristilk- ar skornir í tvennt, 1 púrra skorin í tvennt, 10 piparkorn, 8 negulnaglar, 1 lárviðarlauf, 1 kvistur timian, 2 eggjahvítur léttþeyttar, 2 eggjaskurn þurrkuð hrein og mulin. Setjið allt í stóran súpupott nema eggjahvíturnar og eggjaskurnið. Látið suðuna koma upp, minnkið hitann og látið malla mjög rólega án loks

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.