NT - 23.03.1985, Síða 10

NT - 23.03.1985, Síða 10
l n 7. tbl. mars 1985 10-Blaðll 7. tbl. mars 1985 11 — Blað II LlL I iiL ■ Álafoss hf. er gamalt og gróið fyrirtæki í íslenskum ullariðnaði stofnað árið 1896. Alls kyns ullarvörur eru fram- leiddar í verksmiðju þess í Mosfellssveitinni. Framleiðsla á gólfteppum hófst þar fyrir rúmum tuttugu og átta árum og stendur enn þrátt fyrir harða samkeppni við innflutt teppi. Einar Egilsson er verslunar- stjóri teppadeildar í Álafoss- versluninni að Vesturgötu 2 hér í Reykjavík. í greininni hér á eftir skýrir hann frá hvernig framleiðslu gólfteppa er háttað, þróuninni og hvaða gerðir eru nú á boðstólum í versluninni. Ennfremur segir hann sögu þessa merkilega húss sem verslunin er staðsett í. íslensk ull Framan af voru íslensk gólf- teppi svo til einráð á mark- aðnum og höfðu litla sem enga samkeppni. enda voru fimm gólfteppaverksmiðjur starf- andi hér. Fyrir um tólf árum síðan fór að hefjast verulegur innflutningur á erlendum gólf- teppum og þá fór samkeppnin að harðna.Otlendu teppin voru úr gervieínum eða gerviefna- ■ Einar Egilsson verslunarstjóri í gólfteppadeildinni NT-mynd: Sverrir Séð út um borgarhliðið. Hlaðni veggurinn er hluti af gömlu undirgöngunum. NT-mynd: Sverrir blönduð og því mikið ódýrari en íslensku ullarteppin. í upp- hafi voru þau ekki talin síðri en ullarteppin og jafnvel fremri. Það varð því crfið og hörð barátta íslensku gólf- teppafratneliðendanna að lialda velli. En með tímanum og reynslu kom í ljós, að gerviefnateppin virtust ekki vera svo mikið sterkari sérstak- lega þegar þau urðu fyrir ntikl- um ágangi og núningi. Ullin hefur ýmsa kosti fram yfir gerviefnin. Hún er lifandi og ef hún bælist þá réttir hún sig strax. Viðurkennt er að auðveldara er að þrífa ullar- teppi heldur en teppi úr gervi- efnum. Einnig eru ullarteppi óneitanlega mikið meira hlífðarefni, bæði hljóð- og hitaeinangra betur. Þau standa nær manninum, honum líður betur með þessunt náttúrulegu efnum. Hjá Álafossi hefur alla tíð verið notuð ný og hrein ull í teppaframleiðsluna. Ullin kemur beint af kindinni í verk- smiðjuna þar sem hún er þvegin, þurrkuð, lituð og spunnin. Ollarbandið er síðan notað við gólfteppaframleiðsl- una ásamt öðrum náttúruleg- um efnum. Gamlar aðferðir „Það má segja að samkeppn- in hafi bara verið okkur til góðs,“ segir Einar. „Þetta hafði í för með sér að við þurftum að breyta ýmsu og höfum nú jafnað okkur að mestu. Við höfum alltaf verið í dýrari klassanum, en ef mið- að er við sambærileg teppi erlendis frá, með sama garn- magn á fermeter og sama vefnað, þá eru okkar teppi síst dýrari í dag. En unt leið og farið er að blanda gerviefnum þá er hægt að komast neðar í verði. Einnig ef vefnaðarað- ferðum er breytt og filt er samlímt við teppið og fleira. Við notum gömlu lagning- araðferðirnar að leggja filt sér og teppið sér, og síðan er það strekkt á gaddalista. Það gefur ýmsa kosti þar sem hin gerðin er yfirleitt límd niður á gólfið. Af listunum er hægt að ■ Vesturgata 2 í dag. taka teppið upp, til dæmis ef að það blotnar og það er hægt að færa það milli herbergja. Nú eru erlendir fram- leiðendur mikið að fara inn á þessa braut aftur. Það fæst meiri fjöðrun með þessum hætti. Það myndast loftpúði milli teppisins og filtsins og það gefur meiri mýkt. Vefnaður Það má tala um þrjár gerðir vefnaðar í gólfteppum. Það sem er viðurkennt vandaðast er Wilton-vefnaðurinn, en við hann er notaður vefstóll og skyttur. Annar er Axminster- vefnaður sem er svipaður en einfaldari að gerð. Sá þriðji er svo kallaður Tufting-vefnaður en við hann er ekki notaður vefstóll, heldur er byrjað með Hessíanstriga og það eru nálar sem stingast í gegnum hann. Þetta er því svolítið svipað og rýateppi. Botn þessara teppa er límborinn. Álafoss er með tvær gerðir vefnaðar, Wilton og Tufting. Frá upphafi hafa verið fram- leidd þar Wilton-ofin teppi. í þeim er garnið tekið niður í botninn, en ásamt því er botn- inn úr juta og bómull. Styrk- leikamunur er á þessum gerðum, Wilton teppin eru mun sterkari en Tuftingofnu teppin. Axminsterteppi hefur verksmiðjan aldrei framleitt. Mosateppi Fyrir um það bil tveim árum síðan var samkeppnin orðin ansi hörð við útlendu teppin. Til þess að gera eitthvað á móti þvt voru hönnuðTufting-ofin teppi úr einspunagarni og tölu- vert minna garnmagni en hafði verið notað í fyrri Tufting- teppi. Þessi teppi voru um þriðjungi ódýrari. Þau voru alveg frambærileg gólfteppi, en vissulega var gæðamunur á þeim og hinum. Viðbrögðin urðu ekki góð. Fólk tók-frekar þessi dýrari og efnismeiri til að vera öruggara. Þess vegna var dregið úr þessari framleiðslu. Rætt við Iúinar Egilsson verslnn- arstjóra I Álafossversluninni Nýjungar Nú er í bígerð að koma með fleiri gerðir af yrjóttum teppum. En staðreyndin er, að Ijósu teppin eru alltaf lang- vinsælust. Nýjung hjá fyrirtæk- inu er að vera með alullar- gluggatjöld, áklæði og gólf- teppi allt í sama lit. Töluvert hefur verið um að sérofin hafa verið teppi fyrir stofnanir og fyrirtæki. Arki- tektar eru fengnir til að teikna munstur og velja saman liti þannig að fyrirtækin fá „sitt“ eigið teppi. Flest stærstu hótel- in og skemmtistaðirnir hafa notfært sér þetta. Á markaðnum eru margar gerðir af gólfteppum úr ýmsum efnum. Og það eru ekki allir sem velja sér endilega vönduð teppi. Það er hægt að kaupa teppi sem endast skemur og eru um leið ódýrari. Þetta er alltaf spurningin um vörugæði og verð. En þeir hjá Álafossi eru stoltir af að geta boðið fólki íslensk gólfteppi úr góðri íslenskri ull. En það eru aðrar nýjungar hjá Álafossi sem eru merkileg- ar. Starfsfólkið er nú að verða meiri þátttakendur í stjórn fyrirtækisins. Stefnt er að því að það eignist 20% hlutafjár á næstu tveim árum. (Grófinni Álafossverslunin er að Vest- urgötu 2 mitt í Grófinni. „Við erum stolt af því að vera hérna, hér er upphafsstaður alls mannlífs á landinu," segir Ein- ar verslunarstjóri. „Ef ingólfs ímyndin er rétt, þá á hann að hafa lent skipi sínu hérna í Grófinni og farið hér á land með fólk sitt. Grófin var fram yfir aldamót aðalathafnasvæð- ið í bænum. Verslun Álafoss er í Bryggju- húsinu, sem svo var kallað. Það var byggt 1863 af Koch og Henderson er þá voru umboðs- menn Sameinaða Gufuskipafé- lagsins. Seinna eignaðist Fisc- her það og rak þar mikla starfsemi, lengdi til dæmis bryggjuna 1895. Eftir að W. Fischer lagði upp laupana 1907 keyptifirmaðH.P. Duuseignir hans og rak með miklum glæsi- brag fram undir 1928, að það varð gjaldþrota. Nathan og Olsen eignuðust þá Bryggju- húsið og létu þá strax byggja ofan á það. Verslunarspari- sjóðurinn kaupir það 1960, þá Loftleiðir en af þeim keypti Álafoss 1976. Margt er merkilegt við Bryggjuhúsið gamla. Út frá því gekk aðalbryggjan og þeg- ar gestir komu til landsins var gengið í gegnum undirgöng sem lágu í gegnum húsið. Þarna var því borgarhlið bæjarins um tíma. Allar götur í Reykjavík voru númeraðar út frá þessu húsi. Þar söfnuðust oft saman menn, aðallega sjó- menn seinnihluta dags og segja má að innanbúðar þar og við suð-vestur hornið hafi verið 'ein af þrem fréttastofum bæjarins, þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar og sagðar fréttir. Á vesturgafli hússins var veðurmælingar- tæki, þannig að þarna var líka veðurathugunarstöð. Á tímabili þótt mjög reimt í Grófinni vestan við Bryggju- húsið. Kvað svo rammt að þessu, að fólk tók á sig stóran krók ef það þurfti að fara þar um. Sáust þaroftþrjár persón- ur á gangi, tveir karlmenn og ein kona. En þetta fólk hafði fyrirfarið sér þarna í fjörunni. Úm þetta skrifaði Þórbergur Þórðarson í Ofvitanum. Inn af teppaversluninni er sýningarsalur sem nefnist Ból- virkið, en þar stóð einmitt bólvirki hér áður fyrr. Einar segir að lokum: „Það er líka kannski vel við hæfi að iðnfyr- irtæki sé á þessum stað. Fyrstu iðnfyrirtæki landsins, Innrétt- ingar Skúla Magnússonar fóg- eta, voru aðeins steinsnar hérna frá.“ Bryggjuhúsið um 1910. Dökka rákin á húshliðinni sýnir hvar fólk hefur hallað sér upp að og sagt fréttir. Ljósmynd: Magnús Ólafsson, Ijósmyndasafnið NT-mynd: Sverrir En fyrir einu og hálfu ári síðan var ákveðið að auka fjölbreytnina í Jtéttofnu Tuft- ingteppunum. Áðurhöfðu þau aðeins verið framleidd einlit og eftirspurn var töluverð eftir yrjóttum teppum. Því var hafin framleiðsla á svokölluðum mosateppum þar sem líkt er eftir lit og áferð fjögurra ís- lenskra mosategunda. Guðrún Gunnarsdóttir hönnuður var fengin til að samræma liti og munstur. Þær mosategundir sem vald- ar voru til að líkja eftir voru grámosinn (gamburmosi), dýjamosi, barnamosi og hadd- mosi. Þessi teppi hafa gert lukku þannig að hin Tufting- teppin eru farin að fá mosa- nafnið á sig. Samlíkingin við mosa á vel við, því hann er afskaplega mjúkur eins og teppin. Einnig er mosinn nátt- úrulegt efni eins og ullin. Svipmytidir frá gólfteppa- verksmiðju Álafoss ■ Séð yfir verksmiðjusvæð- Hinn stóri Wiltonteppavefstóll. NT-mynd: Sverrir. ■ Skyggnst á bakvið Wilton- tcppavefstólinn. NT-mynd: Sverrir. ■ Tuftingteppin eru fram- leidd á þessum grip. NT-mynd: Sverrir. ■ Menn að störfum við Wil- tonteppavefstóla. NT-mynd: Sverrir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.