NT - 28.03.1985, Síða 9
K
SKRÁ yfir reykingar
Dags. ________________
Timi Þörf Staður/aðstæöur
(kl) (1-3)
*
Færa skal á skrána jafnóöum
upplýsingar um hverja sígarettu
sem reykt er og vefja örkinni
síöan aftur utan um pakkann.
Skipt skal “um örk daglega. Gefa
skal 1 fyrir þörf ef þér finnst
þú ekki geta veriö án þeirrar
sígarettu, 2 ef þörfin er ekki
eins mikil og 3 ef vel mátti
vera án sígarettunnar.
Fimmtudagur 28. mars 1985
9
Hættið að reykja með NT
■ Ert þú í liópi þeirra sem
lengi hafa hugsað sér að hætta
að reykja, en hafa af einhverj-
um ástæðum aldrei gert neitt í
því. Pað er ekki ótrúlegt, því
fæst okkar sem reykjum, ger-
um það með þeim ásetningi að
halda því áfram ævilangt.
Pvert á móti ætlum við að
hætta, - en einhvern tíma
seinna, allavega ekki alveg
strax, ekki í dag. Kannski á
morgun - eða hinn. Einhvern
tíma þegar betur stendur á.
Gallinn er bara sá að það
stendur aldrei betur á, - alla
vega ekki nógu miklu betur til
að við gerum alvoru úr því að
hætta. Þannig líða dagar og
vikur sem renna saman í mán-
uði og ár og jafnvel áratugi án
þess að við tökum eftir því.
Erfitt eða auðvelt
Að sögn fróðra manna er
það ákaflega misjafnt hversu
erfitt eða auðvelt fólki reynist
að hætta reykingum. Flestir
munu þó finna til nokkurra
fráhvarfseinkenna og þetta
merkilega sambland af löngun
og vana munu án efa gera
okkur lífið leitt a.m.k. fyrstu
dagana.
En kostirnir við að hætta
reykingum eru líka margir og
stórir og við verðum sumra
þeirra vör ótrúlega fljótt.
Þannig hverfur morgunhóstinn
á nokkrum dögum. Maturinn
tekur allt í einu að bragðast
betur og nefið tekur að greina
löngu gleymda lykt og við
sofum betur.
Við, reykingafólkið, búum
líka við stöðuga kolsýrings-
eitrun, sem hverfur skömmu
eftir að við hættum að reykja.
Af því leiðir betri svefn og
minni þreyta.
Við skipuleggjum
fyrirfram
Eins og áður segir getur það
verið talsverðum erfiðleikum
bundið að hætta að reykja.
Góður undirbúningur og fastur
ásetningur eykur hins vegar
verulega við líkurnar á því að
standast freistingarnar.
Fyrir það fyrsta gildir að
ákveða hvaða dag við hættum
að reykja. Þann dag hættum
við síðan og hvorki fyrr né
síðar. Námskeið Krabba-
meinsfélagsins hefst þriðju-
daginn 2. apríl og hér í NT
verða birtar daglegar frásagnir
af því.
Þrjú undirbúningsatriði
Hvaða ástæður liggja að
baki því að þú vilt hætta að
reykja? Skráðu þær vandlega
niður og bættu við skrána jafn-
Sígarettuneysla og lungnaþemba Hundraðshlutar af
Stig lungnaþembu Mjög mlkil / mikil Þeim sem reykja ekki 0,0 Pipu / vindla- reykinga- mönnum 1,2 Sigarettu- reykingamönnum Fjöldi sigaretta á dag: 1 - 19 20 og meira 11,7 19,2
Nokkur / litil 6,2 3,8 ■9 ■KEH 58,8 |
Hverfandi WMM 5,2
Engin 90,0 46,5 13,1 0,3
■ Þessi tafla sýnir niðurstöður sem fengust með því að kryfja lík 1158
karlmanna sem létust á ýmsum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum árið
1963-70. Stig lungnaþembu var sérstaklega kannað við krufninguna. Þetta
er lungnasjúkdómur sem einkennist af því að veggirnir f hinum litlu
lungnablöðrum ónýtast, blöðrurnar vikka út og verða óstarfhæfar. Taflan
sýnir að milli 10 og 20% sígarettureykingamanna voru með mikla eða mjög
mikla lungnaþembu en enginn þeirra sem reyktu ekki. Tekið er tillit til
aldurs við útreikningana og er þvi hægt að bera hundraðstölurnar saman
í þessum fjórum hópum.
óðum og þér dettur eitthvað
nýtt í hug. Þetta er mikilvægur
undirbúningur því þegar freist-
ingarnar fara að sækja á þig,
áttu þarna heilt forðabúr af
röksemdum.
Klipptu út eyðublaðið hér á
síðunni og færðu skrá yfir reyk-
ingavenjur þínar. Þetta hjálpar
þér til að skilja hvers konar
aðstæður helst þarf að varast
svo að freistingarnar verði ekki
allt of niikil þolraun.
Gerðu líka skrá yfir þá staði
og aðstæður þar sem þú reykir
aldrei eða mjög sjaldan. Til
þessara kringumstæðna getur
þú flúið þegar löngunin verður
of sterk.
Gríptu tækifærið
Þetta er nú allt saman gott
og blessað, en það stendur
kannski ekki rétt vel á fyrir þér
núna. Hvarflaði þessi hugsun
að þér eða önnur svipuð?
Við spyrjum á móti; held-
urðu að það komi nokkurn
tíma til með að standa betur á?
Þegar allt kemur til alls er
þetta heldur ekki hin raun-
verulega ástæða. Hin raun-
verulega ástæða er sú að við
erum hrædd við að leggja á
okkur það líkamlega erfiði sem
því fylgir að hætta að reykja.
Við sem byrjum á námskeið-
inu hjá Krabbameinsfélaginu
þann 2. apríl erum hins vegar
staðráðin í að fresta þessu ekki
lengur. Við ætlum að sleppa
morgunsígarettunni 2. apríl og
öllum öðrum sígarettum þann
daginn. Gríptu tækifærið og
vertu með.
Skrá yfir reykingar
■ Allir þátttakendur á námskeiði Krabba-
meinsfélagsins fá nokkur eintök af þessu
eyðublaði til að skrá reykingar sínar síðustu
dagana áður en hætt er. Rétt er að vefja því
utan um sígarettupakkann svo aldrei gleym-
ist að skrásetja þegar reykt er.
Hvað kostar
að reykja?
Ef þú reykir
svomikiðsem
þá hefur það kostað þig
Á viku Á mán. Á ári. Á 10árum
1/2 pakkaádag 262 1.125 13.687 136.875
1 pakkaádag 525 2.250 27.375 273.750
11/2 pakkaádag 787 3.375 41.062 410.625
2 pakkaádag 1.050 4.500 54.750 543.500
21/2 pakkaádag 1.312 6.525 68.437 684.375
A reykinga-
tíma þínum
■ Öll vitum við að sígarettureyking-
ar kosta peninga. Við gerum hins
vegar sjálfsagt minna af því að reikna
nákvæmlega saman hversu miklum
fjármunum við höfum varið til þessar-
ar niðurrifsstarfsemi gegnum tíðina.
En nú, þegar við ætlum að hætta,
er kannski ekki úr vegi að líta aðeins
á tölurnar. Það er nefnilega ekki að
vita nema þær kynnu að staðfesta
okkur ögn í trúnni á reyklaust fram-
haldslíf.
í meðfylgjandi töflu er reiknað
með að sígarettupakkinn kosti 75
krónur sem um þessar mutdir mun
vera nálægt réttu lagi. Að vísu þykjast
margir spara stórfé þessa dagana með
því að reykja franskar sígarettur á
tombóluverði, en þær eiga eftir að
hækka, verið þið viss!
í aftasta dálki töflunnar er pláss
fyrir þína krónutölu í þessu sam-
bandi. Það er einfalt að finna hana.
Þú velur þér línu í töflunni, eftir því
hversu mikið þú reykir á dag og þá er
auðvelt að sjá hversu mikið það
kostar á einu ári. Þessa tölu margfald-
arðu svo með fjölda þeirra ára sem þú
hefur verið sígarettur galeiðuþræll
herra Nikótínusar keisara.
Hversu mörgum krónum hefur þú
svo varið í sígarettur, þegar öll kurl
eru saman komin á grafarbarminum?
Skrifaðu töluna á réttan stað í aftasta
dálkinum og horfðu á hana svolitla
stund. Þú hefur örugglega gott af því.
Þeir sem vilja geta svo dundað sér
við að reikna út vextina;
LÁSBY Mykjudæla
dráttavélaknúin 3 metrar eða 3,6 metrar
Til dreifingar úr
mykjuþróm og kjöllurum.
Galvaniserað eða lakkað.
Yerð frá kr. 75.100.-
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar nánari upplýsingar
Gfobus,f
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555