NT - 28.03.1985, Page 12

NT - 28.03.1985, Page 12
Kvikmyndin um Mozart fékk8 Oscars- verðlaun ■ Oft hafa verið gerðar kvik- myndir um tónskáld og aðra fræga tónlistarmenn og þær orðið vinsælar, þó kannski leikur í þcim rnyndum hafi ekki alltaf verið í hæsta gæða- flokki. Nú er það kvikmynd unt Mozart, sem gerð er eftir hinu fræga leikriti Peters Shaffer „Amadeus", sem fær útnefn- ingu á Oscars-hátíðinni í Bandaríkjunum sem besta mynd ársins. Hún fékk 8 Osc- ara! Lcikrit Shaffers, Amadeus, var sýnt hér í Pjóðleikhúsinu við miklar vinsældir fyrir þrem- ur árum. Par lék Sigurður Sigurjónsson Mozart en Guð- laug María Bjarnadóttir Kön- stönsu, konu hans. í leikritinu kemur fram spurningin um það, hvort Moz- art hafi dáið eðlilegum dauð- daga eðaekki. Höfundurgefur fyllilega í skyn, að svo hafi ekki verið, heldur hafi Antonio Salieri, sem var hið opinbera hirðtónskáld Josephs II keisara í Vínarborg, valdið dauða Mozarts með því að eitra fyrir hann. Var aftrýðis- semi tónskáldsins Salieris í garð snillingsins Mozarts, álit- in ástæðan fyrir illvirkinu. Myndin er tekin í Prag og nágrenni í 18. aldar umhverfi og glæstum hirðbúningum þess tíma. F. Murrey Abraham fékk Oscar fyrir leik sinn í hlutverki Salieris, en Tom Hulce sem leikur Mozart sjálfan, var einnig tilnefndur til Oscarsverðlauna fyrir sinn leik. i ■ Hinn ungi Wolfgang Aniadeus Mo/.art (Tom Hulce) sýnir austurríska keisaranum Joseph II (Jeffrey Jones) snilld sína. Fimmtudagur 28. mars 1985 12

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.