NT - 28.03.1985, Síða 21

NT - 28.03.1985, Síða 21
Fimmtudagur 28. mars 1985 21 ■ Eþíópskir flóttamenn í Sómalíu. Fjöldi Eþíópíumanna hafa flúiö þurrkana og hungursneyðina í heimalandi sínu. En nú er ástandið í nágrannalöndunum engu betra en í Eþíópíu. Þurrkarnir í Afríku: Hungursneyðin mun aukast enn Ottawa-Reuter: ■ Þróunarráðherra Kanada, David MacDonald sem hefur yfirumsjón með aðstoð Kan- adamanna við önnur ríki, segir að hungursneyðin í Afríku hafi ekki enn náð hámarki þótt nú þegar séu 30 milljón mannslíf í hættu í álfunni. MacDonald varaði við öllum töfum á aðstoð við fólk á þurrkasvæðunum í skýrslu sem hann samdi fyrir utanríkisráðu- neytið í Kanada. A blaða- mannafundi sem hann boðaði til fyrr í vikunni sagði hann m.a. að hungursneyðin í Afríku myndi líklega ekki ná hámarki fyrr en eftir fjóra til sex mánuði. Kanadamenn hafa sent sem svarar 80 milljón Bandaríkja- dollurum í neyðaraðstoð til Afr- íku frá því í nóvember. Þriðjungur þessarar upphæðar kom frá einkaaðilum og söfnun- um meðal almennings. Nígería fær lán Lagos-Reutcr ar ísl. kr.) á mjög hagstæðum ■ Efnahagsbandalag Evr- kjörum til 40 ára. ópu hefur ákveðið að lána Fyrstu tíu árin ber lánið Nígeríumönnum 200 milljónir aðeins eitt prósent vexti og Evrópudollara (7,5 milljarð- er afborgunarlaust. Útlönd Táningur á krítarkortsheimsreisu Frankfurl-Reuter ■ Sextán ára gamall vestur- þýskur piltur fór í heimsreisu og bjó á dýrustu og fínustu hótel- um heims eftir að hafa fengið sent krítarkort í pósti. Honum tókst að fá krítarkortið með því að segjast vera 41 árs gamall læknir, sem ætti fimni hús og hefði 50.000 marka árstekjur. Þegar pilturinn náðist hafði hann ferðast til London, París- ar, Rio De Janeiro og Ham- borgar. Hann ntun að minnsta kosti hafa eytt 40.000 mörkum í túrnum (um hálf milljón ísl. kr.) og eru þá flugmiðarnir ckki taldir með. Upp komst um piltinn vegna grunsemda dyravarðar í hóteli í Hamborg sem fannst ólíklegt að titillinn „doktor“ á. krítar- kortinu gæti átt við hann. Nýbyggingarsam- dráttur í Svíþjóð ■ Mikill samdráttur er nú í nýbyggingum í Svíþjóð. Á síðasta ári var aðeins lokið við 34.988 íbúðir og einbýlis- hús sem er 19% samdráttur frá því 1983 og minni fjöldi en nokkurn tímann frá því árið 1942. Nýbyggðum einbýlishús- um fækkaði meira en íbúðum í fjölbýlishúsum. Lokið var við 17.891 einbýlishús á árinu sem er 23% samdráttur og 17.097 íbúðir í fjölbýli sem er 15% samdráttur. Endurnýjun eldra húsnæð- is jókst hins vegar mikið á seinasta ári í Svíþjóð. Lokið var við endurnýjun 25.681 íbúðar í fjölbýli sem er 34% aukning frá árinu þar áður. í mörgum tilvikum voru tvær eldri íbúðir sameinaðar í eina þannig að fjöldi íbúð- anna fyrir endurnýjunina var 28.043. 65% af nýbyggðum íbúð- um í fjölbýli voru leiguíbúðir en aðeins 35% eignaríbúðir. Hlutfall leiguíbúða árið 1983 var 61% og þá voru eignar- íbúðir 39% af nýbyggðum fjölbýlisíbúðum. Y Seldu háskólagráður Genoa-Reuier. mörg hundruð vottorð um út- ■ Tíu menn hafa verið hand- skrift frá breskum og ítölskum teknir á Ítalíu fyrir að selja háskólum. íbúum í Ungverja- landi fer fækkandi ■ íbúum Ungverjalands fækkaði um 22 þúsund á sein- asta ári. Þeir urðu flestir 10,71 milljón árið 1980 en síðan hefur þeim samtals fækkað um 56 þúsund. Sérfræðingar segja höfuð- ástæðuna fyrir fólksfækkun- inni vera fáar fæðingar á sjöunda áratugnum. Konur sem þá fæddust eru nú á barneignaaldri en þær eru það fáar og tíðni fæðinga hjá þeim svo lág að hún nægir ekki til að vega upp á móti fjölgun dauðsfalla. Þrátt fyrir að meðalæfin hafi lengst hefur tíðni dauðs- falla aukist að undanförnu þar sem þjóðin hefur elst og stærra hlutfall Ungverja er á gamals aldri en áður. Ungversk stjórnvöld hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og reyna að hvetja fjölskyldur til að eignast fleiri börn með því m.a. að greiða niður menntunarkostnað barnanna. Gjaldeyrisforða- metáTaiwaneyju Taipei-Reuter. ■ Seðlabankinn á Taiwan hef- ur skýrt frá því að gjaldeyris- forðinn í lok febrúar hafi verið 17.37 milljarðar bandarískra dollara sem er nýtt met. Gjald- eyrisforðinn á sama tíma í fyrra var 13.7 milljarðar dollara. Talsmaður bankans sagði fréttamönnum að mikil aukning gjaldeyrisforðans stafaði af stöðugt auknum vöruskipta- hagnaði. Vöruskiptahagnaður Taiwanbúa var tæplega 1,5 mill- jarðar dollara fyrstu tvo mánuði þessa árs en 1,17 milljarðar á sama tímabili á seinasta ári. Mennirnir mútuðu starfs- mönnum nokkurra ítalskra há- skóla til að láta sig fá óútfyllt útskriftarvottorð skólanna. Síð- an seldu þeir vottorðin fyrir allt að 100 milljón lírur (2 milljónir ísl.kr.). í skrifstofu ráðgjafarfyrirtæk- is, sem mennirnir ráku, fundust einnig óútfyllt vottorð frá Lund- únaháskóla en ekki er enn vitað hvort þau voru fölsuð eða hvort þeir útveguðu sér þau einnig með því að beita mútum. 27 manns hafa þegar verið ákærðir fyrir að taka við fölsuð- um skýrteinum og lögreglan tel- ur að jafnvel mörg hundruð manns hafi keypt slík skýrteini. lögreglan segir að mennirnir hafi haft samband við nemendur frá efnmiklum fjölskyldum víðs vegar á Ítalíu sem skorti annað hvort hæfileika eða vilja til að Ijúka háskólanámi. Við útreikning gjaldeyris- forðans voru 2,2 milljarðar doll- arar af erlendum gjaldeyri í eigu 45 innlendra og erlendra banka á Taiwan ekki taldir með. Perúmenn skulda milljarð Lima-Reuter. ■ Perúmenn skulda Sov- étríkjunum sem svarar um einunt milljarði banda- ríkjadala (um 42 milljarð- ar ísl.kr.) aðallega fyrir herflugvélar, skriðdrcka og önnur hergögn. Þeir hafa nú santið um greiðslu á 235 milljónum dollara mcð því að senda Sovét- mönnum ýntiss konar varning sem því svarar. í tilkynningu, sern utan- ríkisráðuneyti Perú sendi frá scr nú í vikunni, segir að Sovétmenn hafi sam- þykkt að taka við fiskmeti, fatnaði, byggingarefni, námum og fleiri vörum sem greiðslu á 235 milljón- um dollara sem Perúmenn áttu að greiða þeim á þessu ári og því seinasta en þá stóðu þeir ekki við skuldbindingar sínar. Meðal hergagnanna, semPerúmenn liafa keypt frá Sovétríkjunum má nefna 30 Sukhoi-orr- urstuflugvélar, 270 skrið- dreka og 60 þyrlur. Bandaríkin: Kynhverfir kennarar halda störfum sínum Washington-Reuter: ■ Hæstiréttur í Bandaríkj- unum úrskurðaði í gær að ríkisreknum skóla sé ekki heimilt að reka kynhverfa kennara. Þetta er fyrsta stór- málið um réttindi kynhverfra sem kemur fyrir hæstarétt í nær tvo áratugi. í máli þessu, sem einnig felur í sér spurninguna um málfrelsi, staðfesti hæstirétt- ur þá niðurstöðu undirrétts að þau lög Oklahoma ríkis, sem leyfa ríkisreknum skól- um að reka kynhverfa kennara, samræmist ekki stjórnarskránni. Kynhverfir tóku mál þetta upp sem hluta af baráttu sinni gegn því misrétti sem þeir telja sig beitta. Menntamálanefnd Okla- homa-borgar hélt því fram að ekki væri óeðlilegt að málfrelsi kennara, sem eigi að vera skólabörnum fyrir- mynd, væri takmarkað. En í fyrra ógilti áfrýjunarréttur í Bandaríkjunum lögin á þeim forsendum að þau afnæmu rétt kennara til þess að segja meiningu sína. Oklahoma-lögin, sem voru sett árið 1978, voru afleiðing af baráttu hreyfing- ar sem barðist gegn kyn- hverfum Ameríkönum undir forystu söngkonunnar Anitu Bryant. Hreyfing þessi vildi verja skólabörn fyrir þeim sem viðurkenndu að þeir væru kynhverfir. Hýrir baráttumenn hafa bent á að árið 1978 hafi Reagan talað gegn lögum sem fyrirhuguð voru í Kali- forníu og voru í rauninni samhljóða Oklahoma-lögun- um. Reagan og aðrir gagnrýn- endur laganna neituðu því að kynhverfir kennarar hefðu áhrif á afstöðu nem- enda sinna til kynlífs og sögðu að lögin gætu auðveld- lega orðið til þess að kennar- ar gætu ekki um frjálst höfuð strokið á neinu sviði síns einkalífs. Stuðningsmenn laganna héldu því hins vegar fram að sú skylda ríkisins að skapa börnunum heilbrigt skóla- umhverfi vægi upp á móti frelsi kennara til þess að hvetja til kynhvarfa utan skólastofanna. Auglýs- ingar ÍBBC? “London-Reuter: ■ Breska stjórnin hef- ur nú til athugunar að leyfa auglýsingar í sjón- varpsútsendingum BBC. BBC hefur hingað til byggt tekjur sínar á af- notagjöldum sem hækk- uðu í ár úr 45 pundum á ári upp í 58 pund (tæpl. 2300 krónur). Andstæðingar þessarar hugmyndar segja að auglýsingar myndu draga úr gæðum sjón- varpsins. Yfirmenn BBC höfðu farið fram á að fá af- notagjaldið hækkað upp í 65 pund og hafa lýst yfir vonbrigðum með hvað gjaldið er lágt. En stjórnvöld segja að BBC verði að gera rekstur sinn hag- kvæmari til að lækka kostnað. Finnsku veggskápasamstæðurnar vinsælu eru komnar aftur. Verð 29. 850.- með ljósum. SKÆÍISSS2KSf5 68 69 00

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.