NT - 28.03.1985, Síða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddarverða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsinjgar 18300
Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
Húsnæðisstofnun:
Aðeins um 600 húsbyggj-
endur leitað ráðgjafar
„Miklu færri en búist var við,“ segir Grétar Guðmundsson
■ „Hingað til hafa ckki leitað
ráðgjafar hjá okkur nema rúm-
lega 600 manns, sem er stórum
færra en við bjuggumst við og
vægast sagt miklu minna en
umræðan í þjóðfélaginu gaf til-
efni til að ætla. Það var mikil
pressa fyrstu dagana og það er
fólkið sem hefur komið, en fáir
sem pantað hafa viðtal síðan,“
sagði Grétar Guðmundsson hjá
ráðgjafarþjónustu Húsnæðis-
stofnunar aðspurður um fjölda
þeirra er til þeirra hafa leitað í
húsnæðisvanda sínum.
Af Stór-Reykjavíkursvæðinu
sagði Grétar aðeins nokkra tugi
eiga eftir að koma í viðtal.
Ráðgjafi sé nú á Austurlandi og
muni fara á Vesturland í kring-
um næstu helgi. Á þeim stöðum
hafi eftirsprunin heldur ekki
verið slík sem búist var við.
Þegar er búið að vinna úr
málum þeirra fyrstu, sem leit-
uðu til ráðgjafarþjónustunnar,
og er nú verið að senda þeim
tilkynningar um lánsupphæðir
sem þeir: ættu þá að geta sótt í
kringum næstu helgi.
Þótt margir hafi farið illa út
úr misgengi lánskjaravísitölu og
launa á árunum 1982-83 og
síðan háum vöxtum 1984, sagði
Grétar iangt frá hægt að kenna
henni um allan vandann. „Það
er einfaldlega líka fullt af fólki
sem farið hefur allt of hratt í
gegn um þetta - hefur farið út í
að kaupa allt tipp topp til íbúð-
arinnar og er síðan með víxla;
frá svo til öllum sem hægt er að
fá víxla hjá varðandi húsbygg-
ingar, þ.e. fyrir glugga, hurðir,
innréttingar, teppi, tæki og hvað
eina. Þetta fólk hefur ætlað sér
allt of mikið í einu,“ sagði
Grétar. Hann kvað og allt of
mörg dæmi um að fólk, jafnvel
undir þrítugu, hafi farið út í að
byggja einbýlishús með sára litl-
ar eignir fyrir. Slíkt sé allt of
stór biti að kyngja fyrir fólk
með venjuleg laun, jafnvel stór
biti fyrir mann einn sem kom
þrátt fyrir að hafa um milljón í
laun.
Þá sem enga leið eiga út úr
vandanum nema að selja ofan
af sér sagði Grétar lítið hlutfall
af heildinni og mjög fáa úr hópi
þeirra sem kallast geti venjulegt
fólk með venjulega íbúð. Oneit-
anlega séu það þó nokkuð marg-
ir sem eru svo illa staddir að 150
þús. kr. lán frá stofnuninni
mundi ekki bjarga nokkrum
sköpuðum hlut í þeirra dæmi. í
öllum tilfellum sé reynt að taka
mjög mannlega á hlutunum og
taka t.d. sérstakt tillit til þess
þegar um veikindi er að ræða.
Landsbyggðina sagði Grétar svo
alveg sérstakt vandamál þar sem
íbúðaverð sé sums staðar
kannski aðeins um helmingur af
brunabótamati, ef þá hægt er að
selja eitthvað.
Grétar sagði alveg ljóst að
þörf sé á varanlegri ráðgjafar-
þjónustu sem verði opin al-
menningi til að leita ráða áður
en fólk fer af stað í kaup eða
byggingu. Greinilegt sé að
margir hafi rennt blint í sjóinn
- alls ekki gert sér grein fyrir -
burt séð frá allri vísitölu - hvað
raunverulega er um mikla byrði
að ræða þegar fólk fer í að festa
sér íbúð.
Illkvittni
ígarð
verkefnis
■ „Þaö er mál skólastjóra
og kennara ef nemendur fá
frí dag og dag til að sinna
ákveönum verkefnum en
fyrirmæli frá ráöuneytinu
um að gefa frí fást ekki,“
sagöi Ragnhildur Hclga-
dóttir menntamálaráðherra
í utandagskráruniræöum i
neðri dcild í gær um söfnun
framhaldsskólanema til
stuðnings baráttunni gegn
aöskilnaðarstefnu stjórn-
valda í Suöur-Afríku.
Steingrímur J. Sigfússon
tók málið upp utan dagskrár
og deildi harðlega á niennta-
málaráðherra fyrir að gefa
ekki nemendum sem að
verkefninu stæðu frí. Kom
fram að hér er einungis um
20% framhaldsskólanem-
enda að ræða og sagði hann
að hægt væri að læra af
þessu verkefni ekki síður en
öðru. Var hann allt að því
reiður, eins og hann orðaði
það, yfir stífni ráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson
sagði að gætt hefði illkvittni
í garð þessa verkefnis af
ráðherra hálfu allt frá fyrstu
tíð. Risi Samstarfsnefnd
æskulýðsráðs ekki undir
nafni, á þessu ári æskunnar,
ef hún beitti sér ekki fyrir
lausn á málinu.
Ólafur Ragnar Grímsson:
Járnblendif élagið hagnast vegna lágs orkuverðs
■ Meginástæöan fyrir 132,2
milljón króna hagnaöi íslcnska
járnbiendifélagsins á siöasta
ári er hið lága orkuverð, sem
fyrirtækið greiðir til Lands-
virkjunar. Þannig greiðir al-
menningur í landinu verulegar
útflutningsuppbætur til járn-
blendiverksmiðjunnar í gegn-
um hið lága orkuverð. Afurðir
verksmiðjunnar eru að þessu
leyti í sama flokki og ostar og
kindakjöt.
Þetta kemur frani í frétta-
tilkynningu, sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson stjórnarmaður í
Landsvirkjun sendi frá sér í
gær, vegna frétta af hagnaði
Grundartangaverksmiðjunnar.
Ólafur Ragnar bendir á, að
íslenska járnblendifélagið
greiði um helmingi lægra orku-
verð en íslenska álfélagið
greiðir nú, samkvæmt samn-
ingnum frá í haust, eða 6,6
mill á móti 12,6 mill. Bendir
Ólafur Ragnar á, að hefði
járnblendiverksmiðjan greitt
sama orkuverð og álverið á
árinu 1984, eða að meðaltali
9,7 mill, hefði hún þurft að
greiða 61,5 milljónum króna
meira tii Landsvirkjunar en
hún gerði. Þar með hefði hagn-
aður járnblendiverksmiðjunn-
ar lækkað um helming. Ólafur
Ragnar segir það lágmarks-
kröfu, að járnblendið greiði
hliðstætt verð fyrir orkuna og
Isal. Segir hann það nauðsyn-
legt, að eignaraðilar lands-
virkjunar, ríkið, Reykjavíkur-
borg og Akureyri, og stjórn
fyrirtækisins beiti sér fyrir því,
að teknir verði upp að nýju
samningar urn raforkuverð til
járnblendiverksmiðjunnar.
mm
Andlát Kommún-
istasamtakanna
■ Kommúnistasamtökin, síð-
ustu samtök maóista á íslandi
voru lögð niður eftir harðar
deilur á síðasta aðalfundi þeirra
fyrr í þessum mánuði. Ákvörð-
unin um að leggja samtökin
niður var tekin með aðeins eins
atkvæðis meirihluta.
Þegar Kommúnistasamtökin
voru lögð niður voru félagar í
þeim aðeins 15. Maóistahreyf-
ingin á íslandi rekur sögu sína
allt til ársins 1971 og þegar
félagar í henni voru sem flestir
munu þeir hafa verið hart nær
tvö hundruð talsins.
I fréttatilkynningu frá
Kommúnistasamtökunum segir
m.a. að marx-lenínistar hafi
unnið að athugun á sósíalisma á
íslandi með bókarútgáfu í huga
síðustu árin. Afrakstur þeirrar
vinnu kom að hluta til út í
aukariti af Verkalýðsblaðinu í
janúar en útgáfa þess hafði þá
legið niðri í tvö ár.
Meirihluti félaga Kommún-
istasamtakanna taldi, sam-
kvæmt heimildum NT, rétt að
leggja samtökin niður þar sem
þau væru orðin hindrun fyrir
sósíalísku starfi á öðrum vett-
vangi. Einnig er Ijóst að mikill
skoðanaágreiningur var innan
samtakanna um leið íslands til
sósíalisma og baráttuaðferðir.
í samtali við NT sagði Ómar
Harðarson, einn félagsmanna,
að fyrrverandi félagar myndu
halda áfram að ræða málefni
sósíalismans.
Kommúnistasamtökin urðu
til við sameiningu einingarsam-
taka kommúnista marx-lenín-
ista (Eik (m-1)) og Kommúnista-
flokks íslands (m-1). Þau fyrr-
nefndu áttu uppruna í fylking-
unni en þau síðarnefndu í
Kommúnistahreyfingunni
marxistar-Ienínisfar (KHML)
sem síðar var breytt í samtökin
KSML. Úr KSML myndaðist
einnig hópurinn KSML(b),þ.e.
Kommúnistasamtökin marx-
lenínistar (byltingarsinnar) en
þau lognuðust út af án sérstakr-
artilkynningar. Einnig márekja
hóp Albaníukommúnista til
þessarar hreyfingar.
Annríki á
þemaviku
■ Það hefur verið anna-
samt hjá nemendum í
Digranesskóla síðustu
viku, vegna þemaviku sem
staðið hefur yfír síðustu
daga og lýkur nú á laugar-
dag með sýningu á vinnu
nemenda.
NT mynd Ámi Bjurna.