NT - 29.03.1985, Blaðsíða 10

NT - 29.03.1985, Blaðsíða 10
■ Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarptíl laga, semmyndi verulega síiertatugþusu Islendinga, ef samþykkt yrði. Her er att við frumvarpið um virðisaukaskattinn. , Pað er með ólíkindum hve lítil umræða hefur átt sér stað um upptöku virðisaukaska^ts her i í indi brátt fyrir þá staðreynd að skatturmn l^naglurá um 20 þúsund aúila. Þa0ere,ns yog þessir aðdar hafi ekki gerl ser|Je“. I Lfleiðincum upptöku skattsins, enda ma segjaj I að upplfsingafhafi ekki beiulínis venð a hverju I strái. Til að reyna að koma til móts við þessa aðila, birtir NT hér ítarlega uttekt um virðisaukaskattinn, frumvarpið, reynslu annarra þjóða svo og söluskattskerfi og ga þess. virðisaukaskatts fylgja verð- hækkanir. Annað atriði, sem vill gjarn- an gleymast í umræðunni um virðisaukaskattinn, en er þó mjög mikilvægt, snertir skatt- byrði. Hún mun færast yfir til heimilanna í landinu. Um 75- 80% virðisaukaskattsins verð- ur innheimtur beint af einka- neyslunni, en í dag er um 1 60-65% söluskattsins þannig innheimtur. Áhrif á húsbyggjendur Þar sem vandamál hús- byggjenda hafa verið ofarlega á baugi undanfarin misseri, er ekki úr vegi að líta á þau áhrif, Föstudagur 29. mars 1985 10 ur munu hækka um 19% þann dag sem skatturinn verður tek- inn upp. Þessi mikla hækkun mun óhjákvæmilega draga úr neyslu, sem aftur myndi hafa samdrátt í för með sér. Að mati margra er hann þegar orðinn nægilegur. Virðisaukaskattur í Evrópu Hugmyndir um neysluskatt í formi virðisaukaskatts eru komnar nokkuð til ára sinna, en þær komu upphaflega fram á þriðja áratuginum. Pað var þó ekki fyrr en með stofnun ýmsu neysluvara. Starfsskil- yrði hinna ýmsu atvinnugreina eru þannig ekki hin sömu. Undanþágurökin eru mikil- væg í málflutningi þeirra, sem vilja losna við gamla söluskatt- inn, þ.e. að undanþágur séu óæskilegar. Reynslan frá ná- grannalöndum okkar sýnir þó, að undanþágurnar hverfa alls ekki með virðisaukaskattin- um. Það má því búast við, að kröfur um undanþágur komi fljótlega upp á íslandi og verði þá vísað til fordæma í ná- grannalöndum okkar. Breska dæmið Bretland er gott dæmi um sér, hefði mátt ráða tíu þúsund nýja skattaeftirlitsmenn í Nor- egi til að fylgjast með skatt- svikum í gamla söluskattskerf- inu. Þetta er mikilvæg niður- staða, því helstu rökin í Noregi fyrir upptöku skattsins voru einmitt að koma í veg fyrir skattsvik. Ef hægt væri að heimfæra þessar tölur upp á íslenska höfðatölu, þýddi þetta að við gætum ráðið hundruð' nýrra eftirlitsmanna! í skýrslu sinni, bendir Ström á, að nú séu til 11 aðferðir við skattsvik, en þær hafi aðeins verið þrjár í gam|a söluskatts- kerfinu. Virðisaukaskattur í stað söluskatts: Gagnslítil skriffinnska eða veigamikil endurbót? Virðisaukaskatturinn myndi snerta um 20000aðila.Ertþú einn þeirra? Hvað er virðisaukaskattur? Eins og nafnið bendir til, á að skattleggja þann virðis- auka, sem myndaður er með einhverri tiltekinni starfsemi. Með öðrum orðum, á að skatt- leggja þá verðmætaaukningu sem á sér stað í fyrirtæki hvort sem það stundi framleiðslu eða þjónustu. í sinni einföldustú útgáfu, lítur dæmið þannig út að frá heildartekjum fyrir- tækisins er dregið allt, sem fyrirtækið hefur keypt frá öðr- urn fyrirtækjum. Þessi mis- munur er kallaður virðisauki og þegar liann er skattlagður nefnist það virðisaukaskattur. í reynd myndi kerfið vinna þannig, að seljandinn leggur skatt á söluvöru sína og greiðir í rikissjóð, en fær endur- greidda þá skatta, sem voru innifaldir í þeim aðföngum, er fyrirtækið notaði (sjá nteðf. skýringamynd). Þar sem þessi skattur er greiddur á öllum viðskiptastig- um, nefnist hann fjölstiga- skattur. Það er því íjóst að greiðendum mun fjölga veru- lega frá því sem gildir um núverandi söluskatt, sem er aðeins greiddur á síðasta við- skiptastiginu. Helsti kostur virðisauka- skattsins er fólginn í því, að hann leggst aðeins einu sinni á sama verðmætið, en í sölu- skattskerfinu lenda menn í að leggja söluskatt ofan á sölu- skatt, sem skekkir endanlegt verð til neytandans. Frumvarpið Nýlegt frumvarp til laga um virðisaukaskatt er í raun ákaf- lega einfalt: 21% virðisauka- skatt skal leggja á viðskipti á öllum sviðum. Frá þessari meg- inreglu eru síðan taldar upp nokkrar undantekningar, sem þykja óhjákvæmilegar. Þeim er þó haldið í algjöru lágmarki, enda er það stefnumarkandi atriði, sem kemur fram í frum- varpinu, að undanþágur séu af hinu slæma. f þessu sambandi má minna á, að ásókn í undanþágur eru mjög miklar í þeim löndum, sem hafa tekið upp virðisauka- skatt. Sérstaklega á þetta við um landbúnaðar- og matvörur. Sem dæmi má taka, að Búnað- arsamband Noregs hefur nú í marsmánuði gengið frá ítarleg- um tillögum um niðurfellingu skattsins í áföngum, sem eiga að ná yfir næstu átta ár. í þessu sambandi má einnig minnast á, að ásókn í undan- þágur frá söluskatti hérlendis hefur alltaf verið mikil og hefur líka mörgum hagsmunasam- tökum og öðrum aðilum tekist að fá slíkar undanþágur sam- þykktar. í áðurnefndu frumvarpi er þó slíkum undanþágum haldið í lágmarki, en snerta þó marg- víslega liði eins og t.d. starf- semi banka og presta,' trygg- ingafélaga og happdrætta. Það er þó ein grein, sem sleppur með öllu að greiða virðisaukaskattinn og eru það útflutningsvörur. Er það talið nauðsynlegt svo skatturinn hafi ekki áhrif á samkeppnisað- stöðu íslenskra útflutnings- vara á erlendum mörkuðum. Áhrif á verðlag í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að virðisaukaskatturinn verði 21% og er þá miðað við að hann skili sömu tekjum og gamli söluskatturinn gerði, en hann á að leggja niður við breytinguna. Þar sem skatturinn mun leggjast á nær alla framleiðslu, er ljóst að þær vörur sem voru með söluskatti lækka í verði meðan undanþáguvörurnar hækka. Mikilvægasta og alvar- legasta hækkunin er vitanlega matvöruhækkunin, en matvör- ur munu hækka um 19% við upptöku virðisaukaskatts. Út- gjöld vegna húsnæðis, ljóss og hita munu einnig hækka, en flestir aðrir vöruflokkar lækka. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins, mun einkaneysla á íslandi hækka um tæp 4% í kjölfar virðis- aukaskattsins. Þeir útreikningar eru byggðir á bráðabirgðaáætl- un Þjóðhagsstofnunar um einkaneyslu á árinu 1980, en sé farið eftir vísitölu framfærslu- kostnaðar, má ætla að hækk- unaráhrifin verði jafnvel enn meiri. Hverju sem nákvæmum töl- um líður, er ljóst að upptöku sem virðisaukaskatturinn hefði á því sviði. Því miður virðist enn einu sinni dökk framtíð blasa við þeim þjóðfélagshópi. { frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir að full skatt- skylda verði bæði á vinnu við húsbyggingar svo og á efnis- kostnað. Þetta mun hafa í för með sér „umtalsverða hækkun á byggingarkostnaði einka- aðila, ríkis- og sveitarfélaga," eins og bent er á í athugasemd- um við frumvarpið. í þessu sambandi er rétt að benda á, að byggingarkostnað- ur í dag er nú þegar orðinn hærri en kaup á sambærilegri íbúð á fasteignamarkaðinum. Áhrif á landbúnað Sé litið á vinnu bóndans og fjölskyldu hans sem fyrirtækja- rekstur, er búrekstur eina at- vinnugreinin í landinu, sem er ekki bókhaldsskyld. Til að þurfa ekki að setja bókhalds- skyldu á alla bændur landsins, er valin sérstök leið út úr þeim vanda að gera upp virðisauka- skattinn í landbúnaði. í grófum dráttum lýsir að- ferðin sér þannig, að bóndinn kaupir öll aðföng með álögð- um 21% virðisaukaskatti. Þeg- ar hann selur vinnslu- eða dreifingastöðvum afurðir sínar, innheimtir hann hins vegar hjá þeim 9% skatt, sem á að þekja þann skatt sem bóndinn hefur þegar greitt í aðföngum. Einu sinni á ári gerir bóndinn sérstaklega virðisaukaskattskýrslu og eru þá leiðrétt hugsanleg frávik. Hafi bóndinn greitt of mikið, fær hann endurgreitt og öfugt. Búrekstur hefur óneitanlega talverða sérstöðu sem atvinnu- rekstur, því framleiðslutíminn er óvenju langur. Rekstrar- gjöldin komasnemma, en tekj- urnar ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. Það er því full ástæða fyrir bændur að íhuga gaumgæfilega þær af- leiðingar, sem virðisauka- skatturinn hefði í för með sér. Skattinn þarf að greiða strax og aðföng eru keypt, en endur- greiðsla á sér ekki stað fyrr en afurðir eru seldar. Annað atriði, sem bændur ættu að hafa í huga snertir þá staðreynd að landbúnaðarvör- ...ásókníundanþág- urer mjógmikil í þeim löndum, sem hafa tekið upp virð- isaukaskatt. Sér- staklega á þetta við um landbúnaðar- og matvörur. Sem dæmi má taka, að Búnaðarsamband Noregs hefur nú í marsmánuði gengið frá ítarlegum tillög- um um niðurfellingu skattsins í áföng- um, sem eiga að ná yfir næstu áttaár. Efnahagsbandalags Evrópu í Róm 1957 sem ákveðið var að stefna markvisst að fram- kvæmd virðisaukaskatts í lönd- um bandalagsins. Fyrstu löndin til að taka hann upp voru Danmörk (1967), Vestur-Þýskaland (1968) og Frakkland (1968), en þar hafði reyndar verið einhvers konar virðisauka- skattur allt frá.árinu 1955. Síðan kom írland (1972) og Bretland (1973). Lönd utan EBE tóku einnig upp virðis- aukaskatt um svipað leyti, svo sem Svíþjóð (1969) og Noreg- ur (1970). Samkvæmt þeirri hug- myndafræði, sem ríkir að baki virðisaukaskattsins, á hlutfall- ið að vera hið sama í öllum vöruflokkum og undantekn- ingar eiga ekki að þekkjast. Hér á landi er gengið út frá því að svo verði og er miðað við 21% skatt samkvæmt frurn- varpinu. Teorían svikin Reynslan í ofangreindum löndum sýnir þó, að grundvall- arreglan bak við virðisauka- skattinn, þ.e. engar undanþág- ur og sama skattahlutfall alís staðar, hefur verið margbrot- in. í reynd er skatturinn þannig ekki hlutlaus, því hann hefur áhrif á val neytenda milli hinna þetta. Þar eru tekjur af virðis- aukaskatti um þriðjungur af heildartekjum ríkisins af neyslusköttum. Skatturinn var tekinn upp 1973 til að liðka fyrir inngöngu í EBE og jafn- framt var söluskatturinn (á lúx- usvörur aðeins) svo og launa- skatturinn (í þjónustugreinum aðeins) lagðir niður. Breska virðisaukaskatts- kerfið veður í undanþágum og er aðeins um þriðjungur vara og þjónustu skattlagt. í sumum atvinnugreinum er um algjöra undanþágu að ræða, þ.e. framleiðslan er ekki skatt- lögð og skattur á aðföng er endurgreiddur. í öðrum grein- ...matvórur munu hækka um 19% við upptöku skattsins. Útgjöld vegna hús- næðis, ijóss og hita munu einnig hækka, en flestir aðrir vöruflokkar lækka. um er framleiðslan seld skattfrjáls, en skattur greiddur á aðföng. Þær rannsóknir, sem voru gerðar í Bretlandi varðandi afleiðingar breytingarinnar, sýndu að hún hafði hvorki mikil áhrif á verðlagið né tekjudreifinguna. Norska dæmið í norskri grein, sem Steinar Ström hefur skrifað og nefnd hefur verið Svarta skýrslan, kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að fyrir þann við- bótarkostnað sem virðisauka- skattskerfið hafði í för með Skattsvik og undanþágur frá virðis- aukaskatti Þessi skattsvikatilhneiging í virðisaukaskattskerfinu virðist vera mjög almenn í Evrópu- löndunum alveg eins og það var í söluskattskerfinu. Á Ítalíu var t.d. árið 1977 metið að 40% tekna ríkisins af virðisaukáskattinum kæmu aldrei í ríkiskassann! Þetta er ótrúlega há upphæð, en hafa verður í huga að á Ítalíu er bókhaldi fyrirtækja mjög ábótavant og fyrirtækin bæði mörg og smá. Sumir vilja halda fram, að svipaðar aðstæður ríki hérlendis og því munum við verða vitni að jafn miklum skattsvikum í nýja kerfinu og því gamla. í öðrum EBE löndum eru tölurnar eðlilega lægri, t.d. 8% í Belgíu, 1,5-4,5% í Bret- landi og 5% í Hollandi (1976). Þá má ekki gleyma, að ásóknin í undanþágur er og hefur verið mjög rík í þessum löndum hvort sem um virðis- auka- eða söluskatt hefur verið að ræða. Kröfu norsku bænda- samtakanna um niðurfellingu skattsins í áföngum hefur þeg- ar verið minnst á. Aðeins þriðjungur vöru og þjónustu í Bretlandi er skattskyldur með- tveir þriðju hlutar eru skatt- skyldir í okkar undanþágu- plágu á íslandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.