NT - 29.03.1985, Blaðsíða 6
TY7 Föstudagur 29. mars 1985 6
L JJ Vettvangur
Tekur Mitterrand upp hlutfalls-
en það hefur veikt stöðu hans
að Miðfylkingin reyndist fylg-
ismeiri í kosningunum nú en
Gaullistar. Það getur hins veg-
ar hert baráttuna innan
hennar, því þar keppa þeir
fallskosningar í stórum kjör-
dæmum muni reynast stjórn
Mitterrands betri en núgild-
andi fyrirkomulag.
Sennilegt þykir, að Mitter-
rand muni reyna að tefla Fabí-
us forsætisráðherra sem mest
fram í sambandi við þingkosn-
ingarnar. Hann fól Fabíus for-
sætisráðherraembættið á
síðasl. sumri og kom það
mörgum á óvart, þar sem hann
var ekki mikið þekktur og
tiltölulega ungur eða 38 ára.
Ýmislegt virðist benda til, að
Fabius sé heldur að vinna á og
geti því reynst sósíalistum
heppilegur leiðtogi í kosninga-
baráttunni.
ÚRSLITIN í.fyrri umferð'
héraðsstjórnarkosninganna nú
■ Mitterrand.
■ Jean-Marie le Pen fékk alls staðar fullt hús á kosninga-
fundum sínum, þótt borga þyrfti aðgangseyri.
ÚRSLIT þingkosninganna
1986 geta haft veruleg áhrif á
úrslit forsetakosninganna, sem
fara fram tveimur árum seinna
eða 1988. Það getur styrkt
aðstöðu Mitterrands þá, ef
hann sækir um endurkjör, að
hörð barátta verður um for-
setaefni hægri flokkanna og
miðflokkanna. Chirac sækist
mjög eftir að hreppa hnossið,
Giscard fyrrv. forseti og Barre
fyrrv. forsætisráðherra um að
vera í framboði fyrir hana.
Staða Mitterrands er því
engan vegin eins slæm og hún
virtist vera um skeið sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Það mun engin áhrif hafa á
fyrirkomulag forsetakosning-
anna, þótt teknar verði upp
hlutfallskosningar til þingsins.
Verður Jean-Marie le Pen hjálparhella Mitterrands?
■ MIKLAR líkur benda til
þess, að Mitterrand forseti geri
róttæka breytingu á fyrirkomu-
lagi kosninga til þingsins fyrir
þingkosningarnar, sem eiga að
fara fram næsta vor. Þetta þarf
ekki að koma á óvart, því að
bæði fyrir og eftir forsetakosn-
ingarnar síðustu, þegar Mitter-
rand var kosinn forseti, hefur
hann lýst yfir því, að liann
muni beita sér fyrir því, að
teknar verði upp hlutfallskosn-
ingar í stórum kjördæmum.
Nú er kosið í einmennings-
kjördæmum. Til þess að ná
kjöri, þarf frambjóðandi að fá
50% atkvæða. Kosið er aftur,
ef enginn nær þeirri atkvæða-
tölu og keppa þá þeir tveir,
sem hafa fengið flest atkvæði.
Líklegt þykir, að úrslit hér-
aðsstjórnarkosninganna, sem
fóru fram fyrr í þessunt mán-
uði, geri Mitterrand enn
ákveðnari í þeirri fyrirætlun
sinni að taka upp hlutfallskosn-
ingar í stórum kjördæmum.
Allt bendir til þess, að það
verði ávinningur fyrir flokk
lians, Sósíalistaflokkinn.
í þingkosningunum, sem
Mitterrand efndi til í júní 1981
eða rétt eftir að hann var
kjörinn forseti, græddi flokkur
hans á núverandi fyrirkomu-
lagi, því að bandalag var milli
hans og kommúnista í síðari
umferðinni. Sósíalistaflokkur-
inn fékk þá hreinan meirihluta
á þinginu.
Engar líkur eru til þess, ef
hliðsjón er höfð af héraðs-
stjórnarkosningum á dögun-
um, að sósíalistar haidi meiri-
hlutanum í kosningunum á
næsta ári, að óbrcyttu
kosningafyrirkomulagi. Hins
vegar virðist mögulegt, að
hann gæti haldið meirihlutan-
um með stuðningi banda-
manna, ef teknar væru upp
hlutfallskosningar.
urðu þau, að Sósíalistaflokkur-
inn fékk 25% greiddra at-
kvæða, Kommúnistaflokkur-
inn 12.7% og aðrir vinstri
flokkar 3.3%. Vinstri flokk-
arnir svokölluðu fengu þannig
rúmlega 40% greiddra at-
kvæða.
Milli hægri flokkanna og
miðflokkanna skiptist fylgið
þannig, að Miðfylking Giscard
og Barres fékk 19.3%, Gaul-
listar (fylgismenn Chiracs)
16.9%, Þjóðfylkingin (flokkur
Jean-Marie le Pen) 8.7% og
aðrir hægri tlokkar og mið-
flokkar 12.9%. Afgangurinn
skiptist milli græningja og svip-
aðra smáflokka.
Samkvæmt þessu fengu
hægri flokkarnir og miðflokk-
arnir samtals nær 60% greiddra
atkvæða og vinstri flokkarnir
rúm 40%, eins og áður segir.
í síðari umferð kosninganna
urðu úrslitin nokkuð hagstæð-
ari vinstri flokkunum. I þeim
kjördæmum, þar sem kosning-
ar fóru aftur fram, fengu vinstri
flokkarnir samtals 46.3%
greiddra atkvæða, en hægri
flokkarnir og miðflokkarnir
samtals 53.5%. Samkvæmt
þessum úrslitum er bilið minna
en fyrri kosningarnar gáfu til
kynna.
Ef teknar verða upp hlutfalls-
kosningar er líklegt, að margs
konar klofningur muni valda
hægri flokkunum og miðflokk-
unum verulegum erfiðleikum.
Hin hægri sinnaða Þjóðfylking
Jean-Marie le Pen er þá líkleg
til að eflast, því að hún getur
þá sýnt fram á, að atkvæði
hennar muni nýtast til fulls.
Nú fékk hún ekki nema einn
héraðsstjórnarmann kjörinn,
þótt hún fengi nær 9 % at-
kvæðanna í fyrri umferðinni.
Ef Þjóðfylkingin eflist, yrði
það á kostnað Gaullista og
Miðfylkingarinnar og myndi
sennilega útiloka að þessir
tveir tlokkar gætu náð þing-
meirihluta saman.
Þá má búast við, að ýmsir
smáflokkar, sem teldu sig
standa nálægt miðju, gætu
komið til sögu og ekki útilok-
að, að þeir leituðu samstarfs
við sósíalista, ef þeir fengju
þingmenn kjörna.
Þegar þannig er á málin
litið, virðist líklegt, að hlut-
kosningar til þingsins?
Látum hendur skipta!
■ Nú er talað fjálglega um
hátækniiðnað, nýsköpun og
upplýsingaiðnað. Iðnaðaráð-
herra segist vilja 10.000 störf í
upplýsingaiðnaði um aldamót.
Upplýst er að verslun með
innlendan tölvubúnað nam á
síðasta ári 150 milljónum
króna.
Menn glöddust fram á góu
vegna alls þessa. Hins vegar
væri kannski ráð að setjast
niður og velta því fyrir sér
hvernig framtíðin verður -
ekki bara að tilkynna hvernig
menn vilja að hún verði.
Nú standa öll spjót á sjó-
efnavinnslunni á Suðurnesj-
um, verksmiðju sem hefur til-
raunaframleiðslu með höndum
- en skilar ekki arði, og má
þola hallarekstur. Þeirri verk-
smiðju vill iðnaðarráðherra
loka - 1-0 fyrir nýsköpun.
Upplýst er að ný steypustöð
hlaut 35-40 milljónir úr opin-
berum sjóðum þrátt fyrir að
starfandi steypustöðvar anni
fyllilega eftirspurn - 2-0 fyrir
nýsköpun.
Skólakerfið hefur verið
meira eða minna lamað seinni-
part vetrar vegna kjaradeilu
kennara, og vinna við kennslu
þykir lítt eftirsóknarverð-3-0
fyrir nýsköpun.
Verður næsta kynslóð
tilbúin?
Menn í Bandaríkjunum hafa
nú áhyggjur af því að næsta
kynslóð þar í landi verði verr
menntuð en fyrri kynslóð.
Þetta, ef satt reynist, þýðir að
blað er brotið í sögu þessa
framsækna lands, þarsem kyn-
slóðirnar hafa ætíð bætt við
þekkingu sína.
Það liggur í hlutarins eðli að
ætli menn að sækja atvinnu-
tækifæri á mið hátækni og
vitsmuna, þá verður að hlúa að
þeim jarðvegi sem slíkt sprett-
ur af. Ekki er nóg að gapa um
tækniframfarir og fljóta síðan
sofandi að feigðarósi, sæll í
sæluvímu.
Hlutverk þeirrar kynslóðar
er nú stjórnar á landi hér er
ekki aðeins að reka þjóðarbúið
eins og eitt farlama frystihús,
heldur einnig að búa í haginn
fyrir komandi kynslóðir.
Við fengum landið ekki í arf