NT - 01.04.1985, Blaðsíða 1
Sigurgangan stöðvuð
- Alþýðuf lokkurinn hefur stöðvast við rúm 20%
■ Sigurganga Jóns Bald-
vins Hannibalssonar og Al-
þýðuflokksins hcfur verið
stöðvuð, a.m.k. í bili. Svo
virðist sem sókn flokksins
sem hófst með formennsku
Jóns í haust, hafi stöðvast
við tæpan fjórðung kjós-
enda. I skoðanakönnun NT,
sem framkvæmd var á mið-
vikudagskvöldið, fékk AI-
þýðuflokkurinn 22,5% at-
kvæða. í síðustu könnun
fékk flokkurinn einu pró-
senti meira, en sá munur er
innan skekkjumarka.
Sjálfstæðisflokkurinn sem
verið hefur á niðurleið í
skoðanakönnunum að
undanförnu virðist aftur vera
að taka aðeins við sér og fær
nú 34% í stað 33% í síðustu
könnun. Þessi munur er
einnig innan skekkjumarka.
Aðrar niðurstöður urðu
þær að Framsóknarflokkur
fékk 18,5% (+3,5), Banda-
lag jafnaðarmanna
4,5%(—1%), Alþýðubanda-
lag 13,0% (-1,5) og Kvenna-
listinn 7,5% (+1).
Svo virðist sem sú þróun
sem hefur mátt lesa ut úr
skoðanakönnunum að und-
anförnu hafi stöðvast. Al-
þýðuflokkurinn er hættur að
stækka og Sjálfstæðisflokk-
urinn hættur að minnka. Ef
borið ér saman hvað fólk
hyggst kjósa nú og hvað það
kaus í síðustu alþingiskosn-
ingum, kemur í ljósaðstærsti.
hlutinn af fylgisaukningu Al-
þýðuflokksins kemur frá
Sjálfstæðisflokknum.
Skoðanakönnunin fór
þannig frant að hringt var í
600 einstaklinga um allt land.
Skipting eftir kynjuni var
höfð jöfn og sönruleiðis
skipting rnilli höfuðborgar-
svæðisins og landsbyggðar-
innar. Ef Stór-Rcykjavíkur-
kjördæmin tvö eru tekin út
úr eru þó 58% svarenda
þaðan. Rétt rúmur þriðjung-
ur þeirra sern spurðir voru,
eða 35%, tók ekki afstöðu
til stjórnmálaflokka. Þetta
er nokkru lægra en var í
síðustu könnun. Spurningin
sem lögð var fyrir svarendur
var svohljóðandi: Hvaða
flokk er líklegast að þú
myndir kjósa ef alþingis-
kosningar væru um næstu
helgi?
Niðurstöðurnar eru birtar
í töfluformi á bls. 3 en á
morgun verður gerð nánari
grein fyrir helstu niðurstöð-
unr úr könnuninni.
Akureyringarnir þrír á leiðinni til bvggða í gærdag. F.v. Kristján Hálfdánarson, Rúnar Jónsson og Friðrik Sigurðsson.
NT-mynd: Árni Bjnrna.
Bervíkin:
Leitað án
árangurs
■ Leitað var í gær að
‘skipverjunum á Bervík-
inni frá Ólafsvík, en án
árangurs. Þegar flest var á
seinni fjörunni leituðu um
300 manns.
Leiðindaveður var á Ól-
afsvík og ekki aðstaða til
köfunar þar sem hugsan-
legtertaliðaðflak Bervík-
ur liggi á botninum.
Leitað að
manni
■ Lögreglan í Hafnar-
firði leitar nú að 33ja ára
gömlum manni, Eyjólfi
Ámundasyni til hcimilis
að Hamarsbraut 12 í
Hafnarfirði, en ckki er
vitað um ferðir hans síðan
um kl. 21.00 á laugardags-
kvöld. Eyjólfur var þá að
ljúka vinnu um borð í
skipi við Ægisgarð í
Reykjavík. Hann cr um
170 cm á hæð, ljóshærður,
þunnhærður, þéttvaxinn
og gengur með gleraugu.
Eyjólfur var klæddur Ijósri
mittisúlpu og dökkum
buxum. Þeirsem hafaorð-
ið Eyjólfs varir síðan kl.
21.00 á laugardag cru
beðnir að láta lögregluna
vita.
Giftusamleg björgun manns úr jökulsprungu á Vatnajökli:
Náttból hans
hrundi niður
í jökuliðrin!
■ Björgunarmenn, sem þátt
tóku í lcitinni að Akureyringun-
um þrcmur sem höfðust við í
Kverkfjöllum, eru komnir til
byggða. Giftusamlega tókst til
um björgun, þrátt fyrir að leitin
var framkvæmd við erflðustu
aðstæður.
Akureyringurinn Kristján
Hálfdánarson féll í sprungu í
Kverkfjöllum klukkan 15 á
föstudag, og hjálp barst síðan
um klukkan 22:30 á laugardags-
kvöld.
Aðstæður sem Kristján bjó
við í sprungunni voru erflðar,
og gerði mikil gufa í sprungunni
Kristjáni erfitt fyrir, þar sem föt
hans urðu fljótlega gcgnblaut.
Kristján stóð á snjóþaki í
sprungunni, og stöðugt hrundi
úr þakinu, niður í iður jökulsins,
og undir það síðasta var einung-
is einn og hálfur metri undir
fótum Kristjáns.
SjánánarbIs.4,8og9.
■ Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við
sunnan vistir, áður en haldið er heim á leið.
og færir björgunarsveitum aö
NT-mynd Sveinn