NT - 01.04.1985, Blaðsíða 21
Knattspyrnumolar
nrr Mánudagur 1. apríl 1985 21
LlU íþróttir
V-Þýskaland:
Nýbýlaveg 8 (Dalbrekku megin)
200 Kópavogur Sími46216
- Stuttgart steinlá fyrir Dortmund
Stórsigur Bayern
á Atla og félögum
þjálfara þrátt fyrir góða leiki að
undanförnu.
Uerdingen byrjað af kappi
gegn hinu unga liði frá
Frankfurt. Frankfurt, sem var
án nokkurra sinna bestu manna,
pökkuðu í vörn. Fyrri hálfleikur
einkenndist af yfirburðum
leikmanna Uerdingen. Ekki
tókst þeim þó að skora.
Lárus kom inná í upphafi
síðari hálfleiks fyrir Klinger.
Með Lárus í fararbroddi urðu
sóknir þyngri og mark hlaut að
koma. 55 mín: úr aukaspyrnu
skallaði Funkel beint í netið
algjörlega óvaldaður.
Nú gerði Uerdingen þá vit-
leysu að ætla að halda fengnum
hlut. Frankfurt sneri þá vörn í
sókn og á 64 mín skoraði Uwe
Muller með laflausu en hnitmið-
uðu skoti í bláhornið og jafnaði
metin. Frankfurt átti það sem
eftir var leiksins og Vollack,
markvörður Uerdingen varð að
taka á honum stóra sínum til að
halda stiginu.
Lárus kom inná í hálfleik og
frískaði leik Uerdingen til
muna, en eftir því sem lengra
leið á leikinn þá fékk hann færri
og færri bolta fram á völlinn til
að vinna úr.
Bremen-Schalke.........2-1
Bremen, eina liðið í Búndes-
„Kampavíns-Villi“ í vandræðum
■ Formaður v-þýska knattspyrnufélags-
ins Bayern Miinchen, Willi Hoffmann,
hefur verið kærður fyrir fjárdrátt.
Hoffmann, sem kallaður er „kampavíns
Villi“ vegna lífsstils síns, á þrjú hótel í
suðurhluta Bæjaralands ásamt fleiri
mönnum. Það er einmitt einn sameigandi
hans sem kært hefur.
Hoffmann segist ætla að segja af sér
formennsku hjá Bayern ef honum tekst
ekki að hreinsa sig af málinu fljótlega.
Hann var kosinn formaður Bayern fyrir
sex árum.
Zico neitar
■ Brasilíski knattspyrnumaðurinn Zico
sem leikur á Ítalíu með Udinese segir að
frétt sem blaðið La Gazzetta Dello Sport
birtist þess efnis að hann væri á förum frá
Ítalíu væri röng.
Zico sagðist hafa orðið steinhissa á
þessum fréttaflutningi og að hann skaðaði
sig og félag sitt.
Zico, sem á yfir höfði sér rannsókn
vegna meintra skattsvika sagði að ekkert
væri til í þessari frétt né því að hann hefði
svikið undan skatti.
Ásakanir á báða bóga
■ Knattspyrnusamband Ecuador hefur
ásakað Urugaymenn um að hafa borið fé
á dómaratríóið, sem dæma átti leik þessara
þjóða í undankeppni HM í gær. Segja
Ecuadormenn að dómararnir hafi átt að fá
30.000 dollara fyrir vikið, en tveir dómar-
anna ekki sætt sig við það og krafist meira.
Uruguaymenn hafa staðfastlega neitað
þessum áburði og fóru þess á leit við
alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að
annað dómaratríó dæmdi leikinn. Þá hafa
þeir einnig beðið FIFA að sjá um að allir
leikmenn liðsins farí í lyfjapróf á eftir
leiknum. Búist var við að dómaratríói frá
Perú yrði látið dæma leikinn í stað þess frá
Paraguay, sem upphaflega átti að gera
það. Bæði dómarinn og línuverðirnir hafa
neitað öllum sakargiftum.
Chilebúar eru efstir í þessum riðli með
fimm stig, Uruguay hefur tvö stig og
Ecuador eitt. Tvö efstu liðin eiga eftir að
leika innbyrðis í Uruguay, en efsta liðið í
ríðlinum mun leika í úrsliturn HM í
Mexicó næsta ár.
lígunni sem ekki hefur tapað
leik á heimavelli í vetur héldu
því meti þrátt fyrir góðan leik
mótherjanna. Möhlmann og
Sidka skoruðu fyrir Bremen.
Hartmann fyrrum leikmaður
Kölnar skoraði fyrir Schalke og
á hann nú hvern toppleikinn á
fætur öðrum.
Dortmund-Stuttgart .... 4-1
Dortmund, liðið sem allir
töldu fallið fyrir nokkrum vik-
um vann sinn þriðja sigur í röð,
nú gegn meisturumm, síðasta
árs. Simmers, hinn átján ára
gamli, sem gerði mark mánað-
arins fyrir skömmu er hann
sólaði sjö leikmenn og skoraði
átti stórleik gegn Bernd Föster
og sólaði kappann fram og til
baka. Simmers gerði tvö glæsi-
leg mörk og auk hans gerði
Loose og Raducanu mark.Fyrir
Stuttgart skoraði Allgöwer með
einu mesta þrumuskoti sem hér
hefur sést, viðstöðulaust skot
hans af 25 m færi fór beint í
vinkilinn. Hans 16. mark á tíma-
bilinu. Önnur úrslit:
Bielefeld-Hamburg.............. 4-1
Uerdingen-Frankfurt............ 1-1
Bayern Munchen-Dússeldorf ..... 6-0
Dortmund-Stuttgart............. 4-1
Köln-Mannheim ................. 0-0
Brunschwig-„Gladbach“ ......... 0-4
Karlsnihe-Leverkusen........... 0-0
Werder Bremen-Schalke ......... 2-1
■ Karl Allgöwer skoraði gullfallegt mark fyrir Stuttgart en það dugði skammt gegn góðu liði
Dortmund.
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu:
Tvö jafntefli
- hjá Víkingi og Fylki og KR og IR
■ Einn leikur fór fram á
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu á laugardag. Víkingur
og Fylkir spiluðu í roki og kulda
á rennisléttu grasinu í Laugar-
dal. Leiknum lauk með jafntefli
2-2.
Það voru Fylkismenn sem
náðu forystu með marki Antons
Jakobssonar beint úr auka-
spyrnu. Andri Marteinsson
jafnaði fyrir hlé.
{ síðari hálfleik kom Jón
Bjarni Guðmundsson Fylki yfir
og virtist stefna í sigur Árbæ-
inga. Andri bjargaði síðan öðru
stiginu með fallegu marki um 10
mínútúm fyrir leikslok. Á síð-
ustu mínútu leiksins voru Vík-
ingar síðan nærri búnir að stela
öllum stigunum er þeir skutu í
stöng upp úr horni.
Leikurinn varð aldrei í betra
lagi. Vindurinn gerði leikmönn-
um erfitt fyrir.
Þá var leikur í Reykjavíkur-
mótinu á föstudagskvöldið. Þá
léku ÍR-ingar og KR-ingar í
kalsanum á gervigrasinu í Laug-
ardal. Leiknum lauk með jafn-
tefli 1-l.JónG.Bjarnasonskor-
aði fyrir KR en Bragi Björnsson
fyrir ÍR. Þetta er í fyrsta skipti
sem ÍR-ingar taka þátt í Reykja-
víkurmótinu og byrja þeir bara
þokkalega.
Fyrir grásleppuveiðimenn og
hrognavinnsluna o.fl.
Höfum nú aftur fengiö plast-stampana, í stærðunum 40 og 50 lítra,
á hagstæðu verði.
Einnig til á lager ýmsar stærðir plastíláta ásamt ýmsum stærðum af
piastkössum. Hringið og fáið frekari upplýsingar
Frá Guðmundi Karlssyni fréttarítara NT í
V-Þvskalandi:
■ Tuttugasti og fimmti
leikdagur í Búndeslígunni var
leikinn nú um helgina. Leikur
Kaiserslautern gegn Bochum
féll niður vegna þess að eitt
flóðljósanna var að detta í sund-
ur og hefði getað fallið á áhor-
fendur. Aðeins 133 þúsund sem
er mínus met sáu 25 mörk í þeim
8 leikjum sem leiknir voru. Þrjú
efstu liðin, Bayern, Bremen og
„Gladbach" unnu sína leiki.
Einn leikmaður fékk 1 í einkunn
hjá Bild, en það var Bæjarinn
Augenthaler, hinsvegar fengu
fjórir leikmenn 6 í einkunn og
það segir sína sögu.
Bayern-Dússeldorf........6-0
Markvörður Dusseldorf Uwe
Greiner sagði eftir leikinn, „ef
ég hefði verið í Dusseldorf..." í
sjö daga hafði hann legið í
rúminu með hita en Kremer
þjálfari reif hann upp úr rúm-
inu. „Greiner fyllir vörnina ör-
yggi,“ sagði Kremer. Sex núll
segir eiginlega sína sögu um
þennan leik. Bayern spiluðu
eins og meistarar en Dusseldorf
virtist vera með hugann í ann-
arri deild. Áhugalausir komu
leikmenn Dússeldorf inná leik-
völlinn, kvartandi yfir því að
þeir hafi aldrei unnið með sviss-
neskan dómara. Það var þó
ekki honum að kenna að Dúss-
eldorf tapaði í leiknum.
Bayern með þá Augenthaler
og Lerby í fararbroddi sýndu
„klassa“-leik. Áhorfendur köll-
uðu í 30 mínútur „Augenthaler
í landsliðið“.
Snúum okkur þá að mörkun-
um: 20 mín: Kögl hinn ungi,
gefur úr horni á Lerby sem
skallar óvaldaður í netið. 25
mín: stunga á Mathy sem skorar
með góðu skoti af um 13 m færi.
Staðan 2-0 í hálfleik.
Á 49. mín. tekur Kögl aftur
horn en í þetta skipti skallar
Augenthaler í netið. 69 mín:
Dremmler gefur á Mattháus
sem skorar örugglega með góðu
skoti. 74 mín: Augenthaler
skorar beint úr aukaspyrnu af
um 25 m færi, boltinn fór með
ógnarhraða beint í vinkilinn,
draumamark. 84 mín: Lerby
nær boltanum og leikur á
nokkra varnarmenn og Greiner
í markinu og skorar örugglega,
6-0. Atli og félagar fengu allir 4
eða 5 í einkunn og náðu ekki að
sýna sínar bestu hliðar.
Uerdingen-Frankfurt . . . 1-1
Með svona leik ná Lalli og
félagar aldrei UEFA-sæti því
þrátt fyrir yfirburði framan af
þá þurftu þeir að óttast tap í
lokin. Lárus hóf ekki leikinn, er
ekki í náðinni hjá Feldkamp
Staðan:
Bayem Munch . .25 15 6 4 58 32 36
Werder Bremen .24 13 8 3 67 38 34
„Gladbach" .... .24 12 6 6 62 36 30
Uerdingen .24 11 6 7 47 35 28
Hamburg .23 9 8 6 41 35 26
Mannheim .... .24 9 8 7 34 37 26
Stuttgart .25 11 3 11 63 44 25
Bochum .23 8 9 6 38 32 25
Köln .24 11 3 10 45 43 25
Schalke .24 9 6 9 47 48 24
Frankfurt . 25 8 8 9 49 52 24
Leverkusen .... .25 6 9 10 36 40 21
Kaiserslautern . .22 6 9 7 27 39 21
Dusseldorf .... .24 6 7 11 39 50 19
Bielefeld .25 4 11 10 30 48 19
Dortmund .. 23 8 2 1331 46 18
Eintr. Brunsc .. .24 7 2 15 30 58 16
Karlsriihe .24 3 9 12 31 62 15