NT - 01.04.1985, Blaðsíða 11
og hann vildi. Þeir vissu vel, að hann
var enn með hugann fullan af alls
konar viðfangsefnum, sem hann lang-
aði til að festa á blað.
Og þetta notaði hann sér að sjálf-
sögðu.einkum nokkru eftir að hann
var orðinn sextugur, og varð nú mikil-
virkari við ritstörf sín og rannsóknir
en nokkru sinni fyrr. Á þessum árum
skrifaði hann meðal annars tvær stór-
ar og fróðlegar bækur, sem út voru
gefnar, og fjölda fræðigreina um
náttúrufræðileg efni. Bækurnar eru
Nú brosir nóttin, brot úr endur-
minningum Guðmundar Einarssonar
refaskyttu frá Brekku við Önundar-
fjörð, út gefin á Akureyri árið 1960,
og Jökulsárgljúfur, íslenskur undra-
heimur, út gefin á Akureyri árið 1975.
Síðari bókin er fræðibók um hið
stórkostlega náttúruundur, Jökuls-
árgljúfrin öxfirsku og Ásbyrgi, en þar
var enginn íslendingur kunnugri en
Theódór, enda fer hann þar á kostum.
Bókin er frábærlega vel myndskreytt
og fallega út gefin, raunar hreinasta
perla. Má hiklaust segja að bókin sé
nú handbók allra þeirra sem heimsækja
þjóðgarðinn fagra á þessum slóðum.
Prentverk Odds Björnssonar gaf út
þessa fögru bók.
Fræðigreinar Theódórs frá þessum
árum reyni ég ekki að nefna, þær eru
svo margar, né heldur sendibréfin,
sem eru líklega næstum óteljandi ef
til þeirra næðist, því að hann var
ótrúlega afkastamikill bréfritari.
Auk þessa alls er mér vel kunnugt
um, að í ritsafni hans eru þrjú óprent-
uð bókarhandrit, sem hann lauk við
að fullu á Austara-Landi. Er þar fyrst
að nefna tólf sagna safn, sem hann
nefndi llm bjarkanna. Annað er um
fuglalíf í Öxarfirði á fyrra helmingi
tuttugustu aldarinnar, um hundrað
vélritaðar síður. Pað þriðja er um
atvinnuhætti í sömu sveit á þessum
sama tíma, einnig um hundrað vélrit-
aðar blaðsíður.
Pað er næsta furðulegt, hve þessi
sjálfmenntaði fræðimaður og bóndi
var stórvirkur á sviði ritstarfa og
rannsókna á þessum árum, ekki síst
þegar það er athugað, að þá var sjón
hans farin að bila verulega. Hlýtur
það að vekja undrun og aðdáun allra
sem um það hugsa.
Árið 1976, þegar Theódór var 76
ára gamall, var Elli kerling farin að
gera töluvert vart við sig, eins og
vænta mátti, hjá þeim hjónunum
báðum. Þau ákáðu því, eins og fyrr
getur, að sækja um vist í hinu nýja og
fullkomna elliheimili Þingeyjarsýslna
á Húsavík og fengu strax jáicvæð
svör. Þangað fluttu þau síðan um
haustið og fengu ágæta hjónaíbúð til
umráða.
Og þarna undu þau sér einkar vel
að minnsta kosti sex fyrstu árin. Ég
heimsótti þau þar nokkrum sinnum
og hafði auk þess alltaf náið bréfa-
samband við Theódór, svo að mér er
vel kunnugt um það. Og þótt sjón
hans væri nú orðin svo alvarlega
skert, að hann átti mjög erfitt með að
Iesa og sæi ekki á ritvélarstafina nema
með sterkum stækkunarglerjum, var
hann alltaf brennandi í andanum,
eins og fyrr, og skrifaði hverja ritgerð-
ina af annarri um margvísleg áhuga-
mál sín og fjölda sendibréfa fram að
82 ára aldri og þó líklega nokkru
lengur. Um þetta er mér vel kunnugt,
því að hann sýndi mér, gömlum
nemanda sínum, það traust að senda
mér flestar, ef ekki allar ritgerðir
sínar frá Húsavíkurárunum til yfir-
lestrar og lagfæringar, því að eðlilega
sló hann stundum á skakka stafi
vegna sjóndeprunnar. Var mér þetta
Mánudagur 1. apríl 1985 11
mikil ánægja, eins og honum var vel
kunnugt urn, og tókst mér að koma
flestum greinum hans á framfæri.
Og vegna þess hve áhugi hans og
atorka var enn ótrúlega mikil á fyrstu
Húsavíkurárunum, tókst honum,
þrátt fyrir fötlun sína og afar vond og
erfið gigtarköst öðru hverju að vinna
að ýmsum áhugamálum sínum öðrum
en ritstörfunum.
Ég minni aðeins á ýmiss konar
heimildargögn, sem hann dró saman
í margar og stórar möppur og kom
fyrir til geymslu í sýsluskjalasafninu á
Húsavík. Meðal annars munu þar
vera margar hljómsnældur með rödd-
um ýmissa sýslunga og alls konar
fróðlegu efni öðru sem hann dró
saman.
Enginn er þessu kunnugri en hinn
ágæti vörður skjalasafnsins, Finnur
Kristjánsson, fyrrum kaupfélags-
stjóri. Vænti ég að hann geri sem fyrst
grein fyrir þessnm merka heimildaþætti
Theódórs, því að ég hygg að hann
hafi þar algjöra sérstöðu sem einstakl-
ingur.
Mun næsta erfitt að benda á landa
okkar, sem hafa verið jafn áhugasam-
ir og virkir og hann töluvert fram á
níræðisaldurinn.
Ekki er hægt að ljúka þessum fáu
minningarorðum án þess að minnast
á eiginkonu Theódórs, frú Guðrúnu
Pálsdóttur frá Svínadal. Hún var
frábær húsmóðir og mikilhæf mann-
kostakona, sem bjó fjölskyldunni hlý-
legt og fagurt heimili hvar sem þau
voru, og reyndist eiginmanni sínum
ómetanlegur förunautur. Þurfti hún
oft að sjá ein um heimilið, bú og
börn, þegar bóndi hennar var tímum
saman fjarverandi við ýmis störf. Má
því hiklaust segja, að meginþungi
heimilisins hafi oft hvílt á henni einni.
Það kom sér því vel að hún var
löngum heilsuhraust og sigraði jafnan
þá erfiðleika sem að henni sóttu.
Síðustu tvö eða þrjú árin á Húsavík
hefur hún átt við rnikla vanheilsu að
stríða og er nú þungt haldin á sjúkra-
húsinu þar.
Síðustu missirin fór svo, eins og
vænta mátti, að mjög dró úr hinum
mikla þrótti Theódórs. og síðustu
mánuðina fjaraði hann að mestu út.
Hann naut bestu aðhlynningar á
sjúkrahúsi Húsavíkur síðustu vikurn-
ar, leið aldrei mjög mikið og hélt
vöku sinni til síðustu stundar, er hann
hneig fram á borðið í sæti sínu, án
þess að nokkur veitti því sérstaka
athygli, og var allur.
Þannig hvarf hann frá okkur, þessi
góði vinur minn og kennari, og fágæti
atorkumaður og fræðaþulur.
Honum fylgja innilegar óskir og
þakkir frá mér og fjölskyldu minni
yfir á ný og fegri tilverusvið, - og
einnig áreiðanlega frá öllum þeim
mörgu sem kynntust honum. Jafn-
framt sendum við eiginkonu hans og
fjölskyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Jarðarförin fór fram við fjölmenni
þann 19. mars síðast liðinn á einkar
látlausan hátt. eins og hann hafði
sjálfur mælt fyrir um, í ættargrafreit
hans á Skinnastað. Kvenfélag Oxfirð-
inga veitti viðstöddum hinn besta
beina.
Veðrið var eins gott og á fegursta
vordegi. Þannig tók sveitin okkar
fagra í síðasta sinn á móti einurn
sínum kunnasta og besta syni.
Sigurður Gunnarsson,
frá Skógum.
þegar vöxturinn er hraður
★ Mjólk: nýmjólk, léttmjólk,
undanrenna eða mysa.
Unglingar verða að fá uppbyggilegt fæði vegna
þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum
árum. Þar gegnir mjólkurneysla mikilvægu
hlutverki, því án mjólkurog kaiksins sem í henni er
ná unglingarnir síður fullri hæð og styrk. Komið
hefur í Ijós að kalkneysla unglinga er oft undir því
marki sem ráðlagt er og getur þeim því verið
sérlega hætt við hinum alvarlegu afleiðingum
kalkskorts síðar á ævinni. Sérstaklega eru stúlkur í
hættu því konum er 4-8 sinnum hættara við
beinþynningu en körlum eftir því sem rannsóknir
Mjólk í hvert mál
benda til. Ófullnægjandi mataræði og kalklitlir
megrunarkúrar eru því miður oft einkenni á
neysluvenjum stúlkna í þessum aldursflokki.
Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk-
skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki
býður hættunni heim. Það er staðreynd, sem
unglingar og foreldrar þeirra ættu að festa í minni,
því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur
dýrmætur.
Hetetu heimikír: Bæklingurim Kalk og beinþyrming eftír dr. Jón Óttar Ragnarsson og
Nutrition and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og Calloway, Hott Ránhardt and
Winston, 1984.
Aldurshópur Ráðlagðurdag- skammtur af kalki f mg Samsvarandl kalk- skammtur í mjólkur glösum (2,5 dl glösý Lágmarks- skammtur f mjólkurglösum (2,5 dl glös)*
Börn 1-10ára 800 3 2
Unglingar11-18ára 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið 800 *★* 3 2
Ófrískarkonurog 1200**** 4 3
★ Hér er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk.
★ ★ Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem llkaminn þarf úr öðrum matvælum en mjólkurmat mjólk,
en sllkt krefst nákvæmrar þekkingar á næringarfræöi. Hór er miðað við néysluvenjur eins og þær tíðkast
I dag hér á landi.
★★★ Margir sórfræðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á d£
★★★★ Nýjustu staðlar fyrir RDS (Bandarlkjunum gera ráöfyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nær allar aðrar fæðutegundir og
auk þess B-vítamln, A-vltamín, kalíum, magníum, zink og fleiri
efni.
Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina
og tanna. Tæplega 1 % er uppleyst I líkamsvökvum, holdvefjum
og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun,
vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið
hluti af ýmsum efnaskiptahvötum.
Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem
hann fær m.a. með sólböðum og úr ýmsum fæðutegundum t.d.
lýsi. Neysla annarra fæðutegunda en mjólkurmatar gefur
sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir
ráðlögðum dagskammti. Ur mjólkurmat fæst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk.
M.IÓLfe
ÍfSSff®
MJÓLKURDAGSNEFND