NT - 01.04.1985, Blaðsíða 14

NT - 01.04.1985, Blaðsíða 14
Mánudagur 1. apríl 1985 14 Sjónvarp kl. 20.40: Og nú er mútta sest upp líka! ■ Sjötti þáttur breska gam- anmyndaflokksins Farðu nú sæll verður sýndur í kvöld kl. 20.40 og nefnist hann Sú gamla kemur í heimsókn. Enn einu sinni verður Vic- toria fyrir áfalli í samskiptum sínum við letihauginn Travis. Hún kemur að ókunnugri konu í rúminu sínu og bregður held- ur en ekki í brún. Innan skamms fræðist hún um að hér sé komin móðir Travis, sú sem hringdi í hann „collect“ frá Kaliforníu þegar Travis var nýbúinn að troða sér inn á ■ Það væsir ekki um Travis á heimili Victoriu og Lucy stendur víst enn í þeirri trú að hann ætli að segja henni til í lógaryþmum! Victoriu. Enn einu sinni er Victoriu nóg boðið. Hún setur franr úrslitakosti: Annað hvort Travis eða móðir hans verður að flytja og eiginlega er henni sama hvort þeirra það er! Þarna lætur Victoria enn einu sinni úr greipum sér ganga gott tækifæri til að losna við Travis fyrir fullt og allt, og þá auðvitað mömmu hans líka. Ætli það séu margar konur sem myndu umbera annan eins „leigjanda" og þennan maka- lausa Travis Kent? Eða á hann kannski engan sinn líka! Með aðalhlutverk fara Ric- hard Briers og Hannah Gor- don og þýðandi er Helgi Skúli Kjartansson, sem oft fer á kostum. Rás 2 kl. 10. Léttur morgunþáttur ■ I Morgunþætti Rásar 2 í dag kl. 10-12 verður líf og fjör í tuskunum. Þar halda um stjórnvölinn a.m.k. 3 af þeim fjögurra manna hópi, sem héldu morgunþáttunum úti um tíma, þeir Asgeir Tómasson, Jón Ólafsson og Páll Þorsteins- son. Þcir gera sér m.a.s. vonir um að þeir gcti platað 4. félaga sinn úr gömlu þáttunum, Arn- þrúði Karlsdóttur heim í tilefni dagsins, en hún hefur stundað fjölmiðlanám í Noregi í vetur. Ef þaö bregst verða þeir að láta sér nægja að tala við hana símleiðis. Þeir ætla svo sem að tala við fleiri í síma. Þar má nefna fréttaritara Rásar 2 í Senegal, Giovanni DiRussell sem talar bráðgóða íslensku, enda hefur hann verið hér skiptinemi. Og íslendingar sem sitja í eyði- mörkinni í Kuwait innan um alla olíupollana láta til sín heyra. Þá má ekki gleyma jurta- greiningu, grettukeppni og tískusýningu, en eins og kunn- ugt er er útvarpið alveg kjörinn miðill fyrir slík atriði. Sumir kunna reyndar að spyrja hvað sé í alvöru og hvað ekki í Morgunþætti í dag, en hlustendur verða bara að kom- ast að því sjálfir! Já, ekki má gleyma því. Stjórnendurnir mæta allir á stuttbuxum. Arnþrúður líka! ■ Gamalreyndir morgunþáttamenn, þau Arnþrúður Karlsdóttir, Ásgeir Tómasson, Jón Ólafsson og Páll Þorsteinsson. Utvarp kl. 23.25 - mánudag Píanókonsert eft- ir Béla Bartók ■ Á dagskrá útvarpsins kl. 23.25 er útscnding frá tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í Háskólabíói 28. mars. Verður leikinn Píanókonsert nr. 3 í E-dúreftir Béla Bartók. Einleikari er Anna Málfríður Sigurðardóttir. Anna Málfríður hóf píanó- nám í fæðingarbæ sínum, ísa- firði, þarsem RagnarH. Ragn- ar var aðalkennari hennar. Scinna stundaði hún nám við Guildhall-tónlistarskólann í London og lauk þaðan einleik- araprófi 1971. Að námi loknu starfaði hún við tónlistarskól- ann á Akureyri í fimm ár, en er nú kennari við tónlistarskóla Kópavogs. Ánna Málfríður hefur oft áður leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og einnig hefur hún komið fram ásamt ■ Anna Málfríður Sigurðar- dóttir er einleikari ineð Sin- fóníuliljómsveitinni. Martin Berkovsky með Sin- fóníuhljómsveitinni í Trier í Þýskalandi og fengið lofsam- lega dóma. ■ Bobby og Jenny, en þau eru leikin af Tony Doyle og Mary Larkin. Sjónvarp kl. 21.20 - mánudag: Pílagrímsf ör - vegna ástarinnar ■ Pílagrímsferðin (Lovers of the Lake) heitir sjónvarps- myndin á mánudagskvöldið. Myndin er írsk eftir Sean O Faoláin. Hann er þekktur sem „meistari smásögunnar", og sagan hans „Lovers of the Lake" er talin ein af bestu sögunum hans. Leikgerðin er eftir Alun Owen, sem hefur fengið verðlaun fy rir verk sitt. ■ í dag hefst sú nýbreytni á dagskrá Rásar 2 að sagðar verða fréttir. Fréttatímarnir eru fjórir, kl. 11, 15, 16 og 17. Flver fréttatími stendur í 3 Höfundurinn veltir fyrir sér baráttunni milli holdsins og andans. Hér segir frá Jenny, sem er 41 árs. Hún er aðlað- andi og þokkafull kona, sem er gift dugmiklum og auðugum manni. Hún hefur þó staðið í ástarsambandi við Iækninn Bobby í 6 ár. Nú ákveður Jenny að fara pílagrímsför til Lough Derg, sem er lítil af- mínútur og það er Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður Ríkis- útvarpsins sem annast frétta- flutninginn. skekkt eyja úti í stóru stöðu- vatni. Hún ætlar að fasta og biðjast fyrir og ganga berfætt, af því að innra með henni geisar barátta og henni finnst sem hún þurfi að gera yfirbót. Elskhuginn fylgir henni eftir til helgistaðarins. Honum þyk- ir sem Jenny sé að flýja sjálfa sig, en ekki ástarsambandið forboðna. „Ég veit að þér finnst sem þú eigir að losa þig frá mér, en þú hefurekki kjark til að gera það einsömul og reynir að fá presta og dýrlinga til að taka af þér ómakið. Eg trúi því ekki að þinn líkami né ntinn séu af hinu vonda, og þá ekki þrárokkaroglanganir...“ þannig sagðist elskhuganum er hann reyndi að telja ástkonu sinni hughvarf. Aðalhlutverk leika Mary Larkin og Tony Doyle. Þýðandi er Veturliði Guðnason. Ras2kl. 11,15,16,17: Fréttir á Rás 2 Mánudagur 1. apríl 07.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Sigurður Sigurðarson, Sel- fossi, flytur (a.v.d.v.) Á virkum degi. Stefán Jökulsson, María Maríusdóttir og Sigurður Einars- son. 7.20 Leikfimi. Jónína Bene- diktsdóttir (a.v.d.v.) 7.30 Til- kynningar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir, Morgunorð - Edda Möller talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Albert“ eftir Ole Lund Kirkeg- aard Valdís Óskarsdóttir les þýð- ingu Þorvalds Kristinssonar (6) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir 9.45 Búnaðarþáttur Nokkrir fróð- leiksmolar um búfjáráburð Umsjón Óttar Geirsson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar 11.00 „Ég man þá tið“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson 11.30 Galdrar og galdramenn Endurtekinn þáttur Haralds I. Har- aldssonar frá kvöldinu áður. (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns- son Helgi Þorláksson les (8) 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Popphólfið Sigurður Kristins- son (RÚVAK) 15.30 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir, Dagskrá. 16.15. Veður- fregnir. 16.20 Johann Sebastian Bach - Ævi hans og samtíð eftir Hendrik Willem van Loon. Þýtt hefur Árni Jónsson frá Múla. Jón Múli Árna- son les (6). 17.10 Siðdegisútvarp Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. 18.00 Snerting Umsjón: Gísli og Arnþór Helgasynir. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál. Valdimar Gunn- arsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Soffia Guðmundsdóttir tónlistarkennari talar 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir 20.40 Kvöldvaka 21.30 Utvarpssagan: „Folda“ eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (10) 22.00 Lestur Passíusálma (47) Les- ari: Halldór Laxness. Kristinn Hallsson syngur upphafsvers hvers sálms við gömul passíu- sálmalög. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „ísland framtíðarinnar, land tækifæra eða stöðnun" Um- ræðurfrá viðskipfaþingi Verslunar- ráðs íslands. Helgi Pétursson tók saman þáttinn. 23.25 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabí- ói 28. fm. (síðari hluti) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 1. apríl 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14:00-15:00 Út um hvippinn og hvappinn Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15:00-16:00 Á norsku nótunum Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 16:00-17:00 Nálaraugað Reggítón- list. Stjórnandi: Jónatan Garðars- son. 17:00-18:00 Rokkrásin Kynning á þekktri hljómsveit eða tónlistar- manni, að þessu sinni Eric Clapton. Þriggja mfnútna Fréttir sagðar klukkan: 11, 15, 16 og 17. Frétta- maður: Atli Rúnar Halldórsson. Mánudagur 1. apríl 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Tommi og Jenni, Dæmisögur, Súsí og Tumi og Marít litla (Nordvision - Norska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Farðu nú sæll 6. Sú gamla kemur i heimsókn. Breskur gam- anmyndaflokkur í sjö þáttum. Aðal- hlutverk: Richard Briers og Hann- ah Gordon. Þýðandi Helgi Skúli Kjartansson. 21.20 Pílagrímsferðin (Lovers of the Lake) Irsk sjónvarpsmynd eftir Sean O Faoláin. Aðalhlutverk ; Mary Larkin og Tony Doyle. Jenný er aðlaðandi kona um fertugt, gift og í góðum efnum. Hún hefur átt í nokkru sálarstriði m.a. vegna ást- arævintýrs og ákveður að reyna að sigrast á því með ferð á fornan helgistað. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.15 Iranska byltingin sex ára Stutt bresk fréttamynd. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.25 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.05 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.