NT - 12.04.1985, Blaðsíða 7

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. apríl 1985 7 Blað II Utvarp föstudag kl. 23.15 Hjónabandssæla í Vatnsdal og snjóskriða í Svarfaðardal ■ í kvöld kl. 23.15 er Hilda Torfadóttir á sveitalínunni eins og endranær á föstudagskvöld- um. í kvöld talar hún við tvo menn, sem frá mörgu hafa að segja. Fyrri viðmælandi Hildu er Lárus Björnsson í Grímstungu í Vatnsdal, öldungur á tíræðis- aldri, sem löngu er landskunn- ur. Hann spjallar við Hildu um hjónabandið og fer með vísur fyrir hana. Og auðvitað talar hann mikið um hestamennsku, sem löngum hefur verið hans líf og yndi. ■ Hilda Torfadóttir er á sveitalínunni. Síðari viðmælandi Hildu er Friðbjörn Zophoníasson, sem nú býr á Dalvík en var áður bóndi á Hóli í Svarfaðardal. Hann segir frá því þegar snjó- skriða féll á bæinn Auðnir í Svarfaðardal á föstudaginn langa 1953. Á bænum bjuggu fullorðin hjón ásamt syni sín- um og unnustu hans. Konurnar báðar fórust. Friðbjörn var síðasti maður þar í heimsókn seinni part föstudagsins langa og fyrsti maður á vettvang eftir að flóðið féll með föður sínum, en þeir höfðu séð hvað gerðist heiman að. „Þetta er mjög átakanleg frásögn, ég sat alveg agndofa þegar hann var búinn að segja mér þetta,“ segir Hilda um frásögn Friðbjörns. Sjónvarp laugardag kl. 21.35: The Flying Pickets: Mannsröddin líkir eftir hljóðfærum ■ Söngvaseiður nefnist þátt- ur sern er á dagskrá sjónvarps á laugardagskvöld kl. 21.35 og stendur í rúmar 40 mínútur. Þar skemmtir breska söng- sveitin The Flying Pickets og flytja þeir félagar einkurn dæg- urlög frá áratugnum 1960- 1970. Það sem einkurn er sérstætt við flutning The Flying Pickets er að þeir styðjast ekki við önnur hljóðfæri en sína eigin rödd. Hins vegar bregða raddir ■ The Flying Pickcts þykja frcnistir í flokki „a cappella“ söngvara í Bretlandi. þeirra sér í ýmissa hljóðfæra líki og er sú tækni á útlendu máli nefnd „a cappella“. Upphaflega hófu þessir 6 ungu menn feril sinn sern leikarar, en hafa lagt þann starfa niður, um sinn a.m.k., enda njóta þeir mikilla vins- ælda í heimalandi sínu fyrir söng sinn og eru þar i' efsta sæti. Þeir skemmtu á listahát- íðinni í Edinborg 1982 í þrjár vikur samfleytt og var uppselt hjá þeim á hverju kvöldi. Meðal laga sem þeir syngja á laugardagskvöld má nefna You’ve Lost That Loving Feel- ing, Get Off My Cloud og Da Doo Ron Ron. Söngkonan Debbie Bishop verður gestur þeirra í þættinum. Útvarp sunnudag kl. 13.30: Úr ísl. stjórnmálasögu ■ Á sunnudagkl. 13.30 verð- ur 2. þáttur í röðinni Glefsur úr íslenskri stjórnmálasögu - Stéttastjórnmálin og fjallar hann um Ólaf Friðriksson verkalýðsforingja. Sigríður Ingvarsdóttir stjórnmálafræðingur, sem tók þáttinn saman, segir svo frá um efni hans: „Þessi þáttur mun aðallega fjalla um Ólaf Friðriksson verkalýðsforingja. Nafn hans tengdist aðallega átökum í verkföllum og kaup- deilum á öðrum og þriðja tug þessarar aldar. í Danmörku kynntist hann sósíalisma og verkalýðshreyf- ingu. Árið 1915 stofnaði Ólaf- ur fyrsta jafnaðarmannafélag á Islandi og var það á Akur- eyri. Sama; ár fluttist hann til Reykjavíkur og reykvískum verkalýð vann liann mest með næstu tvo áratugina. Þá átti hann þátt í stofnun Alþýðu- flokksins og gerðist ritstjóri Alþýðublaðsins 1919, jafn- framt einn ötulasti áróðurs- maður flokksins á þessum árum. Hann var fremur maður bar- áttu og átaka en hins skipulega flokksstarfs. Eftir 1940 gaf Ólafur Friðriksson sig lítið að stjórnmálum. Hann andaðist í Reykjavík árið 1964.“ Áuk Sigríðar Ingvarsdóttur les Sigríður Eyþórsdóttir leik- ari upp í þættinum. 22.15. Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Alit kemur á óvart“ Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Málfríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Fyrri þáttur. (Áður útvarpað í nóv- ember 1978). 23.00 Djassþáttur - Tómas Einars- son. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 12. apríl 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson og Sigurð- ur Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdfs Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 23:15-03:00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengd- ar að lokinni dagskrá rásar 1. Laugardagur 13. apríl 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. HLE 24:00-00:45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rás- irnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 14. apríl 13:30-15:00 Krydd í tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsaeldalisti hlust- enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Föstudagur 12. apríl 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Knapaskólinn Fjórði þáttur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum um unglingsstúlku sem langar til að verða knapi. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Sigrún Stefánsdóttir. 21.15 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.40 Baráttan um brauðið Bresk heimildamynd um offramleiðslu á landbúnaðanrörum og baráttu vestrænna þjóða um markaöi fyrir korn og önnur matvæli. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Martröð (I Wake up Scream- ing) Bandarísk bíómynd frá 1941. s/h. Leikstjóri: H. Bruce Humber- stone. Aðalhlutverk: Bette Grable, Victor Mature, Carole Landis, Lardi Cregar. Ung og falleg stúlka á uppleiö i skemmtanaiðnaðinum finnst myrt. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 23.55 Fréttlr f dagskrárlok. Laugardagur 13. apríl 13.45 Enska knattspyrnan Liver- pool-Manchester United Bein út- sending frá undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Þytur i laufi Lokaþáttur. Bresk- ur brúðumyndaflokkur i sex þáttum. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Lokaþáttur. Breskur gamanmyndafiokkur i þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Koilgátan. Sjötti þáttur spurn- ingakeppninnar - undanúrslit: Stefán Benediktsson og Vilborg Sigurðardóttir. Umsjónarmaður III- ugi Jökulsson. Stjórn upptöku: Við- ar Víkingsson. 21.35 Söngvaseiður. Breskur skemmtiþáttur með söngsveitinni The Flying Pickets. Þeir félagar flytja einkum dægurlög frá árunum milli 1960 og 1970 og likja eftir hvers konar hljóðfærum með rödd- um sinum. 22.20 Húsið við Harrowstræti (El- even Harrowhouse) Bresk bíó- mynd frá 1974. Leikstjóri Aram Avakian. Aðalhlutverk: Charles Grodin, James Mason, Trevor Howard, John Gielgud og Candice Bergen. Myndin er um bandarisk- an gimsteinakaupmann sem oft verslar í Lundúnum. I einni ferðinni lendir hann i óvenjulegu ævintýri sem tengist kænlegu demantaráni. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 00.00 Dagskrárlok Sunnudagur 14. apríl 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson, Stjórn upp- töku: Andrés Indriðason. 18.50 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Magnús Bjarnfreðs- son. 21.00 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónar- maður Sveinbjörn I. Baldvinsson. 21.50 Til þjónustu reiðubúinn (To Serve Them All My Days) Nýr flokkur - fyrsti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í þrettán þáttum. Leikstjóri Andrew Davies. Aðalhlutverk: John Duttine, Frank Middlemass, Alan MacNaughtan, Patricia Lawrence, Neil Stacy og Belinda Lang. Myndaflokkurinn er gerður eftir samnefndri sögu eftir R.F. Delderfield sem talin er lýsa vel lífinu i hefðbundnum breskum einkaskólum. Söguhetjan er ungur kennari og er fylgst með einkalífi hans og starfi á árunum milli heim- styrjalda. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Gítarleikur Sebasti Tapajos, gítarleikari og tónsmiðurfrá Brasil- íu leikur eigin verk. 23.05 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.